Tíminn - 30.09.1995, Qupperneq 13
Laugardagur 30. september 1995
13
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Stefan Heym:
Fer af þingi
Bonn — Reuter
Rithöfundurinn Stefan Heym,
sem er aldursforseti þýska sam-
bandsþingsins, hefur sagt af sér
þingmennsku í mótmælaskyni
viö þá ákvöröun þingsins aö
hækka laun þingmanna. Hann
hefur setiö á þingi fyrir PDS,
arftaka austur-þýska kommún-
istaflokksins. Hann hefur veriö
óspar á gagnrýni á þýsku
stjórnina eftir aö þýsku ríkin
sameinuöust, en var valdhöf-
um Austur-Þýskalands engu
síöur erfiöur í skauti á sínum
tíma. ■
Kúba:
Hin nýja bylting
í aöeins um 100 kílómetra
fjarlægö frá Kúbu er land
draumanna, tækifæranna og
Iystisemdanna, Bandaríkin.
Eöa þannig hafa a.m.k. tug-
þúsundir Kúbumanna litiö á
máliö og gert allt til þess aö
komast úr hinni sósíalísku
paradís Fidels Castros, sem
hefur hingaö til veriö manna
haröastur í aö ástunda Marx-
Leninísma í efnahagslegu og
pólitísku tilliti. Þaö er staö-
reynd aö sameignarbúskapur-
inn í efnahagskerfi Kúbu hef-
ur Ieitt landiö í ógöngur og
lífsgæöi þar eru ekki sambæri-
leg viö þaö sem þekkist á Vest-
urlöndum. En á Kúbu, rétt
eins og víöa annarsstaöar
blása nú vindar breytinga.
ygl'
eykur þol
Virkar m.a. gegn:
Einbeitingarskorti,
streitu, þreytu og
afkastarýrnun.
Einnig gott fyrir aldraba
Erlendum fjárfestum
hleypt inn
Nú hyggst stjórn Castro koma
á hlutabréfamarkaði og fyrir-
myndina á að sækja til Mexíkó.
Breytingarnar sem eru í vænd-
um eru svo miklar aö tímaritið
Economist hefur talaö um að nú
sé e.t.v.að fæðast á Kúbu efna-
hagslegt veldi. Nýlega sáust skýr
merki um breytingar, en þá var
erlendum fjárfestum leyft aö
kaupa eða leigja eignir og verð-
mæti á Kúbu, fjárfesta í fyrir-
tækjum á eyjunni og efna til
samstarfs viö innlenda aðila. Nú
er útlendingum leyfilegt aö fjár-
festa í öllu nema því sem tengist
landvörnum, lyfjaframleiðslu
og menntun. Aðeins einn galli
er á gjöf Njarðar: hlutabréfa-
markaðurinn verður ekki opn-
aður fyrr en a.m.k. eftir ár og því
verður einhver bið á því að
hægt verði að kaupa hlutabréf á
opnum markaði. Þangað til
verða fjárfestar að fara aðrar
leiðir, s.s. í gegnum erlenda
sjóði.
Fjárfestar renna hýru auga til
lyfjaframleiðslunnar, því vegna
víðtæks viðskiptabanns Banda-
ríkjamanna á Kúbu hefur inn-
flutningur á vestrænum lyfjum
verið mjög takmarkaður. Því
hafa Kúbumenn framleitt sín
eigin lyf og hafa þeir náö mjög
góðum árangri, þykja standa
jafnfætis vestrænum framleið-
endum. Þeir hafa m.a. framleitt
um árabil eitt besta lyfið gegn
heilahimnubólgu. Það fæst ekki
í Bandaríkjunum, vegna þeirra
eigin viðskiptabanns.
Framleibsluhrun
Á síðustu árum hefur orðið
hrun í framleiðslu Kúbu. Á aö-
eins einu ári, milli 1993 og 1994
minnkaði þjóðarframleiðsla um
34% og á árunum 1990-1994
dróst útflutningur saman um
80%. Við þessu urðu stjórnvöld
að bregðast og í hitteðfyrra var
samyrkjubúskap að sóvéskri fyr-
Minningin lifir! Byltingarleiötoginn Che Guevara
hefur veriö endurlífgaöur í formi bjórs. Hann er því
oröinn hluti af hinni nýju kúbversku byltingu, sem
er meö kapítalískum formerkjum. Skyldi hann vera
búinn aö snúa sér viö ígröfinni?
irmynd hætt, framleiðendum
leyft að stunda sitt fag frjálsir og
aö hirða af því ágóða. En Castro
þykir enn vænt um Marx-Len-
inismann og vill ekki sleppa
eldsnöggt af honum hendinni.
Bjartasta von Kúbumanna er
hinsvegar ferðaiðnaðurinn. í
bók sinni, „Our Man in
Havana", gerði breski rithöf-
undurinn Graham Greene
Kúbu nær ódauðlega með lýs-
ingum sínum af spilavítum og
þeirri vændismenningu sem var
svo áberandi á tímum Batista
stjórnarinnar. Þegar Castro
komst til valda í janúar 1959
upprætti hann spillinguna en
lét byggingar og slíka hluti eiga
sig. Því hefur ásýnd eyjunnar
nokkurn veginn haldið sér,
þrátt fyrir að viðhald skorti til-
finnanlega.
Bjargar ferbaþjónustan
Kúbu?
Margt bendir til þess að það sé
því ferðaiðnaðurinn sem komi
Kúbu til bjargar. Margfeldisáhrif
eru mikil í greininni og telja
menn aö þetta muni koma bæði
aðilum í framleiðslu og þjón-
ustu vel: „Kúba hefur stórkost-
lega möguleika í ferðaiðnaði,
strandlengjan er hundruðir
kílómetra að lengd, fjallafegurð
er mikil. Hér eru gríðarlega mik-
ilir fjárfestingarmöguleikar,"
segir Lila Haines hjá fyrirtækinu
Kúbuviðskiptum.
Byltingarbjór
Þess er því kannski ekki langt
að bíöa að strendur Kúbu verði
fullar af ferðamönnum sleikj-
andi sólina og sötrandi Che
bjórinn, sem er sá nýjasti á
Kúbu, skíröur í höfuðið á Che
Guevara, helsta félaga Castros í
byltingunni. Þessi bjór er bann-
aður í Bandaríkjunum, vegna
þess að hann inniheldur „-
kúbversk efni". Það er e.t.v. tím-
anna tákn að annar helsti bylt-
ingarleiðtogi Kúbu sé orðinn að
vörumerki, eða sjá íslendingar
það kannski fyrir sér aö fara inn
á öldurhús og fá sér einn
,,Jón"(Sigurðsson)?
Byggt á The Sunday Times
Shimon Peres:
Sjálfstæð Palestína
draumur einn
Washington — Reuter
Shimon Peres, utanríkisráb-
herra ísraels, sagbi í gær ab
hugmyndir Jassers Arafats um
sjálfstætt ríki Palestínumanna
væru draumórar einir. Líklegra
væri ab myndað verbi sam-
bandsríki Jórdaníu og Palest-
ínu þegar frá líbur.
Hann sagði þó ab Arafat mætti
dreyma um hvað sem honum
sýndist, en „við sömdum ekki
um drauma. Við komumst að
samkomulagi um raunvemleik-
ann eins og hann er," sagöi Per-
es. „Ég held að besta lausnin, og
ég segi þab með fullri virbingu
fyrir Arafat, verði sambandsríki
Jórdaníu og Palestínu sem gerði
öllum Palestínumönnum kleift
að sameinast og gerbi okkur
kleift ab sjá til þess að þeir hlutar
landsins sem eru mikilvægir fyrir
öryggi okkar verði herlausir."
Um sjálfstætt Palestínuríki
sagði hann ennfremur: „Ég held
að þetta sé partur af því sem
hann (Arafat) dreymir um, en
þar eð við höfum átt svo margar
stundir saman. þykist ég vita ab
hann sé líka sannfærður um að
raunverulega lausnin sé byggb á
sambandi Jórdaníu og Palestínu,
og þab er það sem mun gerast að
ég held." ■
Þingkosningar í Portúgal á morgun:
Búist við aö
stjómin
Lissabon — Reuter
Samkvæmt skoðanakönnunum
eru allar líkur á því ab sigurveg-
ari þingkosninganna í Portúgal
á morgun verbi Sósíalistaflokk-
urinn, sem verib hefur í stjórn-
arandstöðu undanfarin 10 ár.
Svo virbist sem Portúgalir séu
búnir ab fá sig fullsadda af
stjórn Sósíaldemókrataflokks-
ins, sem er íhaldsflokkur undir
stjórn Anibals Cavacos Silvas
forsætisrábherra.
Raunar er mjótt á mununum
milli atkvæðafylgis Sósíalista-
flokksins og Sósíaldemókrata-
flokksins samkvæmt skoðana-
könnunum og nánast öruggt þyk-
ir að enginn einn flokkur muni
ná meirihluta á þingi.-Það eru því
allar líkur á því að mynda þurfi
minnihlutastjórn að loknum
kosningum, en Silva hefur haft
þingmeirihluta í áratug.
falli
Stjórnarflokkurinn hefur hamr-
að á því í kosningabaráttunni að
Portúgal þurfi á sterkri meiri-
hlutastjórn að halda til þess að
takast á við efnahagsleg og félags-
leg vandamál sem við blasa, ekki
megi varpa fyrir róða þeim stöð-
ugleika í stjórnmálum sem ríkt
hefur síðustu tíu árin eftir að
meirihlutastjórn flokksins komst
til valda. Svo virðist sem kjósend-
ur kæri sig kollótta um þaö og séu
búnir að gleyma ástandinu sem
var þegar óstöðugar minnihluta-
stjórnir komu og fóru. ■