Tíminn - 30.09.1995, Page 14

Tíminn - 30.09.1995, Page 14
14 Laugardagur 30. september 1995 Hagvrðinqaþáttur A6 gefnu tilefni Allir vilja vera skáld í voru landi, sérhver auli yrkir bögur eða þylur lygasögur. En hófer best að hafa á sér í hverju eina og ekki láta úr sér buna % endalausa skáldsprœnuna. HG Sami lætur þó ekki hér staðar numið, heldur bætir hann lítilli vísu við: Á ísaláði er aumt við gengi, allir stjóma þar að von. Hvað cetlar Framsókn að lafa lengi, Ijúfi Halldór Ásgrímsson? Æskustöbvar Ég er alinn upp í dal og á Norðurlandi. Þar, í fógrum fjallasal, fékk að þroskast andi. Auðunn Bragi Sveinsson Ekki eltist andríkið af sveininum í dalnum fyrir norðan, því þegar hvolpavitið svokallaða þroskaðist orti hann: Skvísan Skvísan var skínandi fógur og skrautleg klæði hún bar, og áfengis-, tóbaks- og ilmvatns- eimur afhenni var. Vegna vísu í síðasta þætti þar sem Pétur Stefánsson segist munu yrkja áfram, þó aðrir hafi ef til vill ekki ánægju af, varð Ólafi Stefánssyni að orði: Ljóbhvöt til Péturs Stefánssonar Áfram kveddu æ til yndis, þó engir leggi hlust við beint. Raunasaga listalyndis, að lýðsins mat það kemur seint. En heim affjalli heimtast sauðir hugartúna — vittu til, þegar liggjum löngu dauðir í leimum sem við gerðum skil. Þá upprisu hljótum allra tíma er einhver Ijóðin meta fer. Svo umfram allt, skaltu áfram ríma ennþá meðan bragljóst er. Efst á baugi Málefni kvenna Um málefni kvenna þó karpað sé enn; þótt konur og menn sem ég þekki hvoftana glenni — það gleymist þó senn — égglotti — og nenni því ekki. Ákall Viltu Drottinn Frakka flengja, fast á rassinn flengja þá menn, sem bannfærð morðtól sprengja Múrúróa skerjum á. Búi Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Taska með konu eða kona með tösku Fylgihlutir eru partur af klæða- burði og þeirri ímynd sem hver manneskja ber utan á sér. Þeir eru af mörgu tagi og ýmissar gerðar. í síðasta pistli var lítillega minnst á skartgripi og hvað efst er á baugi í því skrauti um þessar mundir. En töskur eru fylgihlutir sem allar konur eiga og ganga með og marg- ir karlar einnig. Nú er spurningin: Eru tísku- sveiflur í töskugerð og hve margar töskur þarf kona að eiga og hvern- ig töskur á að ganga með við hin ýmsu tækifæri? Heiðar: Lagið á kventösku fer dálítið eftir tískunni, en stærðin á henni fer eftir konunni. Það er mjög óheppilegt fyrir stóra og þrekvaxna konu ab vera með litla tösku, því þá stækkar konan í hiut- falli vib smæð töskunnar. Sömu- leiðis ef lítil og grönn kona gengur um með stóra tösku, er það náttúr- lega taskan með konuna. Þannig að konur þurfa að gera sér grein fyrir stærðarhlutfalli sínu og töskunnar. Vibbót á persónuleikann Margar konur bera axlartöskur, aðrar bera töskur sem haldið er undir handlegg. í sambandi við þab er gott ab velta fyrir sér töskuburði og vaxt- arlagi. Kona, sem er með axlar- tösku sem situr á mjöðm, á að gera sér grein fyrir að taskan stækkar á henni mjöðmina. En kona, sem heldur á tösku sem er í umslags- lagi vib hliðina á barmi, undir handlegg, stækkar aftur á móti á sér brjóstin. Hún stækkar sig að of- an. Þannig ætti niðurbreiða konan að bera töskuna fyrir ofan mitti og uppmjóa konan og niðurmjóa, sem sagt sú granna, ætti ab bera axlartösku. Hver kona þarf að eiga ab minnsta kosti þrjár töskur, lág- mark. Hún þarf að eiga hverdags- töskuna sem rúmar dálítið vel. Hún þarf að eiga betri tösku, svona jarðarfarartösku, og síðan aftur samkvæmistösku til að nota vib samkvæmisklæðnaö. Aftarlega á merinni Tískan i dag er Kelly-taska. Það er svona taska eins og þær sem El- ísabet Englandsdrottning gengur meb. Það er svona taska sem hefur alltaf minnt mig á litla feröatösku með hanka. Það er taskan sem haldið er á í hendi og dinglar. Vaxtarlega er hún mjög klæði- leg, því henni er haldið meira frá líkamanum en axlartöskum og eyöileggur því ekki form líkamans. Alltaf er nú skemmtilegra að töskur séu úr náttúrulegum ekta efnum, en einnig er oft hægt að fá fallegar töskur úr gerviefnum. Af því að við íslendingar erum óskaplega mikil tískuþjóð, fylgj- umst mikib með tísku og tökum alltaf það nýjasta, er rétt að vekja athygli á því að töskutísku höfum við ekki apað mikið eftir útiend- ingum. Konur erlendis nota tösk- ur mikið sem stöðutákn. Það er Hermes-taskan, það er Gucci-task- an, það er Yves St. Laurent-taskan, Heibar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvemig áégab vera? rab er Luis Vuitton-taskan og síb- an koma ný og ný fyrirtæki fram með flottar töskur og aðra fylgi- hluti. Stöbutákn Ef maður er að vinna erlendis við snyrtivörukynningar eða ann- að, þá horfir maður oft á merkin sem konan ber til að finna út hve dýrar snyrtivörur hún sé reiðubú- in að kaupa. Hér er að vísu til svolítill tösku- kúltúr. Sumar konur ganga með dýrar töskur, en ég sé stundum konur í mjög dýrum og fínum fatnaði meö tiltöluiega ódýrar gamlar töskur. Þannig veröur að gæta þess að fylgihluturinn verður að fylgja svolítið með öðrum klæbaburði. Hann er óneitanlega hluti af heildarmyndinni. En töskuna má líka nota til að hressa upp á útlitið. Kona sem hef- ur ekki alltof rúm fjárráð, eða vill klæða sig á einfaldan hátt, beri hún tösku frá fínum hönnuði, get- ur hún oröiö stór punktur yfir i-ið og bætt upp þann glæsibrag sem fötin ef til vill skortir. Hver kona ætti að velja sér tösk- ur gaumgæfilega og hafa þær per- sónulegar, því þær eru hluti af út- litinu og framkomunni. Það má jafnvel líkja töskunni við hárið á konunni, því hún er með töskuna eins og hún er með hár sitt. Task- an er hluti af persónuleikanum, hluti af stílnum. Litur á töskum er mikilvægur, en algildar reglur eru ekki til nema helst aö hafa verður skó, belti og töskur og aðra leðurhluti í sama lit. Ef að líkum lætur, þurfa konur sem aðrir aö frétta meira af tösk- um og töskuburöi, þar sem íslensk nýjungagirni og tískuþrá virðist ekki hafa náð nema að takmörk- uöu leyti til svo nauðsynlegra fylgihluta. Heiðar er reibubúinn að svara fleiri spurningum þar að lútandi, eins og raunar um flest efni varðandi klæðaburð, snyrt- ingu og framkomu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.