Tíminn - 30.09.1995, Side 19
Laugardagur 30. september 1995
19
Ríkarður Gestsson
Með Ríkarði Gestssyni í Bakka-
gerði í Svarfaðardal er genginn
kær frændi og góður vinur. Rík-
arður var einn af þeim mönn-
um sem settu mikinn svip á um-
hverfi sitt og mannlíf. Ekki
vegna þess að hann værl svo
íhlutunarsamur um málefni
annarra, heldur vegna þess hve
hann var sérstæbur og hlýr
maður og drengur góður. Hann
var rnaður hreinskiptinn og lét
engan eiga hjá sér, glaðbeittur
og spaugsamur og höfundur að
mörgum frumlegum spakmæl-
urn og orbatiltækjum, sem fyrir
löngu eru orðin sveitungum
hans munntöm. Hann var vin-
margur og gestrisinn. Að heim-
sækja hann fannst mér eins og
að koma inn í hlýja og sólríka
stofu, þótt um skammdegi væri,
og var þab kynfylgja frá foreldr-
um hans, Sigrúnu Júlíusdóttur
frá Syðra- Garðshorni og Gesti
Vilhjálmssyni frá Bakka.
Þau hjónin hófu búskap í
Bakkageröi árib 1919, landlítilli
jörb og rýrri þá. Von bráðar
breyttu þau jörðinni í þægilegt
býli að ræktuðu landi og hús-
um. Sigrún og Gestur voru ákaf-
lega samhent og hjónaband
þeirra ástríkt og heimilið gott,
enda bera börn þeirra merki
hins góða arfs og uppeldis frá
foreldrum sínum, sem hefur
enst þeim vel í lífsbaráttunni.
Ríkarður var þriðji í röðinni af
fimm systkinum. Hin eru: Hlíf,
f. 1916, búsett í Reykjavík, átti
t MINNING
Sigurgeir Sigfússon bifreiðar-
stjóra sem nú er látinn; Björn, f.
1918, fyrrverandi bóndi á Björg-
um í Hörgárdal, giftur Sigríði
Magnúsdóttur; Jóhanna María,
f. 1925, fyrrverandi forstöðu-
kona, gift Grétari Guðjónssyni,
hafnarverði í Reykjavík, og
Kristín, f. 1930, fyrrverandi bæj-
arfulltrúi á Dalvík, maður henn-
ar er Friðþjófur Þórarinsson
deildarstjóri.
Ríkaröur átti alla ævi heimili í
Bakkagerði. Hann giftist ekki,
vann að búi foreldra sinna, en
stundaði oft vinnu utan heimil-
is og síðustu starfsár sín var
hann starfsmaður Kaupfélags
Eyfirðinga á Dalvík.
Sá sem þessar línur ritar ólst
upp á næsta bæ og eru jarðirnar
Bakkagerði og Syðra-Garðshorn
nær samtýnis og bæjarleiðin
stutt. Tíðförult var á milli heim-
ilanna ýmissa erinda og var
harðtroðin slóð í túnið milli
bæjanna til vitnis um það.
Minnisstæö eru heimbobin í
Bakkagerði um jólaleytið með
leikjum sínum og gleði og góm-
sætum veitingum, og ennþá
finn ég bragöið af súkkulaðinu
hennar Sigrúnar frænku. Eða þá
af jólakökunni hennar og soðna
brauðinu, sem hún gæddi okkur
bræðrunum á þegar við vorum
að slá með orfum á Ennunum
hjá Bakkagerði.
Ríkarður var félagslyndur og’á
yngri árum áhugasamur félagi í
Umf. Þorsteini Svörfuði og þótti
duglegur að starfa í nefndum.
Hann var líka félagi í Hinu
Svarfdælska Söltunarfélagi, en
þab er óformlegur félagsskapur
nokkurra manna í Svarfdæla-
byggð sem salta sjálfir kjöt sitt á
haustin og slá síðan upp gleð-
skap meb söng og yrkingum,
því í þeim hópi eru hagorðir
menn og söngelskir. Hefur
mörg hnyttin bagan lifað frá
þeim fundum, en þó fleiri farið í
glatkistuna.
Enn er að geta Jónsmessumót-
anna í Bakkageröi, sem Ríkarður
efndi til á hverju ári eftir að
hann var orbinn einbúi þar og
bauð þá vinum sínum úr Hinu
Svarfdælska Söltunarfélagi og
nokkrum öbrum til veislu. Það
voru miklar glebistundir með
söng og skáldskap og menning-
arbrag og jafnan hætt teitinu
klukkan tvö eftir miönætti, þeg-
ar sólin var runnin upp yfir
Látrafjöllin. Þar var Ríkarður
allra manna glaðastur í glöðum
hópi.
Er nú skarð fyrir skildi og
svarfdælskt mannlíf stórum fá-
tækara nú þegar Ríkarður er fall-
inn frá. En minningin um hann
lifir og vermir.
Við Þuríbur vottum systkin-
um hans og fjölskyldum þeirra
innilegustu samúð.
Júlíus J. Daníelsson
DAGBÓK
ir ættu að geta valið sér gönguferð
við hæfi. Þátttakendur fá sérstimpl-
að göngukort í hverri ferð.
Pir
september
X
273. dagur ársins - 92 dagar eftir.
39. vika
Sólriskl. 17.32
sólarlag kl. 19.02
Dagurinn styttist
um 7 mínutur
Fundur hjá SSH
SSH, Stuðnings- og sjálfshjálpar-
hópur hálshnykkssjúklinga, heldur
fund mánudaginn 2. október kl. 20 í
ÍSÍ-hótelinu í Laugardal. Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað-
ur verður gestur kvöldsins.
Kvenfélag
Háteigssóknar
heldur fyrsta fund sinn þriðjudag-
inn 3. október kl. 20.30 í nýja safn-
aðarheimili kirkjunnar. Rætt um
vetrarstarfið, upplestur og kaffiveit-
ingar.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Aðalfundur bridsdeildar félagsins
er kl. 13 í dag í Risinu. Spilaður tví-
menningur að fundi loknum.
Féiagsvist kl. 14 í dag í Risinu.
Dansað í Goðheimum kl. 20.
Leikfimi í Víkingsheimilinu á
mánudögum og fimmtudögum kl.
11.50. Upplýsingar á skrifstofu fé-
lagsins, s. 5528812.
Bókmenntakynning á þriðjudag,
3. okt., kl. 15. Félagar úr leikhópn-
um Snúður og Snælda lesa úr verk-
um Jóhannesar úr Kötlum. Gils
Guömundsson rithöfundur rekur
ævi og starf skáldsins.
Ný raðganga Útivistar:
Forn frægbarsetur
Fyrsti áfangi raðgöngu Útivistar
1995 verður farinn á morgun,
sunnudaginn 1. október. Nefnist
hann: „Vík við Reykjarvík". Lagt
verður af stað frá Ingólfstorgi kl.
10.30 og gengið út á bæjarstæði
Víkur og þaðan í Ráðhúsið að ís-
landslíkaninu. Fróðir menn leikir
og lærðir munu kynna sögu Víkur
og lýsa næsta nágrenni frá land-
námi til síðustu aldamóta. Úr Ráð-
húsinu verður farið kl. 12 og gengn-
ar gamlar alfaraleiðir frá Vík. Á leið-
inni verður ýmisiegt kynnt sem
snertir Vík og ábúendur hennar. All-
Kvikmyndasýning í MÍR
Kvikmvndin, sem sýnd verður í
bíósal MÍR um þessa helgi, er kvik-
mynd Andreis Tarkovskíj „Solaris"
frá 1972. Þetta er fræg vísindaskáld-
sögumynd, gerð eftir sögu Stan-
islaws Lem. Með aðalhlutverk fara
Natalja Bondartsjúk, Donatas Banj-
onis, Anatólíj Solonitsyn og Júríj
Jarvet. Myndin er talsett á ensku.
Hún verður sýnd á morgun, sunnu-
dag, kl. 16 í bíósalnum, Vatnsstíg
10. Aögangur ókeypis og öllum
heimill.
Kristinn Már Pálmason
sýnir í Gallerí Greip
í dag, laugardag, opnar Kristinn
Már Pálmason sýningu í Gallerí
Greip, Hverfisgötu 82, Vitastígs-
megin.
Kristinn Már er fæddur 2. apríl
1967 í Keflavík. Hann er búsettur í
Reykjavík.
Kristinn Már útskrifaðist frá Mál-
unardeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1994.
Sýningin samanstendur af mál-
verkum á plöttum í efri sal og inn-
setningu í kjallara gallerísins. Verk-
unum er ætlað að kalla fram spurn-
ingar um vestræna menningu,
neysluþjóðfélagið og breytni
mannsins, en skírskota einnig til
heföa málaralistarinnar.
Þess ber að geta að Kristinn Már
ARNAÐ HEILLA
95 ára afmæli
95 ára er í dag, 30. september, Jörína
G. Jónsdóttir, Hjallaseli 55, Rvík.
Hún verður stödd á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar að Goðalandi
16, síðdegis.
tekur þátt í samsýningunni „Fram-
lengingaráráttan", sem opnar á Sól-
on íslandus á morgun, sunnudag.
Sýningin stendur til 15. október.
Caput-hópurinn:
Tónleikar í Tjarnarbíói
Á morgun, sunnudag, kl. 20.30
flytur Caput-hópurinn tónlist eftir
Leif Þórarinsson á tónleikum í
Tjarnarbíói. Hópurinn hefur tíðum
flutt tónlist eftir Leif, en aidrei áður
haldið tónleika þar sem eingöngu
eru leikin verk eftir hann.
Félagar í Caput-hópnum eru: Kol-
beinn Bjarnason (flauta), Guðni
Franzson (klarinetta), Auður Haf-
steinsdóttir (fiðla), Bryndís Halla
Gylfadóttir (selló), Snorri Sigfús
Birgisson (píanó), Guörún Óskars-
dóttir (semball), Páll Eyjólfsson (gít-
ar), Eggert Pálsson (slagverk), Steef
van Oosterhout (slagverk) og Sverrir
Guðjónsson (söngur).
Fréttir í vikulok
Hugmyndir um ab leigubílar annist
skólaakstur
Félag framhaldsskólanema hefur átt í viðræöum við leigu-
bíiastöðvar um hugsanlegan skólaakstur, í kjölfar hækkunar
strætisvagnafargjalda.
Enn deilt um launahækkun
Kjaradóms
Ekki eru öll kurl komin enn til grafar hvað varðar launúr-
skurð Kjaradóms. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar funduðu
meb forsætisráðherra í vikunni en margir telja að grundvöllur
almennra kjarasamninga hafi brostiö þegar launahækkun al-
þingsmanna og embættismanna átti sér stað. M.a. hafa Dags-
brúnarmenn sagt að þeir telji samninga lausa.
Harbur slagur í Alþýbubandalaginu
Nú þegar hálfur mánubur er þangað til ljóst verbur hvort
Margrét Frímannsdóttir eða Steingrímur J. Sigfússon hljóta
kosningu sem formabur Alþýðubandalagsins, hefur aukin
harka færst í baráttuna. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því
yfir ab kosning Margrétar til formanns sé að hennar mati for-
senda þess að vinstri flokkarnir geti sameinast. Steingrímur tel-
ur að slíkt tal skemmi fyrir Margréti í baráttunni en skv. Gall-
up-könnun hefur hún naumt forskot á Steingrím.
Kartöfluuppskera í slöku meöallagi
Samkvæmt upplýsingum úr Þykkvabænum virðist sem kart-
öfluuppskeran verði í slöku meðallagi í ár.
Tvö banaslys
16 ára piltur frá Grindavík lést í umferðarslysi á Þingeyri sl.
helgi. Þá lést maður á níræðisaldri í Reykhólasveit þegar hann
missti vald á fjórhjóli.
Félagslega kerfiö endurskoöaö
Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að
reyna að draga úr erfiðleikum sveitarfélaga vegna félagslega
kerfisins. Þar hefur kaupskylda sveitarfélaganna m.a. verib til
skoðunar.
Unniö aö búvörusamningi
Unnið er nótt og dag við nýjan búvörusamning þessa dag-
ana. Rætt hefur verið um að hraba niðurskurði á sauðfé en
Haukur Halldórsson, formaður framleiðnisviðs landbúnaðar-
ins, telur ab einkum þurfi ab efla markaösátak í stað þess ab
fækka sauðfé.