Tíminn - 12.10.1995, Side 7

Tíminn - 12.10.1995, Side 7
Fimmtudagur 12. október 1995 WWwffltl 7 Cold Fever sýnd í London: Gób aðsókn Kvikmynd Friöriks Þórs Friö- rikssonar, Cold Fever eða Á köldum klaka, er í efsta sæti á lista kvikmyndablaðsins Scre- en International yfir þær myndir sem fengu mesta að- sókn í kvikmyndahúsum í London, þegar miðað er við nýtingu hvers bíós fyrstu sýn- ingarviku myndarinnar þar. Myndin er sýnd í fjórum kvik- myndahúsum um þessar mundir. Fyrstu sýningarhelg- ina námu aðsóknartekjur um einni milljón króna, skv. frétt frá íslensku kvikmyndasam- steypunni. -BÞ Nautn nr. 1 styrkt af Menningarsjóöi útvarpsstööva: „Ekkert X-kyn- slóða rugl" Fyrirtækið Kjol & Anderson var mebal þeirra sem fengu styrk til undirbúnings og framleibslu sjónvarpsefnis úr Menningar- sjóbi útvarpsstöbva. Alls fékk fyrirtækib 2 milljónir sem skiptast jafnt milli verkefna sem kallast Nautn nr. 1 og Grúví sé lof og dýrb. Ab baki nafninu standa Sigurbur Kjart- ansson, Stefán Árni Þorgeirsson og Baldur Stefánsson. Þegar Tíminn hafði samband við fyrirtækið kom í ljós ab Nautn nr. 1 er raunar fullbúin stutt- mynd sem frumsýnd verður með kvikmyndinni Mad Love í Sam- bíóunum þann lO.nóv. Myndin er 15 mínútur, tekin á filmu og aðalhlutverk eru í höndum Daní- els Ágústs og Emilíönu Torrini. Myndin gerist í Reykjavík nútím- ans. „Vib höfundarnir vorum að reyna að fást við viðhorf fólks til ástarsambanda," sagði Siguröur Kjartansson, einn eigenda Kjol & Anderson. Hann vildi þó ekki taka skilyrðislaust undir þá spurningu að einungis væri verið að kanna viðhorf ungs fólks til þessa málaflokks. „Reyndar er þetta fyrsti hluti af þremur hand- ritum undir þessu nafni Nautn. Hin handritin eru tilbúin og þar fjallar t.d. síðasta myndin um sjö- tugt par. Þannig að þetta er ekkert X-kynslóða rugl." Aðspurður hvort þeir séu þá ekki hluti X- kynslóðarinnar sagði Sigurður ab þeir hljóti ab vera það samkvæmt skilgreiningunni. „Annars eru þessar kynslóðaskilgreiningar voðalega skrýtnar. Þetta er svona instant fjölmiðlamál." Hitt verkefnið, Grúví sé lof og dýrð, er heimildamynd um tón- listarflutning í Reykjavík í dag, þar sem t.d. plötusnúðar og tölv- ur eru notaðar í tónlistarflutn- ingi. Handrit myndarinnar er til- búib en vinnsla hefur ekki hafist. LÓA Kjol & Anderson í pásu. F.v. Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurbur Kjartansson. Rás 2: Gömul sakamál Rás 2 fékk styrk úr Menning- arsjóbi útvarpsstöbva fyrir skömmu til framleiðslu á verkefni sem nefnist íslensk sakamál. „Þetta eru gamlar sakamála- sögur úr ýmsum rituðum heim- ildum sem ég ætlabi að láta vinna til leiklesturs í útvarp. Þetta er reyndar gömul umsókn, sem hlaut ekki náð árið 1993. Þá sótti ég um til að búa til þrjá- tíu stutta sakamálaþætti, ís- lenska og útlenda, til útvarps- flutnings og leiklestrar. Það var sótt um 1500 þúsund til að út- búa þetta sem færu til höfunda, leikara og framleiðslu," sagði Sigurður G. Tómasson, dag- skrárstjóri Rásar 2, í samtali við Tímann. Styrkurinn nam hins vegar einum fimmta af áætluð- um kostnaði, eða 330.000 kr. Enn stendur yfir verkfall leikara hjá Útvarpinu en Sigurður telur þó að reynt verði að fara af stað með þættina eftir áramót. LÓA s Utgjöld vegna fjárhagsaöstoöar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar veröa tœpar 650 milljónir á þessu ári: Yfir 500 fleiri fengiö aðstoö í ár en í fyrra Um 1300-1500 manns hafa að jafnabi hlotiö fjárhagsab- stob frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur í mánubi hverj- um þab sem af er þessa árs. Áætlab er ab 31% hærri upp- hæb verbi varib til fjárhags- abstobar Félagsmálastofnun- ar á þessu ári en í fyrra. Talib er ab aukib atvinnuleysi sé helsta skýring þessarar aukn- ingar. Formabur atvinnu- málanefndar viburkennir ab starf nefndarinnar sé ekki farib ab skila sér. Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag 170 millj- óna króna aukafjárveitingu til fjárhagsaöstoöar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Útgjöld borgarinnar vegna fjárhagsaðstoðar hafa aukist ár frá ári undanfarin ár. Árið 1993 voru þau 433,7 milljónir en í ár stefnir í þau verði 648,7 milljónir. Til viðbótar koma 65 milljónir í húsaleigubætur sem eru greiddar í fyrsta sinn í ár. í greinargerð frá Gísla K. Pét- urssyni, yfirmanni fjármála- og rekstrardeildar Félagsmála- stofnunar, kemur fram að þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá stofnuninni hefur fjölgab um 20,9% á milli ára. Þá var heild- armálafjöldi á árinu 2.604 en í ágúst á þessu ári var hann orö- inn 3.148. Flestir þiggja aðstoð í 1-3 mánuði. Gísli bendir einnig á að í ág- úst á þessu ári hafði atvinnu- lausum í Reykjavík fjölgað um 32% miðað við ágúst 1994. Hann segir greinilega fylgni vera á milli fjölda skjólstæð- inga Félagsmálastofnunar og fjölda atvinnulausra. Pétur Jónsson, formabur at- vinnumálanefndar Reykjavík- ur, segir að þessi fylgni sé ekki jafn greinileg og ætla megi. Hann bendir á að fyrr á þessu ári hafi Félagsmálastofnun hert reglur sínar á þá leið að skjólstæðingum hennar, sem eru án vinnu, beri að vera á at- vinnuleysisskrá þótt þeir eigi ekki rétt á bótum. Pétur segir að aukið atvinnuleysi sé að hluta til komib vegna þessa. Hann bendir einnig á að skjól- stæðingum . Félagsmálastofn- unar hafi fjölgað síðustu tvo mánuði þótt atvinnulausum hafi fækkað á sama tíma. Pétur viðurkennir ab starf at- vinnumálanefndar sé enn ekki farið að skila sér að neinu marki. Hins vegar segir hann að ýmis verkefni séu í undir- búningi innan borgarstofnana og hjá atvinnumálanefnd sem muni skila sér í fjölgun starfa. Árni Sigfússon, annar full- trúi minnihlutans í atvinnu- málanefnd, segir ljóst að aukið atvinnuleysi þýði aukna þörf fyrir fjárhagsaðstoð. Hann bendir líka á að minnihlutinn hafi varab við því að breyting- ar sem gerðar voru á reglum um fjárhagsaðstoð 1. mai á þessu ári geti leitt til aukinna útgjalda sem geti verið hluti skýringarinnar. Árni segir að ástand atvinnu- mála í borginni sýni ráðaleysi Reykjavíkurlistans í þessum málaflokki. „Það hefur ekki verið tekið á atvinnumálum í borginni enda er stefnumótun í atvinnumálum er mjög skammt á veg komin hjá Reykjavíkurlistanum. Þab er ekki annað að sjá en að við Sjálfstæöismenn þurfum ab draga fram áætlanir okkar og stefnumál og halda ótrauðir áfram við ab koma þeim á framfæri. Mjög augljóst dæmi um það sem borgin getur gert í þessum efnum er varðandi skattamál. Reykjavíkurborg hefur lagt auknar álögur á fyr- irtæki í borginni sem hafa haft mjög neikvæö áhrif. Það svart- sýnistal, sem einkennir um- ræbu Reykjavíkurlistans um stöðu borgarinnar, hefur líka slæm áhrif á fyrirtækin. Það þarf bæði hagfræbi og sálfræöi til að breyta þessari stöðu."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.