Tíminn - 13.10.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 13.10.1995, Qupperneq 3
Föstudagur 13. október 1995 3 Ólafur Ragnar flytur hinstu setningarrœöu sína í bili sem formabur Alþýöubandalagsins viö Agreiningur vinstri manna verðiab víkja Annars hugsi fólk aö ríkisstjórn Sjálfstœöisflokks og Framsóknar sé skásti kosturinn Ólafur Ragnar Grímsson flutti síbustu setningarrræðu sína í bili á Landsfundi Alþýbubanda- lagsins sem hófst í gær. Hann gerði að umtalsefni nauðsyn þess að vinstrimenn sameinub- ust um breiðfylkingu, ágrein- ingsefnin yrði að leysa, annars ættu vinstri menn sér enga stjórnarframtíb. Formaðurinn sagbi jafnframt brýnt ab nýta sér tækifæri 21. aldarinnar, ný heimsmynd væri framundan og nýjar vonir um frib á jörð. Ólafur Ragnar sagbi ab þær breytingar sem oröið hefðu í tækni- og öryggismálum gæfu mikla möguleika. Afvopnun hefði leyst vígbúnaðarkapphlaupið af hólmi og ýmislegt benti til að sá langþráði draumur rættist, að und- irritaður yrði veraldarsamningur sem bannaði um aldur og ævi allar tilraunir með kjarnavopn. Um þátttöku Alþýöubandalags- ins í stjórnmálum upp á síðkastið sagði formaöurinn að flokkurinn hefði gengið inn í Stjórnarráðið 1988 með minni fyrirvara en nokkur flokkur hefði áður gert. Þá hefði ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks verið búin að lama allt at- vinnulíf í landinu með stórfelld- um gengisbreytingum og langvar- andi óstjórn. „Áratuga óðaverö- bólga læsti klónum í lífskjör launa- fólks. Hmn byggðanna blasti við. Samtök launamanna höfðu með lögum verið svipt mannréttindum til að semja um kaup og kjör." Ólafur Ragnar sagði að á næstu þremur árum hefði Alþýðubanda- lagið lagt verðbólgudrauginn að velli og komiö á traustu gengi og stöðugu verðlagi, auk þess ab halda fullri atvinnu í landinu og lækka vexti. Alþýðuflokkurinn hefði svo 1991 kosið að hverfa af farsælli umbótabraut og fylgt hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins sem leitt hefði til samdráttar, lang- varandi atvinnuleysis, vaxandi misréttis og kyrrstöðu í atvinnu- málum, menntakerfi og heilbrigð- isþjónustu. Um nýtt fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar sagði Ólafur Ragnar: „Fjárlög Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks em líkt og fjárlög Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks brennimerkt aðför að réttindum sjúkra og aldraðra, brennimerkt kyrrstöðu og þrengingum í mál- efnum mennta og menningar, brennimerkt vaxandi misrétti í Ólafur Ragnar Grímsson skattamálum og fjármálum heim- ilanna." Breibfylking jafnabar- manna Formaöur Alþýðubandalagsins sagði nauðynlegt ab mynda breið- fylkingu íslenskra jafnaðarmanna og hefja nýtt áhrifaskeið félags- hyggjunnar á landinu. Hann sagði Alþýðuflokkinn hafa fariö illa með þennan draum. „Fáránleiki þessa Viðeyjamppvaknings varð aldrei Ijósari en í vor þegar Davíð Odds- son henti Alþýðuflokknum á einni helgi út úr stjórnarráöinu." Þá sagði Ólafur aö Þjóðvaka- menn hefðu í ársbyrjun ætlað að reisa fylgisturn og skjóta félögum sínum út í hafsauga. „Breiðfylking íslenskra vinstri manna verður ekki búin til með skyndilegum hókus pókus í kringum eina manneskju". Um Kvennalistann sagði Ólafur Ragnar að þá fyrst næði jafnréttishreyfing íslenskra kvenna afgerandi umbótakrafti þegar jafnaðarmenn tækju allir höndum saman. „En ég fullyrði að ágreinings- munstur alls þorra íslensks félags- hyggjufólks og jafnaðarmanna er ekki flóknara en sú hugmyndatog- streita sem vib þekkjum öll úr eig- in flokki um langt árabil... Meðan ágreiningur birtist almenningi í fjórfaldri skiptingu stjórnarand- stööunnar í landinu þá mun meg- inhluti íslendinga einfaldlega trúa því að skásti kosturinn sé þrátt fyr- ir allt að láta bara Sjálfstæðisflokk- inn og Framsóknarflokkinn um þetta." Ólafur Ragnar minntist ekki á verðandi arftaka sína en Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon bítast um formanns- embættib og verður kosning gerð opinber í dag. -BÞ Kaþólska kirkjan: Nýr biskup Jóhannes Páll páfi II í Róm hefur skipað nýjan biskup við Kaþólsku kirkjuna á íslandi. Nýji biskupinn er Hollendingur og heitir Johann- es B. Gijsen, fæddur 1932 og upp- alinn í Limburghéraði. Herra Gijsen biskup hlaut prest- vígslu áriö 1957 og lauk doktors- prófi í guðfræði við háskólann í Bonn í Þýskalandi árib 1964. Hann lagði síðan stund á framhaldsnám í sögu kenningafræba við háskólann í Munster þar til hann var skipaður biskup af Roermond í Hollandi árib 1972. Þar var hann til 1993 þegar hann óskaði lausnar frá störfum vegna heilsubrests. Nú hefur hann fallist að taka til starfa að nýju sam- kvæmt beiðni Jóhannesar Páls páfa. ■ Þjóöleikhúsiö: Atvinnulausir fá afslátt á leiksýningar Ákveðið hefur verið að atvinnu- lausir fái nú sama afslátt og eftir- launafólk og nemendur fram- haldsskóla á sýningar Þjóbleik- hússins. Afslátturinn gildir á sýn- ingardegi gegn framvísun innritunarskírteinis og verður hægt að fá tvo miba hverju sinni. Afslátturinn gildir á allar sýning- ar leikhússins á leikárinu. Af þessu tilefni var fólki án at- vinnu nýlega boðið að koma endur- gjaldslaust á sýningu á Stakkaskipt- um eftir Guðmund Steinsson en verkið fjallar m.a. um áhrif at- vinnuleysis á einstaklinginn og hans nánustu. Mikill fjöldi þáði boðið. ■ Alþingi: Hart deilt um fjölskyldustefnu Miklar umræbur urðu um þings- ályktunartillögu um mótun op- inberrar fjölskyldustefnu vib fyrri umræðu um tillöguna á Al- þingi í gær. Tillagan er flutt af Rannveigu Gubmundsdóttur, Jó- hönnu Sigurbardóttur og fleiri þingmönnum stjórnarandstöb- unnar og benti Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra á ab þings- ályktunartillagan væri sam- hljóða þingsályktunartillögu sem Rannveig Gubmundsdóttir flutti á Alþingi á vordögum en þá gegndi hún starfi félagsrnála- rábherra. Sökuðu flutningsmenn og fleiri talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna félagsmálaráb- herra um ab vibhafa nöldur vegna þessa máls en hann hefur nú skipab þriggja manna nefnd til þess að fjalla um málefni fjöl- skyldunnar. Guömundur Árni Stefánsson, er gegndi starfi félagsmálaráðherra um tíma í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar, taldi skipun slíkrar nefndar óþarfa þar sem félags- málanefnd Alþingis væri fullfær um aö fjalla um málið. Bryndís Hlöövarsdóttir, þingmaður Al- þýðubandalagsins, sagöi meöal annars að fjölskyldan væri fremur hornreka en í fyrirrúmi eins og tal- aö hafi verið um í kosningastefnu- skrá flokks félagsmálaráðherra. Össur Skarphéðinsson taldi mikið skorta á að aöstæður fjölskyldunn- ar væru nægilega góðar og benti meðal annars á að tvöfalt fleiri börn leituðu aöstoðar slysamót- töku en í Svíþjóö og iftinnihluta- hópar ættu erfitt uppdráttar hér á landi. Sif Friðleifsdóttir líkti að- ferðum flutningsmanna þings- ályktunartillögunnar við mann er hætti störfum hjá fyrirtæki og tæki þá verkfæri í eigu fyrirtækisins með sér og átti þar við að efni til- lögunnar væri unnið í félagsmála- ráðuneytinu í tíö hennar sem fyrr- verandi félagsmálaráðherra. Ræðumönnum stjórnarand- stöðunnar var tíðrætt um fjárlaga- frumvarpið í þessu samheingi og töldu það andstætt fjölskyldum aö mörgu leyti þar sem skornar væru niður fjárveitingar til mála er snertu þennan málaflokk. Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra, sagði í umræðunum að í fjárlagafrum- varpinu væri að finna mörg atriði sem þegar til lengri tíma væri litið myndu styrkja fjölskylduna. Þarna væri þó fremur um langtímamark- mið að ræða sem byggðust á því að auka ekki skuldabyrði þjóðari'nnar sem óhjákvæmilega kæmi niður á aðstööu til þess að veita fjölskyld- unni sem besta aöbúð. Valgerður Sverrisdóttir sagði að víst mætti benda á takmarkaða fjármuni í fjárlagafrumvarpi næsta árs til þess að sinna brýnum verkefnum í málefnum fjölskyldunnar en benti jafnframt á að nú væru um 6,3 einstaklingar vinnandi á móti fólki er náö hafi starfslokaaldri. Ef litið væri fram í tímann væri því spáð að árið 2030 yrði hlutfall vinnandi fólks aðeins 3,3. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaga- nefndar, sagði að við gerð fjárlaga- frumvarpsins hafi einkum verið horft til minnkandi fjárlagahalla og lengri framtíðar en að unnt væri að efna til skjótra aðgerða. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra sagði aöstandendur tillögunnar fara offari í þessu máli, einkum Jó- hönnu Sigurðardóttir sem ekki hafi komið því til framkvæmda á sjö ára tíð sinni í félagsmálaráðu- neytinu. W. Vinni VI IV ngstöiur 11.10.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 6afe 7 6.580.000 51 5 af 6 Lfl+bónus 0 1.320.548 fcl 5 af 6 2 108.080 4 af 6 249 1.380 rM 3 af 6 Efl+bónus 884 160 Aðaltölur: Í)(5)Í9 19 29 32 BÓNUSTÖLUR @(g)(§) Heildampphaed þessa viku 48.081.768 áísi, 2.021.768 vinningur fór til Danmerkur, Noregs ogSvíþjódar BIRT MEO FYRIRVARA UM PHENTVILLUR tækniskóli Islands Höfðabakka 9 - 112 Reykjavlk - Simi 577 1400 - Bréfsími 577 1401 Innritun nýnema Teknir verða inn nemendur á eftirtaldar námsbrautir á vorönn 1996. Umsóknarfrestur rennur út 20. október n.k. Frumgreinadeild • nám til raungreinadeildarprófs • einnar annar hraðferð fyrir stúdenta sem þurfa við- bótarnám í raungreinum til að geta hafið tækni- fræðinám. Rekstrardeild — rekstrarsvið • iðnrekstrarfræði • útflutningsmarkabsfræði til B.Sc. prófs. Inntökuskil- yrði eru próf f iðnrekstrarfræbi, rekstrarfræbi eða sambærilegu. Rekstrardeild — tæknisvið • iðnaöartæknifræði til B.Sc. prófs. Inntökuskilyrði: raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlisfræði- eða tæknibraut. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga kl. 8.30-15.30. Rektor. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til námsefnis- gerbar á framhalds- skólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á fram- haldsskólastigi. Minnt skal á að heimilt er skv. reglum um úthlut- un að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til ab efla tiltekin svib. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, námsefnis- nefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavfk, fyrir 20, nóvember nk. á þar til geröum eybublöbum sem hægt er ab fá í ráðuneytinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.