Tíminn - 13.10.1995, Page 7

Tíminn - 13.10.1995, Page 7
Föstudagur 13. október 1995 föítltftKH 7 Ungir sjálfstœöismenn telja lítil rök fyrir frestun ákvœöa lyfjalaga: Hagsmunamál bæöi neytenda og ríkissjóbs Telji stjórnvöld slíkt sam- ræmast ákvæðum nýrra ly- fjalaga, mun ein af hinum rótgrónu lyfjaverslunum Reykjavíkur, Borgar Apótek í Álftamýri, eignast keppinaut á næstu grösum síbla næsta sumars. Þaö gæti jafnvel orö- iö fyrr, ef ákvæöum í lyfjal- ögum verður ekki frestab, en flest bendir reyndar til aö þaö veröi gert. I þeim lögum skal taka tillit til mannfjölda og fjarlægbar milli apóteka og fólksfjölda á svæöinu. Eigendur Lyf ju hafa enn ekki sótt um starfsleyfi. Lyfsalinn í Borgar Apóteki er hreint ekki bjartsýnn á aö þetta grenndarapótek muni leiða til betri tíöar, hvorki fyrir lyfsöluna, ríkiö né neytend- ur. Vigfús Guömundsson er Reykvíkingur, en hefur síðustu 19 árin starfað sem apótekari úti á landi — fyrst í 11 ár á Neskaupstað og síðar í 8 ár á Húsavík. Hann flutti aftur til höfuðborgarinnar um síðustu áramót, þegar hann fékk lyf- söluleyfi í Borgar Apóteki við Álftamýri í Reykjavík. Hann er væntanlega síðasti apótekar- inn sem fær lyfsöluleyfi í Reykjavík samkvæmt gamla Fjárveiting til abalskrifstofu fé- lagsmálarábuneytisins verbur tæplega 7 milljónum króna, eba 7%, hærri á næsta ári en í fjár- lögum '95. „Er hún ab mestu á launalib aöalskrifstofu og bygg- ist einkum á nýju hlutastarfi á vegum rábuneytisins í Brussel, ráðningu bílstjóra og hækkun vegna kjarasamninga," segir í nýju fjárlagafrumvarpi 1996. Heildarútgjöld þeirra mála- flokka, sem heyra undir ráðu- neytiö, eru áætluð tæplega 9,3 milljarðar króna á næsta ári (nærri 140.000 kr. á hverja fjög- urra manna fjölskyldu). Rekstrar- kostnabur hækkar um 305 millj- kerfinu, þ.e. að starfa fyrst úti á landi áður en hann fær leyfi í þéttbýlinu. í aðeins rétt rúmlega 100 metra loftlínu frá Borgar Apó- teki, með Háaleitisbrautina á milli, er meiningin að keppi- nautar opni Lyfju, lyfjabúð sem ætlunin er að reka með öbru sniði en tíðkast hefur, að sagt hefur verið. Ljóst virðist að staðsetning Lyfju er vandlega valin og naumast nein tilviljun, því nánast beint á móti því hús- næði við Lágmúlann er heilsu- gæslustöð fyrir stórt borgar- hverfi. Vigfús segir að þegar hann gerði kaupin á apótekinu hafi hann ekki átt von á apó- teki svo nærri sér. „Eftir kaupin stend ég í tug- milljóna skuldum og þarf á öllu að halda ef dæmið á að ganga upp," sagði Vigfús í gær. Apótekari, sem tekur við stóm apóteki eins og Borgar Apóteki, þarf að greiða fyrri apótekara á staönum fyrir alla fasteignina, þar meb talda íbúð hans, öll áhöld og búnað, sam- kvæmt þeim lögum sem enn gilda. Vigfús Guðmundsson segir að þab sé ekkert launung- armál að þessi kaup hafi verið erfið. Þarna sé um að ræða ónir, eða 17%, frá fjárlögum þessa árs. Þar af eru 200 milljónir raktar til launahækkana í kjarasamning- um 1995. Ábyrgðarsjóður launa lækkar um sömu upphæö, en At- vinnuleysistryggingasjóði eru ætlaöar nærri 180 fleiri milljónir á næsta ári. Ársverkum, sem undir ráðu- neytið falla, fjölgar um 9% milli ára. Áformað er að flytja 37 af heimilismönnum á Kópavogs- hæli yfir á sambýli. Starfsmönn- um fjölgar sömuleiðis hjá Vinnu- eftirliti, einnig á stofnunum sem fara meb málefni barna og ung- linga og lítils háttar, á Vinnumála- skrifstofu. ■ stórar fjárhæðir og að allt verði að ganga upp til að hann geti greitt skuldir sínar. í nýju lögunum er reyndar kvebið á um fjarlægðina milli apóteka við veitingu lyfsölu- leyfa, en einnig fólksfjölda á svæðinu. Þar vantar reglugerð um nálægð apóteka við hvert annab. Vigfús bendir á að Lyfja sé ekki í íbúðahverfi, þar sem sitt apótek standi hins vegar í jaðri slíks hverfis. „Keppinautarnir hafa ekki sótt um leyfi, og mér datt aldr- ei í hug að hægt yrði að setja upp apótek beint á móti heilsugæslustöðinni sem ég hef þjónað. Þetta kippir fótun- um undan þessu apóteki sem slíku," sagði Vigfús. Vigfús segir að hann bíði þess nú að sjá hvernig grennd- arákvæði í lögunum verður túlkað. Hann segist ekki trúa því að slíkt verði leyft. Hann segist ekki geta séb fyr- ir sér ódýrari lyf vegna aukinn- ar samkeppni, álagning á lyf hér á landi sé afar svipuð og á Norðurlöndum og sé ákveðin af lyfjaverðlagsnefnd, eða ráð- herra nái nefndin ekki saman um niöurstöðu. Vigfús segist heldur ekki sjá fyrir sér aukna þjónustu af neinu tagi með fleiri apótek- um. Frá sínu apóteki séu lyf send heim til fólks í hverfinu. Hjá Borgar Apóteki sé lyfja- fræðingur ævinlega í af- greiöslusalnum til ab leiðbeina fólki og ræba vib það. Þar sé því ekki um nýjung að ræba, og apótekin í borginni hafa lyfjafræðinga ævinlega innan handar fyrir viðskiptavini. Vigfús segir að fjölgun lyfja- búða í öðrum löndum hafi leitt til meiri sölu á lyfjum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem frelsið er mest. Eftirlit með apótekum verði líka þeim mun minna sem þau eru fleiri. „Við íslendingar erum með minnsta lyfjaneyslu af öllum Norður- löndunum, að ég tali ekki um Bandaríkin. Ég er þess fullviss ab fleiri apótek munu leiða til meiri lyfjaneyslu," sagði Vig- fús Guðmundsson. -JBP- Rök Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigöisráðherra fyrir frestun á framkvæmd ákvæða lyfjalaga um 8 mán- uði mega sín lítils í saman- burði vib hagsmuni neyt- enda af framgangi málsins, segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæbis- manna. Stjórnin skorar á stjórnvöld að falla frá frum- varpi ráðherrans um frestun. í ályktuninni segir að brýnt sé að ákvörðun verði ekki skot- ið á frest, þar sem aukin sam- keppni í smásölu lyfja muni óhjákvæmilega koma kaup- endum lyfjanna til góða í lægra vöruverði og bættri þjónustu. Þá segir að gera megi ráð fyrir að lyfjaútgjöld ríkisins muni Iækka, en það er ekki rökstutt nánar hvernig verðlag muni lækki þegar verðlagning lyfja verður gefin frjáls. -JBP- Húsbréf Vigfús Gubmundsson, apótekari í Borgar Apóteki, ásamt Óskari G. Jónssyni yfiriyfjafrœbingi. Lyfjafrœbingur er œviniega á vakt í afgreibslu apóteksins vibskiptavinum til trausts og halds. Tímamynd cs Setti sig í stórar skuldir til aö koma upp rekstri í Borgar Apóteki: Bjóst ekki við keppinauti handan Háaleitisbrautar Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokkl 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. október 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.527.209 kr. 152.721 kr. 15.272 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.358.922 kr. 500.000 kr. 679.461 kr. 100.000 kr. 135.892 kr. 10.000 kr. 13.589 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.692.157 kr. 1.000.000 kr. 1.338.431 kr. 100.000 kr. 133.843 kr. 10.000 kr. 13.384 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.587.133 kr. 1.000.000 kr. 1.317.427 kr. 100.000 kr. 131.743 kr. 10.000 kr. 13.174 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.066.408 kr. 1.000.000 kr. 1.213.282 kr. 100.000 kr. 121.328 kr. 10.000 kr. 12.133 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.675.943 kr. 1.000.000 kr. 1.135.189 kr. 100.000 kr. 113.519 kr. 10.000 kr. 11.352 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.577.108 kr. 1.000.000 kr. 1.115.422 kr. 100.000 kr. 111.542 kr. 10.000 kr. 11.154 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSd húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Um 9% fjölgun ársverka hjá félagsmálaráöuneytinu: Um 7% hækkun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.