Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. október 1995 VfMllftt 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Stjórnarflokkarnir í Austur- ríki ná ekki samkomulagi um fjárlagagerö: Stjórnin fallin Vínarborg — Reuter Samsteypustjórn sósíaldemókrata og íhaldsmanna í Austurríki gaf upp öndina í gær eftir að ljóst var að ekki myndi nást samkomulag milli stjómarflokkanna um fjárlög- in fyrir næsta ár. Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, taldi sér því ekki lengur fært að standa í vegi fyr- ir að kosningum verði flýtt og reiknaði hann meb því að þær verbi haldnar þann 17. desember nk. Vranitzky, sem er leiðtogi Sósíal- demókratahokksins (SPÖ) og hefur verib kanslari landsins frá því 1986, sagðist harma það ab viðræður vib Þjóöarflokkinn (ÖVP), sem er flokk- ur íhaldsmanna, hafi farið út um þúfur. Wolfgang Schussel, varakanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hafði sagt að eina lausnin á fjárlagadeil- unum væri að kosningum verði flýtt og ný stjórn myndub eins fljótt og hægt. „Samstarf flokka sem geta ekki komiö sér saman um fjár- lög er ekkert samstarf." Hann vildi þó ekkert segja um það hvort hann gæti hugsað sér að ganga til sam- starfs vib Frelsisflokkinn, sem er flokkur öfgasinnaðra hægrimanna undir forystu Jörgs Haiders. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur verið í stjórn landsins, annað hvort einn eða í samsteypu með öðrum flokkum, í 46 af síðustu 50 árum, en vinsældir hans hafa dalað mjög á þessum áratug. ■ Juppe sleppur meö skrekk- inn, en máliö gœti dregiö dilk á eftir sér: Frakkar reiöir París — Reuter „Sekur, en sleppur vib refsingu" var fyrirsögn leiöarans í franska dag- blaðinu Le Parisien í gær, og var þá átt vib Alain Juppe, forsætisráb- herra, sem slapp vib málsókn vegna máls sem mjög hefur verið í fjöl- miðlum í Frakklandi undanfarið. Juppe er sakaður um að hafa leigt sjálfum sér lúxusíbúð sem er í eigu Parísarborgar. Saksóknari Parísar, Bruno Cotte, komst að þeirri niðurstöðu að svo virbist sem Juppe hafi gerst brotleg- ur þegar hann tók íbúðina á leigu hjá borginni árið 1990 þegar hann var sjálfur aðstoðarfjármálaráðherra borgarinnar, sem fól m.a. í sér að hann hefbi yfirumsjón með leigu- málum borgarinnar. Saksóknari sagði að málið yrði látið niöur falla ef Juppe gæfi skriflega yfirlýsingu um að hann myndi flytja úr íbúð- inni fyrir áramót. í síðustu viku sagbi Juppe að hann hygðist fljót- lega flytja úr íbúðinni. Ef saksóknarinn hefði krafist þess ab málib yrði rannsakað fyrir dómi myndi það þýða að Juppe hefði orð- ið að segja af sér embætti forsætis- ráðherra. Málinu var slegið upp á forsíðum dagblaða í Frakklandi í gær og ríkti almenn reiði og hneykslan vegna þess hvemig saksóknari tók á mál- inu. Stuðningsmenn franska for- sætisráðherrans fylktu engu að síð- ur liöi að bakl sínum manni í gær og lýstu yfir óskoruðum stuðningi við hann. ■ Serbneskir hermenn settust ab tafli íbcenum Brcko í norburhluta Bosníu snemma ígoermorgun, sem er tvímælalaust skárri ibja en margt annab sem hermenn á þessum slóbum hafa lagt stund á undanfarib. Reuter Enn langt í frið London — Reuter Vopnahléb sem gekk í gildi í Bosníu á fimmtudaginn er eflaust mjög mikilvægur áfangi á leiðinni til frið- ar í þessu stríðshrjáða landi. Hins vegar bendir allt til þess að enn sé langt í að raunverulegur og varan- legur friður komist þar á. Jafnvel þótt vopnahléð verði að mestu leyti haldið þá sextíu daga sem samiö var um hafa aðilar stríðs- ins ekki nema rétt byrjað að ræða um framtíðarskipulag Bosníu og enn hefur ekki verið snert á því sem erfiðast verbur ab semja um: hvern- ig skipta eigi landsvæöinu upp á milli þeirra. Framundan eru að öll- um líkindum margra mánaba mjög erfiðar samningavibræður og alltaf verður hætta á ab þær fari út um þúfur og aftur verði gripið til vopna. Meðal þeirra eldfimu mál- efna sem þarf að ræða er framtíðar- staða Sarajevóborgar, Gorazde og Brcko landræmunnar sem tengir saman landsvæði Serba í austur- og norðurhluta landsins. Fyrir utan viðræður um landsvæði og stjórn- skipulag þarf einnig að gera út um erfið málefni á borö við mannrétt- 0 indamál, afdrif flóttamanna, refsi- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, gagnkvæma viðurkenningu ríkj- anna sem áður tilheyrðu Júgóslavíu og hvernig ábyrgð og kostnaði varðandi enduruppbyggingu lands- ins verður deilt niður milli aðila. ■ Segist saklaus Brussel — Reuter Willy Claes, framkvmdastjóri Nató, sem hefur verið sakaður um að hafa átt þátt í mútuhneyksli meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Belg- íu, neitaöi í gær öllum ásökunum og ítrekaði að hann væri saklaus, en hann á ab mæta í dag fyrir sérstaka þingnefnd sem á ab fjalla um beiðni hæstaréttar um að Claes verði ákærður vegna aðildar hans að mál- inu. Willy Claes hefur verið undir miklum þrýstingi um að segja af sér sem framkvæmdastjóri Nató vegna málsins, en þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi segja af sér, var svariö: „Við komum að því síðar." ■ ■ ÓDÝR~f~~! ; STRÆTÓ j ■ Hinir hagsýnu nýta sér afsláttarmöguleika SVR ■ Einstök fargjuld 25 kr. Einstök fargjöld 60 kr. ** Farmiðaspjald með 22 miðum 300 kr. sem er 45% afslittur. Aldraðir Einstök fargjöld 120 kr. Farmiðaspjald með 20 miðum 1000 kr. Farmiðaspjald með 20 miðum 1000 kr. sem er 17% afdáttur. Öryrkjar Einstök fargjöld 120 kr. Farmiðaspjald með 20 miðum 500 kr. Fullorðnir Einstök fargjöld 120 kr. Farmiðaspjald með 10 miðum 1000 kr. sem er 17% afsláttur. Græna kortið Græna kortið gildir í mánuð í senn og getur handhafi þess ferðast ótakmarkað með SVR og AV á gildistímanum. Græna kortið kostar 3400 kr. * Börn innan 12 ára. Börn innan 6 ára eru gjaldfrí séu |>au í fylgd með fullorðnum. * linglingar 12-15 ára. Unglingar greiða fullt gjald eftir 1. júní |>að ár scm |>au verða 16 ára. L*** Miðað er við að farnar séu 2-3 ferðir virka daga á gildistíma kortsins. Allar nánari upplýsingar or hægt aft fá i þjánusf usinta SVR 33I*2T<KI I ■I ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■i ■■■■■ ■■■■■i ■■■■■ ■ wwmwmw mmasm wmmm wmmmm nmmmm wmmmm wmmmm ■hbhí hwwmíi mwmKm sem er 58% afsláttur. sem er WA afsláttur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.