Tíminn - 19.10.1995, Síða 3

Tíminn - 19.10.1995, Síða 3
Fimmtudagur 19. október 1995 wWNWIW 3 Ofanflóöasjóöur og Súöavík. Félagsmálaráöherra: Borgarnes breytir um takta í framleiöslu i mjólkurbúinu: Úr mjólkinni í brennivínið Borgames verður brennivínsbær svo um munar eftir mánabamót- in. Þá mun fyrirtækið Catco flytja þangað framleiðslu og átöppun á Eldurís vodka, ís- lensku brennivíni, óðalsbrenni- víni, tindavodka, Dillons gini og hvannarótarbrennivíni. í mjólk- urbúinu er fyrir framleiðsla á Icy Vodka á vegum Sprota hf.. Mjólkurbærinn frægi er að breyta um drykk. í Mjólkursam- laginu leggst af framleiðsla á mjólkurafurðum, en áfengis- átöppun mun skapa fjölmörg störf í staðinn. „Viö emm aö koma frá Banda- ríkjunum og allar líkur á aö við höfum náð álitlegum samningi við stóran dreifingaraðila á áfengi, sem hefur vantað vodka. Sérfræð- ingamir sem hafa smakkað Eldurís vestra telja að það sé besti vodkinn sem þeir hafa smakkað," sagði Árni Helgason framkvæmdastjóri Catco hf., en fyrirtækiö hefur keypt framleiðslurétt og tæki Eldhaka hf., sem áður keypti af ÁTVR. Árni sagði að reiknað væri með því að Catco tæki við verksmiðju Eldhaka hf. á morgun, föstudag. Þá verður hafist handa um aö flytja vélakostinn í Borgarnes. Menn reiknuðu með að starfsemin yrði hafin af krafti fyrir 10. nóvember. íslenska brennivínið er á hraðri niðurleið í útsöluverslunum ÁTVR. Árni segir að ÁTVR hafi selt framleiðsluna á brennivíni til Eld- haka hf. en síðan stórhækkað brennivínið eftir söluna. „Við reiknum með að á fyrstu 12 mánuðunum skili þessi útflutning- ur okkur 100 til 120 þúsund flösk- um, en síðan er stefnt aö því að auka þetta verulega á næstu 3-5 ár- um," sagöi Árni Helgason. íslenskt áfengi hefur átt heldur undir högg að sækja hjá ÁTVR fyrstu 8 mánuði ársins. Samtals seldust þar rétt rúmlega hálf millj- ón flaskna af vodka, mest af Smirnoff, eða um 1/3 hluti, 94 þúsund lítrar. íslenska vodkað hef- ur hins vegar selst fremur lítið, eða um 27.500 lítrar af Eldurís og 14.500 lítrar af Icy. Salan á ís- lensku brennivíni var á sama tíma ívið meiri hjá ÁTVR, en brenni- vínssala hafði fallið um 17% frá fyrra ári. Árssala á íslenskum sterkum Leggur áherslu á ab flýta ákvörðun Páll Pétursson kynnti í fyrra- dag hugmyndir í ríkisstjórn sem honum hafa borist varð- andi málefni Ofanflóðasjóðs og Súðavíkur. Ríkisstjórnin ákvað að vísa málinu til nefndar ráðuneytisstjóranna til að fá skilgreiningu á hug- takinu endurstofnverð og hvað það felur í sér. „Endurstofnverð getur haft áhrif á kostnabinn, varnarað- geröir eða húsakaup. Ég mun strax og ráðherranefndin kemst að niðurstöðu gera tilllögu í rík- isstjórninni um hvað gert verði," sagði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra í gær. Páll sagði að snjóflóðahætt- una væri því miður víðar að finna í landinu, Súðavík væri þannig aðeins tíundi hluti vandans sem við er að glíma. „Það er fyrirsjáanlegt að ef til þess kæmi að hættuásand skap- ast, þá verður að rýma hús. í Súðavík er mikið húsnæði, skóli og íþróttahús á öruggu svæbi. Það er hægt að hýsa fólk nótt og nótt, en auðvitaö er það ömur- legur kostur," sagði Páll Péturs- son. Hann sagði að hann legði alla áherslu á að flýta málinu svo sem kostur væri. -JBP Laugarnesskóli 60 ára. upphafi skofans, en fyrsti skóladagur í Laugarnesskóla var þanr Tímamynd: CS / dag er þess minnst at> 60 ár eru libin frá upphafi skoTans, en fyrsti skóladagur í Laugarnesskóla var þann 19. október 1935. Þessara tímamóta verbur minnst meb margvísiegum hœtti í skólanum í dag og m.a. meb kórsöng og leiksýningu. í gœr voru sjö ára nem- endur í 2. N undir stjórn Sigrúnar Birnu kennara m.a. ab gera leirstyttur. En nemendur skólans hafa undanfarna daga unnib ab verkinu Líf og list í Laugarnesskóla í 60 ár, sem verbur til sýnis ískólanum ídag. drykkjum virðist í námunda við 225 þúsund lítra á innanlands- markaði. Við þetta bætist útflutn- ingur fyrirtækjanna tveggja, Sprota og Catco. Sproti hefur um 95% vodkaútflutningsins frá ís- landi. Útflutningstölur þess fyrir- tækis fengust ekki hjá Orra Sigfús- syni framkvæmdastjóra í gær. En samkvæmt Hagtíðindum var heildarútflutningur áfengra drykkja frá íslandi fyrri hluta þessa árs 163,3 tonn og verðmætiö 19,9 milljónir. Það virðist benda til að útflutningsverðmæti lítraflösku sé í kringum 120 krónur. -JBP Árni Helgason framkvœmdastjóri Catco (til vinstri á myndinni) vonast til ab auka verulega útflutning á vodka frá íslandi náist samkomulag vib bandarískan dreif- ingarabila á áfengi. Til hœgri á myndinni er Þorhallur Steingrímsson stjórnarfor- mabur Catco. Tímamynd: CS AB vill gjörbreyta stjórn fiskveiöa. Steingrímur J: Markar ekki nein tímamót „Þessi samþykkt markar ekki nein tímamót í sjálfu sér að mínu mati. Viö höfum oft áö- ur gagnrýnt ýmsa þætti kvóta- kerfisins," segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaöur Alþýöu- bandalagsins í Noröurlands- kjördæmi eystra og formaöur sjávarútvegsnefndar Alþingis, um ályktun landsfundarins um stjóm fiskveiöa. í ályktuninni kemur m.a. fram að landsfundurinn telur að gjörbreyta þurfi núverandi fyrir- komulagi um stjórn fiskveiða. Meðal annars sé að myndast eignarhald fárra einstaklinga á þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar, auk þess sem um- gengnin um auölindina sé ekki í neinu samræmi vib hugmyndir Alþýðubandalagsins um um- hverfismál og sjálfbæra þróun. í samþykkt landsfundarins eru ítrekaðar fyrri samþykkir þess efnis ab öll þjóðin eigi að njóta afraksturs af sínum auð- lindum þar sem sameiginlegt eignarhald sé ótvírætt. Þá var framkvæmdastjórn falið að koma af stab umræðum í flokks- félögum um mótun heildstæðr- ar sjávarútvegsstefnu. -grh Nýtt framhaldsskólafrumvarp lagt fram á Alþingi. Hjálmar Árnason: Tryggir lifandi tengsl skóla vib umhverfi sitt Aukin sóknarfæri í starfs- menntun og aukiö sjálfstæöi skóla eru helstu ávinningamir sem felast í nýju framhalds- skólafmmvarpi aö mati Hjálmars Árnasonar, varafor- manns menntamálanefndar Alþingis og fyrrverandi for- manns Skólameistarafélags ís- lands. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um framhaldsskóla. Frum- varpið var lagt fram á síöasta þingi en hlaut þá ekki af- greiðslu. Frumvarpið er nú lagt aftur fram í nokkuð breyttri mynd. Tíminn spurði Hjálmar Árnason alþingismann um helstu breytingarnar sem frum- varpið feli í sér. Hjálmar segist sjá fyrir sér að verði frumvarpið ab lögum skapist veruleg sóknarfæri til aukinnar starfsmenntunar með abild atvinnulífsins. Ekki síður segir hann mikilvægt að ein- stökum skólum sé gert kleift að fara ólíkar leiöir að því marki. Bæði fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skóla sé þannig aukið all verulega. Hjálmar nefnir einnig ákvæði um endurmenntun en sam- kvæmt því er framhaldsskólum gert heimilt að starfrækja nám- skeið eba nám í samráði við t.d. faggreinafélög, stéttarfélög eða atvinnurekendur. Hann segir mikilsvert að skólum sé gert kleift að efla tengsl við um- hverfi sitt á þann hátt. Gagnrýnt hefur verið að inn- tak eða form starfsmenntunar sé ekki skilgreind nánar í frum- varpinu. Hjálmar tekur ekki undir þá gagnrýni heldur segir hann eölilegt að lagaramminn sé opinn. „Þar er kveðið á um meb hvaða hætti atvinnulífið kemur að starfsmenntuninni. Hins vegar er það skólanna sjálfra að útfæra námið enda eru aðstæður og áherslur ólíkar eftir skólum. Á þessu byggja einmitt sóknarfæri skólanna," segir Hjálmar. Tengsl atvinnulífs og skóla felast samkvæmt frumvarpinu fyrst og fremst í skipan sérstakr- ar samstarfsnefndar um starfs- nám á framhaldsskólastigi. Nefndin skal skipuð 18 fulltrú- um sem tilnefndir eru m.a. af ASÍ, BSRB og VSÍ. Einnig verba í henni fulltrúar kennara, skóla- stjórnenda o.fl. Nefndin á að vera menntamálaráðherra til ráðuneytis um stefnumótun í starfsnámi og setningu reglna um skipan og framkvæmd starfsnáms. Einnig er kvebið á um skipan starfsgreinaráðs fyrir einstakar starfsgreinar sem geri tillögur um uppbyggingu náms og námsskrá í sérgreinum við- komandi starfsnáms svo og um tilhögun námsmats. Að lokum er skólanefndum gert heimilt að setja á fót ráðgjafanefndir við einstaka skóla meb fulltrúum atvinnulífs í viðkomandi byggb- arlagi. „Hið síðastnefnda gerir skól- um mögulegt að vera í beinu samstarfi vib fyrirtæki og full- trúa atvinnulífs á svæðinu til að móta þar endurmenntun, full- orðinsfræðslu og starfsnám. Þannig eru, ab mínu mati, lif- andi tengsl á milli einstakra skóla og þess umhverfis sem rekast í," segir Hjálmar. í frumvarpinu er ákvæði um ab inntökuskilyrði verði sett á námsbrautir framhaldsskóla. Til viðmiðunar verði einkunnir á samræmdu grunnskólaprófi og skólaeinkunnir úr grunnskóla. Hjálmar segist ekki líta svo á að þetta ákvæbi feli í sér miklar breytingar frá því sem nú er. „Það eru margir skólar í dag meö mjög ströng inntökuskil- yrði og velja jafnvel inn eftir einkunnum. Ég lít því ekki svo á að hér sé um róttæka breytingu að ræða." -GBK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.