Tíminn - 19.10.1995, Síða 7

Tíminn - 19.10.1995, Síða 7
Fimmtudagur 19. október 1995 Wwumw 7 Þing Landssambands framsóknarkvenna haldiö í Kópavogi um nœstu helgi: Lögb fram drög aö jafnréttisáætlun Drög ab jafnréttisáætlun Fram- sóknarflokksins verba lögb fyr- ir þing Landssambands fram- sóknarkvenna, sem haldib verbur í Kópavogi um næstu helgi. Mannréttindi kvenna verba helsta efni þingsins. Meb tímasetningu þingsins er þess minnst ab 20 ár verba libin frá kvennafrídeginum nk. þribju- dag. Undirbúningshópur á vegum LFK hefur undanfarib unnib að jafnréttisáætlun, sem verbur rædd á þinginu. Kristjana Bergs- dóttir, formaður LFK, er í hópn- um. Hún segir ab lagðar verði nokkrar tillögur fyrir þingið þar sem mislangt verbi gengib. Ætl- unin sé að þingib samþykki meg- inlínuna og síðan verbi jafnréttis- áætlunin útfærb nánar og lögð fyrir flokksþing á næsta ári. Hún segir ab kynjakvóti sé óneitan- lega eitt af því sem sé í umræb- unni. „Það er verið ab tala um tvær meginleiðir. Annars vegar að binda í lögum flokksins reglur um hvar konur eiga að vera, hversu margar o.s.frv. Þá gildir þab væntanlega líka úti í kjör- dæmunum og hugsanlega í öll- um nefndum og rábum, ef geng- ið er hvað lengst. Önnur leið er ab setja upp markmið, kannski til tíu ára. Síð- an væru öllum aðilum innan flokksins sendar nákvæmar leib- beiningar um hvaö þeir geti gert til að ná þessum markmibum. Þá er til dæmis hugsanlegt að þing- flokkurinn fengi það hlutverk ab jafna hlut kynjanna í öllu sem snýr að honum, og honum yrði gert að vera búinn að því innan tíu ára. Framkvæmdastjórn flokksins er nú þegar skipuð jafn- mörgum konum og körlum, en karlar fara - enn með embætti bæði formanns og varaformanns. Þar væri ef til vill sett það mark- mið, að kona færi með annað hvort embættið." Kristjana segir ab tillögu um kynjakvóta hafi verið hafnað á Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. þingi LFK fyrir tveimur árum. Al- mennt hafi það verið mat fram- sóknarkvenna að betra sé að jafn- réttið komi hægt en örugglega innan frá, heldur en með vald- bobi. „Við höfum fylgt þessari stefnu og vissulega náð töluverðum ár- angri. En okkur finnst þetta ganga mjög hægt og teljum að nú sé tímabært að slá aðeins í hrossið, eins og þarf af og til. Það á hins vegar eftir aö koma í ljós hversu langt framsóknarkonur vilja ganga í þessum efnum." A þinginu verða lagðar fram tölulegar upglýsingar um stöðu kvenna innan Framsóknarflokks- ins. Mannréttindi kvenna verða einnig ofarlega á baugi á þinginu. Þar verður m.a. rætt um mann- réttindi eldri kvenna og um kon- ur í þriöja heiminum. Kristjana segir að framsóknarkonur hafi hug á að einbeita sér að einhverju verkefni í þriðja heiminum. Kon- ur, sem sóttu óopinberu kvenna- ráðstefnuna í Kína, hafi skynjað að konur í þriðja heiminum vilji fá persónulegan og móralskan stuðning vestrænna kynsystra sinna. Framsóknarkonur vilji gjarnan veita slíkan stuðning. -GBK í sl. mánubi voru atvinnuleys- isdagar 104 þúsund. Aldrei verib fleiri í september. Vinnu- málaskrifstofan: Búist vi6 auknu atvinnuleysi í sl. mánuði voru skrábir alls 104 þúsund atvinnuleysisdag- ar og hafa þeir ekki ábur mælst fleiri í september, sam- kvæmt því sem fram kemur í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálarábuneytisins um atvinnuástandið í mánubin- um. Þá er búist við ab at- vinnuleysi aukist eitthvab víbast hvar á landinu í þess- um mánubi og getur því orbib á bilinu 3,7%-4% í stab 3,6% í sl. mánubi. í yfirlitinu kemur m.a. fram að skráðum atvinnuleysisdög- um fækkaði um rúmlega 23 þús. frá mánuðinum á undan, en fjölgaði um tæplega 11 þúsund frá september 1994. Atvinnu- leysisdagar í sl. mánuði, 42 þús. hjá körlum og rúmlega 62 þús. hjá konum, jafngilda því að 4.822 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, eða 3,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þar af voru karlar 1.948 og konur 2.874, eða 2,5% atvinnuleysi hjá körlum og 5,2% hjá konum. Það eru að meðaltali um 1.058 færri at- vinnulausir en í síðasta mánuði, en um 494 fleiri en í september í fyrra. -grh Þab var gripib til ýmissa lík- inga á fyrirlestri, sem haldinn var sl. þribjudag í tilefni Kyn- legra daga sem standa yfir þessa vikuna á vegum Stúd- entarábs Háskóla íslands. Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnmálafræbingur og Drífa Hrönn Kristjánsdóttir mann- fræbingur hófu Kynlega daga meb fyrirlestrum um stöbu femínismans. Fram kom á fyrirlestrinum að ekki eru allir á eitt sáttir um að til sé sérstakur kvenlegur reynsluheimur, en Drífa taldi að konur byggju a.m.k. yfir þeirri sameiginlegri reynslu að standa til hliðar, vera jaðarhópur. Þá var gripið til þeirrar lfkingar að konur væru í eins konar vara- libi, þaulsætnir varamenn á varamannabekk, sem kallað væri til þegar illa gengi. Femínisti ekki æpandi kona - Yfirskrift fyrirlestrarins var Hvar stendur femínisminn? Eðli málsins samkvæmt var þeirri spurningu ekki svarað berum orðum, en teknar voru stikk- prufur á þeirri þróun sem orðið hefur á birtingarmynd femín- ismans á þessari öld. Einkum var bent á þróun femínismans á síðustu áratugum. En femínist- inn væri ekki lengur æpandi kvenmaður, fullur af inni- byrgðri reiði, heldur væri fem- ínistinn í dag farinn ab nýta sér abferðir tækniveraldar til að komnar í ýmsar valdastöður í kerfinu. Orð eru vissulega til alls fyrst, en yngri kynslóöir karla og kvenna hafa tuggið þessi orð og melt. Því er mikilvægt að hafa í huga athugasemd eins fundargesta, að hugarfar og að- gerðir eru ekki tvö óskyld hug- tök. Hugarfarið er nátengt þeim jákvæðu aðgerðum, sem áhuga- fólk um jafnrétti er tilbúið að leggja út í. Annars er hætta á að femínisminn sé ekki lengur það breytingaafl sem ábur var, eins og annar fundargestur benti á. Og þegar framsækin stefna eins og femínismi staönar, hvað er hún þá annab en „dauð"? LÓA koma skilabobum sínum á framfæri. Þetta kom berlega í ljós hjá fyrirlesurunum sjálfum, sem sátu mjög makindalega í stólum sínum og komu máli sínu til skila í allt annarri tón- tegund en þeirri sem hinni Málfríbur Gísladóttir fundarstjóri, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir mannfrœb- ingur, og Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnmálafrcebingur, á Kynlegum dög- um Stúdentarábs Háskóla íslands. Tímamyndir GS Karlanefnd Alþingis mótmœlir frestun laga um greiöslur ríkissjóös á bótum til þolenda ofbeldis: Þrátt fyrir knappan tíma voru margar fyrirspurnir frá fundargestum. stereótýpísku rauðsokku er gef- in í vitund almennings. Umfjöllun fyrirlesara og inn- tak margra spurninga má í raun segja að hafi, undir rós, fjallað um hib sígilda grundvallarat- riði, þ.e. hina títtnefndu hugar- farsbreytingu/byltingu. Ekki er hægt að fjalla um þörf á hugar- farsbreytingu á beinan hátt nú á tímum, þar sem þeirri baráttu á í raun að vera lokið, og var því gripið til þess ráös að véfja breytinguna inn í nauðsyn þess að konur þurfi að skilgreina sjálfar sig, sína hagsmuni, reynslu o.s.frv. og komast ab sameiginlegri niöurstöðu. Krafa um sjálfsskobun Það, sem krefur konur um slíka sjálfsskoðun, er spurningin um hvort þær eigi að ganga inn í óbreytt kerfib eða á sínum eig- in forsendum, því konur em jú Vanhugsub abgerð Karlanefnd Jafnréttisráðs mótmælir harölega þeim áformum dómsmálaráöu- neytisins aö fresta gildistöku laga um greiöslu ríkissjóös á bótum til þolenda afbrota. Karlanefndin beinir þeirri eindregnu áskorun til Al- þingis, aö þessum fyrirætl- unum ráöuneytisins veröi hmndiö. í ályktun nefndarinnar frá því í gær segir m.a. að þaö sé lykilþáttur í baráttunni gegn ofbeldi að fórnarlömb þess finni að þau séu tekin alvar- lega. Það sé einnig sjálfsögð og eðlileg krafa að þeim séu tryggðar réttmætar bætur. Frestun á gildistöku þessara laga sé vanhugsuð aðgerb og lítt í takt við þá hreyfingu gegn ofbeldi sem áberandi hafi verið að undanförnu. - GBK Kynlegir dagar í Háskóla íslands: „Hundleið á að sitja á vara- mannabekk"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.