Tíminn - 19.10.1995, Page 8

Tíminn - 19.10.1995, Page 8
8 FimmtUdagur 19. október 1995 Þýskur ritstjóri og fréttaskýringahöfund- ur um Evrópumál tel- ur ab ESB mibi fremur aftur á bak en áfram „ á leibinni til meiri Evr- ópusamruna. Abal- ástœba ab hans mati: Þýskaland og Frakk- land eru ekki lengur svo samhent sem þau voru lengi í þeim mál- um Evrópubandalagib, sem meb Maastricht-samningi skipti um nafn og heitir síban Evrópusamband, er á Ieib til upplausnar. Veigamesta orsökin til þess er ab Þýskaland og Frakk- land eru ekki lengur samstíga í því ab gangast fyrir áframhald- andi Evrópusamruna. Svo skrifar a.m.k. Giinther Nonnenmacher, einn abalritstjóra og útgefenda Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem er eitt áhrifamestu blaba Þýskalands. Sem leibara- og fréttaskýringahöfúndur fylgist Nonnenmacher meb Evrópumál- um fyrir blabsins hönd. Ekki mundi rétt að skilja ofan- skráð svo að Nonnenmacher, sem viðraði skoðanir sínar um þetta ný- lega í grein í Svenska dagbladet, líti svo á að ESB nálgist sitt endadægur. Hins vegar er ljóst að hann sér litlar horfur á frekari Evrópusamruna „á dýptina" um fyrirsjáanlegan tíma. Yfirlýsingar í lok funda stjórnmála- manna aðildarríkjanna, sem gjarn- an eru fullar bjartsýni um áfram- hald slíks samruna, telur hann að séu settar saman gagngert til að láta almenning halda að í þeim efnum gangi allt samkvæmt áætlun. ✓ Otraustur grundvöllur Maastricht-samningur er að sögn ritstjóra þessa heldur ótraustur grundvöllur fyrir áframhaldandi samruna, þar eð hann sé mikið til málamiðlun sem náöst hafi með erfiðismunum. Þar hafi verið reynt að finna meðalhófið milli viðhorfa og hugtaka sem í raun sé ekki hægt að bræöa saman. Orðalagiö í mörg- um atriðum samningsins sé eftir því tvírætt og óljóst. Og breyting- arnar miklu í alþjóðamálum (eink- um hrun sovétblokkar og það sem því fylgdi) og breytingar í innanrík- ismálum einstakra ESB-ríkja hafi gert grundvöllinn frá Maastricht enn ótraustari en hann í upphafi var. Þjóðir í austanverðri Evrópu, heldur Nonnenmacher áfram, standa nú í biðröð eftir að komast í ESB. „Sambandið hefur í orði kveðnu ákveðið að innlima þessar þjóðir — frá siðrænum sjónarhóli séð var það óhjákvæmilegt og er þar að auki rétt, pólitískt séð." En hér sé sá hængur á ab engum hafi enn tek- ist að gera sér ljóst hvernig ESB eigi að ráða fram úr þeim vandamálum í efnahags- og fjármálum og stjórn- málum, sem hljóti að koma á dag- inn jafnframt því að aðildarríkjum fjölgi úr 15 í 20 ef ekki 25. Nonnenmacher: Austurríki, Finnland og Svíþjóð eru til þess að gera vel á sig komin í fjár- og at- vinnumálum, en hafa síöan þau gengu í ESB haldið fast viö eigin hefðir í stjórnmálum, hlutleysi í ut- anríkismálum t.d. og „milliliðalaust lýðræbi" í innanríkismálum. Þetta hefur þegar valdið töfum við ákvarðanatöku í ESB. „Hægt er því aö ímynda sér stunurnar og brakið í liðamótum í Brussel, þegar fleiri lönd eru gengin í sambandið, lönd sem eiga þab ab þakka þrjóskufullri fastheldni við gildi eigin þjóða að þau losuðu sig vib kommúnis- mann, auk þess sem reynsla þeirra John Major, forsœtisrábherra Bretlands: Bretar sagbir vilja taka skref aftur Chirac: takmarkabur áhugi á framhaldi Evrópusamruna. á bak frá Maastricht- samningi. orðað, að tala í því samhengi um „Bandaríki Evrópu" þykir nú of ónærgætnislegt). Bretar vilji hins vegar taka skref aftur á bak frá Ma- astricht-samningi og leggja áherslu á samvinnu með ríkisstjórnum, að gömlum vana. Yfirþjóðlegar stofn- anir sambandsins séu í besta lagi í augum þeirra eitthvað sem sé naub- synlegt, en ekki af því góða. „Allt þetta er gamalkunnugt. Það nýja í þessum málum er fyrst og fremst aö þýsk-franski mótorinn er ekki í góöum gangi lengur." í ný- gaulleískri hreyfingu Chiracs Frakk- landsforseta séu andstæðingar Ma- astricht-samnings í meirihluta. Flestir ráðherra hans séu að vísu Evrópusinnar, en Juppé forsætis- ráðherra sé upptekinn við atvinnu- og félagsmál og de Charette utan- ríkisrábherra áhrifalítill, frekar stjórnarerindreki en stjórnmála- maður. Og Chirac sjálfur virðist, þrátt fyrir trúarjátningar öðru hverju í garð Evrópusamrunans, hafa takmarkaðan áhuga á fram- haldi þess samruna. Helmut Kohl, sambandskanslari Þýskalands (í baksýn), og Rudolf Scharping, leibtogi þarlendra jafnabarmanna: Þjóbverjar vilja skref íátt til „bandalags ístjórnmálum". A leið til einskis? af sögunni er að miklu leyti fengin utan Vestur-Evrópu." „Bandaríki Evrópu/y má ekki nefna Nonnenmacher telur að ríkis- stjórnaráöstefna ESB, sem á að hefj- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ast á næsta ári (og köllub hefur ver- ið „Maastricht-2"), muni í mesta lagi greiða eitthvað fyrir gangi mála í sambandinu eins og það er nú. Blekking sé að ímynda sér ab ráð- stefnan komi til leiðar fullnægjandi undirbúningi fyrir stækkun í aust- ur. Þjóðverjar vilji að á ráðstefnunni sé tekiö skref áfram til „bandalags í stjórnmálum" (eins og það er nú Sterkur vllji orðinn veikur Bent hefur verið á að samruna- stefnan sé andstæba evrópsku hug- myndarinnar um sjálfstæð ríki og því þurfi stöðugt til sterkan vilja að halda henni við. Nonnenmacher: Síðustu áratugina hafa Þýskaland og Frakkland haft þennan vilja til að bera og á þeim hefur gengi sam- runastefnunnar byggst fyrst og fremst. Nú eru þau ekki lengur jafn samstíga og eindregin í því efni. Núverandi ESB með 15 ríkjum getur, miöað við núverandi ástand sambandsins, ekki myndað pólit- ískt samband sem standi undir nafni, að mati Nonnenmachers. Þeim mun fáránlegra sé að láta sér detta í hug að 20 eða 27 ríkja ESB komist nær því takmarki. Nánara samband í stjórnmálum sé abeins mögulegt með hlutdeild fárra ríkja. „Kjarna- Evrópu" og „þrengri hring" (sem þykir kurteislegra) hafa einhverjir kallað það. „Ennfremur er ljóst, ab hvorki hvað viðvíkur stjórnmálum né mynt verður hægt að mynda nokkurn kjarna eða þrengri hring, nema því aðeins að Þýskaland og Frakkland verbi þar með." Að öllu samanlögðu má ljóst vera af grein Nonnenmachers að hann sér litla möguleika á aukinni sam- stöðu innan ESB í bráð, og því minni sem aðildarríkin verbi fleiri, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnmála- manna sem ganga í gagnstæða átt. „Vígorðiö „samstaða" hljómar kannski vel, en í raun er það veg- prestur sem vísar veginn til einsk- is." ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.