Tíminn - 19.10.1995, Síða 13

Tíminn - 19.10.1995, Síða 13
Fimmtudagur 19. október 1995 iKlflEOíSílíSlttlI 13 „Friörik greip lóhönnu í stiganum og hún hjalaöi viö hann ástarorö." Páll Pétursson félagsmálaráöherra á fluga- skeiöi tungunnar. Steingrímur Þormóösson lögfrœöingur, Grettir Björnsson harmonikuleikari og Þorgeir Örlygs- son, forseti lagadeildar H.Í., klappa affögnuöi. Herrakvöld Fáks Hestamannafélagiö Fákur í Reykja- vík hélt sitt árlega herrakvöld í fé- lagsheimilinu með villibráðar- veislu, málverkauppboði, ræðum og söng. Aðalræðumaður kvöldsins var húnvetnski hestamaðurinn og félagsmálaráðherrann, Páll Péturs- son, bóndi á Höllustöðum, og sló hann ekki af að vanda. Meðal ann- ars upplýsti hann það, að allar kon- ur elskuðu fjármálaráðherrann, Friðrik Sophusson. „Meira aö segja hin ískalda Jóhanna, sem Friðrik greip í stiganum um daginn og forðaði frá falli, hún heyrðist hjala ástarorð í fanginu á honum." Páll sagði hestamönnunum að hann færi oft á bak, þó þaö væri nokkuð á öðrum vettvangi en áður, „og mætti gera meira af því." Um faðerni Hrafns frá Holtsmúla vildi hann ekki fjölyrða, en móðirin væri vestanvatnahryssa. Þá fór hann meö nokkrar góðar vísur, „eftir besta skáld þingsins, Jón Kristjánsson ritstjóra, sem er Skagfirðingur, ög svo er sr. Hjálmar líka að yrkja." Þá fuku nokkrar frumsamdar innanum. Veislustjóri og uppboðshaldari var sr. Vigfús Þór Árnason — „Heyri ég tölu?" a la Haraldur Blöndal. ■ Mann- lífs spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON „ Keyptu nú miöa, Gúndi minn." Yfirhiröir Fáks, Guömundur Valdi Einars- son, gerir sig líklegan til aö kaupa happdrœttismiöa af Svöfu Kristjáns- dóttur. Hafliöi Halldórsson meö eitt mál- verka Baltasars á uppboöinu. Kr. 270.500 fór þaö dýrasta á. Hestakaup? Páll Pétursson, rœöumaöur og félagsmálaráöherra, tekur í hendina á Húnvetningnum Steingrími Þormóössyni lögfrœöingi. Þóröur Kristinsson, kennslustjóri Háskólans, fylgist meö. Tómas Ragnarsson, fv. heimsmeistari í fimmgangi, og Guöjón Sigurösson múrarameistari voru ánœgöir meö veisluna. Sveinn Fjeldsted, formaöur Fáks (til vinstri), í góöum félagsskap. Fáir hafa fariö hraöar yfir evrópskar grundir á skeiöi en þessir tveir. Frá vinstri: Ásgeir Herbertsson tamningamaöur og Hinrik Bragason, fv. heims- meistari í skeiöi. Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaöur í Hestamanninum, Hákon Bjarnason loft- skeytamaöur og Bragi Ásgeirsson tannlæknir skemmtu sér vel. Ragnar Petersen auglýsingastjórí, Auöunn Valdimarsson harmonikuleikarí, og Valdimar Auöunsson tamningamaöur, í góöum gír.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.