Tíminn - 24.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1995, Blaðsíða 8
8 WMÍMU Þri&judagur 24. október 1995 IÞROTTIR • PIETUR SIGURÐSSON • IB>RC>~V l~IR Cubni Bergsson og félagar hans í Bolton lágu fyrir Nottingham Forest í Úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, 3-2. Hér eigast vib tveir markaskoraranna um helgina, þeir Richard Sneekes frá Bolton (t.v.) og Bryan Roy, Nottingham Forest. Símamynd Reuter Enska knattspyrnan: Le Tissier meö rautt - möguleikamir minnka Evrópu- boltinn England Úrvalsdeild Arsenal-Aston Villa.......2-0 Merson, Wright - Chelsea-Man. Utd..........1-4 Scholes 2, Giggs, McClair - Hug- hes Coventry-Sheff. Wed.......0-1 - Whittingham Man. City-Leeds...........0-0 Middlesbro-QPR............1-0 Hignett - Newcastle-Wimbledon.......6-1 Howey, Ferdinand 3, Clark, Al- bert - Gayle Nott. Forest-Bolton ......3-2 Roy, Lee, Cooper - DeFreitas, Sneekes West Ham-Blackburn........1-1 Dowie-Shearer Southampton-Liverpool ...1-3 Watson - McManaman 2, Red- knapp Everton-Tottenham .......1-1 Stuart - Armstrong Staban Newcastle ...10 9 0 1 26-7 27 Man. Utd.....1072 1 21-11 23 Arsenal .....1063 1 15-5 21 Middlesbro...10 63 1 11-4 21 Liverpool....10 6 2 2 18-8 20 Nott. Forest ....10 5 5 0 18-11 20 Aston Villa .105 2 3 12-8 17 teeds .......105 23 14-12 17 Tottenham ...10 4 3 3 15-13 15 Chelsea......104 3 3 11-11 15 Blackburn....10 3 2 5 13-15 11 Sheff.Wed....103 2 5 9-12 11 WestHam .....10 2 4 4 8-12 10 Wimbledon ....10 3 1 6 14-22 10 Everton......102 3 5 12-15 9 QPR .........103 0 7 9-16 9 Coventry..... 10 1 4 5 7-18 7 Southampton .10 1 3 6 9-19 6 Bolton....... 10 1 27 11-22 5 Man. City....1002 8 3-15 2 Markahæstu menn Les Ferdinand, Newcastle..12 Alan Shearer, Blackburn...12 Tony Yeaboah, Leeds .......11 Teddy Sheringham...........11 Ian Wright, Arsenal........10 Robbie Fowler, Liverpool ...9 Dean Holdswourth, Wimbled.. 8 1. deild Barnsley-Port Vale 1-1 Birmingham-Grimsby ... 3-1 Charlton-Norwich 1-1 Huddersfield-Sunderlanc 1-1 Oldham-Reading 2-1 Sheffield Utd-Leicester.. 1-3 Tranmere-Southend 3-0 Watford-Wolves 1-1 WBA-Portsmouth 2-1 Crystal Palace-Millwall.. 1-2 Ipswich-Luton 0-1 Stoke-Derby 1-1 Skotland Aberdeen-Partick 3-0 Hibernian-Motherwell .. 4-2 Kilmarnock-Celtic 0-0 Raith Rovers-Falkirk 0-1 Rangers-Hearts 4-1 Sta&an Rangers 9 8 0 1 20-3 24 Celtic 9 5 3 1 14-8 18 Aberdeen 9 5 1 3 17-11 16 Hibernian 9 4 4 1 16-12 16 Raith Rovers 9 4 0 5 12-14 12 Motherwell 9 24 3 11-12 10 Kilmarnock 9 2 2 5 7-13 8 Hearts 9 2 2 5 14-21 8 Partick 9 14 4 8-16 7 Falkirk 9 12 6 6-15 5 Ítalía Bari-Cagliari 3-0 Cremonese-Atalanta 1-1 Inter Milan-Lazio 0-0 Juventus-Padova 3-1 Piacenza-Napoli 0-1 Roma-Parma 1-1 Udinese-Torino 1-0 Vicenza-AC Milan 1-1 Sampdoria-Fiorentina ... 2-1 Staban AC Milan 7 5 1 1 12-6 16 Juventus 7 4 2 1 14-5 14 Parma 7 4 2 1 11-7 14 Napoli ..........7 4 2 1 10-6 14 Lazio............7 3 4 0 12-6 13 Fiorentina.......7 4 0 3 11-9 12 Vicenza..........7 3 22 7-5 11 Newcastle heldur enn forystu sinni í ensku deildinni meö stórsigri á Wimbledon á laugar- dag, 6-1. Les Ferdinand ger&i þrjú marka Newcastle, en markvör&ur Wimbledon var rekinn af leikvelli og tók Vinnie Jones stö&u hans í markinu, en ver&ur þó varla saka&ur um þau þrjú mörk sem hann fékk á sig. A sama tíma tóku Man. Utd Chelsea í bak- aríi& me& þriggja marka sigri, 4-1. Á sunnudag mætti Liverpool hins vegar Southampton í mjög slökum leik á The Dell, heima- velli Southampton. Þaö bar helst til tíöinda í þeim leik a& Matt Le Tissier var rekinn af leikvelli fyrir mjög ruddalegt brot á Phil Babb, þegar síöari hálfleikur var hálfn- aður. Le Tissier fékk reyndar að sjá gula spjaldiö fyrir brotiö, en hann hafði ábur fengið aö sjá annað gult og varö því aö fara af leikvelli. Terry Venables, landsliösþjálf- ari Englendinga, hefur veriö tals- vert gagnrýndur fyrir að velja Le Tissier ekki í landsli&iö fyrir nokkru. Þaö er greinilegt að sú ákvörðun hefur fengið mjög á knattspyrnumanninn, því hann hefur ekki skoraö í níu sí&ustu leikjum í deildinni. Hans einu mörk í deildinni voru í fyrsta leik, gegn Nott. Forest, þegar hann gerbi þrennu. Heimildir herma aö þessi nýjustu tíöindi hafi enn styrkt Terry Venables í þeirri ákvörbun sinni ab velja hann ekki í landslibib. Þab megi greinilega greina örvæntingu í leik Le Tissiers og þab veröi hann ab laga. Líklegt er taliö aö innan margra daga veröi Southampton búiö að fá nýjan leikmann, en talið er nær öruggt að Barry Venison veröi keyptur frá Galat- asaray fyrir um 850 þúsund pund. Hann lék áöur með Sout- hampton, Liverpool og New- castle. Á sunnudag mættust einnig Everton og Tottenham og geröu liðin jafntefli. Það var Graham Stuart sem skoraði fyrir Everton, en Chris Armstrong, sem keyptur var frá Crystal Palace fyrir 4,5 milljónir punda, jafnaði fyrir Tottenham. Þetta má kalla dálít- ið kaldhæðnislegt fyrir Everton, því Armstrong valdi Tottenham fram yfir Everton, þegar hann var seldur frá Crystal Palace. ■ Molar. .. ... Ársþing Knattspyrnusam- bands íslands verður haldib fyrstu helgina í desember og a& þessu sinni ver&ur þaö haldiö í Reykjavík, en annað hvert ár er þa& haldib utan Reykjavíkur, sí&ast á Akranesi. Þingið verður haldið á Hótel Loftlei&um og ver&ur a&almál þingsins, málþing um dómara- mál. Má örugglega búast vib fjörugum umræ&um um þau málefni. ... Bjarni Jóhannsson, sem þjálfaði Breibablik í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, verður ekki me& liðið á næsta keppn- istímabili. ... Orri Björnsson, KR, sigraði í fyrstu Landsglímunni, sem haldin var á Laugum í Reykja- dal um helgina. Orri sigraði í öllum glímum sínum me& yfir- bur&um og fékk hann fimm vinninga af 5 mögulegum. Mót þetta var hið fyrsta í fjög- urra móta rö&. Tvö þeirra verða haldin fyrir áramót og tvö á nýju ári. Sá, sem nær bestum árangri í mótunum fjórum, verður krýndur Lands- mótsglímumeistari. I unglinga- flokki sigraði Lárus Kjartansson, HSK. ... Eins og fram kemur annars sta&ar á síöunni, er nú talib ör- uggt a& Barry Venison ver&ur seldur frá tyrkneska liðinu Gal- atasaray, fyrir 850 þúsund pund, en li&inu hefur ekki gengið vel. Þab er nú í þriðja sæti í deildinni eftir a& hafa tapab fyrir li&inu sem situr í ö&ru sæti. Þá féll liðib úr keppni í fyrstu umferb Evrópu- keppninnar í knattspyrnu. Nú er verulega farib að hitna undir framkvæmdastjóranum, Gra- eme Souness, en hann kom til liðsins í sumar. Hann gerði talsverðar breytingar á liðinu og fékk meðal annars með sér þrjá enska leikmenn, þá Barry Venison, Mike Marsh og Dean Saunders. Aðeins Dean Saund- ers leikur enn meb libinu, hinir eru farnir aftur til Englands. ... Bandaríska stúlkan Colleen McNamara, sem leikið hefur með kvennaliði KR í 1. deild- inni í körfuknattleik, er nú farin utan og leikur ekki meira með liðinu. Hún hafbi fengið leyfi til að fara utan eftir leik liðsins á laugardag gegn Grindavík, en gat greinilega ekki beðib þess og fór á föstudag. Sagðist hún þurfa að vera við jarbarför, en ástæða brotthvarfs hennar er talin vera heimþrá. ... DV greinir frá því í gær að talið sé líklegt a& knattspyrnu- maburinn Kristófer Sigurgeirs- son, sem leikið hefur með Breiðabliki, leiki með KR á næsta ári undir stjórn Lúkasar Kostic. Kristófer lék nokkra leiki í síðari umferð íslandsmótsins með Blikum, eftir að hann kom heim frá Svíþjóð þar sem hann lék meb Vastra Frölunda. ... Ásgeir Halldórsson, sem einnig lék með Breiðabliki, hef- ur skipt yfir í Fram, sem leikur í 2. deild á næsta keppnistíma- bili. ... Heyrst hefur a& Valsmenn muni leita til útlanda eftir þjálf- ara fyrir næsta keppnistímabil. Þegar hefur komið fram að þeir muni leita til Svíþjóbar og Rússlands, en einnig hefur heyrst að einstakir Valsmenn ætli að reyna að notfæra sér sambönd sín í Englandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.