Tíminn - 24.10.1995, Síða 10

Tíminn - 24.10.1995, Síða 10
10 jpennrnTim iF ww Þriöjudagur 24. október 1995 Fréttir af bókum Eistnesk ljób Bókaútgáfan Urta hefur sent frá sér ljóöabókina Við höfum ekki sést lengi eftir eistneska skáldiö Jaan Kaplinski í þýðingu Hjartar Páls- sonar. Þetta er í fyrsta skipti sem ljóöa- bók eftir eistneskt skáld kemur út í íslenskri þýöingu. Jaan Kaplinski er þekktasta ljóö- skáld Eistlendinga og jafnframt í fremstu röö höfunda í heimalandi sínu fyrir ritgeröir og þátttöku í umræöum um ‘þjóðfélags- og menningarmál. Viöhorf og skáldskapur Kapl- inskis hafa mótast af eigin reynslu og hlutskipti Eistlendinga á mörk- um austurs og vesturs. Líöandi stund og liöinn tími renna saman í verkum hans. Heimur hans er í senn heimur baráttu og kyrröar, og gagnrýnin greining hans á samtímanum fær sögulega vídd vegna áhuga hans og þekkingar á mörgum fræöigreinum. Jaan Kapl- inski kom hingað fyrir þremur ár- um vegna baltneskra menningar- daga á Kjarvalsstöðum á vegum Menningarmálanefndar Reykja- víkur, sem styrkir þessa útgáfu. Þá voru ljóö Kaplinskis lesin viö mikla hrifningu tilheyrenda. ■ Saga Borgarfjarðar eystra Ut er komin saga Borgarfjarðar eystra. Bókin er gefin út í tilefni þess aö 100 ár eru liðin frá því aö Bakkageröi á Borgarfiröi eystra var löggilt sem verslunar- staöur. Höfundar efnis eru Magnús H. Helgason, Ármann Halldórs- son, Sigríöur Eyjólfsdóttir og Siguröur Óskar Pálsson. Meginefni bókarinnar fjallar um atvinnu- og verslunarmál og félagasögu síöastliöin 100 ár. Annars eru kaflaheitin þessi: Borgarfjörður og Víkur — lands- haettir og byggð, Borgarfjörður til 1895, Landbúnaður, Þrjú brot úr kirkjusögu, Atvinna, verslun og al- menn hreppsmál 1895-1995, Fé- lagasaga, Heilbrigðismál, Skóla- saga, Kauptúnið Bakkagerði, Hreppsnefndarmannatal og odd- vita. Bókin er 381 blaðsíða. Um 130 lit- og svart/hvítar myndir prýöa bókina. I bókinni eru tilvísana-, heim- ilda- og myndaskrár, auk skrár yfir mannanöfn er koma fyrir í bókinni. Ritstjóri er Magnús H. Helga- son sagnfræöingur. Útgefandi er Söguhópurinn á Borgarfiröi eystra. Bókin kostar kr. 4.500. Saga Borgarfjarðar eystra verður til sölu í Bókabúö Máls og menningar í Reykjavík. Einnig er hægt er aö panta bók- ina hjá Birni Aðalsteinssyni í síma 4729972, Elísabetu Sveins- dóttur í síma 5542419 og Óðni Gunnari í síma 5521491. ■ Karlrembur og kvenrembur Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér sagnasafnið Skuggar vögguvísunnar, eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Bókin skiptist í níu sögur, sem allar falla í flokk erótískra sagna á einn eða annan hátt. í sögun- um rannsakar höfundur þetta forvitnilega efni frá ýmsum sjónarhornum og er óhætt aö segja aö hún kanni ýmsa króka og kima ástarlífsins af sínu al- kunna hispursleysi og djörfung. Á bókarkápu segir: Hér er fjall- aö um einmana konur og karla; um fólk í leit að stundargamni og aðra sem eru að stíga sín Takk eba þökk? fyrstu spor á vegum sem auð- veldlega gætu reynst glapstigar; um reynda og reynslulitla; um karlrembur og kvenrembur; um léttúö og drauma og dekkri hlið- ar mannssálarinnar. Súsanna Svavarsdóttir er fædd árið 1953. Hún hefur starfað um árabil sem blaðamaður, rithöf- undur, leiklistar- og bók- menntagagnrýnandi. Hún hef- ur áöur sent frá sér bækurnar / miðjum draumi (1991) og sam- talsbókina Gúmmíendur synda ekki (1991). Skuggar vögguvísunnar er inn- bundin, 168 bls. og er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Margrét Zóphóníasdóttir. Bókin kostar 2.980 kr. ■ íslensk málstöð Aragötu 9 101 Reykjavík. Háttvirtu starfsmenn íslenskrar málstöðvar. Viö hittumst alltaf ööru hverju, gamlir lífeyrisþegar, vinir og skóla- bræöur, eigum saman einkar ánægjulegar stundir hressir og glaö- ir, grípum í spil, ræöum dægurmál og sitthvað fleira. Eitt af því, sem við ræddum eink- um þegar við hittumst síöast, var málið okkar gamla og góða, móður- málið okkar, sem við íslendingar er- um svo stoltir af og höfum getað varðveitt svo lengi, næstum ótrú- lega lítið breytt. Og alveg fannst okkur einboðið, að þjóðin hefði þann metnað og yrði alltaf samhuga um að halda því sem lengst óbreyttu og tærustu. Auðvitaö var okkur ljóst, að við yrð- um alltaf á nýjum tímum að taka inn ný orð og reyna að aðhæfa þau sem flest okkar tungu, fella þau sem best að beygingakerfi tungunnar. Hyggjum við, að allir hugsandi landar okkar séu sammála um þetta. Jafnframt teljum við, að allir þeir sömu hljóti að vera sammála um aö láta aldrei festast í tungu okkar út- lend orð, sem íslenskan á ágæt orð yfir, eða sérkennileg og ósmekkleg orðatiltæki. Við þurfum öll aö vera sammála um að vinna ákveðið gegn því, strax og eitthvað sérstakt af því tagi kemur fram. Ef við höfum þann metnað að vera samtaka um þetta, erum við sannfærðir um, að þjóðin getur varðveitt sína fögru og merkilegu tungu nær óbreytta á ókomnum tímum. Viö gleðjumst innilega yfir því, að nú eigum við og höfum átt um árabil málstöð, sem hefur það hlut- verk að vaka yfir tungunni og gera sitt allra besta til að halda henni hreinni og koma í veg fyrir að í henni festist útlend orð eða ambög- ur. Og við eigum sem flest aö vera virk með henni og benda á það, sem miður fer og kynni að geta fest í tungunni. En þaö eru aðeins einmitt þrjú at- riöi neikvæð af þessu tagi, sem viö félagarnir viljum að þessu sinni LESENDUR leyfa okkur aö benda okkar ágætu málstöð á og biðja hana að gæta þess að festist ekki í málinu. Það er fyrsta er orðtakið: íslenskt, já takk, sem síðustu mánuði hefur sífellt verið notað á hverjum degi í blaðaauglýsingum og í sjón- og hljóðvarpi í tengslum við það þarfa og ágæta framtak að reyna að efla allt það, sem íslenskt er. Hvernig í ósköpunum stendur á því, aö málstöðin okkar, ásamt fleiri ágætum mönnum, skuli sameinast um að nota sífellt þetta ljóta danska orð í svo þarfri og nauðsynlegri áskorun til þjóðarinnar. Og viö, sem eigum svo fallegt orö: þakk, eða þökk. íslenskt, já, þakk eða íslenskt, jú, þökk. Er þá ekki senn aö því komið, að málstöðin og ráðgjafar hennar við- urkenni og festi líka í málinu sögn- ina ljótu, fyrst þeir hafa ekki hikað við að festa þar nafnorðið? Þá mundu þessar stuttu málsgreinar okkar hljóma þannig: Þeir tökkuðu vel fyrir gjöfina. Og gleymdu nú ekki að takka fyrir þig, barnið mitt. — Hvílík smekkleysa! Hvílík for- smán! Við biðjum ykkur vinSamlegast að þurrka þessa ógeðslegu, dönsku málslettu úr málinu sem allra fyrst. Hún er búin að vera okkur til skammar alltof lengi. Annað atriðið er orðtakið að berja eitthvað augum, í stað þess að skoða, athuga, virða eitthvað fyrir sér. Það er oft notað, líklega oftast af blaöa- mönnum, en einnig af ýmsum öðr- um, sem viö undrumst mjög að skuli bregða því fyrir sig. Þó að orð- takið finnist einhvers staðar í gömlu máli, finnst okkur það svo óviðeigandi og ógeðslegt, að við teljum sjálfsagt að útrýma því úr daglegu tali og vonum, að þiö getið það sem fyrst. í orðabók Árna Böðvarssonar frá 1963 finnst þetta orðtak ekki. Sá málsnillingur hefur ekki einu sinni séð ástæðu til að minnast á það. Þriðja og síðasta atriðiö er no. pizza, flt. pizzur, sem alltaf sést og dynur í öllum fjölmiölum. í íslensk- um framburði getur þetta aldrei orðið annað en pissa og pissur. Hví- lík endemis smekkleysa! Og þetta er víst matartegund! Með því aö breyta aðeins stafsetningunni örlít- ið: skrifa í staðinn pitsa og pitsur er þetta óaðfinnanlegt. En það hefur engum dottið í hug, aö okkar dómi, að útrýma smekkleysunni á svo auðveldan hátt, hvorki ykkur né öðrum. Vinsamlegast látið breyta þessu. Við höfum þessar ábendingar ekki fleiri að sinni, þó að margt fleira búi í huga. Meö vinsemd og virðingu. Gamall skólastjóri Súsanna Svavarsdóttir. Björn Th. Björnsson. Mannlíf á helgum stað Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Hraunfólkið eftir Bjöm Th. Björnsson, listfræðing og höfund metsölubókarinnar Falsarinn með meiru. Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta síðustu aldar. Páll Þorláks- son var þá prestur í Þingvalla- sókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst er tal- ið að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkr- ar væringar milli hins knáa kot- bónda og Þingvallaklerka og má hiö geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum. Úr þessum efnivið vinnur höf- undurinn einstaka sögu, gædda þeirri frásagnarglebi og stílsnilld sem lesendur þekkja af fyrri bókum hans. í Hraunfólkinu birtast Þing- vellir lesendum á nýjan og óvæntan hátt og sagan veitir innsýn í fjölskrúðugt mannlíf á þessum harðbýla stað ábur en hann sveipaðist ljóma sjálfstæð- isbaráttunnar. Hraunfólkið er 272 bls., prent- uð í Prentsmibjúnni Odda h.f. Gísli B. Björnsson hannaði káp- una. Verð: 2380 kr. ■ Pólitískir flóttamenn Stundum er gaman, jafnvel fróblegt, að lesa afmælis- og minningargreinar í blöðum. Þær em tíðari hérlendis en þekkist annarstaðar í heimin- um. Vel fór á því, ab Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði 19. þ.m. í Morgunblaðið um dr. Benjamín Eiríksson hálfníræban. Báðir voru í byrjun ferils síns róttækir í skoðunum, hinn fyrri hreinn kommúnisti, en greinarhöfund- urinn krati. Báðir snérust frá sósíalisma og gerðust talsmenn kapítalismans. Má vart á milli sjá, hvor ofstækisfyllri er í báð- um hlutverkum sínum. Það er misskilningur, að Benj- amín Eiríksson hafi séð á undan öðmm hættur Sovét-Rússlands. Hann varð, eins og fleiri félagar hans, einfaldlega hræddur og flúði Moskvu, þegar Stalín lét kúgunaraðgerðir sínar bitna á erlendum fylgismönnum engu síður en innlendum. H.K. Lax- ness opinberaði síðar, hvernig Rússar létu hefnd sína bitna á lagskonu Benjamíns, og mun sú fregn hafa bitnað þunglega á sinni hagfræðingsins. Hann hóf störf með próf. Ól- afi Björnssyni að rýmkun hafta og innflutnings, svo og afnámi hvers konar ríkisafskipta. Ólafur jón Baldvin Hannibalsson. var skv. eigin yfirlýsingu á átt- ræðisafmæli sínu sjálfur gamall kommúnisti, en hefir síðan ver- ið helsta vígi íhaldsins í hags- munabaráttunni. Báðir hafa þeir fram á elliár boðað ágæti markaðsins, sem aö þeirra mati leysir allan vanda. Jón Baldvin er helsti þrösk- uldur í vegi sameiningar meöal félagshyggjuflokka. Fyrir verk hans og hans líka hefir íhaldib ráðið lögum og lofum hérlendis um áratugaskeið. Jafnvel Bretar eiga sinn Jón Baldvin í Tony Benjamín Eiríksson. Blair, sem er valdasjúkur íhalds- maður, reiðubúinn að fórna stefnumálum Verkamanna- flokksins fyrir persónulega valdastöðu sína í breskum stjórnmálum. Eldri flokksmenn, sem hafa verið trúir hugsjón lýðræðisjafnabarmennsku, eru á flótta úr flokknum. Þeir hafa frá upphafi gert sér ljóst, að jafnabarmennska þrífst ekki undir einræði. Rússland Stalíns og félaga sannaði það. Gamall alþýðuflokksmaður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.