Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. október 1995 3 Tillaga Sjálfstœöismanna í borgarráöi: Borgaraleg ferming veröi ekki í Rábhúsinu Sjálfstæ&ismenn í borgarrábi telja þab ekki eblilegt hlut- verk Rábhúss Reykjavíkur ab vera vettvangur fyrir borg- aralega fermingu. Þeir hafa lagt til í borgarrábi aö húsib verbi ekki lánaö oftar til slíkra athafna. Árni Sigfússon, oddviti Sjálf- stæöismanna, segir ab ferming sé kristilegt hugtak og í henni felist ab börnin stabfesti trú sína. Með borgaralegri ferm- ingu sé tekin afstaða gegn þeirri fermingu sem viö þekkj- um. „Ég tel einfaldlega ab Ráb- húsið eigi ekki ab vera vett- vangur slíkrar athafnar. Þetta tengist líka því aö borgarstjór- inn var sjálfur viö þessa svö- kölluðu fermingu síðast, lagöi börnunum lífsreglurnar og lýsti yfir ánægju sinni meb þetta hlutverk. Við höfum áhyggjur af því aö vib séum þarna ekki á réttri leib." í greinargerð sem fylgir til- lögu Sjálfstæðismanna er bent á ab Hjálpræðisherinn hafi Matvœla- og nœringarfrœöingafélag íslands: Menntun fyrir matvælaibnað Menntun fyrir matvælaibn- ab er yfirskrift þriöja Mat- væladags sem Matvæla- og næringarfræbingafélag ís- lands stendur fyrir. í tilefni dagsins, þann 28. okt., verb- ur haldin rábstefna þar sem gefið verbur yfirlit yfir stöbu fagmenntunar fyrir mat- vælaiðnaði á öllum mennta- stigum, frá grunnskóla og upp á háskólastig. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, setur ráðstefn- una en meðal fyrirlesara verba abilar frá menntamálaráðu- neyti, matvælaiðnaðinum og frá menntastofnunum og verður í fyrirlestrunum lögb áhersla á ab meta hvernig sú menntun sem nú er í boði nýt- ist fyrir matvælaiðnað og hvað má betur fara. MNÍ hefur veitt viðurkenn- inguna Fjöreggið fyrir lofsvert framtak á matvælasvibi í tengslum við Matvæladaginn. Viðurkenningin hefur nú ver- ið veitt tvisvar, til Emmess- ís- gerðar fyrir vöru sína ísnál og Mjólkursamsalan hlaut Fjör- eggiö í fyrra fyrir Fjörmjólk- ina. Rábstefnan er haldin Grand Hótel að Sigtúni 38 Reykjavík kl. 9-14.30. i ekki fengið að halda upp á 100 ára afmæli sitt í Ráðhúsinu. Haft sé eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að þab sé vegna reglna sem kvebi á um að í Tjarnarsal Ráðhússins skuli einungis vera atburðir sem skírskoti til almennings. Árni segist vilja fá fram hverjar þessar reglur, sem vitn- að er til, séu. „Ef reglan er sú, síðan R- listinn tók vib, að í Ráðhúsinu skuli aðeins vera at- burðir sem skírskoti til al- mennings, hefur þeim reglum ekki verib framfylgt, eins og sést af því að Hjálpræöishern- um er synjað um afnot af hús- inu." Árni bendir á að 97% þjóðar- innar séu í kristnum söfnuð- um, þar af flestir innan þjób- kirkjunnar. Því skjóti það skökku við ef R-listinn telji að þeir sem ekki starfi á kristileg- um grundvelli skírskoti frekar til almennings en Hjálpræbis- herinn sem sé kristilegur söfn- uður sem starfi innan Þjóð- kirkjunnar. -GBK Stúdentaráö H.í. fœr viöurkenningu Jafnréttisráös: Hvatning til unga fólksins Stúdentaráð Háskóla íslands hlaut viburkenningu Jafnrétt- isráðs fyrir framlag til jafnrétt- ismála í ár. Ástæða þess að Stúdentaráð hlaut viðurkenninguna er eink- um sú að Stúdentaráð kaus í fyrsta sinn í fyrra sérstakan kvennafulltrúa, Sigrúnu Erlu Er- lingsdóttur, til að fylgjast með stöðu og framgangi jafnréttis- mála innan Stúdentaráðs og Há- skólans. Ab mati Jafnréttisráðs og starfshóps sem tók þátt í val- inu í ár hefur umræða og upplýs- ingar um jafnréttismál veriö mun sýnilegri meðal háskóla- nema eftir að kvennafulltrúinn tók til starfa. Með valinu vill Jafnréttisráð einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk taki virkan þátt í umræðunni um jafnan rétt karla og kvenna. Á myndinni sést Guðmundur Steingrímsson, formabur Stúd- entaráðs, og Sigrún Erla Erlings- dóttir með viburkenninguna. -GBK Tímamynd: BC Lögreglumaöur í Reykjavík segir yfirmenn vanhœfa hjá lögreglunni. Lögreglustjóri: Órökstuddar fyllyrðingar „Lögreglumenn í dag búa vit> mikib fjársvelti, lág laun, mikla vinnuskyldu, íhaldssaman, mið- stýrban og gamaldags stjónunars- trúktúr og oft á tíbum vanhæfa yfirmenn sem eru í engum tengsl- um vib raunvemleika lögreglu- starfsins á götunni. Þetta er vond blanda og skyldi engan undra ab langt sé í brosib hjá lögreglu- manninum." Þetta skrifar Runólfur Þórhallsson lögreglumabur í Reykjavík í ab- sendri grein í Morgunblabinu í gær. Runólfur gefur m.a. í skyn ab meb bættri þjálfun ökumanna -hefbi e.t.v. veriö hægt ab koma í veg fyrir banaslysiö vib Hveragerbi á dögun- um meö eftirför, stórlega skorti á ökukennslu hjá lögregluumönnum og öflugri bifreiöir vanti. Hann seg- ir umferöardeild hafa minnkaö stórlega, vegaeftirlit hafi verib lagt lagt nibur, fíkniefndeild sé undir- mönnuö, aukavinnusvelt og tækja- laus og víkingasveitin æfingarlítil og tækjarýr. Þá fá yfirmenn sinn snúb eins og sést í tilvitnuninni ab ofan. í tilefni þessara skrifa hafbi Tíminn samband viö Böövar Braga- son yfirlögregluþjón í Reykjavík og innti hann um viöbrögö. „Þaö er tæpt á ýmsu þarna og mér sýnist þaö efni sem þarna er tiltekiö vera tilefni í margar greinar og marga fundi. Ég hef bara eitt um þetta að segja. Ef menn skrifa sem einstak- lingar hafa þeir aö sjálfsögöu rétt til aö láta sínar skoöanir í ljósi en þá þurfa þeir að rökstyðja þær þokka- lega. Ef menn hins vegar hafa eitt- hvað fram að færa sem lögreglu- menn, eiga þeir ab byrja á aö ræða þau mál innan löggæslunnar og ræöa þau fyrst við mig." Aðspuröur um einstök atriöi skrifanna segir Böðvar aö vandi þessarar greinar sé sá aö hún sé lítið annað en órökstuddar fullyrðingar. „Það vantar umræðugrundvöllinn, það er þaö sem er að í þessari grein. Sem einstaklingar geta menn sett fram rökstuddar skoðanir sínar um löggæslu og þá er ég reiðubúinn að ræða það. En sem löggæslumenn ræða menn fyrst vandamál löggæsl- unnar hér innan dyra við mig og aöra." -Myndiröu þá bregðast ööru- vísi við ef vibkomandi væri ekki lögreglumaöur í Reykjavík? „Það er alveg hugsanlegt. Ég hef rætt þetta í mínum hópi — það er ekki á hverjum degi sem svona birt- ist." -BÞ Ráöstefna Rauöa kross íslands um sjúkraflutninga: Vill annast framkvæmd þeirra og skipulag LANIER F A X T Æ KI Rauði kross íslands telur aö brýn þörf sé á bættu skipulagi sjúkraflutninga hér á landi. Rauði krossinn hefur átt í vib- ræbum vib stjórnvöld um ab taka ab sér allt skipulag og framkvæmd sjúkraflutninga. RKÍ vill ab settir verbi verbi stablar um gæbi þjónustunn- ar, eins og tíbkast í nágranna- löndunum. Bætt skipulag sjúkraflutninga veröur til umræðu á ráðstefnu sem Rauði kross íslands efnir til í tengslum viö aöalfund sinn og hefst á morgun. Garbar Guðjónsson, upplýs- ingafulltrúi Rauöa Kross ís- lands, segir aö í dag komi marg- ir aöilar aö sjúkraflutningum, bæöi aö framkvæmd þeirra og eftirliti með þeim. RKÍ vilji ein- falda þetta kerfi. „Við viljum gera samning við heilbrigöisyfirvöld um aö viö munum annast alla fram- kvæmd sjúkraflutninga í land- inu og tryggja gæöi þjónust- unnar í samræmi viö staöla eins og tíðkast í löndunum í kring- um okkur. í stöðlunum veröi m.a. kveðið á um viðbragðs- tíma, hvar bílar eigi að vera og um menntunarmál sjúkraflutn- ingsmanna. Við viljum eftir sem áöur greiða umtalsverða fjármuni til þessarar starfsemi." Um 95% sjúklinga eru í dag fluttir i bifreiðum í eigu deilda RKÍ. Þrátt fyrir það hefur félagið enga skilgreinda ábyrgð í lögum í þessu sambandi, að sögn Garð- ars. Á aðalfundi RKÍ sem haldinn var á síöasta ári var ákveðið að ganga til viðræðna við stjórn- völd um að RKÍ tæki alfariö að sér sjúkraflutninga í landinu. Garðar segir að þær viðræður séu enn í gangi en stjórnarskipti hafa m.a. orðið til að tefja gang þeirra. Ráðstefnan um sjúkráflutn- inga hefst á Scandic Hótel Loft- leiðum á morgun. Þar verður m.a. rætt um skipulag sjúkra- flutninga í þéttbýli og dreifbýli og þýska, evrópska og ameríska staðla um sjúkraflutninga. Með- al frummælenda verður dr. Eelco Dykstra en hann er kunn- ur sérfræbingur á þessu svibi í Evrópu. ■ Eitt mesta úrval landsins af faxtækjum sem svara þörfum þínum. Leiðandi í faxtækjum í yfir 10 ár. . ^spararþértíma. ^ senda bréf í gegmJ,.,!> * ^ ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 =

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.