Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 26. október 1995 1ÍÍWflM)$ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Trúnaðarbrestur milli tveggja þjóða Þung orð falla á þingi Verkamannasambandsins um það launamisrétti sem ríkir í landinu. Þar er sagt full- um fetum að tvær þjóðir búi í landinu: þeir bjargálna og vel það, og svo hinir, sem varla eða ekki tekst að vinna fyrir eigin framfærslu og sinna. Trúnaðarbrest- ur milli atvinnurekenda og ríkisvalds annars vegar og verkalýðsins hins vegar er algjör, ef marka má það sem forysta Alþýðusambandsins og Verkamanna- sambandsins halda fram í ræðum og samtölum. Láglaunafólkið lætur á sér skilja að fyrir það sé engu að tapa, þótt látið verði sverfa til stáls í sam- skiptum aðila vinnumarkaðar og heimtar aðgerðir til að ná fram betri lífskjörum. Verkalýðsfélög eru þegar farin að segja upp samn- ingum og stjórnir heildarsamtaka hvetja aðildarfé- lögin til að gera slíkt hið sama. Vinnuveitendur svara með því að hóta að kæra til Félagsdóms, sem raunar er ekki til, þar sem engir dómarar með umboð sitja þar eins og sakir standa. En vinnuveitendur telja að samningarnir frá því í febrúar eigi að standa, enda sé gildistími þeirra tvö ár. En verkalýðsfélögin rifta samningunum, þar sem þau telja að forsendur séu brostnar. Ástandið á vinnumarkaði er vægast sagt ótryggt. Allt síðan febrúarsamningar voru gerðir hefur hver stéttin af annarri fengið umtalsverðar kjarabætur framyfir það, sem samið var um í upphafi lotunnar. Þegar Kjaradómur síðan kvað upp sinn úrskurð um laun æðstu embættismanna og alþingismanna, er bersýnilegt að láglauna- og meðaltekjufólki er ofboð- ið. Forsætisráðherra og vinnuveitendur segja með nokkrum rétti, að samkvæmt samkomulaginu frá því í febrúar hafi ekki skapast neinar nýjar forsendur sem réttlæti uppsögn samninga löngu áður en samn- ingstímabili lýkur. En verkalýðsforystan heldur því fram, að ekki hafi verið staðið við fyrirheitin um að jafna bilið milli þeirra, sem lægst hafa launin, og hinna, sem meira bera úr býtumj fyrir vinnur sínar. Hér stefnir allt í ógöngur. Ef vinnuveitendur efna til kærumála og dómsuppkvaðninga, getur það virk- að eins og olía á eld. Ef stjórnvöld neita að horfast í augu við það misrétti, sem verkalýðurinn telur sig beittan, og skýla sér á bak við lagabókstafi um Kjara- dóm og úrskuröi hans, geta þau kallað yfir sig ástand sem kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verkalýðshreyfingin stendur aftur á móti frammi fyrir því að setja fram rökstuddar kröfur um kjara- bætur og að efna til aðgerða til að fylgja þeim eftir. Trúnaðarbresturinn milli þjóðanna tveggja er kominn á það stig, aö menn ættu að fara aö gæta að sér og efla ekki upp óvinafagnað með óheppilegum yfirlýsingum og treysta um of á kærur og dómstóla. Hvað sem hver segir, þá er frammistaða Kjaradóms ekki til þess fallin að beina viökvæmum deilumálum um kaup og kjör til slíkra samkundna. Líklegast best að reyna að leita samningaleiða eftir hinum siðrænu leiðum, sem farið er að brydda á í sambandi viö kjaramál. Menningin er ein 7íi6all'0""n"' lEtum SSÆ-5-stSS Jív.IíoS'W \ urinn \V Það hriktir í þessa dagana, þegar menningarvitar leikhúsanna skora á hólm hinn leyndardómsfulla list- ræna metnað og hver riddarinn á fætur öörum veltist um sviðið í stinnum fjörtökum við listagyðjur íslenskrar menningar. Átökin hafa borist víða, en allar markverðustu orrusturnar þetta haustið verið háðar um Borgarleik- húsið. Leikhúsgagnrýnendur hafa undrast að jafn stórt og' voldugt leikhús skuli láta sér lynda að bjóða upp á einfaldar uppsuður og rislitla söngleiki, sem hvorki ná aö hreyfa við huga leikhúsgestsins né skilja þar eitthvað eftir. Stjórnendur leikhússins svara fullum hálsi að fjárskortur standi öllu fyrir þrifum og ógerningur sé að færa upp almennileg leikrit vegna fjárskorts. Ekki hefur sú dramatúrgía þó veriö útskýrð að ráði sem gerir mönnum kleift aö taka góða leiklist út úr hraðbankan- um meö fjársterku debetkorti, en sá hraðbanki hefur lítið verið auglýst- ur miðað við aðrar tegundir banka- starfsemi. Leikhúsheimurinn í uppnámi Er nú svo komið í þessari átaka- sögu leikhúsmanna og listagyöj- unnar, að leikhússtjóri er búinn að segja upp störfum með sannkölluð- um prímadonnustíl og nýr hefur verið ráöinn. Sú ráöning hefur að vísu ekki enn gengið sína leiö á enda, því margir voru um hituna. Leikhúsfólk héðan og þaðan er búið að opna sig um ráðninguna, og sýn- ist sitt hverjum um það hver riddar- anna sé best til þess fallinn að glíma, svo íslenskri menningu gagnist sem best. I Tímanum í gær kom þannig fram að einn riddarinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, hyggst ekki sætta sig við að hafa verið gerð að hornkerl- ingu með því að framhjá henni var gengið og einhver drengur, Viðar Eggertsson, ráðinn í hennar staö. Þórhildur ætlar með málið fyrir Jafnréttisráð og fá bréf upp á aö Við- ar hafi verið ráðinn vegna karl- rembu. Allt ber þetta vott grósku í menn- ingarlífi landsmanna, og þaö er í raun stórkostlegt fyrir íslenskt leik- hús að svo ákafar og eldheitar deil- ur skuli fara fram, listagyðjunni til heiðurs. Væntanlega þurfa menri ekki að örvænta um menningararf- inn, þegar hans er svona gætt. GARRI Þó vakna ýmsar spurningar í þessu samhengi varðandi þaö hvort allt þetta tilstand sé nauðsynlegt. Er ekki hvort sem er verið að varðveita menningararfinn á öðrum stöðum með margfalt áhrifaríkari hætti en gert er í leikhúsinu. Ríkisútvarpið, ekki síst Sjónvarpið, hefur það lög- boðna hlutverk að varðveita menn- ingararfinn og hlúa að honum með því sem kallað hefur verið „mikil- vægt menningarhlutverk útvarps- ins". Hámenning og lág- menning í viðtali sem birtist í Tímanum í gær, því sama tölublaði og Þórhild- ur skorar karlrembur Borgarleik- hússins á hólm til þess að hún geti sjálf tekið að sér að bjarga listræn- um metnaði leikhússins, er einmitt viðtal við Sveinbjörn I. Baldvins- son, dagskrárstjóra innlendrar dag- skrár í Sjónvarpinu. Þar er hann spurður um listagyðjurnar og list- ræna metnaðinn og menningar- hlutverk RÚV í sinni dagskrá. En Sjónvarpið líkt og Borgarleikhúsið hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir flatneskju. Ólíkt leikrænum tilþrifum leik- húsfólksins bendir Sveinþjern ein- faldlega á að menningin sé ein, það sé engin hámenning og engin lág- menning, og þess vegna séu auglýs- ingaþættir eins og Happ í hendi Hemma Gunn og Þeytingur um landsbyggðina að sjálfsögu menn- ingarlegir þættir, sem og allir hinir þættimir með flaggskipið Dagsljós í fararbroddi. Auövitað er leikhús ekki það sama og sjónvarp. Hins vegar ættu leikhúströllin að geta lært ýmislegt af þeim hjá Sjónvarpinu um það hvernig eigi að skilgreina og meta þá menningarstarfsemi sem unnið er að. Menningin er ein og engin hástig eða lágstig til í henni. Sama hlýtur að gilda um leikhúsmenn- inguna og hinn listræna metnað. Þar eru engin hástig og engin lág- stig. Galdurinn liggur einfaldlega í því að ef menn á annað borö setja upp sýningar, þá eru þeir komnir með leikhúsmenningu. Garri Afreksíþróttin eina og sanna Skattgreiðendur á íslandi hafa einstæða unun af því að láta hafa sig að fíflum. Þeir borga og borga og borga allan fjandann sem að er rétt og þykir ekkert sjálfsagðara en aö standa undir ótrúlegum bákn- um og atvinnugreinum sem þjóð- lygin hamrar á aö séu til al- mannaheilla og eigi aö fjármagna og reka af opinberu fé. Eitt þessara bákna er íþrótta- hreyfingin. í kringum hana eru spunnar miklar þjóðsögur um þjóðhagslegt og uppeldislegt gildi og bla og bla, og blablabla. íþróttahreyfingunum stjórna kræfir fjáraflamenn sem spila á sveitarstjórnir og alvörupólitíkusa af mikilli list. Þeir eru svo vel þjálfaðir og liprir í íþrótt sinni aö enginn stenst þeim snúning í aö skara eld að sinni köku. Félagar í kirkjugör&um Gott dæmi um það er þegar íþróttahreyfingunni voru afhentir tveir þriöju af skatttekjum sem stjórnvöld annarra þjó&a sleppa aldrei úr höndum sér. Þaö er lottó- iö sæla sem víöa um lönd er drjúg tekjulind ríkisjóöa. En skattmenn íslands gefa þetta úr höndum sér vegna þess aö þeir vita aö þegnar þeirra eru fábjánar sem hægt er aö bjóöa hvaö sem er. En þótt fjárplógsmönnum íþróttanna gangi vel aö snúa á pólitíkusa hittir skrattinn ömmu sína fyrir þegar þeir setja upp skot- skóna til að sparka hver í annann. Um árabil hafa íþróttafélög og sambönd logiö af hjartans lyst um félagafjöld. Skrábir eru keppnis- menn sem eru löngu dauöir eöa hafa aldrei verið til og eru íþrótta- menn á skrám þriöjungi og helm- ingi fleiri en þeir sem sannanlega iöka keppni í spörkum og áflog- um. Þessi tegund íþróttalygi er til þess gerö aö fá sem hæstar úthlut- Á víbavangi anir af lottópeningum. Sam- kvæmt þeim útreikningum mun láta nærri aö hver einasti vinnu- fær íslendingur æfi keppnisíþrótt- ir af kappi. Svona plötubu félögin og samböndin hvert annaö tií að krækja í sem mest af einkaskatt- peningum sínum. En þegar heilu kirkjugaröarnir og afreksmenn úr álfheimum voru komnir á félagaskrá lottó- íþróttafélaga var tími til kominn ab fara að hreinsa til í boltaleikja- félögunum. Þaö voru lottógæjamir sem stóöu fyrir hreinsununum því þaö opinbera vogar sér aldrei aö skipta sér hiö minnsta af fjárreiöum íþróttanna, nema meö því einu ab moka í þær fjármunum. Skrýtnar atkvæ&avei&ar Ríki og sveitarfélög þurfa náttúr- lega ekkert að vita um fjölda íþótta- manna. Þau bara borga eftir upp- gefnum tölum og stjórnmálafólkið telur atkvæbin eftir fölsuðum fé- lagaskrám og bugtar sig og beygir og reiðir fram framlögin upp úr vö- sum skattborgarana. Frægð íslenskra afreksmanna er ótvíræb og fara þeir sigurgöngur vítt og breitt um heiminn eins og Ríkisfréttir og aðrir fjölmiðlar eru fullir upp með dögum oftar. Leik- menn og þjálfarar ganga kaupum og sölum og digrir sveitarsjóðir starida galopnir þegar vel ber í veiði í svona kaupskap. En afrek þeirra sem skaffa pen- ingana til að reka móverkið og halda uppi háu atvinnustigi á íþróttamarkaði eru aldrei lofub sem skyldi. Þeir sýna ótvíræða leikni og snilldartakta þegar þeir leika á þjóð- arsálina og fylla hana af hégiljum um aö hún eigi á einn eða annan hátt að borga brúsann. í útlöndum eru keppnislið hluta- félög og lottó ríkisrekin. En upplýsingar um það berast aldrei hingað til lands. Sem líka er eins gott, því þá gætu fariö að renna tvær grímur á kjósendur þeirra stjórnmálamanna sem eygja von í því ab fá ótalmörg atkvæði upp úr kirkjugörðum og álfheimum. Sem sagt úr félagaskrám íþróttahreyfing- arinnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.