Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. október 1995 WltmMU 5 Sigurður Lárusson: Hringvegur nr. 1 og 2 Fyrir allmörgum árum var sam-. þykkt á Alþingi aö leggja bund- ið slitlag á hringveginn kring- um landið, þaö er aö segja þann veg í byggö sem stysti ökufær bílvegur væri. Unnið hefur veriö aö því jafnt og þétt aö hrinda þessu í fram- kvæmd. Árangurinn er orðinn mjög mikill og nú er svo komið aö búið er að leggja bundiö slitlag á mikinn meirihluta af vegi nr. 1. Enn er þó eftir alllangur kafli af hringveginum. Er það tilviljun að vegur nr. 1 frá vegamótum Suðurfjarðavegar við Eydali í Breiðdal allt norður í Mý- vatnssveit er ennþá að langmestu leyti malarvegur? Þó eru um 30 km af veginum beggja megin Egils- staðabæjar með bundnu slitlagi. Þá eru eftir nálægt 220 km af þessari leið ekki ennþá með bundnu slit- lagi. Alls mun vegur nr. 1, hring- vegurinn, vera um 1400 km, en hvergi nema á Austur- og Norðaust- urlandi mun vera meira en 20 til 25 km af hringveginum ennþá malar- vegir og á nokkrum stöðum 10 km eða minna. Er þetta tilviljun? Nei, alls ekki. Þeir, sem ráðið hafa hvar bundið slitlag er lagt á vegina, bera ábyrgðina á þessu. Er það ekki furöulegt að ráðamenn í öðrum kjördæmum en Austurlandskjör- dæmi skuli allir hafa lagt kapp á ab fá bundið slitlag á hringveginn sem allra fyrst? Nei, hitt er furðulegra að þingmenn Austurlandskjördæmis og umdæmisverkfræðingurinn á Austurlandi hafa sameiginlega ráð- ið þessu. Þegar Halldór Blöndal varð sam- gönguráðherra vorið 1991, lýsti hann því fljótlega yfir að nú yrði það gert að forgangsverkefni í vega- málum að ljúka sem allra fyrst við að leggja bundið slitlag á áður um- ræddan vegarkafla og skyldi því verða lokið á næstu 5 til 6 árum, ef ég man rétt. Þessi yfirlýsing ráð- herrans þótti mörgum hér eystra meira en tímabær. Halldór er enn samgöngumálarábherra, en bundna slitlagið hefur lítið lengst hér eystra þrátt fyrir þab. En viti menn, þegar hann opnaði formlega brú á Breiðdalsá, lýsti hann því yfir svona um leið að veg- ur nr. 96, Suðurfjarðavegur, skyldi í framtíðinni verða hringvegurinn, þó að hann lengi hringveginn um 50 km eða þar um bil, og því skyldi lokiö fyrir aldamót. Hvort meira mark er takandi á þessum ummæl- um ráðherrans en 1991, skal ósagt látið, en vissulega fellur þetta vel að stefnu umdæmisstjórans og þing- manna Austurlands. Með þessu er þó tekin upp alveg ný stefna í vega- málum. Það er með öðrum orðum búið að taka upp hringveg nr. 2. Ég tel víst að fleiri, sem svipað VETTVANGUR „Þetta sýnirglöggt hvers- konar vitleysa það er að breyta legu hringvegarins, eins og virðist eiga að gera hér á Austurlandi. Vonandi sjá allir skynsamir menn hve mikil fjarstœða þetta er, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um þessa frá- leitu vitleysu." hagar til um og í þessu tilfelli, muni ganga á lagib. En eitt vil ég sérstak- lega benda á í sambandi viö að beina aðalumferðinni um fjarða- leiðina. Á þessum kafla eru tvær skriður, sem báðar geta verið hættu- legar varðandi grjóthrun og einnig snjóflóðahættu. Þá eru margar blindbeygjur og hengiflug niður í sjó. Svo er annað, sem valdiö getur mikilli slysahættu, en það er að veg- urinn liggur í gegnum endilöng þorpin bæði á Stöðvarfirði og Fá- skrúðsfirði. Vonandi er að þessi ráð- stöfun verði ekki til að fjölga slys- um hér á Austurlandi. Ég þykist þess fullviss að þrátt fyr- ir að fjarðaleiðinni verði gefið nafn- ið hringvegur, þá muni verulegur hluti fara um Breiðdalinn og Skrið- dalinn til Egilsstaða, vegna þess að Sú var tíð, þegar Sovétríkin voru á dögum, að beöið var með eftirvænt- ingu eftir tíðindum af nýjum hljóð- færaleikurum þar eystra, einkum pí- anóleikurum og fiðlurum. Héraðs- brestir urðu þegar Gilels og Richter fóru í tónleikaferðir um Vesturlönd, Rostrópóvitsj, Oistrakh eða Kramer — Rostrópóvitsj byrjabi reyndar sinn frægðarferil vestan járntjalds með tónleikum í Reykjavík og á ísa- firði, ef ég hefi skilið þetta rétt. En nú hafa landamæri breyst og upp- spretta snillinganna er Austurlönd fjær, Japan, Kórea og nú síðast Kína. Bestu tónlistarnemar vest- rænna háskóla eru frá þessum lönd- um — þeir hafa hæfileikana vegna þess hve úr miklum fjölda er að moba (þab eru 1000 sinnum meiri líkur til að snillingur fæðist í Banda- ríkjunum á tilteknu svibi en á ís- landi, og 5 sinnum meiri líkur til að slíkur snillingur fæbist í Kína en í Bandaríkjunum), og að auki agann, sem mörgum þykir mjög á skorta í þjóðfélögum þar sem „að láta sér það er miklu styttri og hættuminni leið. Og ég trúi því ekki að Vega- gerðinni haldist það uppi til lengd- ar, að byggja veginn frá Eydölum að Stóra-Sandfelli í Skribdal ekki vel upp og leggja bundib slitlag á hann. Svo hlýtur líka að koma að því fyrr en seinna að fleiri byggðarlög vilji líka fá hringveg 2, eins og ég kýs að nefna hann, í gegnum þétt- býliskjarnana hjá sér, ef það er ein< æskilegt og af er látið. Mér dettur i hug að Þingeyingar vildu gjarnan fá veg nr. 2 um Húsavík, Skagfirðingar veg nr. 2 út Blönduhlíö um Sauðár- krók, Húnvetningar um Hvamms- tanga, og jafnvel Vopnfirðingar um Hellisheiði og þaðan um Vopna- fjörð og þaðan um alla helstu þétt- býlisstaði í Norður-Þingeyjarsýslu. Hvar mundi þessi hringavitleysa enda? Þetta sýnir glöggt hverskonar vit- leysa það er að breyta legu hring- vegarins, eins og virðist eiga að gera hér á Austurlandi. Vonandi sjá allir skynsamir menn hve mikil fjar- stæða þetta er, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um þessa fráleitu vitleysu. Ráðstöfun Vegagerðar ríkisins á vegafé hér á Austurlandi er í ýmsum tilfellum illskiljanleg og skal ég nefna örfá dæmi því til skýringar. 1. Örfáum árum áður en nýja brúin var byggð á Jökulsá á Dal, var lagt bundib slitlag beggja megin við gömlu brúna á að giska 3 km, þrátt TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ekki leiðast" (eða skemmta sér til ólífis) er aðalkjörorðið. Á „grænum tónleikum" Sinfón- íuhljómsveitarinnar 19. október kom fram einn slíkur snillingur, 15 ára fiðlarinn Li Chuan Yun, sem lék fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr eftir Nicc- olo Paganini (1782-1840). Paganini var sem kunnugt er frægasti fiölu- snillingur sögunnar, svo göldróttur á hljóðfærið að orð lék á ab hann hefði selt sál sína skrattanum. Og þessi konsert gefur einmitt tilefni til aö sýna slíkan galdur, þar sem fiðl- an fer meb aðalhlutverkið yfir ein- földu undirspili hljómsveitarinnar. Drengurinn fór ævintýralega létt með ótrúlegar spilaþrautir einleik- arans — langa tvígripskafla, yfir- tónaspil, stökk og hlaup — en þó með þeim hætti, að hann var jafn- an að flytja tónlist, ekki sýna töfra- fyrir að búib var að ákveba að byggja nýju brúna 2-3 km ofar. 2. 1994 var byggð brú á Breið- dalsána neðan við bæinn Ós. Nokkrum árum áður var brúarstæð- ið endanlega ákveðib, en töluverð- ur ágreiningur var í Breiðdalshreppi um hvar hagkvæmasta brúarstæðið væri. Sumir töldu ab hagkvæmara væri að byggja brúna þremur til fjórum km innar, eða skammt utan vib bæinn Lágafell. Við það styttist hringvegurinn 6-7 km meira en ef brúin yrði byggð þar sem hún er; auk þess væri miklu ódýrara ab byggja hana þar. Ég kynnti mér þetta hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík eftir ab ákveðið hafði verið að byggja brúna hjá Ósi. Takuo Yuasa. brögð. Enda er hér um mikilhæfan tónlistarmann að ræða, eins og sést best af því, ab flutningur hans á fiðlukonsert Brahms fyrr á þessu ári var talinn hinn glæsilegasti sem heyrst hafi í tónleikasölum Kína. Eftir langvinn fagnaðarlæti áheyr- enda spilaði hann svo langt auka- lag, sem kunnugir segja að verið hafi eftir Ysaye. Stjórnandi á tónleikunum var annar Austurlandamaður, Takuo Yuasa, sem fæddur er og uppalinn í Japan, en hlaut háskólamenntun sína og frama í Bandaríkjunum. Yu- asa stjórnaði af mikilli íþrótt og „fékk allt út úr hljómsveitinni sem hún á til", ef svo má að orbi kom- ast. Tónleikarnir hófust meb for- leiknum ab Seldu brúðinni eftir Þá sagði yfirverkfræðingur Vega- gerðarinnar að áætlaður kostnaður við að byggja brúna hjá Ósi væri um 100 miljónir, en áætlaður kostnaður við byggingu brúar utan við Lágafell væri um 70 miljónir, hvort tveggja miðað við byggingu vegar að og frá brúnni meö bundnu slitlagi. Endanlegt verð á þessum fram- kvæmdum hjá Ósi reyndist 162 mi- ljónir. Þarna var því um verulega fjárhæð að ræða, sem mér fannst að vel hefði mátt verja til að byggja upp og leggja bundib slitlag á veg- inn inn Breibdalinn. Því má skjóta hér inn í, að í fyrra- vor aflaði ég mér svo upplýsinga hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík um hvað kostaði ab byggja upp og leggja bundið slitlag á veginn frá Eydölum um Breibdalsheiði að Stóra-Sandfelli. Svarið var að það kostabi um 500 miljónir. 3. Á sama tíma og stanslausar kröfur koma frá þingmönnum Austurlands um að gera sem allra fyrst jarðgöng frá Norðfirði til Mjóafjarðar og frá Seyðisfirbi til Mjóafjarðar og þaban til Héraðs, er varið stórfé til þess að leggja bundið slitlag á þessa fjallvegi, en margum- töluðum vegi um Breiðdalsheiði er ekkert sinnt. Ég læt þessi dæmi nægja um meöferð vegafjár á Austurlandi ab þessu sinni. Höfundur er fyrrum bóndi. Li Chuan Yun. Smetana (1824-84) í svo hröbu tempói ab einna helst líktist Flugi hunangsflugunnar eftir Rimskíj- Korsakoff. En hljómsveitin fór létt með þetta, og útkoman var mjög frísklegur og fallega spilaður forleik- ur. Síðust á efnisskrá var svo 7. sin- fónía Dvoráks (1841-1904) í d- moll, sem tónleikaskrá segir vera hans bestu sinfóníu, enda þótt sú níunda, „Frá nýja heiminum", sé þekktust og vinsælust. Eins og fyrr tók stjórnandinn si.nfóníuna frísk- legum og litríkum tökum, og var öllum vel fagnað í lokin. Húsfyllir var í Háskólabíói á þessum tónleik- um, enda byggjast fernir tónleikar „grænu tónleikaraðarinnar" á vin- sælli og aögengilegri tónlist. ■ Fiðlusnillingur Matarhefbir Þegar ég ferbast um ókunn lönd finnst mér gaman að bragða á mat sem dæmigerður er fyrir landsvæð- ið sem ég fer um hverju sinni. Þá ósk fæ ég uppfyllta á flestum veitingastöðum og oft hef ég fengið „skemmtilegan" mat, þótt stundum hafi mér ekki fallið bragðib. Fyrir nokkrum misserum var ég á ferð í Toscana á Ítalíu og bar upp hina venjubundnu ósk mína á veit- ingastað. Áður en varði var mér borin vel krydduð, rjúkandi tómatsúpa sem soðin hafbi verið með gömlu brauði. Þessi réttur var virkilega bragðgóður og ekki spillti það ánægjunni þegar þjónninn upplýsti að þetta væri dæmigert fátækrafæbi fyrri alda. Mér komu í huga sögur og sagnir af matarvenjum fyrri tíma og meöal annars af því að frændur okkar írar hafa beinlínis bjargað sér frá því að verða hungurmorða með því að rækta og borða kartöflur. Þar sem ég sat yfir tómatsúpunni og hugsaði um íra og kartöflur fór ekki hjá því að hugurinn reikabi heim. „Hvaba matarvenjur eigum vib íslendingar?" hugsabi ég. Eins og við var að búast komst ég þegar að þeirri niburstöðu að matar- hefðir okkar íslendinga væru miklu merkilegri en flestra annarra. og ferbamenn Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Með þessum orðum er mér full al- vara, lesandi góbur. Það er nefnilega stabreynd ab hvorki kartöflur né tómatar voru til í Evrópu fyrr en á 16. öld, svo mat- arhefðir þeim tengdar geta ekki ver- ið eldri. Gamlar íslenskar matarhefðir eru hins vegar jafn gamlar landnáminu og reyndar miklu eldri. Reyktur, sviðinn, þurrkaður, súrs- aður, kæstur og saltaður matur er að sjálfsögbu víða til, en varla finnst nokkurs staðar jafn mikib úrval og hér á landi „ómengab" eða óbland- að af framandi síðari tíma efnum. Ég veit að margir ferbamenn hugsa eins og ég lýsti hér í upphafi og maður lætur sig bara hafa það ef bragðið reynist vont. íslenskur matur ætti ab verða oitt af þeim sérkennum sem ferðamála- frömuðir bentu á, þegar tekið er á móti erlendum gestum. Þetta ætti ekki síst við Norðurlandabúa sem fengju matseðil forfebra sinna, því auðvitab er þetta líka þeirra matur. Það er alltaf verið að finna upp á einhverju sem bjóba megi ferða- mönnum upp á allan ársins hring og því ekki þetta? Hver segir ab ís- lendingar hafi aldrei borðað dæmi- gerðan íslenskan mat nema á þorra? Svona matseðill á að bjóðast ein- hvers staðar á öllum árstímum, á vorin má bæta á hann kríueggjum, bjóða má fjallagrasamjólk, berja- skyr og fleira og fleira. Svo þarf bara að gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn og skýra í ritubu máli á erlendum tungum hvað hér er á ferðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.