Tíminn - 26.10.1995, Síða 6

Tíminn - 26.10.1995, Síða 6
6 'TjJ'y afLW-tr AirAtr fimmtudagur26. október 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Kláus og móöursystir hans Grýla á blaöamannafundi fyrir skömmu. FnÉTTnninn in SELFOSSI Jólasveinaland í Hveragerbi fyrir jóiin og Sánkti Kláus fluttur í bæinn: Umfangsmesta markabssetning á íslandi til þessa Hverageröi er oröinn jólabær heimsbyggöarinnar. Sánkti Kláus, hinn alþjóölegi jóla- sveinn, hélt blaðamannafund í Hveragerði síðastliðinn þriðju- dag oog tilkynnti Einari Mat- hiesen bæjarstjóra ákvörðun sína um að flytja til bæjarins. Hann mun taka upp náib sam- starf við frændsveina sína á ís- landi og móðursystur sína, sjálfa Grýlu, sem var honum til aðstoðar á blaðamannafundin- um. Stefnt er að því að setja upp jólahátíð í Hverageröi, sem verði í senn alþjóðleg og þjóð- leg, og þegar hafa verið mynd- uð tengsl vib erlendan markað. Stofnað hefur verið fyrirtækið Jólaland ehf. til að sjá um markaðssetninguna, en meðal hluthafa í því eru Samvinnu- ferðir-Landsýn, Ölfusborgir, Hveragerðisbær, Eden, Heilsu- stofnun NLFÍ, Hótel Örk, Kjörís, Græna smiðjan og um 40 aðrir aðilar í Hverageröi, bæði stórir og smáir. Helgi Pétursson hjá Sam- vinnuferbum-Landsýn, sem er stjórnarmaður í Jólalandi, kynnti fyrirtækið meb Sánkti Kláusi og segir að markaðssetn- ing sem þessi taki nokkur ár. Hann segir að lögð verði áhersla á íslenska jólasiði og aö safna hátíðahöldum í tilefni jólanna saman á einn stað, Hveragerði, í nokkrar vikur fyrir jól og fram yfir áramót ár hvert. Stóra Tí- volíhúsið verbur aðalbækistöð sveinka og alls sem honum fylgir og verður það skreytt hátt og lágt í tilefni þess. Þar verða settir upp söngleikir af leikfélag- inu í bænum, og ýmiss konar glens og grín, ásamt tilboðum á sérstökum mörkuðum og í fyrir- tækjum í bænum. Helgi segir að 25-30 þúsund manns komi ár hvert frá London til Finnlands í jólasveinaferðir og telur að nægur markaður sé fyrir slíkt framtak. Markaðssetningin í tengslum við jólalandiö ísland og jólabæinn Hverageröi verður stærsta markaðssetning á ís- landi, sem ráðist hefur verið í til þessa. Lestrarkönnun í F.Su. sýnir að lestrarkunnáttu hrakar og undirbúningur grunnskól- anna virðist ófullnægjandi: Helmingur ný- nema er illa læs Helmingur nemenda í grunn- áföngum íslensku í Fjölbrauta- skóla Suburlands stóbst ekki lestrarpróf sem lagt var fyrir þá nýlega. Prófið var tvíþætt, ann- ars vegar er mældur leshraði og hins vegar lesskilningur. Sigurð- ur Sigursveinsson skólameistari segir að niðurstööurnar komi nokkub á óvart og reynt verði að bregðast við þeim. Samanburður við sömu lestr- arkönnun, sem lögð var fyrir nemendur árib 1993, sýnir að þeim nemendum fjölgar sem eiga í erfibleikum meb lestur. Árið 1993 náðu 56,5% nem- enda umræddu prófi, en í ár eru það rétt um 50%. Þá eiga 18% nemenda í erfiðleikum með les- hraöa og lesskilning í könnun- inni nú, en voru 8% 1993. 32% eiga í erfiðleikum meö annað hvort atriðið, í samanburði við 35,5% fyrir tveimur árum. Meðaleinkunnin í íslensku á samræmdu prófi á Suðurlandi var 4,9. Af því leiðir að færri nemendur stunda nú nám í hraðferðaráfanga í íslensku en oft áður. Athygli vekur að af þeim sem eru í hraðferð eru ekki nema rétt ríflega 51% sem virðast hafa vald á lesskilningi og leshraða, í samanburði við 77,8% árið 1993. Eystra-j hórnl HÖFN í HORNAFIRÐI Milliuppgjör KASK: Hagnaöurupp á 13,6 milljónir Nú liggur fyrir endurskoðað uppgjör fyrir rekstur KASK fyrstu átta mánuði ársins. Hagnaöur af rekstrinum á tímabilinu var 13,6 milljónir króna, í stab taps upp á 3,4 milljónir fyrstu níu mánubi árs- ins 1994. Að sögn Pálma Guðmunds- sonar kaupfélagsstjóra felst þessi breytta staða meöal ann- ars í því að náðst hefur að lækka fjármagnskostnað og bæta lausafjárstöbu félagsins. Nettóskuldir hafa lækkað á tímabilinu um 44 milljónir króna og veltufjárhlutfallið er komib í 1,4 milljónir. Eiginfjár- hlutfall er 42%. BOROriRDINQUR BORGARNESI Samvinnuháskólinn á Bifröst: Svæbismibstöbin komin! Svæðismiðstöb fyrir Internet- ið á Vesturlandi var tengd fyrir skömmu á Samvinnuháskólan- um á Bifröst að viðstöddum nokkrum gestum, þ.á m. stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, sem hefur hjálpað til að fjármagna hana. Svæbismiöstöðin mun þjóna þeim notendum, sem hafa þjónustu af ísmennt. Við þessa breytingu mun símakostnaður lækka verulega, því nú verður samtalið á innansvæðisgjaldi. Nýir notendur munu tengjast mibstöðinni strax, en þeir not- endur á Vesturlandi, sem áður notuðu þjónustu ísmennt í gegnum Akureyri eða Reykja- vík, verða fluttir nk. mánudag. Símanúmerið til að tengjast miðstöðinni er 435-0140. Hagnabur í rekstri fyrirtækja 1993-4 Samkvæmt mebfylgjandi út- tekt Þjóbhagsstofnunar hefur bókfærður hagnaöur fyrirtækja í landinu sem hlutfall af tekjum hækkað úr 0,8% 1993 í 4% árið 1994. Þjóðhagsstofnun hefur nú unnið úr ársreikningum 973 fyrirtækja úr flestum atvinnu- greinum fyrir áriö 1994. Úr- vinnslan nær þó ekki til land- búnaðar eða orkubúskapar. Helstu niðurstöður eru þær að bókfærður hagnaður af reglu- legri starfsemi sem hlutfall af tekjum hefur hækkað úr 0,8% árið 1993 í 4% árið 1994 eða um 3,2 prósentustig. Hér er átt vib hagnað fyrir greiöslu tekju- og eignaskatta og ekki er tekið tillit til óreglulegra gjalda og tekna, án banka og sparisjóða er hlutfallið 0,8% 1993, en fer í 3,8% 1994 og hækkar um 3 prósentustig. Eiginfjárhlutfall fyrirtækj- anna í heild fer úr 17,7% í 19,7%, en án banka og spari- sjóba úr 28,8% í 31,6%. Samkvæmt þessu hefur heild- arafkoma fyrirtækjanna batnað verulega milli áranna. Nemendur í Fjölbrautaskóla Suburlands vib störfsín. Tekib skal fram ab þessir nemendur tengjast ekki efni greinarinnar sérstaklega. júlíana Rún Indribadóttir og Armann Helgason. TónVakinn veitt- ur í fjórða sinn TónVakinn, Tónlistarverð- laun Ríkisútvarpsins, verða veitt í fjórða sinn í ár. Þau hljóta að þessu sinni tveir ungir tónlistarmenn, Ármann Helgason klarinettleikari og Júlíana Rún Indriöadóttir pí- anóleikari. Þau koma fram á hátíöartónleikum TónVakans með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Háskólabíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Heimir Steinsson útvarpsstjóri af- hendir verðlaunin. Júlíana Rún Indriðadóttir lauk píanókennaraprófi 1988 og einleikaraprófi 1989. Hún stundaði framhaldsnám í pí- anóleik hjá prófessor Georg Sa- va í Berlín, og sótti tíma í söng og kórstjórn hjá Peter Iljunas Knack. Júlíana hefur leikið og stjórnað íslenskri tónlist í Berl- ín, m.a. flutt flest píanóverka Jóns Leifs á tónleikum þar. Ármann Helgason lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 1988. Hann stundaði nám í Manc- hester undir leiðsögn Alans Hacker og Pauls Dintinger, og síðar hjá John McCaw í Lund- únum og Philippe Cuper í Par- ís. Ármann hefur komið víða fram sem einleikari og er félagi í Camerarctica-hópnum. Á þessum tónleikum veröur einnig flutt verðlaunaverkið frá tónskáldaþinginu í París í ár, sem er Ei-Sho eftir japanska tónskáldið Michio Kitazume, og verður þab frumflutningur þess utan japans. Tónskáldib kemur til íslands af þessu til- efni og verbur viðstatt tónleik- ana. Ola Rudner stjórnar hljómsveitinni. íslenska óperan: Madame Butterfiy Ein vinsælasta ópera allra tíma, Madame Butterfly eftir Puccini, verður frumsýnd í ís- lensku óperunni 10. nóvem- ber nk. Sýningar verða nokk- uð færri en venja er, þar sem einn söngvaranna er upptek- inn við sýningar í Evrópu. Æfingar standa nú yfir, en óperan fjallar um ástir og harm japanskrar geishu sem heitir Cio-Cio San. Það er hinn sjálf- umglaði og lausláti ameríski sjóliðsforingi, B.F. Pinkerton, sem gefur henni nafnið Ma- dame Butterfly. Pinkerton gift- ist Cio-Cio og bjó meb henni í nokkra mánuði, sér til gamans, áður en hann sneri aftur til Ameríku óafvitandi þess að Butterfly gekk meb barn þeirra. Butterfly er honum trú og bíð- ur þess að hann snúi aftur. Þeg- ar hann kemur loks aftur, með ameríska eiginkonu sér við hliö, er það í þeim tilgangi ein- um að sækja son sinn. Þegar Butterfly gerir sér grein fyrir að- stöðu sinni, ákveður hún ab deyja með sæmd. Þaö eru Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Bergþór Pálsson, Rannveig Fríða Bragadóttir og Sigurður Björnsson sem fara með helstu hlutverk. LÓA Sláturhús Kaupfélags Skagfiröinga: Sauðfjárslátrun lokið Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki: Sauðfjárslátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga, sem hófst 13. september, lauk fimmtudaginn 19. október. Slátrað var 28.205 dilkum og 312 fullorðnu fé. Til Húsavíkur fóru 1.200 dilkar, sem slátrað var þar til útflutnings; alls 29.405 dilkar og 312 fullorðið fé. Meðalfallþungi dilka var 15,5 kg, en 1994 var meðalþunginn 15,7 kg. / Nú tekur við stórgripaslátrun. Hrossaslátrun á Japansmarkað er hafin og svo folalda- og hrossaslátrun á innanlands- markað og nautgripaslátrun, sem er nú raunar af og til allt árið. Hjá Slátursamlagi Skagfirð- inga var slátrað um 6000 fjár. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.