Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 26. október 1995 gifaltHtt UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Spœnska þingiö fellir fjárlagafrumvarp í mótmœlaskyni viö Gonzales: Jafngildir van- traustsyfirlýsingu Madrid — Reuter Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar, varð í gær fyrir áfalli, sem telja má þaö versta sem hann hefur orðið fyrir á 13 ára valdaferli sínum, þegar spænska þingið felldi fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar fyrir ár- ið 1996 vegna ásakana um að Gonzales hafi vitað um „óhreina stríðiö" gegn skærulið- um ETA. Niðurstaða þingsins er talin jafngilda vantraustsyfirlýsingu, en þótt stjórnarandstaðan vilji að þingið verði leyst upp þegar í staö er Gonzales harður á því að ekki sé hægt ab boða til kosn- inga fyrr en ab loknum þeim tíma sem Spánn fer með forsæti í Evrópusambandinu, en því tímabili lýkur í desember nk. „Þab er alltaf sárast í fyrsta sinn," sagði Gonzales eftir að ljóst var að þingið hefði fellt fjárlagafrumvarpiö. „En hvað um það, maður verður að kunna að taka sigri og maður verður líka að kunna að tapa." Felipe Gonzales stendur sífellt verr ab vígi. Reuter Hann sagði engu að síður að hann myndi halda fast við þá áætlun sína að almennar kosn- ingar verði í landinu í mars á næsta ári. Ríkisstjórnin ætlar að leysa fjárhagsmálin til bráða- birgða með því að miða áfram við fjárlög þessa árs. Gonzales sagðist einnig þess fullviss að þessi staða kæmi ekki í veg fyrir að markmiö stjórn- arinnar um að draga úr fjárlaga- hallanum náist. Gonzales hefur verið undir sí- auknum þrýst- ingi frá andstæð- ingum sínum vegna grun- semda um að hann hafi vitað af og jafnvel heimilað ólög- legar aðgerðir gegn baskneskum aðskilnabar- sinnum á síðasta áratug, en meöal annars var þá gripið til sprengjuárása, mannrána og moröa til þess aö vinna bug á skæruliöum Baska. Ástralskt dagblaö Ijóstrar upp um skýrslu frá frönsku ríkisstjórninni: Kjamorkutilraunimar valda alvarlegum skaða Sydney — Reuter í ástralska dagblaðinu The Sydney Morning Herald var í gær skýrt frá því ab blaðið hefði undir höndum skýrslu frá ríkis- stjórn Frakklands, sem unnin var af frönskum vísindamönn- um í umboði franska hersins, þar sem segir að tilraunaspreng- ingar Frakka við kóraleyjarnar Mururoa og Fangataufa í Suður- Kyrrahafinu hafi valdið alvar- legum sprungum neðansjávar viö kóraleyjurnar auk þess sem dauðir fiskar hafi fundist hræði- lega útleiknir í kjölfar spreng- inganna. í skýrslunni segir enn- fremur að neðanjarðarspreng- ingarnar í Kyrrahafinu hafi valdiö meira tjóni en þær til- raunasprengingar sem ábur voru gerðar ofanjarðar. Skýrslan ber yfirskriftina: „Kóraleyjarnar Mururoa og Fangataufa: lifandi umhverfi og þróun þess", en blaðið skýrir ekki frá því hvernig það kom höndum yfir skýrsluna. i henni segir m.a.: „Neðanjarðartilraun- irnar hafa valdið alvarlegri skemmdum á undirlögum (kór- aleyjunnar) en tilraunir ofan- jarðar gerðu." Einnig fylgdi skýrslunni mynd af grjótmuln- ingi við lón kóraleyju þar sem gerðar höfðu verið tilraunir, en þess var ekki getið í blaðinu frá hvaða eyju myndin var. í skýrslunni segir að lífkerfi, sem ofanjarbartilraunir hafa valdið skemmdum á, væru nú óðum ab ná sér aftur á strik, en í mörgum dýrategundum væri óeðlilega hátt hlutfall af ung- vibi. Búsvæði hefðu minnkað og endurteknar tilraunaspreng- ingar kæmu í veg fyrir að þau stækkuðu aftur. Einnig voru ítarlegar lýsingar í skýrslunni á örlögum þeirra sjávardýra sem eru innan tveggja km. frá sprengistaön- um, en samkvæmt því drepst óþekktur fjöldi fiska vegna sprengingarinnar á þann hátt að innri líffæri þrýstast út um munn og endaþarm, auk þess sem augun þrýstast út'. Sum líf- færin eru óþekkjanleg. í skýrsl- unni segir einnig að einungis lítið brot af dauðu fiskunum finnist nokkurn tíma því stór hluti þeirra sekkur til botns þar sem önnur sjávardýr éta þá. ■ Ingvar Carlsson viörar umdeildar hugmyndir til lausnar fjárhagsvanda SÞ: Vill skatt á gjald- eyrisvi&skipti Sameinubu þjóbunum — Reuter í ræðu sinni á afmælishátíð Sameinuðu þjóðanna á mib- vikudaginn gagnrýndi Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, harðlega þau ríki sem skulda SÞ miklar fjárhæðir. „Þau vilja sífellt meira frá sameigin- legum stofnunum okkar. Samt eru þessi lönd ófáanleg til þess ab greiöa aðildargjöld sín. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt," sagði hann. Hann sagði síðan að SÞ, sem eiga meira en 3 milljarða dala í útistandandi skuldum hjá ab- ildarríkjum sínum, verbi að koma sér upp nothæfu kerfi til að fjármagna starfsemi sína og draga þannig úr ósjálfstæði samtakanna gagnvart einu að- ildarríkjanna, sem greiðir háar fjárhæðir til SÞ. Hér á Carlsson við Bandaríkin, en þau skulda SÞ um 1,25 milljarða dala. „Hinsvegat gæti verið að þetta sé ekki nóg," bætti hann við. „Ég tel að tími sé kominn til þess að ræða í fullri alvöru aðrar aöferðir til aö afla nauðsynlegs fjármagns handa Sameinuðu þjóðunum. Við þurfum að skoða möguleikann á því að búa til alþjóðlegan skatt á gjaldeyris- viðskipti. Við þurfum ab athuga möguleikann á því að leggja ný gjöld á notkun sameiginlegra auölinda jarðarinnar, svo sem siglingaleibir skipa og úthafs- veiðisvæði, eða sérstakan skatt á flugfarseðla," sagði Carlsson. Litlar sem engar líkur eru tald- ar á að þessar hugmyndir Carls- sons nái fram að ganga. En hann sagði aö það væri skömm að því að svo mörg aðildarríki greiði ekki skuldir sínar. „Sam- einuöu þjóðirnar geta ekki veriö meira en þab sem aöildarríkin gera þeim kleift að vera," sagði hann. Veittur er 10% afsl. gegn afhendingu þessarar auglýsingar Erum flutt af Haustvörurnar inn Mörkirn 9 '<> '’iiðina á Teppalandí). slml 58S 5518. ;musr;~ó . Verslunarmáti nuttmans. ORÐSENDING frá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands Til sjóðfélaga Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir mót- tekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar-31. júlí 1995. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræð- ingafélags íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vin- samlegast hafið samband við skrifstofu sjóðs- ins nú þegar og eigi síðar en 31. október nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RÉTTAR ÞÍIMS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á ið- gjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyris- sjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími: 568 8504 fax: 568 8834. Framsóknarflokkurínn Amþmður Framsóknarvist Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 29. október kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt verba þrenn verblaun karla og kvenna. Arnþrúbur Karlsdóttir, varaþingmabur, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Abgangseyrir er kr. 500 (kaffiveitingar inni- faldar). Framsókrtarfélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.