Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagar 26. október 1995 mvmnn 7 Bókmenntagildi hringvöðva Skuggar vögguvísunnar Súsanna Svavarsdóttir FORLAGIÐ 1995 Mætur maður ritaði eitt sinn að hver saga stefndi að endi sínum. Ávallt eru til undantekningar sem sanna sérhverja reglu. Þann- ig verður því ekki haldið fram um smásögur Súsönnu Svavarsdóttur að þær stefni að endi sínum — heldur stefna þær ófeimnar í þessi þrjú göt líkamans sem hald- ib er í forminu með hringvöðv- um og ekki síður að þeim háæru- verðuga staut sem rúmast hreint svo ágætlega í fyrrgreindum göt- um. Lýsingin á að sjálfsögðu við munn, endaþarmsop, legganga- op og getnaðarlim eða rassgat, píku og böll eins og Súsanna kýs að kalla þessi nytsömu líffæri. Skiptar skoöanir eru um landa- mæri erótíkur og kláms og eru þær oftar en ekki byggðar á til- finningu viðkomandi fyrir ákveðnum texta eða mynd og út- skýrt með orðunum „ég þekki klám þegar ég sé það". Þó er hægt að tína til einhver rök fyrir því ab erótík og klám sé hreint ekki sama fyrirbæri. Reyndar er orðið nokkuð erfitt að notast við orðið klám, því búið er ab einskorða notkun þess við raddir hneyksl- unargjarnra, „smáborgaralegra" pempía. Þegar slíkar aukamerk- ingar hafa klínst vib orð, getur verið betra að grípa til útlensk- unnar og tala um pornó, sem hef- ur yfir sér einhvern virðuleika, ólíkt klámi sem varla er notað BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR nema til hæðni. Helsti munur á erótík og pornó er að í pornóinu eru líffæri með nafnlausum búk- um í aðalhlutverki. Persónur þjóna tilgangi kynferðislegra at- hafna, en ekki þannig að kyn- ferðisleikir séu notaðir til ab skerpa drætti persóna. Meb þessu eru persónur í raun hlutgerðar, ekki ólíkt því sem gerist í hroll- vekjum kvikmyndanna. Það, sem vekur hrollinn í þeirri tegund mynda, er sú staöreynd að böð- ullinn er ab hlutgera þab sem áð- ur var persóna fyrir áhorfanda. Nafnlaust liðib lík bútað í sundur á skjánum nær kannski upp gæsahúð meðal áhorfenda, en til að raunverulegur hrollur kvikni þarf persónan að hafa verið trú- anleg manneskja, sem áhorfend- ur gátu á einhvern hátt samsam- ab sig. Hver hefur t.d. ekki lent í því að eggja góba karlinn áfram til að drepa vonda karlinn án þess að siðgæðisvitundin grípi á nokkurn hátt inní, því oftast nær getum við ekki samsamast skúrknum. Sama má segja um er- ótík og pornó. Erótík lifnar ekki nema persónur og söguþráður séu þess verðar í huga áhorfenda eða lesenda. Smásögur Súsönnu eru mark- aðssettar undir stimplinum er- ótík, en eftir lestur þeirra get ég ekki betur séð en það sé á röngum forsendum. Sögurnar hafa flestar einfaldan þráð og eru prýddar einhliða, ótrúverðugum persón- um, sem hefur tekist á einhvern hátt að fara á mis við skvaldur og ys hversdagslífsins. Þar má t.d. nefna mömmupiltinn fertuga, starfandi næturvörð, í fyrstu sög- unni sem aldrei hafði augum litiö kvenmannsklof. Þráin eftir kven- manni brýst á endanum út á út- farardegi móður hans og hann endar daginn með kynfæri svíf- andi í kyrrstæðu lofti heimilis móður hans. Satt að segja er nokkuö undarlegt ab velja þessari sögu forsæti í bókinni, enda ein sú slappasta sem þar birtist. Aðalpersónur sagnanna eru af bábum kynjum og misaldraðar. Súsanna hefur varab sig á þeirri gryfju að gera kvenfólk ab fórnar- lömbum og karlmenn ab böðl- um, þannig ab það er engan veg- inn á karlmenn hallað í þessari bók. Hins vegar birtast þar klisju- kenndar persónulýsingar af öðr- um toga. Unga stúlkan í Sumar- sögu reynir í heimsku sinni að tæla lífsreyndan og bóhemískan málara, en verður að sjálfsögbu undir í valdabaráttu þeirra. Stúlk- an fær slæma útreið hjá karli og höfundi, enda spilar Súsanna þar með kunnuglegar eigindir reynslulausrar stúlku, sem notar gelgjuskotið mál úr smeðjuleg- um, saklausum heila, og verður hún heldur lítilmótleg í meðför- um höfundar. Strax í næstu sögu, Súsanna Svavarsdóttir. í mynd, bregður fyrir annarri staðlabri kvenpersónu sem kem- ur, eins og aðrar þroskabar, mjúk- vaxnar konur sagnanna, vel út í þessu fyrirmyndar femme fatale hlutverki. En segja má að fyrr- nefndar konur hafi töglin og hagldirnar í heimum sagnanna. Þetta á einmitt við um nafn- mörgu konuna í sögunni í mynd. Konan klæðist sígildum lit fatöls- kunnar, rauðum síðum kjól, upp- háum hönskum, svartri slá, púar sígarettu gegnum gyllt munn- stykki og drekkur þann hárauða drykk Campari. Það segir sig sjálft eftir þessa lýsingu að vonlaust er ab nálgast hana, hugur hennar er ósnertanlegur, hún ræður leikn- um (sem á sér að þessu sinni stað í fjöruborði Kollafjarðar) og hverfur svo á vit fjölskrúðugrar skaufaflóru landsins. En hún helst víst ekki lengi við hjá hverj- um skaufa, hver veit hvers vegna, fær leið á þeim þegar þeir opna kjaftinn. Hún er sem sagt leynd- ardómurinn holdi klæddur og það er dulúÓin — sem er líklega ein lífseigasta klisja sem til er um konur og jafnframt einn versti óvinur kvenkynsins — sem heill- ar ljósmyndarann sem tekinn er í þessari sögu. Þrátt fyrir ófullnægjandi per- sónulýsingar og tilgang sagn- anna, þá eru nokkrar eftirminni- legar myndir í sögunum og stíll- inn ágætur og samræmist þeirri tilraun að skrifa erótískar sögur. Ein sagnanna nær sér jafnvel á flug, þó hún steypist á nefið í lok- in. Þetta er sagan Jazzforleikur, sem segir frá sambandi saxófón- leikara og ástkonu hans. í þeirri sögu er tónlist, tilfinningu, þján- ingu og svitamettuðu andrúms- lofti tónlistarbars fléttað saman, þannig að úr veröur mjög mögn- uð mynd sem nær til ýmissa skynfæra. í raun tel ég þetta einu söguna sem nær því að kallast er- ótísk, enda rúmast í henni atriði sem geta haft hughrif, en leitast ekki eingöngu eftir að vekja les- endur upp neðan mittis. Endalaust nart í geirvörtur, dropar úr kóngum og raki undir dökkum hárbrúskum verða leiði- gjörn til lengdar, þó vissulega sé reynt að lífga upp á senurnar með því að strá eilitlu sadó-masókísku kryddi yfir annars endurtekn- ingasamar kynlífslýsingar. En dugir ekki til. Það mætti kannski líkja þessu við sögur, sem hefðu það að markmiði að lýsa barsmíb- um. Einblínt væri á líffærin sem framkvæmdu og líffærin sem urðu fyrir ókennilegum barefl- um, algerlega án tillits til orsaka, afleiðinga, tilfinninga eða hug- hrifa. í Skuggum vögguvísunnar eru sögurnar á slíku plani. Þær ná ekki að hefja sig upp á svið bók- mennta, þar sem hver saga verð- ur lítt annað en klénn rammi til ab skapa svigrúm til kynlífsat- hafna. Enda dettur dampurinn úr þeim, þegar götum og skaufum sleppir og endirinn, sem oft er eins konar lykill merkingar í smá- sögum, er einíaldlega staðsettur þar sem kynórum, samförum eða sjálfsfróunum lýkur. ■ Ambient-teknó tónlist í Tjarnarbíó: Sveim í svart/hvítu Einstæbur gjörningur átti sér stað á þribjudagskvöld á Ung- list '95 og á hann sér ekki fyr- irmynd erlendis frá. Þar voru sýndar gamlar, þöglar cult- myndir á borb vib Orustuskip- ib Potemkin, Metropolis, An- dalúsíuhundinn og Chapiin- myndir sem þóttu henta vel til þessarar tilraunar vegna þess hversu myndrænar þær eru. Það sérstæða við þennan vib- burð í Tjarnarbíó var ekki sá að sýna myndirnar, heldur að und- ir myndunum spiluðu nokkrar íslenskar danshljómsveitir af fingrum fram. Þegar Tíminn hafði samband við Sigurð Guð- mundsson í framkvæmdanefnd Unglistar, í gærdag, sagði hann þetta vera mjög spennandi til- raun. „Við erum að gera tilraun með að blanda saman gömlum, Tilkynning til þeirra sem komu aö hópslysinu í Hrútafirbi sunnudagskvöldiö 22. október sl.: Leitið a&stoðar! Yfirstjóm björgunarmála í Vestur-Húnavatnssýslu vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er veittu aðstob sína við aðhlynningu og björgun á vettvangi, er hóp- ferðabifreið valt út af þjóð- veginum í Hrútafirði sunnu- dagskvöldið 22. október sl. Þeim tilmælum er beint til þeirra, sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, ab leita sér andlegrar aðhlynn- ingar sem fyrst. Áfallahjálp er í boði hjá ýmsum aðilum og fer það eftir abstæðum í hverjum bæ eba hverri sveit, með hvaða hætti hún er veitt. í flestum héruðum hafa læknar og hjúkmnar- fólk fengið þjálfun til að veita þessa þjónustu og fólki er bent á að leita sér upplýs- inga á heilsugæslustöð sinni. Einnig er fólk hvatt til að leita til presta og nýta sér þjónustu þeirra. Mikilvægt er að leita sér hjálpar strax fyrstu dagana eftir atburð- inn, því almennt er talið að hún skili bestum árangri inn- an þriggja daga frá því að áfallið átti sér stað. Sömu til- mælum er beint til aðstand- enda þeirra mörgu sem lentu í slysinu. Björgunarfólk sýsl- unnar vill auk þess votta þeim samúb sína, er misstu ástvini í slysinu, og vonaf að þeir sem urbu fýrir áverkum nái bata og líði sem minnstar þrautir. ■ þöglum bíómyndum og nýjustu danstónlist. Við erum með bestu dansbönd í bænum á sviðinu og uppi á stóru tjaldi í Tjarnarbíó erum við með gaml- ar þöglar myndir. Við notum þama danstónlistina til að hljóösetja þessar myndir „live". Þetta verður ambient-teknó tónlist, sem er blanda af kvik- myndatónlist og teknó. Þetta er svona tölvuvædd stemnings- músík." Hljómsveitirnar sem spiluðu, voru Biogen, Reptilicus, Muri, Oscillator, Plastik, Dj. Tekuru og Glide. Þetta kvöld verður jafn- vel endurtekið í næstu viku. Dagana 27.-29. okt. mun breska dansrokkhljómsveitin Transcendental Love Machine halda fjóra tónleika í Reykjavík: í Hinu húsinu, Tunglinu, Und- irheimum FB og Gauki á Stöng. Hljómsveitin er flutt inn af Hljómalind í samráði við Ung- list, en að sögn Siguröar hefur TLM verið að hasla sér völl í Bretlandi. „Hún er ein af þeim stærstu núna í Bretlandi í þess- um flokki." Hljómsveitinni er lýst svo, að hún spili rokkskotna darstónlist, sem sé frábær blanda af sexý grúví meb geim- rokkskotnu teknóbíti. Uppákomur eru öll kvöld Unglistarvikunnar í Tjarnarbíó. í kvöld, fimmtudaginn 26. okt., verður danssýning með dans- hópum víðs vegar úr borginni, á föstudagskvöld verða djasstón- leikar og á laugardagskvöld verða stórir rokktónleikar með hljómsveitunum Olympia, Ma- us, Botnleðja, Niður, The Bag of Joys o.fl. LÓA Fáar svörubu auglýsingu eftir nýjum dagmæðrum Starfandi dagmæörum í Reykja- vík hefur fjölgað um 20-25 eftir ab farið var að niöurgreiða dag- vistun hjá þeim í haust. Elsa Theódórsdóttir hjá Dagvist barna segir ab auglýst hafi verið eftir dagmæðrum í haust, þar sem þá hafi verið orðin brýn þörf á fleiri dagmæðmm, sérstaklega í vesturbænum og miðbænum. Hún segir að því miður hafi ekki margar konur svarað auglýsing- unni, en þó sé búið að leysa úr mesta vandanum sem hafði skap- ast. Konurnar hafi fengið bráða- birgðaleyfi, þar sem næsta nám- skeið fyrir dagmæður verbi ekki fyrr en eftir áramót. Elsa segir ab sér viröist sem meiri hreyfing sé á vinnumark- aðnum og einnig spili niður- greiðslur á gjaldi dagmæðra þarna inn í. Hún segir að sumir foreldr- ar vilji frekar að börnin séu hjá dagmæðrum fyrstu árin, jafnvel upp ab þriggja ára aldri. Nú, þegar þaö muni litlu peningalega, geti verið ab einhverjir fresti því að láta börnin byrja á leikskóla. Hún segir þó að þessi hreyfing hafi a.m.k. ekki enn skilað sér aö neinu marki í því ab biðlistar eftir leikskólaplássi styttist. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.