Tíminn - 27.10.1995, Side 6

Tíminn - 27.10.1995, Side 6
6 mmmu Föstudagur 27. október 1995 Fimm ára áœtlun Noröurlandaráös á sviöi jafnréttismála: Jafnréttismál me6- al forgangsmála Ný samstarfsáætlun á svi&i jafn- réttismála hefur verib samþykkt af jafnréttisrábherrum og Norbur- landarábi og er henni ætlab ab gilda fyrir tímabilib 1995-2000. Áætlunin felur í sér hefbbundin markmib sem talin eru leiba til ár- angurs í átt til jafnréttis. Vonast er til ab samstarfib veibi til þess ab þróa áfram sameiginlega lífssýn Norburlanda og stubli ab árangurs- ríkara og öflugra jafnréttisstarfi inn- an hvers og eins Norburlandanna. Samkvæmt jafnréttisáætluninni mun samstarfib einkum mibast vib nokkur forgangsverkefni. Fram til aldamóta verbur þannig stutt vib starfsemi sem beinist ab því ab kon- ur og karlar fái jafnan abgang ab ákvarbanatöku í stjórnmálum og efnahagsmálum, ab staba og áhrif kvenna og karla í efnahagsmálum verbi jöfn og í því sambandi er eink- um horft til abgerba er leitt geti til launajafnréttis. Einnig á samstarfib ab taka til jafnrar stöbu kynja í at- vinnulífinu og stubla ab því ab karl- ar og konur fái bætt tækifæri til ab sameina foreldrahlutverk og launa- vinnu. Páll Pétursson félagsmála- rábherra benti á ab slík vinna væri þegar í gangi hér á landi, m.a. þar sem stefnt sé ab því ab koma á sam- felldum skóladegi og lengja skóla- tíma yngstu barna, sem og lengja árlegan kennslutíma. Ab lokum verbur stutt vib starfsemi sem hefur áhrif á þróun jafnréttismála innan Evrópu og á alþjóbavettvangi. Til ab ná árangri hyggst rábherra- nefndin vinna ab þróun abferba sem stubla ab virku jafnréttisstarfi. Ekki er ætlunin ab koma á sam- ræmdum reglum yfir Norburlönd- in, þó þessi áætlun hafi verib sam- þykkt. Á blabamannafundi þar sem áætlunin var kynnt kom fram, ab á síbari hluta 9. áratugarins hafi hlut- ur kvenna á þjóbþingum komist yf- ir 30% og telst því vera farinn ab Frá blaöamannafundi félagsmálarábherra í vikunni þar sem jafnréttis- áœtlun Norburlandarábs var kynnt. hafa raunveruleg áhrif. Á íslandi komst hlutur kvenna í 24%, sem telst ekki nóg til ab hafa raunveru- leg áhrif. Varbandi raunhæfar abgerbir til ab komib verbi á sömu launum fyr- ir sömu vinnu, er ab sögn félags- málarábherra starfshópur ab störf- um sem athuga mun starfsmat, undir forystu Sivjar Fribleifsdóttur. Hópnum er ætlab ab skila tillögum fyrir mibjan nóvember. En kerfis- bundib mat á störfum ríkisstarfs- manna er forsenda þess ab hægt sé ab vinna út frá þeirri reglu, ab greiba eigi konum og körlum sömu laun fyrir jafnverbmæt og sambæri- leg störf. LÓA Garöarnir viö Ægisíöu Eftir mibja nítjándu öld átti Þórbur Gub- mundsson útræbisjörbina Garöana. Jörbin var vib Skerjafjörö, sunnan og sjávarmegin vib Grímsstaöaholt. Hún var fremur rýr, en sæmileg lending og hafbi þaö mikiö aö segja fyrir ábúendur. í Göröunum efnaöist Þóröur Guömunds- son vel, enda var hann aflamaöur og dugnaöarforkur. Hann byggöi þar nýtt hús árið 1882, sem stendur þar enn og sagt verður nánar frá hér á eftir. Á þeim tíma þótti þetta mikil og stór bygging og enn í dag er þetta mjög reisulegt hús. Áriö 1888 höföu þeir Þóröur Guð- mundsson og Egill Egilsen makaskipti á býlinu Göröunum og stórhýsinu Glas- gow, sem er þekkt í sögu Reykjavíkur. Eg- ill Egilsen var þar með sínu fólki í nokk- ur ár, eöa þar til Siguröur Jónsson skip- stjóri tekur Garbana á leigu haustið 1892. Siguröur var frá Skildinganesi í Skerjafirði, haröduglegur og vel gefinn mabur. Hann var þá trúlofaður konu sem hét Ólöf Kristín og gengu þau í hjóna- band haustiö 1893. Tveimur árum síöar keyptu ungu hjónin Garöana. Siguröur Jónsson var stórhuga og verkefnin framundan óþrjótandi. Tók hann til við aö endurbæta jöröina og lagöi veg frá Göröunum uppá Gríms- staöaholt. Heitir sá vegur Garöavegur og er nokkuð eftir af honum enn í dag. Um svipað leyti var veriö aö leggja vegarslóö eftir Melunum, sem þá voru óbyggöir og mun bærinn hafa staðiö fyrir þeim fram- kvæmdum. Garðavegur náöi aö þessum vegi og var mikil samgöngubót fyrir Garöana og þá sem á Grímsstaöaholtinu bjuggu. Þaö varö aö leggja Garbaveg yfir Illukeldu, sem var í slakkanum neöan viö Grímsstaöaholtiö og af gömlum heim- ildum má ætla aö í hana hafi runniö skólp og annar ófögnubur frá húsunum á holtinu. Jafnframt lagningu vegarins var tekiö upp grjót úr túninu og nokkuð af því notab til aö byggja undir veginn þar sem hann lá yfir Illukeldu. Nokkuð af grjóti, sem fjarlægja þurfti jafnóbum og túniö var stækkaö, var flutt niöur í flæö- armáliö og hlaöin úr því bryggja, sem enn í dag má sjá móta fyrir. Siguröur réö mann að nafni Árni Jóns- son frá Grímsstööum til aö hafa umsjón meö vegarlagningunni. Árni þessi haföi veriö í vegavinnu sumariö áöur og kunni veltil verka. Á fáum árum stækkaöi Sigurður túniö, svo að þaö gaf tífalt meira af sér. en áriö sem hann festi kaup á jörðinni. Árið 1894 fékk Sigurður sér hest og vagn. Hann var þá ákvebinn í aö koma á fót fiskverkun í Göröunum, en til aö flytja mikið magn af fiski var ekki önnur betri flutningsaöferö til en ab nota hest og kerru. Til margra ára var þar verkabur Carbarnir. allur sá fiskur, sem Siguröur Jónsson veiddi á sínum skipum, og einnig var tekinn fiskur frá öörum. Fyrir alda- mót byggbi Sigurður fiskverkunarhús á jöröinni meö verbúb. Þetta mikla fram- tak unga útvegsbóndans í Göröunum veitti mörgum atvinnu. Áriö 1892 keypti Siguröur Jónsson í Göröunum sitt fyrsta skip, sem var sexró- ið. Á þessu skipi aflaöi hann vel og gat meö því búið sér og sínum myndarlegt heimili. í brunaviröingum (brunabótamati) frá árinu 1916 kemur fram aö þá hafi Sig- urður verib búinn aö gera miklar endur- bætur á húseignum sínum og bæta vib þær frá því aö hann keypti Garöana. Þá er lýsing á húsinu á þann veg, aö þaö hafi veriö þiljaö innan og fyllt á milli meö mosa. Niöri þrjú herbergi, eldhús og gangur, allt málaö nema tvö herbergin sem em veggfóöruö. Tveir ofnar og ein eldavél niöri. Uppi fjögur íbúðarherbergi og gangur, allt þiljaö og málaö. Þaö er einn ofn. Kjallari 2 3/4 álnir á hæö undir öllu húsinu, meö steingólfi, hólfaður í þrennt meö timb- urmilligerðum. Viö noröurhlið hússins inngöngu- skúr byggður af bindingi, klæddur aö utan með boröum og járni á þrjá vegu, þiljaöur innan og málaður. Lýsing á útihúsum í Görðunum var þessi: Heyhlaöa byggö úr bindingi, klædd aö utan meb járni og járn á þaki. Breidd 10 álnir og lengd 16 álnir. Við vesturhliö hlööunnar er fjós meö skúr- þaki. Útveggir úr grásteini og sements- kústraðir aö utan og meö járnþaki á plægðum borðum, meö pappa í milli. Allt fjósiö þiljaö innan og fyllt á milli með heyi og mosa. Fjósiö aö lengd 16 álnir og breidd 6 álnir. Viö fjósiö var haughús úr sementssteypu meö timbur- þaki. Þá var á lóöinni hjallur meb járn- þaki og rimlum á veggjum. Á lóöinni niöur viö sjó fiskgeymsluhús (fiskverk- unarhús) byggt af bindingi. Stærb húss- ins 12 álnir aö lengd og breidd rúmar 10 álnir. Einnig var byggöur skúr á lóðinni, sem notaöur var fyrir hesta. Af þessari lýsingu má sjá aö vel hefur veriö búiö í Görðunum og þótti þetta HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR alla tíð hið mesta myndarheimili. Þar var oft margt manna í vinnu við fiskinn og margir bjuggu á verbúöarlofti á meðan á vertíö stóö. Þaö gefur augaleið aö ekki getur nokk- ur mabur afkastaö öllu því sem Siguröur geröi, nema aö konan hafi staöiö meö honum í einu og öllu og veriö góö bú- stýra. Góða vini átti Sigurður og má þar nefna Jóhannes Kjarval listmálara. Kjar- val málaði þrjár myndir af vini sínum og eru þær á Hrafnistu og í eigu Reykjavík- urborgar. Þó ab mikil hamingja og velgengni einkenndi búskap þeirra Ólafar Kristínar og Siguröar Jónssonar, gleymdi sorgin þessum unga skipstjóra ekki. Eitt sinn eftir nokkurra daga róöur, þegar hann kom aö landi meö skip sitt drekkhlaöiö af lífsbjörg, mætti honum harmafregn, sú ab hann væri oröinn ekkjumaður. Ekki var ein báran stök, fleiri hörmungar höföu gerst á meðan hann og menn hans voru á sjónum. Faðir hans við ann- an mann hafbi drukknab á Skerjafirði í blíðskaparveöri. Siguröur giftist síöar frænku Ólafar Kristínar, Guðrúnu Pétursdóttur, og var hún móöir barna hans, nema Erlendar sem Sigurður átti meö fyrri konu sinni. Guörún og Siguröur eignuöust mörg mannvænleg börn, sem öll ólust upp í Görðunum. Sigurbur féll frá á undan konu sinni Gubrúnu, en hún bjó í Göröunum til árs- ins 1959. Eftir það var húsiö um tíma í útleigu, en í eigu afkomenda Siguröar. Á þessum árum breiddi Reykjavík ört úr sér og þar kom ab jöröin Garbar fór undir ríkmannleg hús viö Ægisíöuna. Grænar sléttur frá götu og niður aö sjó eru nú þar sem áöur var fjós, hlaða og fiskverkunar- hús. En íbúöarhúsið stendur enn og mun áfram vera á sínum stað. Það er nú í eigu Ó(afar Kristínar Siguröardóttur, en hún er dótturdóttir Siguröar Jónssonar í Görðunum og Gubrúnar Péturstóttur. Ólöf Kristín flutti í húsið áriö 1981. Hún festi síban kaup á óöali feöra sinna og býr þar ásamt manni sínum, Sigurþór Heimissyni, og ungri dóttur þeirra, Sig- ríöi. Núna á þessum dögum er veriö aö vinna aö miklum endurbótum á húsinu. Þaö er kappkostað aö gera húsib upp aö innan eins og þab var áöur. Úr stafn- gluggum uppi er víösýnt. Handan Skerja- fjaröar blasir viö Álftanesiö. Prestasker, Kotasker og Baulusker skjóta feimnislega upp kollinum, þegar lágsjávaö er. Andi hússins er mjög sérstakur og þab gefur augaleiö aö þab hlýtur að vera ó- venjulegt aö búa í húsi, sem er í borg en þó fýrir utan allt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.