Tíminn - 16.11.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 16.11.1995, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 16. nóvember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM :' : 'v'........ ' Hótel Snœfell hefur verib á söluskrá síban í sumar. Skólabúbirnar á Reykjum: Ríkisvaldið hyggst hætta rekstrinum Óvissa er um áframhaldandi rekstur skólabúöanna að Reykj- um í Hrútafirði. Skólabúðirnar hafa verið reknar af ríkinu, en við yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskólanna um mitt næsta ár er ekki gert ráð fyrir að ríkið haldi rekstri skólabúðanna áfram. í fjárlagafrumvarpi er einungis gert ráð fyrir rekstrar- framlagi til næsta hausts, enda séu skólabúðirnar ekki lögbund- ið verkefni í grunnskólalögun- um. Þingmenn kjördæmisins hafa á síöustu dögum verið á ferð um kjördæmið og þar hafa for- ráðamenn margra sveitarfélaga lagt áherslu á ab fundin verði leið til áframhaldandi reksturs skólabúöanna. „Þab yrbi afar leitt ef þessi starfsemi yrbi lögð niður, því að hún hefur gengið mjög vel. Ég held ab flestir séu sammála um þaö. Frá því skólabúðirnar tóku til starfa, haustið 1988, hafa dvalið hér rúmlega 13 þúsund börn úr skólum víðs vegar að af landinu. Hér hefur farið fram þróttmikið starf og aðsóknin verið mjög góð. Það eru aðal- lega nemendur úr 7. bekk, 12 ára börn, sem hingab sækja og takast á viö viöfangsefni ólík því sem þau gera í sínum skól- um. Námiö felst að miklu leyti í náttúruskoöun, sögu og samfé- lagsfræbi og þar njótum viö góös af byggðasafninu. íþróttir eru mikið stundaðar og síöast en ekki síst er samvera barn- anna í heimavistinni nýlunda fyrir þau. Hingaö koma liölega 2000 börn yfir veturinn. Flest urðu þau 2300 einn veturinn. Það eru margir skólar sem nýta sér skólabúðirnar og senda hingab nemendur ár eftir ár. Þab gefur tilefni til ab ætla að forráöamenn skóla um allt land líti á starf skólabúðanna sem já- kvæban þátt í skólastarfinu," segir Bjarni Guömundsson, skólastjóri skólabúðanna á Reykjum. Erfibleikar í rekstri Hótels Snæfells Hótel Snæfell á Seyðisfirði, sem er í eigu Ferðamálasjóðs, hefur verib á söluskrá síðan í sumar. Hótelið hefur verið lok- að síöan í september, utan þess að það hefur verib opnaö eftir samkomulagi. Nýir rekstraraðil- ar tóku hótelið á leigu í mars síðastliðnum og hafa þeir ákveðið að hætta rekstrinum um áramót. Að sögn Hermanns Guðmundssonar gekk rekstur- inn illa í sumar, samdráttur varð í gistingu og í haust hefur nýtingin verið svo lítil ab ekki hefur þótt taka því aö hafa op- ið. Á hótelinu er gisting fyrir 17 manns og aðstaba fyrir veit- ingasölu. Fjármálarábherra blés á eigin undir- skrift Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum átti nýverið fund meb Friðriki Sophussyni fjármála- ráðherra, vegna D-álmunnar. Samkvæmt frásögn Drífu Sigfús- dóttur, stjórnarformanns í SSS, á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar í fyrradag olli fundurinn Suburnesjamönnunum miklum vonbrigðum, þar sem rábherra sagðist blása á eigin undirskrift og undirskrift heilbrigðisráðherra fyrir um ári. Þar höfbu þeir sam- þykkt byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja. Að sögn Drífu kom fram hjá ráðherra að hann styddi fagráðherrann í nib- urskurði verkefnisins. Sagði Drífa að ljóst væri að allar breytingar á málefninu væru óá- sættanlegar fyrir okkur Suöur- nesjamenn. Því hefði stjórn SSS óskað þegar eftir fundi með þing- mönnum kjördæmisins og tóku þeir vel á móti stjórninni og lof- uðu að beita sér fyrir fundi með fjármála- og heilbrigðisráðherra vegna málsins. Aö öðru leyti væri málið í biðstöðu. Austurland NESKAUPSTAÐ SR kaupir Vestdalsmjöl Sem kunnugt er, hefur stabib til ab verksmibja Vestdalsmjöls yrbi seld til Þorlákshafnar og sett þar upp, en verksmibjan hefur ekki rekstrarleyfi á þeim stab sem hún er nú á, vegna ofanflóba- hættu. Samkvæmt heimildum blabsins hefur SR-mjöl á Seybis- firbi nú fest kaup á verksmibj- unni. Blabib hafbi samband vib Pétur Kjartansson, abaleiganda Vestdalsmjöls, og spurbi hann um þetta, en hann sagbist ekkert hafa um málib ab segja enn sem komib er. Vibmælendur blabsins á Seybis- firbi töldu kaup SR-mjöls á verk- smibju Vestdalsmjöls styrkja stöbu SR- mjöls, því væntanlega myndu afköst verksmibjunnar aukast. Vaxandi samkeppni er nú fyrirsjáanleg milli lobnubræbslna á Austfjörbum um hráefni, m.a. vegna nýrrar lobnuverksmibju á Fáskrúbsfirbi og fyrirhugabrar stækkunar Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstab á sinni verksmibju. Engar upplýsingar hefur blabib um kaupverb SR á verksmibju Vestdalsmjöls. M U L I OLAFSFIRÐI Ekki þörf á nýjum íbúöum í bráö Húsnæbisnefnd Ólafsfjarbar- bæjar ákvab á fundi fyrir skömmu ab sækja ekki um ab fá ab byggja eba kaupa íbúbir í félagslega kerf- inu á næsta ári. Ab sögn Karls Gubmundssonar, formanns hús- næbisnefndar, virbist því vera bú- ib ab fullnægja þörfum markabar- ins, í bili ab minnsta kosti. „Eftir- spurnin er meb þeim hætti ab þab þarf ekki ab fjölga þessum íbúöum um sinn, enda er búiö ab úthluta samtals fjórtán íbúöum á þessu ári," segir Karl. Tréver er ab reisa blokk vib Ól- afsveg og þar veröa fimm íbúöir teknar í notkun um mitt næsta ár. Þær íbúbir eru ýmist 3 eöa 4 herbergja. Ekki er búib ab úthluta þeim íbúöum. Minni íbúbirnar, sem eru um 90 fermetrar, kosta tæpar 7,4 milljónir, en stærri íbúöirnar, sem eru 105 fermetrar meö sameign, kosta rúmar 8,1 milljón króna. Karl segist vonast til aö þessi ákvörbun veröi hvatning fyrir verktaka hér í Ólafsfiröi til ab byggja og selja íbúbir á hinum al- menna markabi. Karl segir þaö skoöun sína aö félagsíbúbakerfiö hafi í raun dregib úr áhuga verk- taka — ekki bara hér í Ólafsfiröi, heldur víöa um landiö — til aö reisa hús og selja á almenna markabnum. í Ólafsfiröi eru rúmlega 40 íbúbir sem tilheyra félagslega íbúbarkerfinu (verkamannabú- staöir ekki meötaldir), en í bæn- um eru um þab bil 370 íbúbir og því eru félagslegar íbúöir um 10% af heildarfjöldanum. Hins vegar er hlutfall félagslegra íbúba, sem reistar hafa veriö síöustu 10 ár, mjög hátt af þeim heildarfjölda húsa sem reistur hefur veriö. Þab má segja ab einstaklingsfram- takið hafi látið undan. Um mitt nœsta ár verba 5 íhúbir teknar í notkun í félagslega kerfinu. Gubjón Petersen hœttir hjá Almannavörnum eftir 24 ára starf: ísland eitt mesta náttúruhamfara- land heimsins Guðjón Petersen lýkur brátt störfum sem framkvaemdastjóri Aimannavarna, en hann hóf þar störf fyrir 24 árum og hefur gegnt stöbu framkvaemdastjóra síðastliðin 16 ár. Gubjón hefur verib ráðinn bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar og mun taka vib störfum þar upp úr áramótum. „Þetta starf hefur þróast geysi- lega mikib frá því að ég tók við því, og auövitaö hefur maður marga hildi háð. Þar má nefna Vestmannaeyjagos, snjóflóbið í Neskaupstað, jaröskjálftann á Kópaskeri, snjóflóð í Ólafsvík og á Patreksfirði, auk hörmunganna í ár. Þannig séð hefur þetta verið viðburðaríkur tími, en með hjálp góðra manna hefur okkur tekist að byggja upp öflugra og skipu- lagðara kerfi en við vorum með fyrir 24 árum. Auk þess er því ekki ab neita að við höfum notið virðingar á alþjóbavettvangi og veitum víða ráðgjöf," sagði Guð- jón í gær, er Tíminn bab hann að líta um öxl. — Eru íslenskar aðstœður um margt sérstakar í þessum efnum? „Já. Við höfum engan her og byggjum starfið geysilega mikið á öflugum hjálparsveitum, sem eru afar mikilvæg stoö fyrir al- mannavarnakerfið. Það mætti segja að við hefðum ekki úr miklu ab spila, ef starf þeirra kæmi ekki til. Auk þess er ísland eitt mesta náttúruhamfaraland heimsins á öllum sviðum. Bæbi hvað varöar jarðeblisfræðilegar og veðurfarslegar hættur." Feikilegt álag — Er álagið ekki tnikið, þegar náttúruhamfarir dynja yfir? „Jú. Þetta er feikilegur álags- tími. Maður hefur líka miklar taugar til þeirra sem maöur er að vinna fyrir, miklar taugar til þeirra staða sem verða fyrir áföll- um, vegna þess ab í gegnum dag- legt skipulagsstarf kynnist maður þessu fólki persónulega." — En ástœður uppsagnarinnar hjá þér eru ekki í samhengi við náttúruhamfarir ársins? „Nei. Ég var byrjaður að huga að breytingu fyrir ári og t.d. þá sótti ég um þetta starf áður en flóðið féll á Flateyri. Mér finnst einfaldlega kominn tími til ab Cubjón Petersen. líta annað." — Ertu áncegður með hvemig bú- ið er að Almannavömum í dag? „Nei, ég er auövitað ekki ánægður með það. í heildina hef- ur þetta þó þróast þokkalega og Almannavarnaráð hefur að mínu viti staöið ágætlega að þessari uppbyggingu. Þá hafa flestallar almannavarnanefndir og björg- unarsveitir staðið á bak við okk- ur. Þá hef ég verið með frábært starfsfólk hér. Hins vegar ef litið er á hvar Al- mannavörnum er komib fyrir, sjá menn ab við erum ekki ofaldir. Þetta er lítil stofnun, en það hef- ur líka verið mín skoðun ab hún eigi ekki að vera stór. Hún breyt- ist í stóra stofnun þegar hamfarir veröa, en stillir sig síðan niður á ný. í sambandi við þær hamfarir, sem nú hafa gengið yfir, hafa stjórrivöld að mínu mati tekið mjög vel á málunum." — Sérðu fyrir þér að hlutverk Al- mannavama komi til með að breyt- ast, sbr. hugmyndir menntamála- ráðherra um íslenskan her? „Almannavarnir eru í raun alls staðar í heiminum skilgreindar utan við her. Herinn er oft not- aður þeim ab baki, en skv. Genf- arsáttmálanum má ekki beita Al- mannavörnum með vopnuöu liði. Okkur er ætlað að vera mannúðarstofnun: að vernda og bjarga lífum, en ekki tortíma meb vopnavaldi. Þannig veröur hlutverk stofnunarinnar alltaf til staðar." -BÞ Hollustuvernd og yfirdýralœknir stöbva sölu salmon- ellusviba frá Höfn á Selfossi og: Biðja fólk að sýna varúð við meðhöndlun hrárra sviba Matareitrun var nýlega staðfest vegna neyslu á svibum frá slátur- húsinu Höfn á Selfossi. öll dreif- ing og sala svibahausa frá slátur- húsinu var stöbvub eftir ab rann- sóknir Hollustuverndar ríkisins leiddu í ljós salmonellumengun í svibum frá Höfn. í framhaldi af þessu vilja Holl- ustuvernd og yfirdýralæknir beina því til allra þeirra, sem annast mat- reiðslu og umgangast matvæli, ab ástunda varúð og góðar hreinlætis- venjur við meðhöndlun og mat- reiðslu á hráum sviöum og öðrum kjötvörum. Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi atriði: Að tryggt sé að svið séu fullþídd þegar suba hefst, og jafnframt ab þau séu soöin nægilega lengi, þar sem salmonella og flestir abrir sýkl- ar drepast í fullsoðnum sláturafurð- um. Að þrífa vandlega öll áhöld og ílát, sem notuð hafa verið viö með- höndlun hrárra sviða. Að gæta þess vandlega að úr- gangur eða blóðvatn úr svibum komist ekki í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu. Að gæta þess að geyma viðkvæm matvæli í góbum kæli. En eigi að halda tilbúnum mat heitum þar til hans er neytt, verði þab gert við hærra hitastig en 60 gráður. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.