Tíminn - 16.11.1995, Síða 7

Tíminn - 16.11.1995, Síða 7
Fimmtudagur 16. nóvember 1995 7 Breytingar á siglingakerfi Eimskips í Evrópu: • / Aukin þ j onus ta við íslenska álfélagið Umtalsveröar breytingar verða geröar á siglingakerfi Eimskips í Evrópusiglingum. Breytt siglinga- áætlun mun auka þjónustu við siglingastaði úti á landi og flutn- ingstími frá höfnum þaðan og til erlendra hafna styttist verulegar eba úr 7-10 dögum í 4-6 daga. Einnig verður hægt að flytja vör- ur frá Bretlandi og meginlandi Evrópu beint til vibkomustaba hér á landi. Áætlunarskipum í Evrópusigling- um verður fjölgað úr fjórum í sex af þessu tilefni. Tvö þeirra munu sigla norður fyrir land og hafa vibkomu á ísafirði, Akureyri og Eskifirði á leið Sundahöfn, athafnasvœöi Eimskips. Tímamynd GS Aöalfundur HIK hafnar framhaldsskólafrumvarpinu: Óþarfa afskipti af innra starfi skóla sinni til Færeyja, Bretlands og meg- inlands Evrópu. Tvö skip munu sigla frá Reykjavík og Vestmanna- eyjum til Bretlands og meginlands Evrópu. Auk þess munu tvö skip sigla frá Reykjavík til Hamborgar og Skandinavíu með viðkomu í Fær- eyjum. Færeyjar eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í hinu nýja siglingakerfi Eimskips. Með því að hafa vibkomu í Færeyjum gefst kostur á að ná hagkvæmari flutn- ingstíma útflutningsvöru frá íslandi til Norðurlandanna og meginlands- hafna, enda hægt að umskipa milli siglingakerfanna í Færeyjum. Eim- skip rekur eigið fyrirtæki í Færeyj- um, sem annast skipaafgreiðslu í Þórshöfn auk hefðbundinnar af- greiðslu- og sölustarfsemi. Liöur í þessum breytingum er að auka þjónustu við ísíenska álfélag- ið, en kaupendur áls hafa Iagt mikla áherslu á vikulegar siglingar og veröa því vikulegar afskipanir á veg- um Eimskips. í ljósi ákvörðunar um stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík er þessi bætta þjónusta sérstaklega mikilvæg fyrir álfélagið og Eimskip.í tengslum viö breyting- arnar hætta ekjuskipin Brúarfoss og Laxfoss íslandssiglingum. ■ Formenn flokkanna á fundi hjá Kvenréttindafélaginu í dag: Formenn, kjör og „kerlingar" Kvenréttindafélag íslands efnir til opins fundar ásamt formönnum þeirra stjórnmálaflokka, sem full- trúa eiga á Alþingi, í Grand Hótel (ábur Holiday Inn) í dag, fimmtu- daginn 16. nóvember, kl. 17.30- 19. Yfirskrift fundarins er: For- menn, kjör og „kerlingar", en til- efnib er þab ab á þessu ári eru lið- in 80 ár síban konur á íslandi fengu kosningarétt og urðu kjör- gengar til Alþingis. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður KRFÍ, setur fundinn, en að því loknu hefjast framsöguræður for- manna. Þá verða umræður og fyrir- spurnir, en fundinum stýrir Hans- ína B. Einarsdóttir framkvæmda- stjóri. í fréttatilkynningu Kvenréttinda- félagsins segir m.a. að það verði að teljast eitt stærsta skrefið í sögu ís- lenskrar kvennabaráttu þegar ís- lenskar konur fengu þessi mikil- vægu réttindi. „Kvenréttindafélag íslands barð- ist ötullega fyrir þessum áfanga á fyrstu árum félagsins, með Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í broddi fylking- ar. Á þeim tímum þóttu „kerlingar" eiga lítið erindi í pólitík, en margir töldu þó að þessi réttindi væru und- irstaða allra annarra réttinda og börðust konur af hörku fyrir tak- markinu. Síðan eru liöin 80 ár. Mörgum þykir baráttan ekki hafa skilað sér sem skyldi og að enn sé langt í land að takmarkinu um jafn- an rétt og jafna stöðu kvenna og karla verði náð." ■ Nýtt framhaldsskólafrum- varp, sem lagt hefur verið fyr- ir Alþingi, felur í sér aukna miðstýringu í skólakerfinu, takmarkaðra námsframboð á framhaldsskólastigi og óþarfa afskiptasemi af innra starfi skólanna. Þetta er mat for- manns HÍK, sem segir frum- varpið einnig fela í sér verri ráðningarkjör kennara og miða að því að draga úr áhrif- um kennara á stefnumörkun í skólamálum. Á aðalfundi HÍK, sem haldinn var um síð- ustu helgi, var samþykkt sam- hljóða að hafna frumvarpiriu í óbreyttri mynd. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maöur HÍK, segir að framhalds- skólakennarar séu vonsviknir og reiðir vegna þess hve rýrt frumvarpið sé. Hún telur frum- varpið ekki vera spor í framfara- átt og alls ekki fela í sér efndir á þeim stóru orðum, sem m.a. komi fram í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu. Hún seg- ir einnig að í frumvarpinu séu ákvæði sem stangist á við hvert annaö. Elna bendir á að frumvarpið, sem nú hefur veriö lagt fram, sé þriðja útgáfa frumvarps til nýrra laga um framhaldsskóla sem hafi verið kynnt. Hún segir frumvarpið bera þess merki að hafa velkst í gegnum miklar breytingar og vandræðagang. Ákvæði um starfstíma skóla hafi t.d. tekið miklum breytingum. í drögum að frumvarpinu frá 1993 var kveðið á um lengingu skólaársins í tíu mánuði og styttingu framhaldsskólans í þrjú ár. Nú er reiknab með 9 mánaða skólaári, en fjölgun kennsludaga um 15 á ári. Hún telur þessa lagagrein ekki geta gengið upp nema til komi stór- felldar breytingar á starfsfyrir- komulagi, skólanna að öðru leyti. HÍK lítur svo á að frumvarpið auki miðstýringu til muna, en verði ekki til ab auka sjálfstæði skóla, eins og haldið hefur verib fram. Frumvarpið miði einnig að því að draga úr áhrifum kennara á mótun skólastarfsins. „Reiknað er meb að fulltrúum í skólanefndum fækki í fimm og í þeim sitji hvorki fulltrúi kenn- ara né nemenda. Gert er ráð fyr- ir ab menntamálaráðherra skipi án tilnefningar þrjá af fimm nefndarmönnum. Þetta er ekki leið til aukins lýðræðis eða vald- Báru herkostnabinn og er nú skammtaö úr hnefa Símamenn fordæma launastefnu atvinnurekenda og ríkisvaldsins í ályktun, sem gerb var á þingi Fé- lags íslenskra símamanna 2. nóv- ember síðastliðinn. „Á sama tíma og almennu launafólki er skammtað úr hnefa, færa Alþingi og Kjaradómur há- embættismönnum, alþingis- mönnum og ráðherrum tugi þús- unda á silfurfati. Á almennum vinnumarkaði má sjá glögg merki um vaxandi misskiptingu," segir í ályktuninni. „Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár er svo énn ein svívirðilega árásin á launafólk. Afnám vísitölu og launatenging mun rýra lífskjör líf- eyris- og örorkuþega og auka skatt- byrði launafólks verulega á næsta ári. Með þessari aðgerð er boðab að enn einu sinni eigi almennt launa- fólk, aldraðir og örorkuþegar að bera þyngstu byrðarnar af því að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum, en þess- ir sömu hópar báru herkostnaðinn af því að ná niður verðbólgunni," segir í ályktun símamanna. -JBP dreifingar," segir Elna. Hún nefnir einnig grein um kennara- fundi og grein um gerð skóla- námskrár, sem hún segir báðar verða til þess að áhrif kennara á mótun skólastarfsins verði minni en nú er. í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu var lögð mikil áhersla á ab boðið verði upp á fjölbreyttara nám á framhalds- skólastigi. í þessu samhengi var einkum lögð áhersla á að starfs- nám verði eflt. Elna segir kenn- arafélögin styðja þessar tillögur heilshugar, en frumvarpiö gangi í þveröfuga átt. „Þar er gert ráð fyrir að í bók- námi verði námsbrautir abeins þrjár og þær lögbundnar með nafni. Þetta finnst okkur óþarfa afskiptasemi og inngrip í starf skólanna. Hvað varðar starfs- námið, hefur það valdið okkur miklum vonbrigbum að frum- varpib tryggir alls ekki neina efl- ingu starfsnáms í landinu. Þar er brugðiö á það ráð að gera enn eina tilraunina með nýtt stjórn- kerfi í starfsnámi. Nýja módelið heitir samstarfsnefnd og í henni eiga að sitja 18 manns, en ég hef efasemdir um að slík nefnd geti verið mjög gagnlegt tæki. Að öbru leyti er kaflinn um starfs- nám ósköp lítið haldbær sem stefnumótun í sérstöku átaki til ab efla starfsnám." Elna segir HÍK mótmæla því harðlega að ráöningarkjör kennara versni. „Eins og geríst með því að af- nema skipun í störf, sem er í dag verðmætur hluti af ráðningar- kjörum kennnara. Kjarasamn- ingar kennara miðast viö óbreytt ráðningarkjör og starfs- umgjörð. í stuttu máli sagt teljum við að frumvarpib bæti í raun hvorki hag nemenda né kenn- ara og sé ekki það framfaraspor í þjóðfélaginu sem látið var liggja að." -GBK Leikfélag Akureyrar: Gimdin æfb Æfingar eru hafnar hjá Leikfé- Iagi Akureyrar á leikritinu Spor- vagninn Girnd eftir Tennessee Williams. Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Flygenring túlka aöal- persónur verksins, þau Blanche og Stanley, en hlutverk þeirra þykja sérstaklega vel skrifuö. Fjöldi annarra leikara kemur fram í sýningunni, en leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, Ingvar Björnsson hannabi ljós og leik- mynd gerir Svein Lund-Roland. Haukur hefur starfað sem leik- stjóri í Noregi í hálfan annan ára- tug og síðustu árin var hann leik- hússtjóri Samíska þjóöleikhúss- ins. Hann er nú nýráðinn leikhús- stjóri við stærsta landshluta- leikhús Noregs í Tromsö. Sporvagninn Girnd veröur frumsýnt þriöja dag jóla, þann 27. desember. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.