Tíminn - 30.11.1995, Page 6

Tíminn - 30.11.1995, Page 6
6 Fimmtudagur BO. nóvember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Framkvœmdir eru hafnar viö nýja brú yfir Fjallsá í Öræfum. milljónir til viðbótar, en þær eiga að taka um sjö mánuði og á því að vera lokið í desem- ber. Þá er stefnt að því að af- kastageta verksmiðjunnar verði komin upp í 500 tonn á sólarhring. Áætlað er aö eignir hins nýja félags veröi um 250 milljónir króna og langtíma- skuldir innan við 100 milljón- ir, þegar framkvæmdum er lokið. Fjórir starfsmenn vinna nú í Hafnarmjöli, en í hinni nýju verksmiðju verða líklega um 16 starfsmenn yfir loðnuver- tíðina. Þá fá margir vinnu við byggingarframkvæmdir og uppsetningu véla og tækja- búnaðar. Baqskráia SELFOSSI Nýr skyndibitastaöur og sjoppa við Eyrarveg á Sel- fossi: Hlöllabátar opnaöir Fyrir skönrmu var opnaður nýr skyndibitastaður á Selfossi og sjoppa, Hlöllabátar að Eyr- arvegi 1, í eigu Ævars Agnars- sonar og Valgerðar Hansdótt- ur. Á staðnum verður hægt að kaupa, auk Hlöllabáta, m.a. hamborgara, samlokur, pyls- ur, ásamt gosi og sælgæti. Einnig veröa nokkrir spila- kassar á staðnum. „Þessi rekstur leggst mjög vel í okkur, þetta er spenn- andi verkefni, sem við vonum aö gangi vel. Það er búið aö leggja mikla vinnu í aö breyta staðnum og gera hann aðlað- andi. Við erum búin að sækja um nætursöluleyfi um helgar, en við þurfum að leita eftir samþykki nágranna til að fá það í gegn. Annars verður opið alla daga hjá okkur frá kl. 10.00 til 23.30. Vib ætlum í upphafi að ráða einn fastan starfsmann og vera síöan með lausráðib fólk," sagði Valgerður þegar hún var spurð út í rekstur Hlöllabáta. Eystra- horn Ný brú yfir Fjallsá Framkvæmdir eru hafnar við nýja brú yfir Fjallsá í Ör- æfum. Þar er vinnuflokkur Jóns Valmundssonar brúar- smiðs að störfum, en hann hefur það verkefni að undir- byggja brýrnar yfir Fjallsá og Hrútá. Undanfarib hefur verið unnið við að reka niður staura, sem steyptir voru í fyrravetur, auk þess sem nú í vikunni var steyptur fyrsti sökkull af fimm undir nýju Fjallsárbrúna. I vinnuflokkn- um eru átta menn, auk ráðs- konu, og býr fólkið í vega- gerbarskúrum á svonefndunr Fitjum. Smíbi sjálfra brúnna verbur boðin út síbar. Fjallsár- brúin á að verba 128 metra löng og brúin yfir Hrútá 44 m. Straumur ánna fellur skáhallt undir brýrnar og því munu stöplarnir ekki snúa þvert undir brúnum. Að sögn Jóns Valmundssonar er þetta frem- ur óvenjulegt. Svarfdœlsk byggö & bœr SVARFAÐARDAL Klemman opnuö Fyrir skömmu var opnuð eins konar verslunarmibstöð í Haraldarhúsinu gamla á Dal- vík. Ber hún nafnið Klemman. Innan veggja Klemmunnar eru fjögur fyrirtæki: verslan- irnar Hex og Kotra, sem ábur leigðu í gamla Týról, Ásvídeó og þvottahúsið Þernan, sem voru starfrækt í bílskúrum við Ásveginn. Að sögn tveggja aöstand- enda, Árna Júlíussonar og Sig- urðar Jónssonar, gjörbreytir þetta nýja húsnæði aðstöðu fyrirtækjanna og þá ekki síður abstöðu almennings til að versla í heimabyggð án þess ab þurfa ab brjótast í misjöfn- um veðrum milli verslana. A myndinni má sjá aðstand- endur Klemmunnar, hjónin Árna Júlíusson og Freygerbi Snorradóttur, Jóhann Tryggvason og Hjördísi Jóns- dóttur, og Sigurð Jónsson og Öldu Kristjánsdóttur, Símon Ellertsson og Maríu Snorra- dóttur. miií SELFOSSI Enn af bíósal á Selfossi: Máliö sofnaöi í nefnd Fyrir nokkrum árum var nefnd starfandi á vegum Sel- fossbæjar sem átti að gera til- lögur um nýtingu bíósalarins á Selfossi. Störfum nefndar- innar lauk aldrei formlega, því fyrirhugaður viðræbufundur við forsvarsmenn bíóhúsa í Reykjavík var aldrei haldinn. Máliö komst því aldrei á lokastig og engar viðræbur við kvikmyndahúsaeigendur í Reykjavík hafa farið fram á vegum bæjarins, svo vitað sé. Hafnamnjöl og Vestdalsmjöl meö stóra loönu- bræöslu í Þor- lákshöfn Hafnarmjöl í Þorlákshöfn, Vestdalsmjöl á Seyðisfirði og fleiri hafa sameinast um stofnun hlutafélags, sem standa mun aö verulegri stækkun Ioðnuverksmiðju Hafnarmjöls. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir kosti um 150 milljónir króna, en af- kastageta verksmiöjunnar verður fimmföldub frá því sem nú er. Skrifað var undir samning um þetta á mánu- daginn var. Félagið heitir Hafnarmjöl ehf. og hlutafé þess veröur 175 milljónir króna. Vestdals- mjöl leggur til 42 milljónir, Hafnarmjöl 32 milljónir og þegar hafa aörir abilar skráð sig fyrir um 70 milljóna króna hlutafé. Mebal þeirra eru Mal- ir hf. í Þorlákshöfn, sem er í eigu Meitilsins og Humar- vinnslunnar, Hafnarsjóbur Þorlákshafnar og Ölfushrepp- ur auk fjölda annarra. Þess hlutafjár, sem upp á vantar, verður væntanlega aflað á Suðurlandi. Hafnarmjöl ehf. tekur formlega til starfa 1. des. nk. Framkvæmdir við stækkun- ina hefjast þegar í næsta mán- uði. Þá verður settur upp vél- búnaður sem tvöfaldar af- kastagetu verksmiöjunnar, úr 100 í 200 tonn á sólarhring. Þessi áfangi kostar um 15 milljónir króna, ab sögn Óla Rúnars Ástþórssonar hjá At- vinnuþróunarsjóði Suður- lands, sem stýrt hefur vibræð- um um þetta nýja fyrirtæki. Framkvæmdir byrja á nýjan leik 1. maí á næsta ári og þá verbur bætt viö vélbúnaði, m.a. úr verksmiðju Vestdals- mjöls á Seyðisfirði. Einnig verða byggö hús og loðnu- þrær. Gert er ráð fyrir að þess- ar framkvæmdir kosti 135 Sdiengen-samstarfiö: Afram verbur heim- ilt aö tollskoöa Meb væntanlegri abild íslend- inga ab Schengen-samstarfinu um frjálsar ferðir milli landa innan sameiginlegs svæbis í Evrópu er aðeins verið ab efna til samstarfs um vegabréfaeftir- lit, en Islendingum verbur áfram heimilt ab beita eigin abferbum vib tollaeftirlit og skiptir þá engu hvort vibkom- andi vörur koma til landsins sem farangur farþega eba eftir öbrum Ieibum. Þetta kom fram í svari Þorsteins Pálssonar dómsmálarábherra vib spurn- ingu Ragnars Arnalds, þing- manns Norburlands vestra, í umræbum um skýrslu dóms- málarábherra til Álþingis um Schengen-samstarfib. Ragnar Arn- alds spurði dómsmálaráð- herra hvort fyrrgreint sam- komulag myndi aðeins taka til vegabréfaþáttar- ins eöa hvort það tæki einnig til tollamála og væri þá eins- konar sam- komulag um tollabandalag. Þorsteinn I’áls- son sagði að til- gangur við- ræðna íslend- inga um aðild að þessu sam- komulagi væri sá að gera sér grein fyrir áhuga Norðurland- anna á aö finna lausn á samstarfi þeirra og Schengenríkjanna, sem feli þaö annars vegar í sér að unnt verði aö viðhalda norræna vegabréfasambandinu og hins vegar að tengjast Schengen- samstarfinu, er felur í sér frjálsa för fólks innan sameiginlegs svæbis í Evrópu. Þorsteinn sagbi Norðurlöndin hafa haft náib samstarf sín á milli í þessum efn- um, sem meðal annars byggi á sögulegum og menningarlegum forsendum. Vegabréfasamband Norðurlandanna fjalli ekki að- eins um aðstæður á innri landa- mærum þeirra, heldur einnig gagnkvæma norræna skyldu til ab framkvæma eftirlit meb öll- um sem fara um ytri landamæri. Þá væri einnig að finna víðtæka samvinnu á milli Norðurland- anna á sviöi lögreglu- og tollayf- irvalda. Þorsteinn Pálsson sagði aö þrátt fyrir að Norburlöndin vilji feröafrelsi, sé það einnig sameig- inlegt markmið þeirra að berjast gegn afbrotum á sem árangurs- ríkastan hátt. Ríkisstjórnir Norö- urlandanna hefðu áttab sig á aö ekki væri unnt að viðhalda nor- ræna vegabréfasambandinu, ef eitthvert norrænu ríkjanna gerb- ist aðili að Schengen-samkomu- laginu. Án sameiginlegrar nor- rænnar lausnar myndi afleiöing- in verba fullt eftirlit meb öllum ferbalögum milli íslands og Nor- egs annars vegar og norrænu Schengenríkjanna — Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur — hins vegar. Steingrímur J. Sigfússon, þing- mabur Noröurlands eystra, sagði í umræðunum ab í Schengen- samkomulaginu fælust allt aðrir hlutir en í norræna vegabréfa- samkomulaginu þar sem verið væri að leggja raunverulegt landamæraeftirlit niður. Hann varpabi fram á hvern hátt unnt yrði ab framfylgja raunverulegu eftirliti þegar persónulegt eftirlit meb fólki hafi verið lagt niöur, en í gildi verbi heimildir til þess ab tollskoða farangur þess. Hann varpaöi einnig fram hvaða kvað- ir íslendingar væru ab taka á sig með því að gerast útvörður fyrir ytri landamæri Evrópusam- bandsins í vestur, sem myndi gerast með fullri aðild að Schengen-samningnum. Hjörleifur Guttormsson, þing- mabur Austurlands, gagnrýndi Schengen-samkomulagiö harð- lega og taldi að með aðild að því væri verið að taka á sig ýmsar kvaðir Evrópusambandsins. Hann sagði norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á aðild að Schengen-samkomulaginu og engu líkara væri en þau væru meb því að hefna sín á þjóbinni fyrir að hafa fellt ESB-aðild í þjóbaratkvæða- greiðslu. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Norburlands eystra, sagði að stefna bæri að aðild að Schengensvæö- inu, einkum vegna þess aö að öörum kosti stæðum við frammi fyrir torveldari samskipt- um milli Norðurlandanna. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði nauðsynlegt aö fylgja hinum Norðurlöndunum í þessu stóra máli. íslendingar hafi vanist því að ferbast án vegabréfs á milli Norðurlandanna í 40 ár og ekki væri unnt að ganga þessa fjóra áratugi til baka. Því væri mikilvægt að vinna þetta mál með það markmiö fyrir augum að Norðurlöndin verði ekki skil- in að. Hann sagði einnig ljóst ab ýmis ljón yröu á veginum fyrir Island og Noreg varðandi stofn- anaþáttinn, þar sem þau séu ekki aðilar að Evrópusambandinu. Halldór sagbi að ef við ætlubum að skilja okkur frá Norðurlönd- unum í þessum efnum, þá vær- um vib að skilja okkur frá nor- rænu samstarfi í víðari skilningi. Geir H. Haarde, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, sagði ab tollskoðun væri önnur aðgerð en vegabréfaeftirlit og ekkert ætti aö koma í veg fyrir ab íslendingar gætu sinnt þeirri tollskoðun sem þeir teldu sig þurfa, þótt þeir geröust aðilar að samstarfi um ferðafrelsi án vega- bréfa. Geir sagði ógerlegt fyrir Norbmenn að standa utan sam- komulagsins og viðhalda ytra vegabréfaeftirliti á öllum landa- mærum Noregs og Svíþjóðar og fyrir Islendinga myndi borga sig að leggja nokkuð á sig til að tengjast þessu samkomulagi, þótt við mættum ekki greiða að- ild ab því hvaba verði sem er. Þorsteinn Pálsson sagði að um- ræðan um Schengen-aðild ís- lands eigi eftir að þróast ábur en til endanlegra ákvaröana kemur. Eftir eigi aö kanna hvaða kostir verbi boðnir af hálfu Schengen- ríkjanna og einnig þurfi að meta alla kosti og ókosti þess hvaða kostnaður muni hljótast af þátt- töku og einnig hvaða áhrif það hafi á samgöngur við landið, taki ísland ekki þátt í þessu samstarfi. PI. Þorsteinn Pálsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.