Tíminn - 08.12.1995, Page 5

Tíminn - 08.12.1995, Page 5
Föstudagur 8. desember 1995 5 Hvítá í Borgarfirbi hjá Kljáfossi. Bækur um veiðiár Býsna mikiö hefur veriö fjallaö opinberlega um veiöimál hér á landi bæöi fyrr og síöar. Þannig hefur vatnafiskur og veiöivötn, veiöihlunnindi almennt, ála- veiöi, fiskrækt og fiskeldi veriö hugleikiö mörgum, ekki síst eft- ir aö stangaveiöi varö jafn út- breidd sem raun ber vitni, eftir miöja þessa öld. Bækur um einstakar ár Nýlega kom út bókin Miö- fjaröará, en hún fjallar um eina þekktustu laxveiöiá landsins, sem oft hefur veriö ákaflega gjöful og veitt mörgum veiöi- mönnum, innlendum sem er- lendum, ómælda ánægju viö veiöiskap viö fjölbreyttar aö- stæöur. Bókin um Miöfjaröará er heil- steypt verk, fróölegt og skemmtilegt. Þar er fjallaö um veiöar, birt er skemmtileg veiöi- staöalýsing og frásagnir ein- VEIÐIMAL EINAR HANNESSON stakra veiöimanna af kynnum viö ána og sagt frá glímu viö lónbúann. Þá er fjallaö um fé- lagsmálin viö ána innan vé- banda Veiöifélags Miöfiröinga, og frásögn um allar jaröir, sem land eiga aö ánni, meö ljós- mynd af húsum á hverri jörö. Þaö er Steinar J. Lúövíksson, rit- stjóri og stangaveiöimaöur, sem ritar bókina, en hann gjörþekk- ir viðfangsefniö, enda fæddur og uppalinn á þessum slóöum. Af eldri bókum um veiöiár má nefna bókina „Rivers of Ice- land" (1950), sem út kom á ensku og er eftir R.N. Stewart. Hún fjallar m.a. um veiði höf- undar í Hrútafjarðará, sem Ste- wart haföi á leigu um árabil. Þá minna á bækur Björns J. Blöndal sem skipa sérstakan sess. Þar eru frábærar náttúru- Veibihúsib Laxahvammur vib Mibfjarbará í Húnavatnssýslu. lífsmyndir og fjallað er um um- hverfi höfundar í Borgarfirði og veiðiskip á þeim slóðum. I tveimur þeirra er veiðiám gerö sérstök skil: „Vötnin ströng" (1972) og „Noröurá" (1975), en í fyrrgreindu bókinni er fjallað um Hvítá og Grímsá. Fyrsta bókin sem út kom hér á landi og helguð er algerlega einni á, ef svo má segja, er „Laxá í Aöaldal" (1965), rituö af Jakobi V. Hafstein. Einnig hefur komið út snælda með þessu efni. Þá kom út bókin „Elliðaár" (1968) eftir Guðmund Daníels- son. Önnur bók, „Dunar á eyr- um — Ölfusá — Sog" (1969) og hin þriðja „Vötn og veiðimenn — uppár Árnessýslu" (1970) eru eftir sama höfund. Síðan „Ell- iðaárnar" (1986), bók á ensku eftir Ásgeir Ingólfsson, „Grímsá, drottning laxveiöiánna" (1986) eftir Björn J. Blöndal og Guð- mund Guöjónsson, „Laxá á Ásum" (1989), sem Páll S. Páls- son og fleiri ritstýröu, og aö endingu „Vatnsdalsá" (1990), en Gísli Pálsson haföi umsjón meö útgáfunni. Laxastigi hjá Kambsfossi íAusturá í Mibfirbi. Brennivínsrugl á Alþingi Þessa dagana er Austurvallar- klíkan aö ræöa frumvarp til laga um breytingar á áfengislögum. í upphafi greinargerðar með frumvarpinu segir: „í frumvarpi þessu er lagt til aö aldursmörk til kaupa og neyslu á áfengi veröi færö úr 20 ára aldri niður í 18 ára aldur." Svo mörg voru þau orö. Því miður er þaö svo, aö þarna rekast á staðreyndir og draum- órar. Staðreyndin er nefnilega sú, að þaö er nákvæmlega sama hvaöa lágmarksaldur þing- mönnum þóknast að setja á lög- lega viöskiptavini ÁTVR — raunverulegur lágmarksaldur neytenda er alltaf u.þ.b. þremur árum lægri. Ekki svo aö skilja, að sautján ára unglingar geti alla jafna rölt inn í Ríkið og keypt sér bokku. En tvítugir krakkar eru ekkert aö hika við aö drekka með þeim sem eru nokkrum árum yngri en þeir sjálfir. Hér er ég aðeins aö ræöa um eðlileg samskipti unglinga. Barnadrykkjan er svo annar handleggur. í raun gengur þetta frumvarp því ekki út á þaö að lækka eðli- legan lágmarksaldur (miöað viö markaðinn) til áfengisneyslu úr tuttugu árum í átján ár, heldur úr sautján árum í fimmtán ár. Einn flutningsmanna þessa frumvarps lýsti því nýlega yfir, aö hann teldi ástæðulaust að fara eftir lögum um útivistar- tíma barna, enda væri hann ósammála þeim. Þessum þing- manni verður sjálfsagt ekki skotaskuld úr því, að skola brennivínsspýjuna af ferming- arfötum barna sinna eftir nokk- ur ár. En satt best aö segja kom þaö mér dulítið á óvart, að Jó- hanna Sigurðardóttir skyldi vera fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps og Geir H. Haarde annar í rööinni. Um Lúövík Bergvinsson — þennan sem komst inn á þing út á minnk- andi fylgi krata á Suðurlandi — veit ég svo sem ekkert, en hann hlýtur aö vera ámóta ábyrgur og aörir kratavinglar. Óneitanlega læðist að mér sá grunur, aö með frumvarpi þessu séu þingmennirnir aö freista þess aö slá sig til riddara hjá spiall PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON kjósendum innan við tvítugt. Raunar staðfesta þeir þann grun með því að nota lækkun kosn- ingaaldurs í átján ár, árið 1979, sem „rök" máli sínu til stuðn- ings. Onnur rökleysa, sem flutn- ingsmennirnir beita fyrir sig, er sú að landið sé allt íöðrandi í bruggi. Hvað nú ef framinn yrði fjöldi morða meö bareflum? Væri þá ekki ráð að heimila frjálsa sölu á skammbyssum, svo morðin yröu snotrari? Framleiðsla og sala á bruggi er einfaldlega ólögleg og því ber aö taka á henni meö lögregluað- gerðum, en ekki meö undan- haldi í áfengismálum. í Vitanlega er átján ára kosn- ingaaldur og sami aldur til lög- ræðis engin rök varðandi lág- marksaldur til áfengiskaupa, enda virkar hvorugt niöur á viö, eins og áfengiskaupaaldurinn. Fimmtán ára krakki öðlast ein- faldlega hvorki lögræöi né kosningarétt, þótt hann skemmti sér með átján ára fé- lögum sínum. Þess utan hef ég aldrei skiliö hvers vegna áður- nefnd aldursmörk voru lækkuð úr tuttugu árum. Nema þá að æskudekrið hafi ráðiö ferðinni. Fyrst flutningsmenn þessa frumvarps telja stöðu sína á Al- þingi svo veika, að þeir þurfi að „kaupa" sér atkvæði allt að því bernskra kjósenda meö þessum hætti, ráölegg ég þeim eindreg- ið aö flytja hiö snarasta frum- varp til laga, sem meinar kjós- endum að mæta ódrukknir á kjörstaö, nema þeir hafi læknis- vottorö upp á þaö að þeir séu vanvitar af náttúrulegum orsök- um. Slíkt frumvarp, ef af lögum yrði, ætti að festa þjóhnappa þeirra kirfilega viö þingsætin næstu ár og áratugi. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES FLOKKARNIR OG KERFIÐ íslenska flokkakerfiö er öðru hverju á milli tannanna á fólki og ekki nema von. Stjórnmálaflokkar gegna lykilhlutverki í þjóðlífinu hvaö sem hver segir og hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Lýð- ræðið hefur löngum átt erfitt upp- dráttar á íslandi. Stjórnmálaflokkar eru myndaðir til að treysta tök nokkurra manna á lýðráeðinu í nafni fjöldans. Hlutverk flokkanna er að beisla félagsmenn sína í þágu þessara forystumanna. Þannig er fjöldinn látinn hlaba undir fámennið. Þegar flokksmenn ganga erinda formanna sinna, heitir þab stefna flokksins. Ef for- menn ganga hins vegar erinda flokksmanna, er þab kallað fyrir- greiðsla og almenningur er hvattur til að fitja upp á trýnið. Flokksræð- ib hefur þarna lýðræbið í hendi sér. Enda er þab ekki nema von. Hvað býður lýbræöib þegnum sín- um? Ekki neitt nema kosningarétt- inn. Fólkið fær að kjósa á fjögurra ára fresti og búib spil. Það ræbur ekki hvaba flokkar mynda saman ríkisstjórnir og þab ræður ekki hvaða fólk velst í frambob fyrir flokkana. Þannig er ekki allt sem sýnist í lýbræbisríkjum og dýrmæt- ur kosningaréttur er ekki nema svipur hjá sjón, þegar öllu er til skila haldiö. Stjórnmálaflokkarnir gæta þess ab missa ekki tökin á framboðslist- um sínum fyrr en í fulla hnefana. Eingöngu flokksbundið fólk fær að taka þátt í prófkjörum flokkanna og forvölum. Kjósandinn verbur því að leggja lykkju á leib sína og ganga í einhvern stjórnmálaflokk, ef hann vill nota þann hluta kosn- ingaréttar síns sem lýtur að vali frambjóbenda en ekki bara fram- boöslista. Abeins Nýr Vettvangur í Reykja- vík stób öllum borgarbúum opinn. Ekki bara til að kjósa Vettlinginn, heldur líka til ab bjóða sig fram í opnu prófkjöri hans. Nýr Vettvang- ur er það framboð sem næst hefur komist lýðræðinu á íslandi. En hvað bjóða stjórnmálaflokk- arnir við hliðina á lýðræðinu? Flokkarnir gera fólki kleift að taka þátt í stjórnmálum og bjóba sig fram til þings og byggbastjórna. Þess vegna gekk stór hluti fólksins í gamla Gúlaginu í Kommúnista- flokkana á sínum tíma, en ekki af aðdáun á kerfinu eba leiðtogum þess. Sömu sögu er að segja-frá ís- landi. Menn ganga í stjórnmála- flokka til að njóta góðs af valdi þeirra. Sumir til ab geta bobib sig fram og abrir til ab þiggja lóbir og bankalán, atvinnu og bitlinga, út- hlutanir úr félagsmálasjóðum og annab herfang sem flokkar hafa viðab ab sér í áranna rás. Andspænis þessu valdi stendur kjósandinn ráðþrota með hálf rýr- an kjörseðilinn í hendinni. Hann veit ab flokkarnir hafa það stein- bítstak á þjóðfélaginu ab þar skilur á milli feigs og ófeigs. Og hann veit líka annaö: Á meban lýbræbið er bandingi flokkanna verbur ekki hróflab við þeim, þrátt fyrir augljós þreytu- merkin. Ekki nema forystumenn flokkanna búi svo um hnútana ab vib taki samskonar kerfi, sem ber flokkseigendur áfram á höndum sér.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.