Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur Föstudagur 29. desember 1995 245. tölublað 1995 síftur hafa áhyggjur af flutningi fólks frá framlei&slusvæöum landsins til þjónustusvæ&a á suð- vesturhorninu. „Það er sérkennilegt að það virð- ast ekki tekjurnar sem hér skipta máli. Það er í mörgum tilfellum að fólk er að flytja frá tekjuháum svæðum til annarra tekjulægri," sagði Páll Pétursson. Páll vill ekki líkja flutningi fólks til Danmerkur við fólksflóttann á síðustu öld ti! Ameríku, en vissu- lega séu agentar í dag að gylla Dan- mörku í hugum fólks. Ráðherrann segir að samkvæmt reynslunni muni margt af þessu fólki snúa aft- ur heim á leið. - Sjá viðtal á bls. 2 Langholtskirkjudeilan. Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri: „Hiðilla verður áfram en hið góða verður að víkja" „Eg er sammála Flóka í því að þaö sé ekki líklegt að ég komi aftur til starfa. Ég get ekki séð að biskup ætli að hafa mann- dóm í sér til að taka á þessu máli og því muni Flóki sitja áfram, eða eins og Thor Vil- hjálmsson sagbi: Hib illa verb- ur áfram en hib góba verbur ab víkja," segir Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju sem nú er í leyfi frá störfum vegna deilna vib sóknarprest- inn, Sr. Flóka Kristinsson. Jón segir aö þetta sé í þriöja Drög aö rekstraráœtlun Sjúkrahúss Reykjavíkur lögö fyrir stjórn þess 8. janúar nk: Uppsagnir óhjákvæmilegar Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Borgarspítalans, segir ab óhjákvæmilegt verbi að mæla meb uppsögnum starfs- fólks í fmmdrögum ab rekstrar- áætlun Sjúkrahússins fyrir næsta ár. Hann segist ekki sjá fram á annab en ab loka verði nýrri öldrunardeild á Landa- koti. Drögin verða væntanlega lögð verba fyrir nýja stjórn Sjúkrahússins 8. janúar nk. Eins og fram hefur komið vant- ar 383 milljónir króna til reksturs Sjúkrahúss Reykjavíkur á næsta ári til að þaö geti haldið uppi óbreyttri þjónustu, samkvæmt rekstraráætlun Sjúkrahússins. Jóhannes segir að stjórnendur Sjúkrahússins séu að hefja vinnu viö nýja rekstraráætlun fyrir næsta ár, í samræmi við þær fjár- veitingar sem sjúkrahúsið fær samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum. Hann segir ómögulegt að átta sig á því, á þessu stigi, hverjar verbi fyrstu ráðstafanirnar sem gripið verði til. Hann bendir þó að þegar sé búið að taka fyrir allar ráðningar. „En það eru svo gríðarlega mikl- ar rábstafanir sem þarf ab grípa til að það er aöeins sem dropi í haf- ið," segir hann og bætir við að óhjákvæmilegt veröi að leggja til beinar uppsagnir starfsfólks. í fjárlögum fyrir næsta ár er ekki gert ráb fyrir fjárveitingu til öldr- unarlækningardeildar á Landakoti sem var formlega opnuð fyrr í þessum mánuði. Jóhannes segist í fljótu bragði ekki sjá annað en aö deildinni verði lokað. „Fyrstu vibbrögðin eru þau að deild sem ekki fær fjárveitingu verður ekki rekin áfram. Það finnst mér liggja nokkuð ljóst fyr- ir." Heilbrigöisráðherra hefur lýst því yfir að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík eigi góða möguleika á fjármagni úr svokölluðum hag- ræðingarpotti upp á 150 milljónir. Jóhannes á von á ab Sjúkrahús Reykjavíkur muni vinna ab því aö fá fé úr þessum potti en hann seg- ir það einmitt hafa háö Sjúkrahús- inu alla tíð að skort hafi fé til að fara í sérstakar abgerðir til hagræð- ingar. Hann hefur þó trú á að unnt sé að spara fé með slíkum aðgerð- um til lengri tíma litið. „Ég get t.d. bent á eitt verkefni sem er í gangi á báðum spítölun- um og hófst í fyrra. Það er varð- andi betri og markvissari notkun á sýklalyfjum en til þess fékkst sér- stök fjárveiting í fyrra. Ég var síð- ast í gær að fá áfangaskýrslu um árangurinn af því verkefni. Hún sýnir að þab er þegar búið ab skila öllum tilkostnaði. Það eru fleiri slík verkefni sem við höfum verið að velta fyrir okkur, bæbi sem eru á hugmyndastigi og sem eru kom- in aðeins lengra. í sumum tilfell- um er um umtalsverbar fjárhæðir aö ræba eftir því sem séð veröur fyrirfram. Við erum þó ekki að tala um að hundruð milljóna náist út úr slíkum verkefnum og alls ekki strax. Þetta eru í mörgum tilfellum þróunarverkefni sem tekur eitt til þrjú ár að vinna að." -GBK sinn sem sjóði upp úr í sam- starfi þeirra Sr. Flóka og hans. í fyrri skiptin hefur deilum verið lokið meb „svokallaðri" sátta- gjörð, sem að sögn Jóns hefur ekki haldið stundinni lengur. „Þessar sáttagjörðir hafa ekkert að segja, því það sér enginn um að þær séu haldnar." Varðandi þátt biskups í þessu máli, þá segist Jón ekki koma auga á hann. Hann hafi ekki tal- ab við sig um þetta mál og því ekki sjáanlegt að verið sé að reyna að leysa þetta mál. „Það er búið aö koma í Ijós að þessi maður er gjörsamlega óhæfur til að starfa með fólki og það hafa allir nema kannski einn, sem hafa reynt ab starfa með Flóka gefist upp á því. Þaö er ekki önnur lausn en að annað hvort fer Flóki, eða ég og mitt hyski og músíkmafía, eins og Flóki kallar okkur og hann verb- ur þá einn eftir." Jón segir kórinn ekki vera far- inn að líta í kringum sig eftir verkefnum, enda séu þau næg. Hins vegar hafi kórinn haft fast- ar tekjur af því að syngja í Lang- holtskirkju, auk þess sem starfs- aðstaðan sé eins og hún gerist best og kirkjan sé frábært tón- leikahús. -PS Skordýr al- geng meb jólatrjánum Einitíta. Þab sagbi Erling Ól- afsson líffræbingur á Náttúru- fræbistofnun nafnið á „græn- um gesti" sem ungur maður fann skyndilega skríðandi á hálsinum á sér þar sem hann sat undir jólaskreytingu í fyrrakvöld. Erling segir jafnan töluverban fjölda skordýra og annarra smádýra berast hing- ab með jólatrjám og greinum erlendis frá. Mest beri á mar- íuhænum. Fyrsta einitítan barst Erlingi í hendur 1976 en alls eru þær nú orðnar vel á annan tug. Líklegast er ab finna þær í líf- viði „Thuja", frá Evrópulönd- um. Litlar líkur eru á að einitíta nái hér fótfestu. ■ Páll Pétursson félags- málaráöherra: Agentar gylla Danmörku Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir í viðtali við Tímann í gær að hann hafi áhyggjur af brottflutningi fólks til annarra landa. En rábherrann kveðst ekki Erling Ólafsson líffrœbingur á Náttúrufrcebistofnun var fljótur ab nafngreina fagurgrœna bjöllu sem honum var fcerb í gœr, enda tók hann sjálfur inn- felldu myndina af Einitítunni. Tímamynd: CS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.