Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. desember 1995
7
Um 26 þúsund manna fjölgun á íslandi s.l. áratug og öll á höfuöborgarsvceöinu:
Vestfirðingar ekki verið
færri síðan fyrir 1860
Þótt íslendingar séu aöeins um
1.000 fleiri en 1. des. í fyrra, hefur
fólki fjölgað um nær 2.100
manns á höfuðborgarsvæöinu.
I’etta viröist benda til aö fólks-
flóttinn frá landsbyggöinni sé
enn aö aukast. Utan höfuöborgar-
svæöisins býr nú heldur færra
fólk en fyrir áratug, þannig aö
tæplega 26 þúsund manna fjölg-
un á 10 árum er alla aö finna á
höfuöborgarsvæöinu, þar sem
íbúum hefur fjölgaö um tæplega
20%.
Fækkaö um 145 á ísafiröi
Utan Stór-Reykjavíkur hefur fólki
fækkaö í öllum landshlutum á
þessu ári, og flestum, sé litiö lengra
aftur. Vestfiröingum fækkaöi allra
mest, um 435 manns eöa tæplega
5%. Hefur fólksfækkun raunar aldr-
BÆIARMÁL
A
Kópavogur
Ákvebiö hefur veriö aö leita samn-
inga viö Austurbakka um kaup á
yfirborösefni á hlaupabraut á
Kópavogsvelli, meö lokuöu yfir-
boröi, en Austurbakki bauö lægst
miöaö viö slíkt yfirborö.
Bæjarráö hefur samþykkt aö
Kópavogsbær takist á þendur ein-
falda ábyrgö á lántökum Digra-
nesprestakalls aö fjárhæö 60 millj-
ónir króna til endurfjármögnunar
byggingarkostnaöar Digranes-
kirkju. Samhliöa þessum samningi
falla niöur einfaldar ábyrgöir bæj-
arins á skuldum Digranespresta-
kalls aö fjárhæö kr. 36 milljónir,
sem verba greiddar upp.
ei oröið meiri á einu ári þar eða á
nokkru öðru landsvæöi á þessari
öld. Athygli vekur að fólki hefur nú
fækkað litlu minna á ísafirði (rúm-
lega 4% eða 145 manns) en á
smærri stöðunum. íbúum Súöavík-
ur hefur til dæmis fækkað mun
minna, ef frá eru taldir þeir 14 sem
fórust í snjóflóðinu, eða um rúm-
lega 2% (7 manns), en tæplega 7%
aö þeim meötöldum. Hólmavík er
eini staðurinn þar sem íbúum hefur
fjölgað á árinu. Vestfirðingum hef-
ur fækkaö um rúmlega 12% á um-
liönum áratug, úr rúmlega 10.260 í
tæplega 9.020 manns, og hafa þeir
aldrei verib færri síöan fyrir 1860.
Skagamenn ekki færri
sí&an 1979
Vesturlandi og Norðurlandi
vestra hefur líka haldist afar illa á
sínu fólki, hvort sem litið er til 1%
fækkunar á árinu sem nú er aö
kveðja eða tæpiega 6% fækkunar
umliöinn áratug, m.a. á Akranesi
þar sem íbúar hafa ekki verið færri
síðan 1979.
Á Vesturlandi hefur fólki raunar
fækkaö öll ár nema eitt síöan 1983.
í sveitum á Snæfellsnesi og Dölum
hefur fólki fækkað um 20-25% á
áratug. Grundarfjörður (Eyrarsveit)
virðist eini uppgangsstaðurinn,
með hátt í 4% fjölgun í fyrra og
23% á áratug, auk þess sem Stykkis-
hólmur hefur haldið vel í horfinu
síðustu árin.
Á Ni. vestra hefur fólki fjölgað
um rúm 2% á árinu, og um rúmlega
1% á Sauðárkróki þar sem íbúar eru
nú 16% fleiri en fyrir áratug. En
veruleg fækkun hefur oröiö á flest-
um öörum stööum í kjördæminu
og íbúar þess nú um 600 færri en
fyrir 10 árum.
Um 60 Eskfir&ingar fóru
í fyrra
Alls gengu 316 manns atvinnu-
lausir í Kópavogi í október, þar af
voru konur 191. Sambærilegar
tölur fyrir septembermánuö eru
300 og 185.
•
Bæjarráb hefur samþykkt fjár-
stubning viö Hjálparsveit skáta í
Kópavogi, aö upphæð 200 þús-
und krónur, til kaupa á búnaöi
fyrir óveburs- og rústabjörgunar-
kistu.
•
Atvinnumálanefnd hefur sam-
þykkt að leggja til aö Kópavogs-
bær leggi 2 milljónir króna, sem
hluta af kynningarkostnaöi viö
sýningu og keppni í matvælaiðn-
aöi, sem haldin verbur í Smáran-
um dagana 15.-23. apríl næst-
komandi, en þetta er í þribja sinn
sem þessi sýning er haldin í Kópa-
vogi. í greinargerð meö tillögunni
kemur fram að Kópavogur sé aö
festa sig í sessi sem matvælabær,
sem ekki síst sé fyrri sýningum ab
þakka. í tengslum viö sýninguna
verbur haldin samnorræn nema-
keppni í matreiðslu og framleiðslu
og því fer vel á því aö farand-
keppnin verbi haldin í Kópavogi
nú á sama ári og nýr fagskóli mat-
vælagreina tekur til starfa í bæn-
um. I kostnaðaráætlun sýningar-
innar er gert ráb fyrir fjögurra
milljóna króna tekjum, en sex
milljóna kr. kostnaði, og því er
lagt til aö Kópavogsbær greibi
mismuninn.
Fólki fækkaði líka um 1% aö jafn-
aði á Austurlandi í fyrra; meira að
segja á Egilsstöðum, sem aldrei hef-
ur gerst síðustu 40 ár. Allra mest
fækkaði fólki á Eskifirði (tæp 6%) og
Seyðisfirði (rúm 4%) og hefur Seyð-
firðingum þá fækkað um fimmtung
á liðnum áratug. Nokkur fjölgun
varö að vísu á Fáskrúðsfirði, Reyöar-
firði, Djúpavogi og Hornafirði.
Síöustu tíu árin eru Egilsstaðir
meö 20% fjölgun og Hornafjöröur
með 15% fjölgun, en víðast hvar
annars stabar hefur fólki fækkað,
sums staðar um allt aö 10-20% á
áratugnum, en tæplega 3% í fjórö-
ungnum öllum.
Dalvík vinsælust
nyrbra ...
Fólksfækkun á Norðurlandi
eystra heyrir til undantekninga á
þessari öld, enda eru Nl. eystra og
Suðurland einu landshlutarnir utan
suðvesturhornsins sem hafa nú
heldur fleiri íbúa (um 3%) en fyrir
áratug, þrátt fyrir fækkun á yfir-
standandi ári.
Á Nl. eystra eru það einungis Ól-
afsfjörður og Akureyri sem hafa ör-
litlu fleiri íbúa en fyrir ári. Auk Dal-
víkur þar sem fólki hefur fjölgað
áberandi mest (rúmlega 11%), eru
þetta líka einu staöirnir í kjördæm-
inu þar sem fleiri búa nú en fyrir
áratug. Þingeyingum hefur hins
vegar fækkað stórlega undanfarin ár
og fólki í Eyjafjarðarsveit einnig.
1.300
1.100
Höíúðborgarsvæði Önnur Suður- Vestur- Vest- Norður- !and Norður- land Austur- Suður-
Reykjavík svf. nes land firðir vestra eystra land land
-500
... en Hverager&i sy&ra
Á Suðurlandi eru Selfoss og Þor-
lákshöfn einu staðirnir serh státa af
fleira heimafólki en fyrir ári. Rang-
vellingum hefur á hinn bóginn
fækkað um meira en 4% frá síðustu
jólum. Á liðnum áratug hefur Skaft-
fellingum fækkað um 12% og
Rangæingum um nærri 9%. I Vest-
mannaeyjum hefur fækkað um tæp
2% á þessu ári, en fólksfjöldi hins
vegar nokkurn veginn staöib í stað
síðasta áratuginn.
Árnesingum hefur fjölgað um
10% á áratugnum, þar af ailra mest
í Hveragerði um 19%.
Fólki fækkaði m.a.s. á . uburnesj-
um í fyrra, mest um tæplega 5% í
Sandgerði, en nokkrir hafa líka
kvatt Reykjanesbæ. Suðurnesja-
menn eru samt nærri 10% fleiri en
fyrir áratug.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000 GKR.
1976-2.fl. 25.01.96 - 25.01.97 kr. 14.908,40
1977-l.fl. 25.03.96 - 25.03.97 kr. 13.914,50
1978-l.fi. 25.03.96 -25.03.97 kr. 9.434,10
1979-l.fl. 25.02.96 -25.02.97 kr. 6.238,10
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00
1981-l.fl. 25.01.96- 25.01.97 kr. 246.108,00
1985-1.fl.A 10.01.96 - 10.07.96 kr. 71.975,10
1985-l.fl.B 10.01.96- 10.07.96 kr. 34.194,80**
1986-l.fl.A 3 ár 10.01.96 - 10.07.96 kr. 49.611,40
1986-1.fl.A 4 ár 10.01.96 - 10.07.96 kr. 57.021,90
1986-l.fl A 6 ár 10.01.96- 10.07.96 kr. 59.704,80
1986-1.fl.B 10.01.96- 10.07.96 kr. 25.219,90**
1986-2.fl.A 4 ár 01.01.96-01.07.96 kr. 46.740,60
1986-2.fi.A 6 ár 01.01.96-01.07.96 kr. 48.847,20
1987-l.fl.A 2 ár 10.01.96 - 10.07.96 kr. 38.742,80
1987-1 .fl.A 4 ár 10.01.96 - 10.07.96 kr. 38,742,80
1989-l.fl.A 2,5 ár 10.01.96 - 10.01.97 kr. 19.181,40
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. desember 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS