Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Austan gola og skýjab meb köflum. Sumsstabar dálítil snjókoma vib ströndina en annars þurrt. Frost 4 til 10 stig. • Faxaflói: Hæg austlæg átt. Skýjab meb köflum en víbast þurrt. Frost 4 til 15 stig. • Breibafjörbur: Hæg subaustlæg átt. Víbast léttskýjab. Frost 5 til 15 stig. • Vestfirbir: Hæg subaustlæg átt. Víbast skýjab og smáél á stöku stab. Frost 3 til 10 stig. • Strandir og Norburland vestra til Austfiarba: Hæg breytileg eba sublæg átt. Léttskýjab víbast hvar. Frost 10 til 25 stig. • Subausturland: Austan gola eba kaldi. Víba snjókoma, einkum þó vestan til. Frost 0 til 6 stig. Vestfíröir: íslandsflug í sjúkraflugið í gær var undirritabur fyrsti samningur sinnar tegundar þeg- ar heilbrigbisrábherra, sam- göngurábherra og framkvæmda- stjóri íslandsflugs gengu frá samningi ríkisins vib félagib um sjúkraflug á Vestfjörbum. Samn- ingurinn gildir frá ársbyrjun á næsta ári til júníloka 1997. Samkvæmt samningnum skuld- bindur íslandsflug sig til aö hafa flugvél og flugmenn á bakvakt, annaöhvort í Holti í Öndundar- firði eöa á ísafirði frá sólsetri til sólarupprásar. Þó aldrei síðar en klukkutíma eftir brottför síðustu áætlunarvélar og þegar veður hamlar lendingu. Þegar er búiö að ráða tvo staökunnuga flugmenn úr héraði til aö sinna þessu flugi til ab byrja með. Þá skuldbindur ís- landsflug sig til aö vera með a.m.k. tveggja hreyfla níu sæta flugvél, meö hleösludyr og útbúnaö fyrir staölaðan . búnað RKÍ til sjúkra- flutninga. En síðast en ekki síst verður vélin að geta hafiö sig til flugs og lent á 800 metra flug- brautum í fjórðungnum. í samningnum er einnig kveöið á um það aö útkallstími verði aldr- ei lengri en einn og hálfur tími. Þá Kvikmynda- safn íslands tók upp á því í gœrkvöld ab sýna gamla kvikmyndabúta á sýningar- tjaldi sem fest var upp á vort virbulega Alþingishús. Tilefnib var ab nákvœmlega 100 ár voru libin frá fyrstu formlegu kvikmyndasýn- ingunni. Á framhlib Alþingishússins í gœr libu áfram myndir af uppá- komum frá Austurvelli á árabilinu 1906-1950 en ab því loknu var arkab yfir í Rábhúsib þar sem stofnab var kvikmyndafrœbifélag. Á myndinni má sjá þegar tjaldib var sett upp. Tímamynd: CS mun íslandsflug hafa aögang að flugskýli Flugmálastjórnar á ísa- fjaröarflugvelli. Félagiö mun greiða leigu af skýlinu, en í gær hafði ekki verið gengiö frá leigu- upphæö. Samgönguráðuneytið tryggir ís- landsflugi 4,5 miljónir króna á árs- grundvelli í fasta greiöslu vegna þessarar þjónustu. Kostnaður vegna sjúkraflugs frá fjóröungnum til Reykjavíkur er eitthvaö um 100 þús. krónur en innifalið í verðinu er kostnaður viö aö koma lækni aftur til þess staðar sem hann starf- ar á, sé þess óskað. Tryggingaráöu- neytið greiðir viðkomandi kostn- aö nema í þeim tilfellum þegar flogiö er með sjúkling á milli sjúkrahúsa. í þeim tilfellum greiðir viðkomandi sjúkrahús áfallinn kostnað. -grh Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbis-og tryggingarábherra, Halldór Blöndal samgöngurábherra og Gunnar Þorvalds- son hjá Islandsflugi vib undirritun samnings um sjúkraflug á Vestfjörbum. Á ári hverju eru ab jafnabi um 100 sjúkraflug frá Vestfjörbum. Tímamynd: cs Einhliöo kvótaákvöröun Norömanna um veiöar úr norsk-íslenska síldarstofninum vekja hörö viöbrögö. Eyjar: Norömenn vilja enga samninga Sighvatur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöbvar- innar í Eyjum segir ab íslend- ingar eigi ab styrkja tengslin vib Færeyinga og auka síldar- kvóta landanna úr norsk-ís- lenska síldarstofnin í réttu hlutfalli vib þab sem Norb- menn hafa skammtab sér ein- hliba. Hann telur ab íslending- ar eigi ab veiba eins mikib og þeir geta úr stofninum og þröngva Norbmönnum þannig til samninga. Hann telur einnig að íslend- ingar eigi að veita Færeyingum umfram aðra einhvern kvóta úr eigin loðnukvóta í vetur sem þeir geta síðan veitt á venjulegum veiðisvæðum. Hann telur ein- sýnt að íslendingar geti ekki náð að veiða allan sinn kvóta úr því sem komið er á vertíðinni. Þá sé það ennfremur ljóst af ákvörðun Norðmanna að þeir hafa engan áhuga að ganga til samninga um veiðar úr norsk-íslenska stofnin- um. Aöspurður hvort það muni hafa einhver áhrif að Rússar voru ekki með í einhliða kvótaákvörð- un Norömanna, telur Sighvatur svo ekki vera. Hann segir að Rússarnir séu svo háðir Norð- mönnum að þeir geti ekkert gert. Búist er við að stjórnvöld muni þinga með hagsmunaaðilum í dag vegna þeirrar einhliöa ákvörðunar Norðmanna að skammta sér 725 þúsund tonna kvóta af einnar milljón tonna kvóta sem þeir ákváðu sjálfir fyrr í vetur. Auk þess er viðbúið að fundað verði um málið í utanrík- ismálanefnd. -grh Hlutafjárútboöi Haraldar Böövarssonar hf. nú lokiö: Söluverö 120 millj. kr. Hlutafjárútbobi Haraldar Böbv- arssonar hf. á Akranesi, sem hófst þann 6. desember síbastlibinn, er nú lokib og seldust öll bréfin á forkaupsréttartímabili sem lauk 27. desember. Heildarsöluverb bréfanna var 120 milljónir króna og seldust bréfin á genginu 2,40, en þab var Kaupþing hf. sem ann- abist útbobib. Þetta er í annað sinn á einu ári sem hlutafjárútboð fer fram í fyrir- tækinu og gekk það fyrra einnig mjög vel. Aætlanir gera ráð fyrir um 100 milljóna króna hagnaði á þessu ári og 60 milljóna hagnabi á næsta ári. Það er ætlun eigenda með hlutafjáraukningunni að treysta fjárhag fyrirtækisins, en Haraldur Böövarsson hf. er elsta starfandi út- geröarfyrirtæki landsins og stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. HB hf. gerir út einn frystitogara, tvo ísfisktogara, tvö loðnuskip, rek- ur frystihús og fismjölsverksmibju auk annarrar fiskvinnslu. Mebal- fjöldi starfsmanna er um 400 manns og launagreiöslur nema hátt á áttunda hundrað milljóna á ári. -PS Vesturgöturániö. Búnaöarbanki Islands: Milljón til höf- uös ræningjum Bankastjórn Búnaðarbanka ís- lands hefur ákveðið, að höfðu samráöi við Rannsóknarlögreglu ríkisins að veita verölaun aö fjár- haeð einni milljón króna fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku þeirra sem rændu Vest- urbæjarútibú bankans þann 18. desember síöastliöins. Eins og við sögðum frá í blaðinu í gær er rán- ið óupplýst og ekki virðast neinar haldbærar vísbendingar komið fram sem leitt gætu til handtöku. -PS Verkefnisstjórn um flutn- ing grunnskólans: Ljúkum vinnu okk- ar í janúar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem á sæti í verkefnisstjórn um flutning grunnskólans til sveitarfélaga segir ab vinna stjórnarinnar gangi eftir áætl- un og á von á ab henni ljúki í næsta mánubi. Unnið er ab breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og réttindi kennara. Kennarasamtökin, KÍ og HÍK, hafa lýst því yfir þeirri skoðun sinni að verði ekki búið aö ganga frá málum varðandi flutning grunnskólans fyrir 15. janúar nk. geti varla orðið af flutningnum 1. ágúst á næsta ári eins og stefnt er að. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir verkefnisstjórn um flutn- ing grunnskólans vera á sama máli og kennarar um ab ganga beri frá sem flestum lausum endum í janúar. Áætlun nefnd- arinnar miði að því að vinnunni ljúki áður en Alþingi komi aftur saman í lok janúar og sú vinna gangi samkvæmt áætlun. Vi- hjálmur segir fulltrúa kennara í verkefnisstjórninni ekki hafa gert neinar athugasemdir viö vinnubrögð hennar. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.