Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 29. desember 1995
NYJAR
BÆKUR
Skáld í
Rómaveldi
Mál og menning hefur sent frá
sér skáldsöguna Letraö í vindinn —
Þúsund kossar eftir Helga Ingólfs-
son.
Skáldsaga þessi er sjálfstætt fram-
hald verölaunaskáldsögu Helga,
Letrab í vindinn — Samsærið, sem
hlaut bókmenntaverölaun Reykja-
víkurborgar á síðasta ári. Hún kom
síðan út hjá Máli og menningu og
hlaut afar góðar viðtökur lesenda.
í þessari nýju bók leiðir höfundur
lesendur sína inn í heim Rómverja
á viðsjárverðum tímum skömmu
áður en Júlíus Caesar er myrtur.
Andrúmsloftið er lævi blandið og
gjörðir flestra í opinberu lífi stjórn-
ast af valdafíkn og fégræðgi. Margt
stórmennið kemur vib sögu, þar á
meðal Pompejus og Cíceró, auk Ca-
esars. Skáldinu Catúllusi og vinum
þeirra er fylgt í sorgum þeirra og
ástum, einkum þó ást skáldsins á
hinni spilltu og vergjörnu Klódíu
sem reynist örlagavaldur í lífi
margra.
í sögunni Letrab í vindinn — Þús-
und kossar tvinnast saman yfir-
gripsmikil þekking sagnfræðingsins
og frásagnargleöi höfundarins,
Helga Ingólfssonar, en hann hefur
um nokkurt skeib kennt sagnfræbi
vib Menntaskólann í Reykjavík.
Letrað í vindinn er 471 bls., unn-
in í Prentsmiðjunni Odda hf.
Margrét E. Laxness hannaði káp-
una. Verð: 3.880 krónur.
Nýstárleg
ljobabók
Komin er í verslanir ný ljóðabók,
sem mörgum kann aö þykja allný-
stárleg, bæði ab heiti og efni. Hún
nefnist Vandræður og hefur inni að
halda 50 stutt ljób, sem flest fjalla
um mismunandi merkingu orba.
Höfundurinn er Hallberg Hall-
mundsson, og er þetta sjöunda
frumsamda ljóðabók hans, en auk
þess hefur hann gefiö út tvær bæk-
ur þýddra ljóða.
Vandræður sínar kallar Hallberg
„vísur handa stálpubum krökkum
tíu til hundraö ára". í þeim leikur
hann sér að íslensku máli og orðum
þess á léttan og spaugilegan hátt,
sem hentað getur greindum börn-
um, en á þó'ekki síöur erindi til
hinna eldri. Hallberg er löngu
kunnur fyrir kímni í kvæðum sín-
um, en kaldhæðni þeirri, sem oft
hefur þótt áberandi í kveðskap
hans, örlar vart á ab þessu sinni.
Hér er það móðurmálið sem förinni
ræður, og vegir þess skerast oft með
næsta skringilegum og vandræðum
afleiðingum.
Bókin er 58 blabsíður og kostar
1.090 krónur. Útgefandi er Brú, en
Stensill hf. framleiddi.
/
Isbjarnarljóó
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér ljóbabókina hvítur ísbjörn
eftir ísak Harðarson. Þetta er ní-
unda bók ísaks, en áður hefur hann
sent frá sér sjö ljóbabækur og eitt
smásagnasafn.
hvítur ísbjörn skiptist í þrjá hluta
sem nefnast: svartur ísbjörn, glefs-
andi rennilás og hvítur ísbjörn. í
bókinni eru ekki eingöngu ný ljóð,
heldur er þar einnig ab finna eldri
ljóð, en í n.k. eftirmála segir höf-
undur: „... það er svo undarlegt að
þegar ég hafði rimpað allt saman,
reis það upp og kvaðst vera alvöru
ísbjörn! Og þar sem ég gat varla
fengið mig til ab láta svæfa hann,
var nú aðeins um tvennt að velja:
Að hafa hann læstan í búri þab sem
eftir vær — eba að sleppa honum út
og vona að lesandinn væri ekki allt
of veibiglaður. Vonandi ratar
bangsi heim til sinna — ef einhverj-
ir eru."
Síðasta bók ísaks Harðarsonar,
Stokkseyri, vakti mikla athygli og
lof fyrir frumleika og sjaldséða fág-
un á nútímaljóðformi. Þessi nýja
bók mun ekki síður gleðja ljóba-
unnendur, ljóðin í henni eru fjöl-
breytt ab efni og formi, en fyrst og
fremst vandaður skáldskapur eftir
eitt athyglisverðasta skáld okkar.
hvítur ísbjörn er 88 bls. Margrét
E. Laxness gerði bókarkápu, en mál-
verk á kápu er eftir Kötlu ísaksdótt-
ur. Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda hf. og hún kostar 1.680
kr.
Kristjana E. Gubmundsdóttir.
Vönduö
ljóöabók
Út er komin ný ljóðabók,
Ljóðgeislar, eftir Kristjönu Emil-
íu Guðmundsdóttur.
Ljóðin eru bæði í hefð-
bundnu og óhefðbundnu formi
og fjalla um ýmis mál hins dag-
lega lífs. Þetta er þriðja ljóðabók
höfundar.
Grímur Marínó Steindórsson
gerði myndir við ljóðin.
Bókin er 64 síður, litprentuð
og vönduð í frágangi. Asútgáf-
an, Akureyri gefur bókina út.
Hún kostar 2.200 krónur. ■
Góö bók fyrir byrjendur
John Hedgecoe:
Allt um myndbandstöku.
Útgefandi: Setberg.
Bókin „Allt um myndbands-
töku" er þörf bók. Myndbands-
tökuvélar eru til á fjölda heim-
ila, en til þessa hefur engin bók
veriö til á íslensku sem leiðbein-
ir um notkun þessara véla. í
bókinni er bæði farið inn á
tæknileg atriði og listræn, sem
gefur henni aukið gildi.
Bókin hentar vel byrjendum í
myndbandstöku sem hyggjast
nota vélina til heimanota, en í
henni er einnig farið inn á atriði
eins og kvikmyndahandrit,
tæknibrellur og val á tökustöö-
um. Hún getur þannig einnig
nýst þeim sem vilja spreyta sig á
aðeins flóknari verkefnum, en
er þó varla nógu ítarleg til að
geta gagnast þeim sem þegar
BÆKUR
GUÐFINNA KRISTJÁNSDÓTTIR
hafa reynslu af slíku.
Höfundur bókarinnar, John
Hedgecoe, er ljósmyndari og
kemur þaö víða fram í ráðlegg-
ingum hans. Hann leggur t.d.
mikiö upp úr myndbyggingu,
tökustöðum og sjónarhornum,
sem er mörgum áhugamynda-
tökumanninum eflaust þörf
lesning.
Bókin er sérstaklega gagnleg
að því leyti að í henni eru tekin
fyrir þau tækifæri sem flestir
festa á myndband. Fjallað er um
myndatöku við brúðkaup,
myndatöku í veislu, hvernig
mynda á börn, myndatöku í or-
lofsferðum o.s.frv.
Örnólfur Thorlacius þýddi
bókina og hefur honum tekist
að koma henni yfir á lipurt mál,
þrátt fyrir mörg tækniheiti. Bók-
in er fallega upp sett, í henni eru
margar ljósmyndir notaðar til
stuðnings við textann.
Helsti veikleiki bókarinnar er
að í henni er farið yfir mjög vítt
svið í ekki mjög löngum texta.
Útskýringarnar verða því sum-
staðar yfirborðskenndar og
kannski frekar til að vekja til
umhugsunar en sem fullgildar
leiðbeiningar. Það er hins vegar
um leið sennilega helsti kostur
bókarinnar, þ.e. að fá þá sem
eiga og nota myndbandsvél til
að nota hana markvisst og huga
að sjónarhorni vélarinnar ekki
síður en þeir væru með ljós-
myndavél. ■
Nýtt kennslumyndband:
Ab læra á tölvu
Hagavík hf. hefur gefið út mynd-
band sem ber heitið „Aö læra á
tölvu". Myndbandið er ætlað þeim
sem hafa lítið komið nálægt tölv-
um, en vilja læra grundvallaratriðin
og öðlast nauösynlega grundvallar-
þekkingu. Myndbandið, sem er 70
mínútur að lengd, er íslenskt og
ætlaö fólki á öllum aldri. Á mynd-
bandinu er innri virkni tölva út-
skýrð auk þess sem notkun tölva er
kennd á auðskiljanlegan hátt. Á
kápu myndbandsins kemur fram að
allir geti lært á tölvu og að mynd-
bandið geri sjálfsnám aðgengilegt
fyrir hvern og einn. Sú staðreynd að
kennslan er á myndbandi gerir að
verkum að sá, sem hyggst kynna sér
tölvur á þennan hátt, getur sjálfur
stjómað námshraða og yfirferð, auk
þess sem auðvelt er að rifja upp efn-
ið hvenær sem er, ef því er að
skipta.
A myndbandinu er fjallað um
notkun Windows-stýrikerfisins,
auk þess sem notkun og tilgangur
algengustu hugbúnaðarkerfanna er
útskýrður. Fjallað er um mögulegan
jaðarbúnað sem notaður er í tengsl-
um við tölvur, s.s. gagnadiska,
prentara, módem, myndskanna og
fleira. Einnig er fjallað um hið svo-
kallaða Alnet (Internet) og hvernig
hægt er að tengjast því. Á mynd-
bandinu er fjallað um hvað ber að
hafa í huga við kaup á tölvum,
hvernig eigi að tengja nýja tölvu og
gangsetja. Fjallað er um öryggismál
tengd tölvum og í því sambandi er
varpað Ijósi á tölvuvírusa og hvern-
ig eigi að varast þá. Að auki inni-
heldur myndbandið upplýsingar
um þær leiðir sem hægt er að fara
við áframhaldandi þekkingaröflun
á tölvusviðinu.
Á myndbandinu eru notaðar
skemmtilegar samlíkingar til að út-
skýra tæknileg atriði. Þannig öðlast
áhorfandinn skilning á efninu út
frá hlutum sem hann þekkir úr dag-
legu lífi. Þetta gerir að verkum að
allir geta öðlast skilning á því sem
fjallað er um og efnið er langt frá
því að vera þurr tæknileg umfjöll-
un.
í þessu sambandi birtist styrkur
sjónvarpstækninnar, því hljóð og
mynd eru notuð til að gæða efnið
meira lífi en hægt er með öðrum að-
ferðum.
Kannanir á Norðurlöndum hafa
sýnt fram á ab tölvunám meö bjálp
myndbanda skili allt að 70% meiri
árangri en hefbbundin tölvu-
kennsla. Sé þetta rétt, verbur að
telja ab hér sé á fcrðinni afar áhuga-
verður kostur fyrir þá sem vilja öðl-
ast þekkingu á tölvum á þægilegan
hátt í rólegheitum, fyrir framan
sjónvarpið heima í stofu. ■
Saga Selfoss:
Karlar í brúnni og hásetar
Um þessar mundir er að koma
út annað bindið af Sögu Selfoss,
sem Guðmundur Kristinsson
rithöfundur á Selfossi hefur
skráð. Fjallar bókin um tímabil-
ið frá 1930 til 1960, sem er
mesta mótunar- og uppvaxtar-
skeið byggðarlagsins. Segir frá
því hvernig byggðin óx frá því
aö vera fáein hús í að verða
þróttmikið byggðarlag, með til-
þrifamiklu athafnalífi og
blómstrandi mannlífi.
Ekki verður annað sagt en
Guðmundi Kristinssyni takist
nokkuð vel til í frásögn sinni,
sem nær yfir 387 blaðsíður og
þar sem á 13. hundrað manns.
koma við sögu. Einkar fróðlegur
er kaflinn um hersetu Breta á
Selfossi í síðari heimsstyrjöld og
hann má um margt teljast ein-
stakur. Á stríösárunum hafði
fjölmennt setulið aðsetur á Sel-
fossi og eins í Kaldaðarnesi í
Flóa, sem er skammt frá. Her-
menn voru álíka margir á Sel-
fossi og íbúar þar, og við Ölfus-
árbrú var alþjóðlegt andrúms-
loft ríkjandi. Hefur höfundi tek-
BÆKUR
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
ist að afla margra mynda sem
tengjast hersetunni, meðal ann-
ars frá hermönnum sem voru á
Selfossi og einnig úr erlendum
skjala- og myndasöfnum.
Löngu máli og ítarlegu er var-
ið í frásagnir um Kaupfélag Ár-
nesinga og Mjólkurbú Flóa-
manna, en þessi tvö fyrirtæki
voru og eru enn meginstoðir at-
vinnulífs á Selfossi. Ef til vill
orkar tvímælis í bók sem þessari
að tilgreina hverjir hafi unniö í
einstökum deildum þessara fyr-
irtækja og þá hve lengi. Slíkt eru
smáatriði sem sagnaritarar eiga
ekki að elta ólar við. Hinsvegar
þykir mér fróðlegra að lesa um
að með flutningabílum KÁ og
MBF mátti ekki flytja annan
varning, kæmi hann frá keppi-
nautum þessara fyrirtækja, og
annaö lesmál en Tíminn og
Samvinnan var ekki flutt.
Mogginn varð að fara með öðr-
um leiðum. Og það er einmitt
þetta sem mér finnst þurfa
meira af í sögu þessari — punkta
sem lýsandi eru fyrir tíðaranda
áranna 1930 til 1960.
í Sögu Selfoss er sagt frá því
á dekki
hvernig hin opinbera þjónusta
komst á legg og óx fiskur um
hrygg, s.s. læknisþjónusta,
sýsluskrifstofa, löggæsla og
fleira. Þá er fjallað um greiða-
sala, kvikmyndasýningar, for-
setaheimsóknir og fleira. Er ítar-
lega sagt frá þeim einstaka at-
burði í september 1944, þegar
Ölfusárbrú hrundi og tveir bílar
fóru í ána. Björguðust báðir bíl-
stjórarnir, annar á nánast ævin-
týralegan hátt.
Sem fyrr segir koma á 13.
hundraö manns við sögu í bók
þessari, og í nafnaskrá má sjá aö
það fólk kemur úr öllum geirum
mannlíísins. Ég sagði hér að
framan að tvímælis kynni að
orka þegar tilgreint væri hve
lengi einstakir starfsmenn
hefðu unnið hjá tilteknum fyr-
irtækjum. En kannski er þab
meinloka hjá mér. Kannski er
stóri kosturinn við Sögu Selfoss
að höfundurinn, Guðmundur
Kristinsson, dregur fram í dags-
ljósið allar persónur í leikriti
lífsins, bæöi karlana í brúnni og
hásetana á dekkinu. ■