Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 29. desember 1995 Mismunandi alvarleg hneykslismál, allt frá ónákvœmni meö greiöslukort til morö- mála, ganga eins og faraldur yfir „pólit- ísku stéttina" í Evr- ópu Oft hefur verið sagt eitt- hvaö á þá leið að ekki sé það tekiö út með sældinni aö vera háttsettur í stjórnmálum, en kannski hafa einhverjir haldið að evr- ópskir stjórnmálamenn lifðu til þess að gera öruggu lífi, miðað við starfsbræður þeirra í ýmsum heimshlutum öðr- um. En nú í árslokin heyrist að einmitt stjórnmálamenn Evrópu séu almennt í döpr- um hug. Með hliðsjón af því, sem yfir marga af þeim hefur gengið á árinu sem er að líða, kváðu þeir vera farnir að ganga út frá því sem gefnu aö hlutskipti þeirra geti með litl- um fyrirvara orðið stöðvun framaferils ásamt með minni eða meiri álitshnekki, ef þá ekki bíði þeirra á næsta Ieiti þungur fangelsisdómur. Mona Sahlin hafði að baki talsverða reynslu í stjórnmál- um, var ung af stjórnmála- manni að vera (tæplega fertug), leit vel út, var talin dugleg og velviljuð. Þar sem hún var þar að auki varaformaður sænskra jafnaðarmanna, þótti ekki nema eðlilegt aö hún tæki við formennsku flokksins og for- sætisráðherraembætti af Ingvari Carlsson. En svo komst upp að dregist hafði hjá henni aö borga stöðumælasektir og að hún hafði notað greiðslukort sem hún haföi á vegum hins opin- bera til að borga reikninga fyrir sjálfa sig. En vel að merkja ekki nema til bráðabirgða, því að á endanum hafði hún borgað þá reikninga sjálf. En þessi óná- kvæmni hjá henni þótti svo al- varlegt mál að hún sá sér engan kost vænni en að hætta viö að verða eftirmaður Carlssons. Tvær konur sem föbmubust Kröfurnar, sem gerðar eru til siðferðis stjórnmálamanna, eru mismunandi eftir Evrópulönd- um. Kæruleysi af því tagi sem Mona Sahlin lét sér veröa á myndi t.d. varla komast í blöð- in á Ítalíu. Enda er Giulio Andreotti, einn áhrifamestu Major og González: ástahneyksli og morömál eru þeim til vandrœöa. Eins og laufin á haustin Juppé: hefur ekki náö sér í skoöanakönnunum. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON stjórnmálamanna landsins á síðari hluta aldarinnar, fyrir rétti, ákærður m.a. fyrir að hafa fyrirskipað morð á blaðamanni. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra þar fyrir skömmu, er und- ir ákærum fyrir að hafa mútað skattaeftirlitsmönnum. Bettino Craxi, annar af helstu stjórn- málamönnum Ítalíu kalda- stríðstímans, hefur verið fund- inn sekur um spillingu. „Allir eru sekir," lét hann hafa eftir sér nýlega. „Allir vissu það. Enginn sagði neitt." í Bretlandi verða stjórnmála- menn að gæta sérstakrar siða- vendni í ástamálum, en í flest- um öörum Evrópulöndum eru menn ekki eins kröfuharðir í garð stjórnmálamanna í þeim efnum. í Hollandi og skandina- vískum löndum hefur samkyn- hneigt fólk verið í ráðherraemb- ættum án þess að það þætti sér- stakt tiltökumál. En í Grikk- landi ætlaði allt vitlaust að verða af hneykslun, er kona Andreasar Papandreú forsætis- ráðherra sást á mynd í innileg- um faðmlögum við aðra konu. Og er þó sennilegt að samkyn- hneigð sé öllu algengari þar- lendis en er í Norður-Evrópu. Hneykslismál hafa elt franska stjórnmálamenn á röndum frá því fyrir tveimur árum, er Pierre Beregovoy, fyrrum forsætisráð- herra, réð sér bana er upp komst um sambönd hans við spilltan kaupsýslumann. Núverandi for- sætisráðherra þar, Alain Juppé, komst í hann krappan er upp komst að hann haföi útvegað fjölskyldu sinni íbúð með góð- um kjörum, og neytt til þess að- stöðu sinnar sem fjármálastjóri Parísar. Hann hefur ekki náð sér í skoðanakönnunum eftir það. Fyrrverandi franskur ráð- herra, Alain Carignon, var í s.l. mánuöi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa þeg- iö fjárfúlgu mikla í mútu frá fyr- irtæki, sem hann lét í té vatn- sveituna í Grenoble til einka- væðingar. Dæmdur öbrum til vibvörunar? í úrskurði réttarins stóð að þar eð Carignon væri opinber embættismaður, væri glæpur hans með alvarlegasta móti. Sjálfur gaf hann í skyn að hann væri ekki sekari en margir aðrir stjórnmálamenn og hefði verið dæmdur fyrst og fremst hinum til viðvörunar. Á Spáni riðar sósíalistastjórn Felipe González undir ásökun- um um sambönd við hryðju- verkamenn, sem myrtu Baska sem grunaðir voru um hryðju- verk. Nokkrir háttsettir emb- ættismenn þarlendir hafa bug- ast undir þrýstingnum frá þeim málurn og sagt af sér. Belginn Willy Claes varð að segja af sér starfi framkvæmda- stjóra NATO í haust, út af ásök- unum um að hann væri flæktur í mútumál. Hann fullyrðir að hann hafi ekkert vitað um fjár- fúlgur þær gríðarháar, sem vopnasalar borguðu belgískum stjórnmálamönnum meöan hann var þar í embætti. „Er hægt að kalla þetta annað en pólitískt morð?" sagði Claes er hann tilkynnti afsögn sína. „Þið sjáið hvernig það er í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og annars staðar. Jafnskjótt og stjórnmálamaöur er ásakaður er búið að úrskurða hann sekan." í fyrrverandi kommúnista- ríkjum er eitt þaö versta, sem fyrir stjórnmálamenn getur komið um þessar mundir, aö verða fyrir ákærum um að hafa notað hleranir gegn pólitískum andstæðingum. Ætla má að það séu að einhverju leyti timbur- menn frá KGB- fortíðinni. í Eistlandi féll ríkisstjórn í októ- ber, mikiö til út af slíku máli. Lennart Meri Eistlandsforseti sagði af því tilefni aö „lýöræði landsins væri í hættu". Breskir þingmenn eru lausari vib kröfur um að þeir geri ná- kvæma grein fyrir fjárreiðum sínum en margir abrir í þeirri stétt. En sem fyrr segir er ástalíf þarlendra stjórnmálamanna þeim mun meira undir smá- sjánni. Stjórn Johns Major hef- ur oröið fyrir hverju áfallinu af öðru af þeim sökum. Hneykslismál af margvísleg- asta toga, sem eiga þaö helst sameiginlegt að verba stjórn- málamönnum aö fótakefli, eru að ýmissa fréttaskýrenda mati orðinn alevrópskur faraldur. „Frá Eystrasalti til Miðjarðar- hafs skjálfa stjórnmálamenn á beinunum og falla eins og haustlauf," skrifar Stephen Kinzer í The New York Times. Langtímafjárfesting í flugeldum Hvernig sem einstaklingar eða fyrirtæki ákveða að verja fé sínu, skiptir það þjóðfélagið máli í hvað eytt er. Það skiptir máli hvort keypt er íslenskt eöa erlent, dýrt eða ódýrt. Sem betur fer hefur áróöur um skynsemi í fjárfestingum og neyslu haft nokkur áhrif á síö- ustu misserum. Hugsað er um arðsemi þegar fé er lagt í fjárfest- ingar og æ fleiri velja íslenskt, ef gæði og verö eru sambærileg viö það sem erlent er. Það hefur ekki alltaf verib svo. Skýr dæmi um vitlausa fjár- festingu þekkjum vib allt of vel. Oft er farið af stað með látum og lítilli fyrirhyggju ef hugmyndin virðist góð á pappírnum. Þannig var lagt stórfé í fisk- eldi, sem út af fyrir sig er skyn- samlegt, en að fara af stað af miklu kappi en engri forsjá hlaut að leiða til þess sem varð. Eins var með lobdýraræktina. Of margir fóru af stað og án þess að undirbúningur væri nægur og því fór sem fór, þótt nú sé bjart framundan í báðum þess- um greinum, bara ef nógu var- lega er fariö. Það var sem sé engin vitleysa að reyna, bara ef rétt hefði verið að verki staðiö. Stundum er nauðsynlegt að leggja í nokkurn herkostnað þegar brydda skal upp á ný- breytni og dýrar rannsóknir eða tiiraunir eru taldar sjálfsagður liður í rekstraráætlunum stórfyr- irtækja. Ég vona að íslendingar hafi að Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE minnsta kosti dýrmæta reynslu af fyrrgreindum dæmum um hvernig standa eigi að nýjung- um í atvinnulífi. Ef reynslan sit- ur eftir má nefnilega meta hana til heilmikilla verðmæta. Oft er fárast yfir því að íslend- ingar eyði óhóflega í skotfæri um áramót og nefndar um það himinháar tölur. Víst er það, að mikil er ljósadýrðin víða um land á gamlárskvöld og hér í Reykjavík má segja að himinn- inn logi um miönættið. Orbum mínum í dag beini ég til þeirra sem hneykslast á kostnaðinum viö þessa miklu skrautsýningu. Vitið þiö, að fimmtungur þess fjár sem eytt er í flugelda er virð- isaukaskattur til sameiginlegra þarfa okkar allra? Vitið þið að þegar varan er flutt til landsins frá Austurlönd- um, er lagður á hana 10% tollur sem rennur í sameiginlega sjóbi okkar allra? Og gerið þiö ykkur grein fyrir að flestir þeir sem selja flugelda leggja alla álagninguna í ung- menna- og annað þjóðþrifa- starf? Ég get sagt ykkur að íþróttafé- lögin, eins og mitt gamla góða KR, gætu ekki sinnt æskunni af þeim krafti sem gert er án hagn- aðar af flugeldasölu. Og af því að fjárfesting er nokkuð sem helst á að skila sér þótt seint sé, má benda á ab ferðamannastraumur til lands- ins um áramót hefur sífellt fariö vaxandi vegna þess ævintýris sem menn hafa upplifað og einkum má rekja til stórfengleg- ustu flugeldasýningar sem um getur. Það má því með sanni segja að eyðsla í flugelda skili sér nú hin síðari ár sem tekjur af ferðamönnum og auglýsing fyr- ir land og þjóð. Ég óska ykkur ánægjulegra áramóta og brýni fyrir öllum að fara varlega, svo nýja áriö verði öllum til gleði. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.