Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1995, Blaðsíða 5
Föstudágur 29. desember 1995 5 Af langvinnum dauba Don Juans Þjóbleikhúsib: DON JUAN e&a Steingest- urinn eftir Moliére. Þý&ing: Jökull Jak- obsson. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Tón- list: Faustas Latenas. Leikmynd og bún- ingar: Vytautas Narbutas. Lýsing: Björn Bergsteinn Cu&mundsson. A&sto&arleik- stjóri og túlkur: Ásdís Þórhallsdóttir. Frumsýnt á Stóra svi&inu 26. desember. Áreiöanlega bíða ýmsir leiklist- arunnendur þess meö eftir- væntingu aö sjá Don Juan í Þjóðleikhúsinu, sýningu sem Litháinn Rimas Tuminas setur á sviö ásamt samlöndum sínum tveimur, leikmyndahönnuöi og tónskáldi. Þessir þrír stóöu fyrir eftirminnilegri sýningu á Má- vinum eftir Tsjekhov fyrir tveimur árum, sem sýndi okkur verk hins rússneska snillings al- veg í nýju ljósi. Og hvaö þá um þessa sýningu á Don Juan? Vissulega er hún sérstæð og persónuleg af hálfu leikstjórans, sem er frumlegur og skapandi leikhúsmaöur, eins og sjá mátti af Mávinum. Ytri umgjörðin er mjög fagmann- leg, leikmyndin fagurlega mót- uð og notkunin á leikrýminu einkar hugvitssamleg. Þá undir- strikar tónlistin anda sýningar- innar á smekkvíslegan hátt. Þetta er því viðburður sem ástæöa er fyrir leikhúsáhuga- menn aö gefa gaum aö. En — þessi viöamikla sýning veldur vonbrigðum. Kannski er búið aö kynda upp of mikla eft- irvæntingu eftir Mávinn. Og hvers vegna er Tuminas feng- inn til að setja upp einmitt Don Juan? íslenskir leikhúsgestir hafa tæpast forsendur til aö meta nýstárlega túlkun á þessu verki, þaö hefur ekki veriö sett á sviö í Reykjavík aö ég ætla. Þýð- ing Jökuls Jakobssonar sem hér er notuð — og er einkar lipur og munntöm — var gerö fyrir Leikfélag Akureyrar og mun hafa verið leikin nyrðra, en þá sýningu sá ég ekki. Tuminas leikstjóri er sem sé í meövituðu andófi gegn hefð- bundnum leikstíl, í þessari sýn- ingu sem Mávinum. Hann sæk- ist eftir aö slá tóna í sýningum sínum sem eru í ósamræmi viö þaö sem við eigum aö venjast, draga fram og skerpa hliðar sem fyrri túlkendur hafa horft fram- hjá, hann leikur sér aö verkinu býsna frjálslega. En til aö meta túlkun sem þessa þarf áhorf- andinn sem sagt að búa yfir þekkingu sem tæpast er til að dreifa um Don Juan, aö minnsta kosti ekki á sama hátt og um verk Tsjekhovs. Þaö hefur komið fram í blöð- um aö meginatriði í túlkun Tuminas er sú sýn sem hann hefur á Don Juan annars vegar og Sganarelle hins vegar, — enda eru þeir vitaskuld burðar- ásar verksins. „Ég lít á Don Juan sem mikinn mann með stóra sál," segir leikstjórinn. „Hann er listamaður og eilítiö á skjön viö samfélagið, í baráttu viö meðalmennskuna sem birtist í Sganarelle. En hann hefur ör- litla trú og um þetta örlitla veröur sýningin aö vera. Hún veröur líklega jafnstór og þessi örlitla glæta sem Don Juan sér." Tragidía leiksins er svo sú aö stórmenniö Don Juan ferst og smámennið Sganarelle tekur sess hans. Þetta er athyglisvert sjónar- mið og gengur í berhögg við þaö heföbundna og líklega þá hugsun sem vakti fyrir höfund- inum á sinni tíö. í raun er það alveg í samræmi viö ríkjandi nútímahugsunarhátt þar sem siðaprédikunum er vísaö á bug, sérhyggjan leidd í öndvegi, hinn frjálsi einstaklingur veg- samaöur. En sú er þverstæöan aö þetta er gert í skugga þess al- veldis múgmennskunnar sem hvarvetna blasir viö í þjóðfélag- inu og fjölmiðlarnir dekra við. Þeir eru margir sganarellarnir sem skríöa fyrir valdinu svo lengi sem þeir hafa af því ágóöa, en hika ekki viö að ger- ast líkræningjar þegar ógnvald- urinn er dauður. „Launin mín, launin mín!" hrópar Sganarelle þá, íklæddur búningi Dón Ju- ans, og það verða lokaorð leiks- ins. Satt að segja er þetta verk mengað mannfyrirlitningu. En lítum á Don Juan, hinn mikla mann með stóru sálina, siðleysingjann, flagarann, þennan mann sem fer um sam- félag manna líkt og eyöandi eldur til þess eins aö brenna að síðustu upp í loga sem honum er sendur úr h e 1 h e i m u m. Þaö blasir við frá fyrsta and- artaki aö Don Juan er dauð- anum merktur, — hann er þeg- ar dauður. En samt verður hann aö miðla einhverju lífi, ein- hverjum neista, sem geti gert manni skiljanlegan feril hans, áhrifavald hans gagnvart kon- um. Þaö bregst, í sýningu Þjóö- leikhússins skorti Don Juan al- veg lífsneistann. Jóhann Sig- urðarson var eins og vofa eöa steingervingur alla sýninguna, þunglamalegur, lífsþreyttur, útkulnaöur. Alveg þangað til undir lokin þegar Don Juan finnur dauðann nálgast og fiyt- ur sína meitluöu ræðu um hræsnina sem stjórnar heimin- um. Sýningin hlýtur aö eiga að leiða í ljós aö lífsþorstinn hafi þrátt fyrir allt veriö hreyfiafl þessa siðlausa, trúlausa aöals- manns á grafarbarmi. Sú jafn- vægislist tekst ekki og fyrir bragöið dettur sýningin sjálf dauð niður á löngum köflum. Kannski hafa leikararnir ekki tekið nógu fast í strenginn á móti leikstjóranum. í því við- tali sem fyrr var vitnaö til ber hann lof á fagmennsku leikar- anna, en telur þá stundum of undirgefna! Sigurður Sigurjónsson leikur Sganarelle og gerir þaö vel; ber- sýnilega eru þeir Jóhann Sig- uröarson samvaldir í hlutverk húsbónda og þjóns, eöa kon- ungs og hirðfífls sem þeir minna nokkuð á. Annars eru skoptaktar Siguröar orðnir nokkuö kunnuglegir, styrkur hans liggur í hreyfingum og ýmsu látbragði, þar sem radd- beiting hans og framsögn er aldrei nógu góð. Það verður ekki nógu ljóst hvers vegna Sganarelle er sá sterkari í þessu spili eins og leikstjórinn telur, samkvæmt því sem eftir hon- um er haft. I þessu meginatriði er sýningin því óskýr og hinn hægi og þunglamalegi leikstíll verður ekki til að skerpa þessar aðstæður fyrir áhorfandanum. Fyrir utan þessa tvo sem nefndir voru eru allmargir leik- endur í sýningunni og hér má sjá hreinan stjörnuleik. Nefni ég þar fyrstan Ingvar E. Sig- urðsson í hlut- verki Don Carlosar, bróð- ur Elvíru sem Don Juan sveik. Hann er í hefndarhug, en verður fyrir því að sá sem hann ofsækir bjargar lífi hans. Ingvar stelur senunni alveg meðan hann er á sviöinu. Edda Heiðrún Backman lék Elvíru á frumsýningu. Hún er hin þekkilegasta og búningar hennar fagrir og íburðarmiklir, enda eru búningar jafnt og leik- mynd einkar smekkvíslegir og stílhreinir. Hjálmar Hjálmars- son leikur Gysman þjón henn- ar og er látinn skríða um sviðiö eins og hundur, upphafsdæmi mannfyrirlitningarinnar sem markar verkið. — Annaö dæmi hennar er herra Dimanche kaupmaður, lítill brjóstum- kennanlegur karl sem Þórhallur Sigurðsson býr til skemmtilega smámynd úr. Gaman að sjá Þórhall nú á sviðinu, en hann hefur gert leikstjórn að sérgrein sinni eins og menn vita. — Helgi Skúlason Ieikur Don Lou- is, fööur Don Juans, af öldur- mannlegum virðuleika. Hér kemur líka við sögu sveitafólk sem Don Juan kemst í einhvers konar kynni við á ferðum sínum. En þar gerist þó það atriði sem lífgaði mest upp á þessa löngu og hægu sýningu, annar stjörnuleikur í sýning- unni. Þar eru elskendur í sveit- inni, hinn málgefni fjasari Pi- errot sem Hilmir Snær Guðna- son leikur og Charlotte sem Ól- afía Hrönn Jónsdóttir leikur. Hilmir Snær bætir hér dálítilli rós í hnappagat sitt, — þessi ungi leikari er með ólíkindum öruggur í ólíkum hlutverkum. Skopgáfa Ólafíu Hrannar er al- þekkt og saman búa þau til bráöfyndið atriði, þar sem þau fara með samtal sitt þrisvar sinnum með ágætum látbragðs- leik. Þetta atriði er í fyrri hluta sýningarinnar. í seinni hluta er ekkert sem lífgar upp á og verð- ur hún þá beinlínis langdregin og þreytandi, þrátt fyrir ýmis haganleg sviðsbrögð, eins og þegar þeir félagar koma í graf- hýsið og sjá hreyfast styttu þess aðalmanns sem Don Juan drap. Enda heyrðist mér leikhúsgestir teknir ab lýjast nokkuð og sljóvgast um það er lauk, eftir þrjá og hálfan tíma með hléi. Það er enginn vafi á að Þjóð- leikhúsinu er fengur að því að fá frumlegan útlendan leik- stjóra til starfa og láta hann reyna á þolrif leikara hússins eins og hann gerir hér. Stefán Baldursson þjóbleikhússtjóri segir skemmtilega frá kynnum íslenskra leikhúsmanna við Rimas í leikskrá — og leikskráin á reyndar sérstakt lof skilið, full af athyglisverðu lestrarefni. Rimas Tuminas hefur sagt að hann túlki í sýningunni kreppu hins miðaldra manns. Don Ju- an var drepinn þótt hann hefði ekki gert neitt illt, segir leik- stjórinn. „Líklega hef ég syndg- að meira, en samt er ég á lífi!" Svona lagaðar persónulegar pæ- lingar geta verið hugtækar út af fyrir sig, einkum fyrir þá sem orönir eru mibaldra, en annað mál er hvort eða hvemig þær skila sér í sýningu á klassísku verki eins og þessu leikriti Moliéres. Kannski ætti leikstjór- inn frekar að semja leikrit sjálf- ur? Viö getum litið á sýningu Don Juans sem skáldskap leik- stjórans og næst lagi aö skoða hana í því Ijósi. Og víst er skiln- ingarvitunum hér sitthvað fag- mannlega til rétta veitt, þótt borðhaldið reyni töluvert á þol- inmæbina. LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON FÖSTUDAGS PISTILL ÁRAMÓT í KLÓM FLUGRÆNINGJA Pistilhöfundur hitti llluga Jökulsson á hraöferö um Austurstræti undir mið- nætti á gamlárskvöldi fyrir nokkrum árum og leitabi lllugi að staðnum þar sem árarnir höfðu mælt sér mót klukkan tólf. Þessi orbaleikur skálds- ins rifjast stundum upp fyrir pistilhöf- undi um áramót og almanaksárið líð- ur í aldanna skaut ásamt bókhaldsári, fjárlagaári og öbrum árum hagfræb- innar. Helstu gjalddagar þjóðfélagsins eru bundnir við dagana um mánaöa- mót og þá er álagið mest á stofnun- um og fyrirtækjum sem afgreiða þannig mál. Fjöldi starfsfólks og tækjabúnabur miðast vib að geta annað starfseminni þegar .-Hgið er mest. Hægt er að einfalda kerfið með því að dreifa gjalddögum á fleiri mánuði og raða mánabargreiðslum betur á hvern mánuð. í framhaldi af því má vel leggja niður opinbera inn- heimtu og fela hana bönkum og sparisjóðum. Á móti láti bankar af aukabúgreinum á borð vib prentun og mötuneyti og annan rekstur sem er betur kominn hjá vibskiptamönn- um bankanna. Gerð fjárlaga er mikilvægasti ein- daginn við áramót. Alþingi lendir þá jafnan í tímaþröng og fellur því mið- ur alltaf á tíma. Þingmönnum gefst ekki tími til að brjóta einstök bein fjárlaga til mergjar og nefndarmenn í Fjárlaganefnd hafa ekki tíma til ab sinna öbrum þingmálum. Tíma- þröngin kallar á mikla yfirvinnu hjá starfsfólki Alþingis og margra stjórn- ardeilda. Hún býður líka heim ódýr- um vinnubrögbum. Á jólaföstu fylgist þjóöin undrandi meb leikþættinum við gerð fjárlaga ár hvert. Háleitasta markmib þing- manna um jól er klukkan hvab Ijúka eigi þingstörfum og fara heim í jóla- steikina. Minna er hirt um vönduð þingstörf eba hvaða starf liggur eftir þingið þegar upp er staðið. Einu gildir hvaba flokkar fara meb stjórn eða stjórnarandstöðu í þessum farsa, og tímaþröngin færir óprúttnum þingmönnum vopn í hendur sem þeir nota á ódýran hátt. Dæmi: Árið 1989 sat ríkisstjórn Framsókn- ar, Borgara, krata og komma undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Sjallinn og Kvennó voru í stjórnar- andstöbu og Ólafur G. Einarsson, núverandi forseti Alþingis, var for- maður þingflokks Sjallans. Morgun- blaðið birti 19. desember 1989 vib- tal vib Ólaf Garðar þar sem hann setti ríkisstjórninni afarkosti um skyld og óskyld málefni til ab þingib gæti lokib störfum fyrir jól. Orbrétt sagbi núverandi forseti Alþingis: „Þetta eru skilyrbi af okkar hálfu, ef á ab vera hægt ab halda hér áfram í sæmilegri sátt og Ijúka þingi fyrir jól." Svo mörg voru þau orb núver- andi þingforseta og sorglegt að hvorki blaðamaöur Moggans né les- endur blaðsins spurðu manninn hvort afarkostir hans væru líklegir til ab auka virðingu Alþingis íslendinga. Hvort þeir hæfðu ekki betur flugvéla- ræningjum í Arabíu en þingflokki sjálfstæðismanna um jól. Er ekki betra að láta púkum, árum og llluga eftir gömlu áramótin og finna önnur áramót fyrir hagfræð- ina? Meb því að Ijúka gerð fjárlaga vib þinglausnir á vorin er Alþingi að minnsta kosti frelsab úr klóm flug- ræningja um jól. Farsælt komandi ár og fribur meb árum og mönnum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.