Tíminn - 05.01.1996, Síða 5
Föstudagur 5. janúar 1996
5
Setbergsa a
Skógarströnd
Á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu
eru veiöiár, auk Laxár og Blanks,
Svínafossá, sem er reyndar fiskgeng
örstutt frá sjó, og Valshamarsá,
einnig laxveiöiáin Setbergsá og
bleikjuáin Stóra-Langadalsá, en
þessar tvær ár eiga sameiginlegt
ósasvæði við sjó, Ósá.
í Ósá falla þannig Setbergsá og
Stóra-Langadalsá. Ósá er um 1,5 km
að lengd og vatnasvið í sjávarósi er
84 ferkílómetrar, en áin fellur í ysta
hluta Álftafjarðar sem er, sem
kunnugt er, við mynni Hvamms-
fjarðar. Setbergsá er laxveiðiá, en
Stóra- Langadalsá, sem er 16 km að
lengd, er fyrst og fremst silungsá,
sem fyrr greinir, þó að þar veiöist
eitthvað af laxi.
Efstu drög Setbergsár eru í fjall-
inu Sátu upp af Litla-Langadal og er
lengd árinnar 14 km, en hún er lax-
geng um 10 km. Vatnasviö árinnar
er 37 ferkílómetrar. Setbergsá sver
sig í ætt við ár í nágrenni hennar,
VEIÐIMAL
EINAR HANNESSON
lllifoss í Setbergsá.
eins og Laxá á Skógarströnd og
Dunká í Höröudal, en allar þessar ár
falla að hluta til þröngt í gljúfrum
og straumur er þar stríður og hyljir
fallegir.
Fiskrækt og fiskvegur
Með aðfluttum laxaseiðum var
Setbergsá gerð að laxá, en hindrun
var í ánni við Illafoss, 3 km frá sjó.
Setbergsá rétt norban lllafoss.
Fyrir mörgum áratugum var fyrst
árlega farið að sleppa laxaseiðum í
ána ofan fossins. Þáverandi leigu-
taki glímdi við hindrunina án þess
að heppnaðist að gera þar fiskveg,
svo lag væri á. Það er svo loks árið
1980 að þar er byggður fullkominn
laxastigi á vegum veiðieigenda.
Eingöngu er veitt á stöng í Set-
bergsá og notaðar tvær stengur við
veiðar. Áin hefur verið leigð út ann-
að hvort til eins aðila, veiðiklúbbs,
eöa einstakir veiðimenn hafa keypt
veiðileyfi af eigendum. Árleg með-
alveiði í Setbergsá á árunum 1978-
1994 eru 159 laxar, en mesta árleg
veiði 296 laxar 1988.
Veiðihús, í eigu nokkurra land-
eigenda við ána, er við ána mið-
svæðis, í landi Klungurbrekku, þar
sem veiðimenn geta haft sína
hentisemi með gistingu og fæði.
Auövelt er að komast að veiðistöð-
um.
Veiðifélag um Stóru-Langadalsá
og Setbergsá var stofnað 1950, en
að félaginu standa m.a. 5 jarðir,
sem land eiga að Setbergsá. For-
maður veiðifélagsins er Þórir Guð-
mundsson frá Ósi, Reykjavík. ■
Til borgarstjórnar Reykjavíkur
Fiskvegur hjá lllafossi í Setbergsá.
Myndir EH.
Ég er einn af þeim
mörgu sem fögnuðu
því vel að R-listinn
vann sigur í síðustu borgarstjórnar-
kosningum og veit að þið færið hér
margt til betri vegar í málum borg-
arinnar.
En öllum getur yfirsést, eins og
einn af okkar ágætu talsháttum seg-
ir réttilega.
Og ég las í gær, að minn ágæti R-
listi hefði nýlega tekið ótrúlega
ákvörðun, sem borgarstjórn hans
má til með að endurskoða og hætta
við.
Fregn þessi segir, að borgarstjórn
leggi ofurkapp á að eignast hús
listamannsins Ásmundar Sveins-
sonar á Freyjugötu 41 — sérstætt og
merkilegt hús sem hann byggði
sjálfur — og breyta því öllu í barna-
LESENDUR
heimili. Fregnin segir
einnig að glerlista-
maðurinn frægi Leif-
ur Breiðfjörð og kona hans, Sigríður
Jóhannsdóttir vefari, bjóði einnig í
húsiö og telji mjög æskilegt að geta
stundað þar listiðnir sínar. Allir
hugsandi menn sjá strax hve vel
færi á að þessir frábæru listamenn
eignuðust þetta hús, fyrst þeir óska
þess og telja að henti þeim einkar
vel. Þá þarf engu að breyta og lista-
menn halda áfram að búa þar og
skapa ný listaverk.
Ég bið minn ágæta R-lista öðru
sinni að endurskoða ákvörðun sína
varðandi kaup á þessu húsi. Og fyr-
ir hönd fjölmargra skoar ég á borg-
arstjórn og Alþingi að styrkja lista-
mennina til að eignast húsið.
Gamall skólastjóri
Vaknandi samviska við jötuna
Á þessum tíma árs gerist þess
varla þörf að rifja það upp, að
þegar eftir fæðinguna, var Jesú-
barnið lagt í jötu.
í Biblíunni er þetta tákn þess,
að við komu sína til jarðar kaus
Guð sér hlutskipti hinna snauðu.
Er þaö að vonum, enda standa fá-
tæklingar nær Drottni en þeir
sem eyða ævi sinni í söfnun ver-
aldlegs auðs.
En þær eru fleiri jöturnar en
þessi austur í Betlehem.
Ein þeirra er Launasjóður rit-
höfunda. Á jötuna þá er árlega
rabað tískupennum, sem fram-
leiddir eru á auglýsingastofum
stórútgefenda. Einn þessara tísku-
höfunda, sem hellt hefur veriö í
bræðslupott bókmenntaelítunn-
ar, til að kastast upp í pottlokið
með viðeigandi smelli, eins og lít-
il maísbaun, í þeirri von að úr
verði útblásið poppkorn, er Krist-
ín Ómarsdóttir, bókmenntagagn-
rýnandi Morgunblaðsins.
Víkur nú sögunni að Einari Ól-
afssyni ljóðskáldi. Nafn hans er
ekki fyrirferðarmikið í fátæklegri
bókmenntaumræðu fjölmiðla.
Það er og mála sannast, ab maður-
inn lætur lítið fyrir sér fara.
Þó lét hann sig hafa það, nú fyr
ir jólin, að senda frá sér bók, raun-
ar þá fyrstu í tæpan áratug. Mána-
dúfur nefnist bókin sú arna og er
ekki ætlunin að fjalla um hana
hér.
Hitt skal gert að umræðuefni,
að fimmtudaginn 28. desember
birtist á síðum Morgunblaðsins
gagnrýni um bók Einars og var
hún skrifuð af maísbauninni, sem
fyrr er nefnd. Mörg þeirra ljóða,
sem Einar hefur ort gegnum tíð-
ina, flytja lesendum pólitískan
boðskap. Slík ljóð eru þó ekki fyr-
irferðarmikil í nýútkominni bók
hans.
Ef marka má „gagnrýni" Krist-
ínar Ómarsdóttur, virðist sá grun-
ur hafa læbst að henni, að Einar
Ólafsson sé einhvers konar
laumukommi, sem læði boðskap
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
sínum að fólki án þess að það
verði þess vart. Þetta má sjá á um-
fjöllun hennar um ljóbið „Að
morgni hins virka dags". Ljóöið
er sakleysisleg lýsing á því, hvern-
ig íbúar ónefnds fjölbýlishúss
vakna til lífsins að morgni dags.
Lokalínur ljóðins, en þær virðast
hafa hitað alveg sérstaklega undir
maísbauninni, hljóða svo og birt-
ast þær í umræddri „gagnrýni":
og eftil vill skáld sem hefur fengið styrk
og slœr ritvélim fálmandi
eftir orðum sem ná ekki að tengjast.
Þessi orð þykja Kristínu
Ómarsdóttur „fremur fordóma-
full", eins og hún orðar það. En
svo bætir hún við nokkrum orð-
um, sem óneitanlega benda til
þess að við jötu Launasjóðs rit-
höfunda narti hin veltömdu
húsdýr bókmenntapáfanna ekki
aðeins sitt fóður, heldur komi
fyrir að samviskan narti eilítiö í
þau sjálf. Aö minnsta kosti segir
blessuð konan um ofanritaða
tilvitnun í Ijóð Einars: „Hér eru
á ferðinni fordómar sem hafa
stundum heyrst. Hvað með það
þó að skáld fái styrk? Og hvað
með það þó að orð nái ekki að
tengjast? Þetta eru of lítilmótleg
atriði til þess að mæta í for-
dómafullu ljósi inní ljóð."
Ég óska Kristínu Ómarsdóttur
hjartanlega til hamingju með
nývakta samvisku. Vonandi
viöbrennur hún ekki öllu leng-
ur í bræðslupottinum hennar
Silju blessaðrar.
FÖSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
PENINGANA
EÐA LÍFIÐ
Peningana eba lífið? var stundum
spurt í bófahasarnum á Skóla-
vöröuholtinu í gamla daga og oft-
ar en ekki létu menn lífið á undan
peningunum. Enda vógu menn þá
hver annan í góðsemi eins og hjá
Goðmundi á Glæsivöllum. í dag er
áfram spurt um peningana þegar
lífið ber á góma í heilbrigðisþjón-
ustunni, enda loksins orbið Ijóst að
fara verður vel með peninga til að
menn haldi bæði lífi og limum.
Pistilhöfundi finnst þess vegna
gott framtak þegar nokkrir læknar
með bæði þekkingu og reynslu
vilja reka sín eigin læknatæki og
bjóba 40 prósent lægra verð en
sjálfur Landspítalinn býður fyrir
sömu þjónustu. Með svo lágri
gjaldskrá eiga ab sparast 60 millj-
ónir króna á hverju ári og hlýtur að
muna um minna þegar líf og
heilsa manna eru íhúfi.
Þab kemur því spánskt fyrir sjón-
ir þegar annars vandaðir menn á
Borgarspítala telja þab slysfarir ef
ungu læknarnir fá að reka lækna-
tækin sín sjálfir á meðan engin slík
tæki eru til á Borgarspítalanum.
Þetta er sérkennileg yfirlýsing.
Borgarspítalinn er eflaust vel ab
svona tækjum kominn og spítalinn
er alls góðs maklegur. En þá eiga
stjórnendur hans að fara rétta leið
og biðja yfirmenn sína að kaupa
svona tæki, en freista þess ekki að
leggja stein í götu annars fólks.
Einkum og sér í lagi þegar lækn-
arnir bjóða sína þjónustu fyrir
næstum hálfvirði af gjaldskrá Land-
spítalans. Það hlýtur að vera allra
hagur að spara í heilbrigbiskerfinu
og þeim mun meiri peningar
koma þá til skiptanna fyrir Borgar-
spítalann.
Gjaldskrá Borgarspítalans fylgir
ekki með yfirlýsingum þaban og er
þab Ijóöurá málflutningnum. Ekki
er því vitað hvort Borgarspítalinn
mun bjóða hærra verð en Land-
spítalinn eba lægra verb en lækn-
arnir, ef þjóðin uppfyllir óskir spít-
alans um að eignast tækin.
Hitt er svo annab mál ab íslend-
ingar sigla nú inn í nýja öld og
kveðja þá libnu í aldanna skaut. Ár-
um saman hefur tiðkast ab spyrja
ekki um verb á heilbrigbismálum
og borga reikninginn þegjandi og
hljóðalaust. Nú er öldin önnur og
komið í tísku að fá meira en minna
fyrir skattpeningana. Samkeppnin
knýr dyra í heilbrigbisgeiranum og
nýr heilbrigbisrábherra er vel meb
á nótunum.
Framvegis munu kröfur um hag-
kvæmni tryggja að ódýrasti kostur-
inn verði jafnan valinn, enda sé
hann ekki lakari en aörir kostir. Töl-
ur frá fastalandi Evrópu sýna ab
þörf er fyrir sex tæki eins og hér
um ræðir á íslandi. Um níutíu pró-
sent tækjabúnaðarins er einkarek-
inn í öðrum löndum álfunnar og
sú þróun nær fyrr en síbar hingab
til lands.
Hjá sumum íslendingum er
pyngjan helsta líffærið og þeir láta
hiklaust lífið fyrir peningana. Bless-
ub sé minning þeirra. Aðrir láta
peningana fyrir lífib og jafnvel
heilsuna. Heilbrigðisyfirvöld verba
að tryggja ab þjóbin haldi heilsu
fyrir lægsta verð án þess ab bitni á
gæbum. Annab nær ekki nokkurri
átt.