Tíminn - 11.01.1996, Page 5

Tíminn - 11.01.1996, Page 5
Fimmtudagur 11. janúar 1996 5 Op/ð bréftil Siguröar Rúnars Magnússonar frá Jónasi Cuömundssyni: Get ekki stutt framboð þitt Ágæti samstarfsmaöur í trúnað- armannaráði Dagsbrúnar til langs tíma. Ég skrifa þér þessar línur, því að ég finn hjá mér þörf og ef til vill skulda ég þér skýringar á því hvers vegna ég sé mér ekki fært að styðja fram- boð þitt til nýrrar og sterkari stjórnar í Dagsbrún, eins og þið orðið það. Ég mun leitast við að vera hreinskilinn og láta það óhræddur flakka sem mér rétt þykir, hvort sem í hlut á núver- andi stjórn Dagsbrúnar eða þitt væntanlega framboð og mun leitast viö að vera stuttorður, því að ég tel ekki þörf á neinni langloku um þessi mál. Ég þarf einnig að leggja fyrir þig og fé- laga þína nokkrar spurningar, sem ég tel mjög brýnt að þið svarið. Ágæti félagi. Það var alls ekki útilokað að ég myndi styðja þitt framboð, en eftir að hafa séð vinnubrögð þín og þinna félaga kemur það ekki til álita og sárn- ar mér mjög að sjá þig í þessari stöðu. I’ú manst vonandi að ég fer alltaf eftir minni skoðun á hverjum tíma og mun svo gera hér. Mun ég nú skýra ástæður þess aö ég sé mér ekki fært að leggja þér liö. - Þið úthrópið fyrrverandi for- mann sem óbótamann, þótt mín kynni af honum séu allt önnur. - Þið kallið starfsfólk skrifstofu Dagsbrúnar drasl sem sé ekki viöræðuhæft, en á mínum ferli sem trúnaðarmaður hef ég aldrei farið erindisleysu og allir eru af vilja gerðir til að leysa ýmis mál. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá sem þessu halda fram. I öðru lagi tel ég þér það mjög til ámælis og sárnar að þú skulir með skipulegum aðgerðum hafa varnað kennara okkar á sínum tíma, Hjálmfríöi Þórðar- dóttur, máls á fundi í Austur- bæjarbíói fyrir stuttu. Þú hlýtur að vera búinn að gleyma því hvaö hún kenndi okkur báðum. Það hefur alltaf verið málfrelsi í okkar félagi þar til þú tekur af skarið og afnemur það. Slíkt samþykki ég aldrei og verö að taka alvarlega þegar einhver til- raun er gerð til þess. Þú og þeir sem að þessu stóðu mega taka þessi orð mín sem hótun, sýnist ykkur svo. Ég tel þann tíma, sem þú vel- ur til mótframboðs, alls ekki heppilegan. Þú áttir aö mínu mati að hafa smá biðlund og segja eins og konan: „Minn tími mun koma." Ég er viss um að hann hefði einhvern tímann komið í náinni framtíö, því þol- inmæðin þrautir vinnur allar, eins og einhvers staðar stendur. En því miður, þín vegna, náði hugsun þín ekki það langt, af einhverjum ástæbum sem mér eru ókunnar. I mínum huga er allt lífið stjórnmál og hefur alla tíb verið frá dögum Sókratesar, eða þegar mannskepnan fór að hugsa. En því miður held ég að þú og hann séuð engir kunningjar og þú jafnvel aldrei heyrt á hann minnst, sem er mikill skabi — þín vegna. Mér er fullkunnugt um hvern- ig þú og þínir menn ætla sér að standa að þessari baráttu, vegna þess að ég á marga góba vini sem segjast ætla ab styðja þig, og ég persónulega hef ekki reynt að telja þeim hughvarf vegna þess að ég, eins og þú veist, geri fólki ekki upp skoðanir. En hæfileiki minn til þess að tala við fólk er til staðar og ég vona að svo verði áfram. Ég hef nú þegar greint Hall- dóri Björnssyni og hans mönn- um frá því að nái hans stjórn kjöri, sem ég veit aö hún gerir, þá muni ég halda uppi mjög harðri gagnrýni á hana og mun þar í engu fara í manngreinar- álit. En fari svo ólíklega að þú og þínir meðreiðarsveinar komist til áhrifa, ertu heppinn að hafa mig ekki með. Mér er það óskiljanlegt hvern- ig þú og þínir félagar kalla það að flýja sökkvandi skip, þegar þið hafið tekið úr því negluna. Margir munu ekki skilja þetta, en það er það sama og að skrúfa viljandi frá botnkrönum eba botnlokum á skipi sem er í ólgu- sjó, og gefur að skilja að þá munu fáir bjargast. Þetta er mín skobun, Sigurður Rúnar, og ég vona að þú virðir hana. Slík verk voru og eru í minni sveit og að mínu mati talin skemmdarverk og ekki gæfulegt aö ætla sér að hagnast á slíku. Sá hugsanagangur, sem skýrir ykkar viöhorf sem best, er sá í mínum huga að formannsefni okkar sé orðið of gamalt. En hvað er þitt formannsefni aldr- að? 64 ára! Ég er þar með ekki að segja ab hann sé vanhæfur á nokkurn hátt, en við sem þekkj- um þig, Sigurður Rúnar, höld- um að þú ætlir að nota þennan mann sem peb. Ykkar orö Ennfremur hafið þið sagt að það verbi að endurskoða hlut- verk trúnaðarráðs senn og velja í það menn með félagslega vit- und, en ekki jábræður sem drekka kaffi og maula jólakökur einu sinni í mánuði. Þú ert maður stór og stæðilegur, Sig- urður félagi, og enn hef ég eng- an séð éta meira af jólakökum en þig og er það í sjálfu sér mjög gott mál. Einnig get ég ekki annað en óskað þér til hamingju með val þitt á kosningastjóra. Þörf er á, segir í yfirlýsingu hans, að ab- skilja stjórn og trúnaðarmanna- ráb. Er þá nokkur furða þótt ab mér og fleirum sæki sú spurning hver á að stjórna félaginu, stjórnin eða trúnaðarmanna- ráðið? Þið eruð í bullandi mót- sögn við ykkur sjálfa. Eg hlýt að spyrja þig: Hver á að stjórna Dagsbrún? Stjórnin, trúnaðarmannaráð eða menn úti í bæ, t.d. menn í Garöa- stræti? Þá fyrst veröur líf okkar mjög svo jáægilegt, sem sé að við bara sameinum þessi félög og förum að lifa lífinu lifandi, eins og allir heilvita menn hljóta að sjá, eða hitt þó heldur. Ég les þetta út úr orðum ykkar og hlýt að trúa, ef eitthvað er að marka orð ykkar eða stefnuskrá. Deildaskipting Dagsbrúnar Ennfremur tel ég hugmyndir ykkar um að deildaskipta félag- inu kexruglaðar og algerlega út í hött. Slíkar aðgerðir munu leiba til þess að nokkrir stærstu vinnustaðirnir munu einoka fé- lagið og félagsmenn á minni vinnustöðum engin áhrif hafa. Slíkt kann ekki að verða félagi okkar til framdráttar, heldur veikja þaö mjög og er slíkt allt annaö en vib þurfum á að halda. Að lokum þetta, ágæti félagi: Takist þér þetta ætlunarverk þitt, er ég sannfærður um það að félag okkar mun klofna og jafnvel sundrast. Þú skalt minn- ast þess tíma þegar afi þinn og amma ásamt fleirum stofnuöu okkar samtök og fórnuðu öllu fyrir mig og þig. Ég leyfi mér þess vegna að ætla að þú sért sá maður sem ég held, og vænti þess að þú dragir framboð þitt til baka. Veröi það hins vegar að veruleika og nái kjöri, mun ég leggja til að nafni félags okkar verði jafnframt breytt í ljósi þess veruleika, sem þá mun viö blasa. Þú veist, Sigurður, að ég stend við orð mín og hef alltaf gert. Mun ég því leggja til við stuðn- ingsmenn mína að í stab Dags- brúnar komi orðið Sólsetur. Því aö enginn mun vita hvenær við munum sjá sólina rísa aftur. Jónas Guðmundsson Höfundur á sæti í trúnabarmannarábi Dagsbrúnar. Heimsfrægb Nóbelsskáldið okkar — þá heimsfrægt orðið — færöi okkur sögupersónuna Garðar Hólm, stórsöngvara, sem var hvergi heimsfrægur nema á íslandi. Þessi ógleymanlega og um leiö stórskemmtilega ábending til smáþjóðarinnar hér úti við ystu mörk hins byggilega heims, að sitt sé hvað að vera heimsfrægur á íslandi eða úti í hinum stóra heimi, minnir sí- fellt á sig. Það er hægt að telja fólki trú um eitthvað með því að endur- taka og endurtaka, einkum ef þaö vill trúa. Ég hef það til dæmis fyrir satt, að þegar heimsmeistarakeppnin í bridds fór fram í Japan um ár- ið, hafi íslenskir ferðamenn leit- aö keppnisstaðinn uppi og orð- ið fyrir miklum vonbrigðum með umgjörð keppninnar, sem tröllriðið hafði fjölmiðlum hér heima. Það var víst varla að menn á sjálfum keppnisstaðn- um vissu hvert ætti að vísa áhugasömum áhorfendum. Á sama tíma var stemmningin hér á landi þvílík, að sjálfur for- sætisráðherrann skálaði í hinni frægu Bermúdaskál og lét Reyk- víkinga gefa Briddssambandinu milljónir. Svo var það HM í handknatt- leik. Handboltinn er íþrótt sem okkur hér á landi þykir næsta víst að sé í miklum hávegum um alla veröldina, svo mikið er meö hana látið hér á landi. En það er ekki svo, og kannski ein- mitt skýring þess að við eigum lið í fremstu röð. Það uröu okkur mikil von- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE brigði að þessi heimsviöburbur skyldi ekki fá meiri athygli um víða veröld en raun bar vitni, og vissulega var það hálf neyðar- legt að í Frakklandi vissu menn ekkert um aö þessi keppni færi fram fyrr en sjálfur heimsmeist- aratitillinn var í augsýn franska liðsins. En ef grannt er skoðað, má sjá að það er hreint ekki svo lítið sem þarf til aö ná athygli heims- ins. Þegar ég nota orðin „grannt er skoöað" á ég einkum við aö maöur reyni að setja sig í spor milljónaþjóðanna, þar sem framboð alls kyns afþreyingar er nánast ótæmandi og fréttaút- sendingar svo margar að engin leið er að fylgjast með nema helstu stórviðburðum. Ég verb því að segja ykkur frá alveg sérstakri reynslu sem ég varð fyrir þegar ég var staddur í einni af verslunum fjölþjóða- keðjunnar GAP í New York fyrir jólin. Eins og gengur hljómabi tón- list í hljóðkerfi verslunarinnar og fékk ég staðfest að hún væri valin í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins, en send á segulbandsspól- um í allar verslanir keðjunnar. Og þib getið rétt ímyndab ykkur hvernig mér varð við, ís- Iendingnum á miðri Manhatt- aneyju, í jólaamstri milljóna- borgarinnar, þegar allt í einu hljómaði hátt og snjallt: Gling, gló, klukkan sló ... í flutningi Bjarkar Guðmundsdóttur og Guömundar Ingólfssonar. A ýmsu átti ég von, en ekki þessu. Ég leit í kringum mig, en engum var brugöiö nema mér og vissu- lega fór um mig sælustraumur stolts og gleöi. Já, þetta er heimsfrægð, hugs- aöi ég. Einhver hefur meira að segja leitað uppi tónlist stelp- unnar á íslensku! Og út á götur stórborgarinnar gekk ég eins og ég væri sjálfur sigurvegarinn — við eigum jú öll pínulítið hvert í öðru, ekki satt?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.