Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. janúar 1996 7 íslenskir aöalverktakar í hrjóstrugu landslagi flugvallarins á uppgangstímum áttunda áratugarins. Timamynd Róbert Ágústsson Viöskiptafrelsi sem mœlist ekki vel fyrir alls staöar. Vallarviöskiptin: Hver veröur framtíð íslenskra aðalverktaka? Nýr flugturn, sem verktakarnir byggöu fyrir mannvirkjasjóö Nato fyrir 7 7 árum, var hér formlega tekinn í notkun. Tímamynd Cubjón Einarsson Hvað verður um fyr- irtækið íslenska að- alverktaka? Fyrir- tækið, sem þjónað hefur varnarmálum Atlantshafs- bandalagsins um fjögurra áratuga skeið, kann hugs- anlega að lognast út af á næstu misserum. Það sama á líka við um Keflavíkur- verktaka sf. Þeir munu líka lenda í samkeppni við önnur verktakafyrirtæki landsins, sem munu reyna að fá til sín það litla sem eftir er til skiptanna af Varnarliðsframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, eink- um viðhaldsverkefni af ýmsu tagi. Á tímum botn- lauss frjálsræðis á öllum sviðum mannlífsins er það ekki talið við hæfi ab einn eba ef til vill tveir aðilar sitji ab öllum þeim miklu umsvifum sem skapast af veru bandarísks varnarliðs í landinu. Ótti við meiri sam- keppni Ekki er annað að sjá en að málsmetandi aðilar í Reykja- nesbæ hafi verulegar áhyggjur af væntanlegri samkeppni við íslenska aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka. Það hafa meðal annars verkalýösfélögin og lýsti Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, þeim áhyggjum í Tímanum í síö- ustu viku. Þessa dagana renna tvær grímur á ýmsa suður með sjó, jafnvel þá sem eindregið mæla með meira frjálsræði, þegar minnst er á hugsanleg enda- lok íslenskra aðalverktaka, sem aö vísu eru ekkert endi- lega fyrirséð, enda hefur fyrir- tækið hreiðrað vel um sig í varnarstöðinni og er með mikla vinnuvélaeign, skuld- lausa að sagt er. Verkalýðsleiðtogar og bæjar- stjóm Reykjanesbæjar óttast meira en nokkuð annað óör- yggið á vinnumarkaði, og að tryggar greiðslur hætti að ber- ast eins og verið hefur í tíð ís- lenskra aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka. Fyrirtækin hafa verib skilvís svo af ber. Þessir aðilar minnast þess þegar tugir verktaka og undirverktaka unnu við Leifsstöð. Eftir þá marga lá skuldaslóðin og ekki hafa þeir allir greitt sínar skuldir við bæjarfélög og eink- um stéttarfélög enn. Margir telja að frjálsræði til athafna á Vellinum muni koma í bakiö á fjölmörgum. Bæjarstjórnin vill hægfara breytingar Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur ályktað um þetta mál. Hjörtur Zakaríasson bæjarrit- ari sagöi í gær að menn vildu að farið yrði með gát að breyt- ingum á Vellinum. Mestar áhyggjurnar væru af 400 störf- um Suðurnesjamanna á Vell- inum. Fara þurfi hægt í allar breytingar, þótt það sé viður- kennt að þarna geti átt sér stað hægfara þróun. „Þab má líkja þessu vib það að kvótinn yrði tekinn af. Þá mundu náttúrlega Grandi og Útgerðarfélag Akureyringa og fleiri sitja í súpunni. Ætli þeir mundu ekki heimta að þetta yrði gert í áföngum. Það er sama með þessar breytingar, það má ekki skella þeim á svona fyrirvaralaust," sagði Hjörtur. Dularfyllsta fyrirtæki landsins íslenskir aðalverktakar sf., stærsta verktakafyrirtækið, hafa um árabil verið dular- fyllsta fyrirtæki íslands og ókrýndur konungur slíkra. Fyrirtækið hefur ævinlega var- ist frétta, ekki fimlega heldur afar klunnalega, og gerir án efa fram í andlátið, hvenær sem þab verður. Ársreikningur fé- lagsins hefur ekki legið á lausu, og í gær var hann ekki fáanlegur frá fyrirtækinu. Keflavíkurverktakar hafa verið mun minna feimnir gagnvart umheiminum. Þetta er vægast sagt sér- kennilegt, þegar tillit er tekið til þess að íslenskir skattborg- arar, ríkissjóður, eru eigendur 52% hlutafjár í félaginu. Aðrir hluthafar eru Sameinaðir verk- takar með 32%, sem eru aðal- „Þessa dagana renna tvœr grímur á ýmsa suður með sjó, japivel þá sem ein- dregið mœla með meira frjálsraeði, þegar minnst er á hugsanleg endalok íslenskra aðalverk- taka." lega í eigu látinna iðnmeist- ara, en hefur malað erfingjum gull — og Reginn hf., sem Landsbanki íslands á, með 16% eignarhlutdeild, en stjórnarformaður þess er Sverrir Hermannsson og í stjórn með honum banka- stjórarnir Björgvin Vilmund- arson og Halldór Gubbjarna- son. Hlutabréfin eignaðist bankinn frá Sambandinu í uppgjöri þeirra aðila. íslenska þjóðin á því 68% hlut í þessu fyrirtæki, en fær ekkert að vita um gang þess. Missa Suðurnesja- menn störfin á Vellin- um? íslenskir aðalverktakar eru með 350 manns í vinnu í dag, en Keflavíkurverktakar rúm- lega 100. Langflestir þeirra eru íbúar á Suburnesjunum. Sagt er að stór hópur starfsmanna sé um og yfir 60 ára, fólk sem lengi hefur starfað hjá fyrir- tækjunum. Það fólk er skiljan- lega uggandi yfir breytingun- um. Erfitt er fýrir fólk á þeim aldri að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá er talið að nýir og nýir verktakar á Vellinum muni koma með starfsmenn sína frá höfuðborgarsvæðinu og víbar að. Suðurnesjamenn muni missa fjölmörg störf. Auk þess verði ekki lengur um að ræða fasta og trygga at- vinnu, eins og verið hefur. Verktakar muni koma og fara eftir verkefnum hverju sinni og Suðurnesjamenn aðeins fá einhver handtök öðru hverju. Morgunblabib hefur í ár- anna rás skrifað margt um ís- lenska aðalverktaka og andað í takt við forráðamenn þess fyr- irtækis. Oft hefur blaðið verið fetinu framar fyrirtækinu sjálfu um vitneskju frá æðstu stöbum, að sagt er. í gær var greint frá óánægju Bandaríkja- manna með kostnað af fram- kvæmdum syðra. í skýrslu, sem gerð var um þessi óánægjuefni í tíð Steingríms Hermannssonar sem utanrík- isráðherra, koma hins vegar fram ýmis ánægjuefni með einkaréttarfyrirkomulagið. Til dæmis mikil gæði vinnunnar, verklok á réttum tímum, góð dagleg samskipti, þjálfað starfslið og fleira, sem veru- legu máli hlýtur að skipta. Sagt er aö bandarísk yfir- völd, sem borga brúsann á Vellinum, séu óánægð með reikningana frá íslenskum að- alverktökum auk þess sem þau telji að lítil ástæða sé til að byggja fleiri varnarmannvirki í friðsömum heimi. Eru þeir Gingrich og Perry að blaða í reikningum íslenskra aðal- verktaka á síðkvöldum? Varla. En þeir vilja spara, meðal ann- ars NATO-kostnaðinn hér á landi. Og algengt er þab að menn séu óánægðir með reikninga sem berast. Ýmis út- gjöld á Vellinum fara því í taugar þeirra sem á málunum halda í Vesturheimi. Jafnvel snjómokstur, sem kemur far- þegafluginu frá Leifsstöö mest til góða, er tíndur til af þeim f Washington sem fara meö varnarmálefnin. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.