Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 6
6
-1.-
mmmm
Laugardagur 20. janúar 1996
Stefnt ab því aö stöbva útgjaldaaukningu til félagsmála i fjárhagsáœtlun Reykjavíkur:
Tekjur íbúa í leiguíbúðum
endurmetnar eftir þrjú ár
Reykjavíkurborg hefur sagt
upp öllum ótímabundnum
leigusamningum um leigu-
íbúbir borgarinnar. Stefnt er
aö því ab hækka innheimtu-
hlutfall fyrir heimaþjónustu
úr 6% í 10%.
í frumvarpi ab fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar er gert
ráb fyrir ab rekstrargjöld til fé-
lagsmála verbi 1.467,6 milljón-
ir króna á árinu, sem er rúm-
lega 13 milljónum króna lægri
upphæb en fór til málaflokks-
ins á síbasta ári.
Náist þetta markmib, verbur
um umtalsverba breytingu ab
ræba, þar sem útgjöld til þessa
máiaflokks hafa hækkab svo
skiptir tugum milljóna á milli
ára allan þennan áratug.
Rekstrargjöldin hækkubu t.d.
um tæpar 110 milljónir á milli
áranna 1994 og 1995 og um
svipaba upphæb á milli áranna
1993 og 1994.
Gubrún Ögmundsdóttir, for-
mabur Félagsmálarábs, segir ab
þetta markmib eigi fyrst og
fremst ab nást meb almennri
hagræbingu í öllum rekstri,
einkum þó innan Félagsmála-
stofnunar.
Gubrún nefnir einnig, ab
stefnt sé ab því ab hækka inn-
heimtuhlutfall fyrir heima-
þjónustu. í dag innheimtast
um 6% af kostnabi vib þjónust-
una, en stefnt er ab því ab
hækka hlutfallib í 10%, sem
Gubrún segir vera þab hlutfall
sem önnur sveitarfélög nái.
Þessi hækkun á ab nást án þess
ab til komi hækkun á gjaidskrá.
Húsnæbismál verba einnig
skobub frá grunni, ab sögn
Gubrúnar. M.a. verbur gert
átak í því ab koma hreyfingu á
leiguíbúbir í eigu borgarinnar.
Borgin á nú 1170 leiguíbúbir
og segir Gubrún ab hingab til
hafi verib gerbir ótímabundnir
leigusamningar þegar íbúbum
er úthiutab. Búib er ab segja öll-
um slíkum samningum upp og
gera nýja samninga til þriggja
ára. Stefnt er ab því ab endur-
meta abstæbur fólks ab þeim
tíma loknum, til ab íbúbirnar
nýtist örugglega þeim sem
mest þurfa á ab halda. Gubrún
segist einnig telja eblilegt ab
skobab verbi hvort hækka eigi
leigu fyrir íbúbirnar, en hún
Frá borgarstjórn.
nemur nú í hæsta lagi 16 þús-
und krónum á mánubi. Jafn-
framt verbi gengib harbar eftir
því en ábur ab fólk greibi leig-
una.
Síbastlibin fimnr ár hefur ver-
ib gefin út aukafjárveiting
vegna fjárhagsabstobar á veg-
um Félagsmálastofnunar á síb-
ari hluta ársins. Gubrún segir
skýringuna vera þá ab í áætlun-
um hafi ekki verib gert ráb fyrir
sjálfvirkri hækkun á þessum lib
á milli ára. í nýrri fjárhagsáætl-
un er reiknab meb 628,7 millj-
ónum til fjárhagsabstobar og
segist Gubrún ekki gera ráb fyr-
ir ab sú tala komi til meb ab
hækka þegar líbur á árib.
„Ég á ekki von á ab þörfin
muni aukast á þessu ári frá því
síbasta. Þar hefur atvinnu-
ástandib mest ab segja, en vib
teljum ab þab muni lagast þeg-
ar líbur á árib. Eins á ég von á
ab bobib verbi upp á fleiri nám-
skeib fyrir atvinnulausa, sem
muni þýba ab færri fari á bóta-
laust tímabil." -GBK
Heilsdagsrýmum á leikskólum Reykjavíkur fjölgar um 350-400 á árinu:
Aðallega eins árs börn
á biölista um áramótin
Framkvæmdir á svibi leik-
skóla og skólamála halda
áfram í Reykjavík á þessu ári.
Reiknab er meb ab heilsdags-
rýmum á leikskólum fjölgi
um 350-400 á árinu. Stærsta
verkefnib í skólamálum er
bygging Engjaskóla.
A síbasta ári var um 415 millj-
ónum króna varib til byggingar
leikskóla í Reykjavík og hækk-
abi fjárveitingin þá um 90% frá
árinu 1994. Heilsdagsrýmum á
leikskólum fjölgabi um 400 á ár-
inu, sem skilabi sér í því ab
börnum á biölista fækkabi um
150-200. Einnig var gerö sú
breyting, ab nú eiga öll börn
rétt á heilsdagsrými, en ekki aö-
eins börn einstæöra foreldra.
Á þessu ári er reiknaö meö ab
verja 393 milljónum króna í
framkvæmdir vib leikskóla.
Byrjaö verbur á a.m.k. tveimur
nýjum leikskólum og byggt vib
einhverja eldri skóla. Gert er ráb
fyrir ab heilsdagsrýmum fjölgi á
árinu um 350-400. í lok þessa
árs má því ætla aö biölisti Dag-
vistar barna samanstandi aöai-
lega af eins árs börnum.
Stefnt er aö því ab allir grunn-
skólar borgarinnar veröi ein-
setnir árib 2001. Þegar eru 11
skólar af 28 skólum borgarinnar
einsetnir og er gert ráö fyrir aö
þrír bætist vib á árinu. Alls fara
830 milljónir króna til stofn-
kostnaöar skólamála á þessu ári.
Stærsta einstaka verkefnib í
þeim málaflokki er bygging
Engjaskóla og nemur kostnaöur
vib hana 230 milljónum króna.
-GBK
Mikil þörf fyrir hjúkrunarrými aldraöra í Reykjavík, þrátt fyrir áframhaldandi uppbyggingu á árinu:
160 á biölista í mikilli þörf
Haldib verbur áfram meb
byggingu Skógarbæjar, hjúkr-
unarheimilis aldrabra í Subur-
Mjódd á þessu ári. Gert er ráb
fyrir svipubum rekstrargjöld-
um á svibi öldrunarmála á
þessu ári og því síbasta. Borg-
arstjóri telur brýnt ab leita
nýrra leiba í þjónustu vib aldr-
aba.
Rekstrargjöld til öldrunarmála
veröa samkvæmt fjárhagsáætl-
un þessa árs 668,1 milljón á
móti 686 milljónum sem fóru til
málaflokksins á síöasta ári.
Stærsti einstaki liöurinn er
heimaþjónusta viö aldraba, sem
tekur til sín alls 317,3 milljónir.
Haldiö verbur áfram byggingu
hjúkrunarheimiiis í Suöur-
Mjódd á árinu. Alls veröur 220
milljónum varib í bygginguna á
árinu, en þar af er framlag úr
framkvæmdasjóöi aldraöra 15
milljónir og reiknaö er meb 60
milljóna króna framkvæmdal-
áni. Stefnt er ab því ab taka
fyrstu 49 rýmin í notkun á
næsta ári og ljúka byggingunni
á árinu 1998. Alls veröa 79 rými
á heimilinu, en til samanburöar
eru 160 manns nú á biölista eft-
ir hjúkrunarrými í mikilli þörf.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri leggur áherslu á aö
þörf sé nýrra leiöa í þjónustu viö
aldraöa. Hún bendir á aö jafnvel
þótt borgin heföi fjármagn til ab
byggja hjúkrunarheimili fyrir
alla sem á þurfa ab halda, eigi
ríkib erfitt meö aö reka þær lieil-
brigöisstofnanir sem þegar eru
til staöar.
Hún bendir einnig á þá stab-
reynd, ab aldrabir eiga oft í fjár-
hagserfiöleikum þrátt fyrir aö
eignarstaöa þeirra sé ab meöal-
tali mjög góö. Þannig er meöal-
eign fólks 67 ára og eldri (aö
skuldum frádregnum) 11 millj-
ónir króna. Tekjur þeirra eru
hins vegar oft á tíöum iágar og
því eiga margir í erfiöleikum
meb ab greiöa gjöld af eignum
sínum. Uppsafnaöur sparnabur
aldrabra nýtist þeim þannig í
mörgum tilfellum alls ekki.
Borgarstjóri telur brýnt aö móta
framtíöarstefnu í málefnum
aldrabra, sem tekur á þessum
vanda og gerir þeim kleift ab
nýta uppsafnaban sparnab sinn.
-GBK
HofsstabaskóU:
„Yfirborð"
Listaverkib „Yfirborb" eftir Krist-
in E. Hrafnsson var nýiega sett
upp í Hofsstabaskóla, en Kristinn
bar sigur úr býtum í samkeppni
um listaverk í nýbyggingu Hofs-
stabaskóia ásamt Siguröi Gub-
mundssyni, sem á verk utan dyra.
„Yfirborö" er unnið úr svörtu
graníti og bronsi, en verkiö saman-
stendur af litlum lágmyndum þar
sem finna má firði, fjallgarða, jökla,
eldfjöll og fleira sem gefa á eins fjöl-
breytta mynd af yfirborðinu og
hægt er. Lágmyndirnar hvíla á
tveimur teningum, frumformum
þrívíddarinnar. Vonast er til að
verkið geti kveikt frjóar hugmyndir
og þroskandi hugsun meðal nem-
enda, en höfundur verksins sá í því
margbrotna möguleika sem nota
mætti við kennslu. ■