Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 1
 EINARJ. SKÚLASON HF \h[\í 80. árgangur Laugardagur 20. janúar 14. tölublað 1996 10 hross drápust Eldur kom upp í Fjárborg A24 á móts vib Rauöhóla laust upp úr klukkan eitt í gær og þegar slökkviliðib kom á stabinn var eldur og mikill reykur í tveimur hesthúsum. „Þegar viö komum þarna á staðinn þá rauk töluvert mikið úr. Það voru fimm hestar í hvoru húsi og þau voru öll dauð þegar við komum á staöinn. Það var alveg hreint á mörkunum að eldurinn næði í hlöðuna en hún slapp," sagði Kristján Ólafs- son, hjá Slökkviliðinu á Árbæj- arstöð. Talið er að reykurinn hafi banað hrossunum. Eldsupptök eru ókunn. -LÓA Hlíf vill semja viö V5Í um ab lágmarkslaun í dagvinnu verbi 85 þús. kr. á mánubi: Samninga í stað skítkasts Trúnaðarráð Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði hefur lagt það til í ályktun að fram- kvæmdastjóri VSÍ hætti öllu „skítkasti" í garð félagsins í fjöl- miðlum. Þess í stað er honum boðið að sýna hug sinn í verki til láglaunafólks með að setjast að samningaborðinu með for- manni Hlífar þar sem samið verði um 85 þús. króna lág- markslaun á mánuði fyrir dag- vinnu. -grh Jón Baldvin rifjar upp atburb- ina þegar Eystrasaltsríki urbu frjáls og kommúnisminn hrundi: Einnar mínútu þögn og kross- mark á brjóstib — til minningar um kommún- ismann Sjá bls. 8 Slökkviliösmenn ab störíum vib Fjárborg igœr en ekki tókst ab bjarga hrossunum 7 0. Tímamynd S Kartöflubœndur rœba afleitt ástand hjá mörgum ígreininni á fundi á Selfossi: Fá allt nibur í 30 kr. á kg. „Þab er ekki einu sinni svo vel í kartöfluvibskiptunum ab þar geti gilt hib fræga Iög- mál frelsins um frambob og eftirspurn. Því ab jafnvel þótt frambobib sé ekki nægilegt fyrir innanlandsneysluna þá er ástandib samt þannig, ab núna í lélegu uppskeruári eru menn ab fá nibur í 30 krónur fyrir kílóib og jafnvel ennþá minna", sagbi Sveinberg Lax- dal á Túnsbergi á Svalbarbs- strönd, varaformabur Lands- sambands kartöflubænda, sem gengst fyrir fundi um vanda kartöflubænda á Sel- fossi á sunnudagskvöld, þ.e. annab kvöld. Mebal fram- sögumanna verbur Ari Teits- son formabur Bændasamtak- anna og „vib væntum þess ab sjá einhverja af þingmönnum Sunnlendinga", sagbi Svein- berg. Astæbur fyrir lágu kartöflu- verði til bænda sagbi hann ýmsar. „Mebal annars þær ab smásalinn er búinn ab stækka sinn hlut og heildsalinn er bú- inn að stækka sinn hlut, en bóndinn fær alltaf minna og Tvö tilboö bárust í útboöi FIB á bifreiöatryggingum félagsmanna: 15-30% ibgjaldalækkun Félagi íslenskra bifreibaeigenda bárust tvö raunhæf tilbob í bif- reibatryggingar fyrir félaga sína. Tilbobin fela í sér verulega lækk- un frá núverandi ibgjöldum ís- lenskra tryggingafélaga. Tilbobin voru opnuð á skrifstofu FÍB í gær. Tilbob bárust frá trygg- ingafélaginu Skandia á íslandi og frá NHK International sem er al- þjóðlegur tryggingamiblari. Ab auki bárust bréf frá öllum hinum ís- lensku tryggingafélögunum en þar var eingöngu boðið uppá gildandi ibgjaldaskrá að sögn Runólfs Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra FÍB. Run- ólfur segir aö við fyrstu sýn virðist tilboðin tvö hljóða upp á 15-30% ibgjaldalækkun, miðað við þaö sem í bobi er á markabnum í dag. Hann vill ekki tjá sig nánar um efni til- bobanna á þessari stundu. Stjórn FÍB mun á næstu dögum fara yfir tilbobin meb abstob tryggingasér- fræbinga og ákveba hvoru tilbob- inu verbur tekib eba hvort bábum verbur hafnab. FÍB baub út bifreibatryggingar fé- Arni Sigfússon og Runólfur Ólafsson opna tilbobin á skrífstofu FÍB ígær. Tímamynd: CS lagsmanna sinna eftir ab könnun leiddi í ljós mikinn verðmun á bif- reibatryggingum hér og landi og í nágrannalöndum. Runólfur segir á tólfta þúsund félagsmenn hafa bæst í félagib á undanförnum mánubum ekki síst vegna umræbunnar um ib- gjöld tryggingafélaganna. -GBK minna". Sveinberg segir kart- öflubændur þó misjafnlega vel/illa setta. „Þessi vandamál ná til kartöflubænda um allt land, en í mismunandi miklum mæli. Sums staðar er kannski nokkurn vegin normal ástand. En ýmsir stórir aðilar eru orðn- ir mjög áhrifamiklir og ráðandi um verðlag á þessu sviði", sagði Sveinberg. „Þaö á sér stað alveg gengdar- laus sóun á mannafla og fjár- munum í gegn um þessa grein, og einnig miklu víðar, þar sem svona villimannlegt ástand á sér stað. Húsnæði er t.d. leigt á ótal stöðum og keypt ógrynni pökkunarvéla og sendibíla sem síðan keyra hver á eftir öðrum í halarófu í sömu búðirnar". Sveinberg segir ástandið m.a. vera afleiðingu skipulagsleysis og samstöðuleysis. „Ogþetta er líka nákvæmlega það ástand sem við kartöflubændur vitum að muni gerast ef að svo fer að tekin yrði upp umboðssala í kjötsölu á nýjan leik og frjálst verðlag, sem sumir hyggja gott til, aðrir eru efablandnir um". Það muni leiða til sömu niður- stöðu; að framleiðandur fengju alltaf minna og minna. Þetta gerist einnig hjá heild- sölum sem bændurnir teljast eiga sjálfir, eins og Ágæti. „Og eitt er það líka sem eiginléga er orðin viðurkennd staðreynd, þótt hún sé sé kannski ekki orð- in það opinberlega, að her- kostnaöur heildsala í ávaxta- sölu og jafnvel grænmetissölu, er að stórum hluta yfirfærður á kartöflubændur og þeir látnir bera hann í lækkuðu verði". Þótt kartöflubændur eigi í vandræðum víða um Iand býst Sveinberg við að ástandið sé einna verst á Suðurlandi, í Þykkvabæ og víðar. Nokkrar harðir hafi þar þegar farið í nauðungarsölu og ýmsir bænd- ur standi höllum fæti. ¦ Jon ekki rekinn Sóknarnefnd Langholtskirkju fundabi í gær til ab taka af- stöbu til kröfu séra Flóka Kristinssonar sóknarprests ab Jóni Stefánssyni organista og kórstjórnanda yrbi tafarlaust sagt upp störfum. Niðurstaba fundarins var ab hafna þeirri kröfu og mun því Jón starfa áfram innan Langholtskirkju. Ekki virðist ljóst með hvaba hætti messuhald verður í kirkj- unni á morgun en þó er sýnt að Ragnar Jónsson forsetafram- bjóbandi mun spila á orgelið í stað Jóns. Álits Eiríks Tómasson- ar er vænst eftir helgi. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.