Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 8
8 mrnitm Laugardagur 20. janúar 1996 Alþingismönnum frá Islandi var tekib meb kostum og kynjum í Lithá- en, þegar minnst var 5 ára afmœlis sjálfstœbisbaráttu landsins. Þar í landi var Jóni Baldvin Hannibalssyni sérlega vel tekib: Smáþ j óð breytti sögunni „Ég lít nú svo á ab þessir atburðir hafi verib undanfarinn ab hruni Kommúnistaflokks Rábstjórnar- ríkjanna. Og þab sýndi þab ab kommúnistar voru orbnir ör- væntingarfullir og valdaránstil- raunin í Moskvu 19. ágúst 1991 var raunverulega fjörbrot þessa kerfis," sagbi Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi utanríkis- rábherra í samtali vib Tímann þegar hann var spurbur ab því hvort viburkenning íslands á sjálfstæbi Eystrasaltsríkjann hefbi á vissan hátt breytt heims- myndinni fyrir hálfum áratug eba svo. ✓ Island fékk kröftugt lófatak í litháska þinginu Jón Baldvin var í Litháen fyrir síðustu helgi ásamt 5 Alþingis- mönnum öörum þegar þar var minnst atburða sem leiddu til sjálf- stæðis landsins. Var hópnum tekið með kostum og kynjum, og þá ekki síst Jóni Baldvini, hvers nafn og andlit er vel þekkt í löndunum við Eystrasalt að sögn ferðafélaga hans. í litháska þinginu stóðu þingmenn upp og heiðruðu íslensku þing- mennina, og þá ekki síst Jón Bald- vin, með löngu og kröftugu lófa- taki. í hópnum sem fór austur í boði þingsins þar var Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis í forsvari fyrir sína menn, Jón Baldvin, Jón Krist- jánsson, Ragnar Arnalds og Guð- mund Hallvarðsson ásamt Friðriki Ólafssyni skrifstofustjóra. Ferðafé- lögunum kom á vissan hátt á óvart hversu vel þekktur fyrrverandi ut- anríkisráðherra var í landinu. Djörf ákvöröun utanríkisráöherra smáríkis Þáttur Jóns Baldvins í þróun mála í Eystrasaltslöndunum er mörgum í fersku minni. Hann tók sem ráö- herra djarfa ákvörðum um að ís- land skyldi ríöa á vaðið meðal þjóða heims og veita löndunum við Eystrasalt viðurkenningu sem frjáls og fullvalda ríki. Jón Baldvin fór til Litháen á úr- slitastundu í lífi lithásku þjóðarinn- ar fyrir réttum fimm árum, þrem dögum eftir Blóðsunnudaginn hinn 13. janúar þegar sovéskir her- menn myrtu baráttufólk frelsis í landinu purkunarlaust viö sjón- varpsturn borgarinnar. Til Litháen fór Jón að beiðni Landsbergis þáver- andi forseta landsins, sem í dag er stjórnarandstæöingur. Opnir eldar á göt- um og ættjaröar- söngvar sungnir „Þá var loft allt lævi blandið enn og fullkomin óvissa um örlög þjóð- arinnar. Það sem gerðist þessa daga voru linnulausir fundir með þeim erlendu fréttamönnum sem komist höfðu inn í landið. Landsbergis notaði sér þaö til hins ítrasta að kynna fólki á Vesturlöndum að það væri nýjalta, eða siðferðileg svik, ef Vesturlönd horfðu á það þegjandi að Eystrasaltslöndin yrðu á ný inn- limuð í nýlenduveldið. Ég man að ég var á einum þremur slíkum blaðamannafundum með Lands- bergis. Við fórum líka stöðugt um borgina þar sem fólkið reyndi að orna sér við opna elda og söng ætt- jarðarsöngva. Ég geri ráð fyrir að margir kannist við mitt andlit síð- an, því þessir dagar voru þvílíkt til- finningaumrót fyrir almenning í Litháen að fólkið gleymir þeim seint," sagðijón Baldvin. Það var sjö mánuðum síöar sem valdaránstilraunin var gerð í Moskvu. Gorbatsjof var tekinn að hvort núna eða ekki að ganga frá endanlegum samningum um form- lega viðurkenningu og taka upp diplómatísk samskipti landanna," sagði Jón Baldvin. Og nú gengu hiutirnir hratt. Ráð- herrarnir þrír komu til Keflavíkur- flugvallar á laugardegi og skrifað var undir á sunnudegi 25. ágúst. Ákvörðun utanríkisráðherrans var djörf og algjör einleikur. Aðspurður sagði Jón Baldvin að stefna stjórn- valda gagnvart sjálfstæði Eystra- saltsríkja hefði löngu verið mótuð og samstaða um hana. Hins vegar hefði hann að sjálfsögðu tilkynnt forsætisráðherra um komu utanrík- isráðherranna og áformin um lúkn- Ólafur C. Einarsson viö minnismerki um atburöina sem uröu viö sjónvarpsturninn í Viiníus, höfuöborg Litháen, fyrir fimm jón Baldvin Hannibalsson flytur rœöu aö loknu boöi hjá formanni utanríkismálanefndar Litháen. höndum og um tíma leit út fyrir að samskonar valdarán yröi framið í Moskvu og reynt hafði verið í Lit- háen. Þegar ljóst var ab Jeltsin sem tók forystu fyrir lýðræðisöflum landsins hélt velli var haldinn ut- anríkisráðherrafundur NATO 21. ágúst. Manfred Wörner aðalfram- kvæmdastjóri NATO var þá beðinn að reyna að fá milliliðalaust sam- band við Jeltsin til að fá úr því skor- ib hvort valdaránið hefði runnið út í sandinn. Boðin sem Wörner kom með inn á fundinn voru þau ab Jeltsin hefði stjórn á hlutunum. Nú riði hins vegar á ab vesturveldin sýndu í orði og verki stuðning við lýbræðisöflin í Rússlandi. Jón Bald- vin kom í ræbustól næstur manna á fundinum eftir þessi boð. „Ég hélt þarna ræbu sem fékk nú ekki góðar undirtektir, satt að segja engar. Ástæðan var sú að Bush Bandaríkjaforseti skildi stöðu mála ekki betur en svo að hann hélt að Gortatsjov væri í fararbroddi lýb- ræðisafla í Rússlandi og sjálfstæði Eystrasaltslanda mundi grafa und- an stubningi vib hann. Þjóbverjar vildu ekkert gera til að styggja Rússa vegna sameiningar Þýskalands." Stóra stundin runnin upp „Af þessum fundi fór ég í sendi- ráð íslands í Kaupmannahöfn á heimleiðinni, hringdi beint í Landsbergis í Litháen, Jurkans í Ríga í Lettlandi og Lennart Meri í Eistlandi. Ég sagði þeim að nú væri stundin runnin upp, það væri ann- ingu málsins um leið og jákvæð svör lágu fyrir frá þeim. „Eftir á ab hyggja held ég að þetta hafi verib rétt tímasetning, þab var annaö hvort þá eða ekki. Allavega þýddi viðurkenning okkar það að boltinn fór að rúlla. Jafnvel Norður- löndin vildu vera meb, þau höfðu gætt ítrustu varkárni, sérstaklega Svíar og Finnar og reyndar Norð- menn líka. Danir höfðu hinsvegar eftir að við fórum eindregið að tala máli Eystrasaltsþjóöanna, þá hafði Uffe Elleman Jensen utanríkisráð- herra Dana gjarnan tekiö undir meb okkur og hann var held ég númer tvö. En næstu vikurnar rigndi yfir Eystrasaltslöndin viður- kenningunum. Þetta er atburðarás sem fólki í Eystrasaltslöndunum er í fersku minni, af því að stuðningur íslendinga kom þegar allir abrir þögðu," sagðijón Baldvin. Einnar mínútu þögn í utanríkisráöuneyt- inu „Það má bæta því við að Jeltsín ákvað að kæra valdaránsmennina og gerði þaö með því að setja á fót sérstakan rannsóknardómstól sem átti að fjalla um ákæru hans á hend- ur Kommúnstaflokki Rábstjórnar- ríkjanna. Þetta var 1992. Ákæran var í raun um þab að þessi flokkur væri ólöglegur, hann hafi upphaf- lega verið valdaránsflokur. Þegar niðurstöður þessa dómstóls lágu fyrir voru allir sendiherrrar fyrrum Sovétríkjanna sendir í höf- ubborgir til ab kynna niðurstöður dómsins. Það kom í hlut Krasavin þáverandi sendiherra Sovétríkjanna á íslandi að koma í sendiráöið í full- um skrúba til ab flytja þessi skila- boð. Eins og þeir gerbu gjarnan þá afhentu þeir skjalið á rússnesku og fluttu síðan innihaldið í munnlegri frásögn af minnspunktum á ensku. Þegar þar kom máli hans að hann lýsti því yfir að niðurstaða dóm- stólsins væri sú að Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna væri ekki stjórnmálasamtök í réttum skiln- ingi þess orðs — heldur glæpasam- tök, sem með ólöglegum abgerðum og ofbeldi hefði „grætt sig inn á stofnanir rússneska lýðveldisins", bað ég sendiherrann að gera hlé. Við skyldum hafa einnar mínútu þögn og minnast hins látna með hæfilegum hætti. Um leib setti ég krossmark á brjóstið," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtalinu við Tímann. Jón Baldvin segir að sendiherr- ann hafi ef til vill ekki kunnab að meta þetta tiltæki, ekki í fyrstunni, en áttabi sig síðan og tók þátt í þagnarstundinni. Kommúnistar sem í dag heita kratar Jón segir aö boðiö til Litháen hafi verið opinbert boð til þingsins sem nú situr. Við Jóni og félögum hans blasti við önnur ríkisstjórn en sú sem í upphafi hins nýja lýðveldis sat. Þar sitja nú kommúnistar sem kalla sig jafnaöarmenn. Jón Baldvin segist ekki kannast við þá menn arum. sem skoðanabræður og jafnaðar- menn. Hann segir ab sér hrjósi hug- ur viö þeirri spillingu sem þeim fylgi. Staða stjórnmála í landinu í dag séu því vonbrigði. Hvaöa máli skiptir ísland? spuröi Bush Ba n d a ríkjaf o rseti „Árni Snævarr fréttamaður sagði við mig um daginn að hann sæi ekkert um þetta hlutverk íslands í skráðum heimildum sem hann hefði. Sannleikurinn er sá að það er búið að skrifa gríðarlega mikið um þessa atburðarás og víða hef ég séð þetta lagt út á þann veg að hér sé dæmi um það hvernig samstaða smáþjóða hafi borið verulegan ár- angur. Ég nefndi að Bandaríkin voru vegna stórveldahagsmuna úr leik svo og Þýskaland. Þegar við byrjuðum að tala máli þessara þjóða á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins, Sameinubu þjób- anna, Evrópuráðsins og svo fram- vegis, þá tóku í upphafi engir undir, en smám saman fór það svo ab þaö voru smærri þjóbir sem fóru að leggja vib hlustir og ljá málinu stuðning. Auðvitað hafði þetta auð- vitað áhrif ab lokum. Og það gerðist með svona þegjandi samþykki stór- veldanna sem gátu ekki tjáð sig op- inberlega, því auðvitað naut þessi málflutningur og þessi rök, sem voru auðvitað pottþétt, víbtæks stuðnings hjá almenningi í þessum löndum. Þetta er því dæmi um það að smáþjóðir, sem ab öllu jöfnu hafa lítil áhrif á gang heimsmála, geta á stundum ef það leiðir til sam- stöbu í þeirra hópi, haft áhrif með jafnvel afgerandi hætti á örlagarík mál. Enda má halda því til haga, og heimild mín er Talbot varautanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ab þegar Bush Bandaríkjaforseti var gagn- rýndur fyrir það á blaðamanna- fundi nokkrum vikum seinna að Bandaríkin hefðu orðið númer 47 í röð þjóða aö viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkja, og bent á að ísiand hefbi haft afgerandi frumkvæði, þá svarabi forsetinn: „Hvaða máli skiptir ísland?",,, sagði Jón Baldvin Hannibalsson ab lokum. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.