Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.01.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. janúar 1996 13 Vísindamerw reyna aö finna ieiöir til aö lengja lífiö. Segja matarœöiö vera lykilinn: Þeir sem borða minna lifa lengur Cingrich taiar yfir hausamótunum á nokkrum nýjum þingmönnum meban verib var aö finna bráöabirgöalausn á fjárlagadeilunni í nóvember sl. sett þab á oddinn að skila halla- lausum fjárlögum eftir sjö ár. Þeir vilja spara rúmlega 800 milljarða dollara, eða sem samsvarar 52.000 milljörðum íslenskra króna (52.000.000.000.000); tala sem er næstum óskiljanleg! Stærstur hluti þessa sparnaðar á að koma frá fé- lagslega kerfinu (270 milljarðar dollara) og síöan í formi skatta- lækkana (250 milljarðar). Meb þessu vonar Gingrich ab takast megi að loka algerlega fjárlagagat- inu, en þab hefur verið viðvarandi vandamál í Bandaríkjunum, eins og víðar. Demókratar eru hinsvegar aðeins reiðubúnir að spara um 460 milljarða á þessum sjö árum, og um afganginn stendur því deilan á milli forseta og repúblikana. Síð- ustu fréttir hermdu þó að eitthvaö væru aðilar að nálgast hvor annan. En Newt Gingrich virðist vera óvinsælasti stjórnmálamabur Bandaríkjanna síðan Richard Nix- on var upp á sitt „besta" í kjölfar Watergatehneykslisins. Samkvæmt nýlegum könnunum hafa allt að því 66% svarenda sagt að sér líki ekki við Gingrich. Og ekki nóg með það, hann er einnig undir rannsókn hjá siðanefnd þingsins vegna ásakana um að samtök repú- blikana, sem kalla sig „GOPAC" og hvers verkefni er að tryggja þeim kjör og endurkjör til þings, hafi brotið kosningalögin. Samtök þessi hafa starfað síðan um miðjan síðasta áratug og velta tugum milljónum dollara á ári. Nauðsynlegt er að skrá samtök eins og GOPAC sem opinber samtök, en það var ekki gert. Einnig eru þau sökuð um að hafa styrkt Gingrich ólöglega um 250.000 dollara (um 16 milljónir ísl.kr.) á ári í kosninga- baráttu hans frá 1988-1990. Ásak- anir um spillingu og aðra óeðlilega meðferb peninga heyrast líka. Annasamt ár framundan Þab er því ljóst að árið 1996 verður ekki eintómur dans á rósum hjá Newt Gingrich, en hann hefur sýnt ab þrátt fyrir mótlæti gefst hann ekki upp. Framundan er hörö barátta á þingi við harbsnúið lið demókrata í kosningum til fulltrúa- deildarinnar, en þá langar eflaust ab ná meirihluta á bandaríska þinginu aftur. Þá eru forsetakosningar einnig framundan. Newt Gingrich veröur því að berjast fyrir pólitísku lífi sínu eins og aðrir bandarískir þing- menn, en hann hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig fram til forseta. Líkt og annarstaðar snýst banda- rísk pólitík um áhrif og aðgang ab kraumandi kjötkötlum. Og það eru stórir og feitir bitar í kötlunum í henni Ameríku, þar er allt lagt undir og miklum peningum eytt í stjórnmálin. En hvort Gingrich og félögum tekst ab halda stöbu sinni vib kjötkatlana í bandarískum stjórnmálum getur framtíðin ein sagt til um, og um hana er sérstak- lega erfitt að spá. G.H.Á. Byggt á TIME og The Cuardian. Lykillinn að lengra lífi gæti verib einfaldlega sá að borba minna. Þetta er ab minnsta kosti skobun nokkurra vísindamanna sem eru ab prófa þá kenningu sína ab með því að draga verulega úr mataráti geti dregib mjög úr lík- unum á krabbameini og öbrum sjúkdómum sem tengjast öldrun, og þar með megi auka lífslíkur manna um allt ab 40 eba 50 pró- sent. Samkvæmt því gæti fólk lif- ab í allt ab 140 ár eba jafnvel lengur. Líffræðingar byrjuöu á því að gera rannsókn á tilraunadýrum, m.a. músum, og niðurstöður þeirra voru að ef dregið er úr líkams- þyngd dýranna lifa þau lengur og heilsa þeirra batnar. Þeir ætla nú að sýna fram á að það sama gildi um mannfólkiö. Sextíu sjálfboðaliðar frá ýmsum löndum eru þegar farnir að taka þátt í umdeildum tilraunum í þessu skyni, og búist er við því að Bandaríkjastjórn gefi á þessu ári grænt ljós á að 120 manns verði notaðir í sambærilega tilraun í Bandaríkjunum. Dr. Bryan Merry, frá Öldrunar- stofnun háskólans í Liverpool, sagöi í síbustu viku að honum hefði tekist ab lengja líf nagdýra í tilraunastofu sinni um allt að 42% með því að draga úr matargjöf til þeirra. Aðrir vísindamenn segjast hafa lengt lífslíkur tilraunadýra um 50% í sambærilegum tilraunum. „Auövitaö hljóta að vera einhver efri mörk á lífslengdinni, en við vitum ekki hver þau eru," sagði Merry. Nagdýrin í tilraununum hafa mátt þola að matargjöf til þeirra sé minnkuð um allt að 70%, mælt í hitaeiningafjölda, en þab sem þau fá að éta er mjög næring- arrík fæba og engin hætta er á að þau þjáist af vannæringu. Fyrir vik- ið verða þau kraftmeiri, unglegri, virðast greindari, auk þess sem hætta á krabbameini minnkar sem og ýmsum öðrum sjúkdómum. „Ef okkur tekst að skilja hvers vegna þessar takmarkanir tefja öldrunarferlið, þá yrðu það miklar framfarir," segir Merry. Hins vegar er ljóst að félagslegar og efnahagslegar afleibingar þess, að fólk færi ab lifa almennt helm- ingi lengur en hingað til, gætu orð- ið allt annað en ánægjulegar. -GB/The Sunday Times Einingabréf 10 - grjóthörð staðreynd Einingabréf 10 skituðu um 20% ávöxtun á síöasta ári Einingabréf 10 er eignarskattsfrjáls verðbréfasjóður sem fjárfestir í bréfum útgefnum af Ríkissjóði íslands í erlendri mynt eða með viðmiðun við erlendan gjaldmiðil. Einingabréf 10 eru: Eignarskattsfrjáls Gengistryggð Örugg Innleysanleg Ef gengi íslensku krónunnar er fellt eða það lækkað gagnvart erlendum gjaldmiðlum þá hækka Einingabréf 10 sem því nemur. Ríkissjóður íslands er traustur skuldari. Enginn fyrirvari, greidd út strax. Raunávöxtun sjóðsins á síðasta ári var um 18%. Mismunur á kaup- og sölugengi er 2%. Einingabréf 10 eru fáanleg fyrir hvaða upphæð sem er og fást hjá Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands hf., sparisjóðunum og Búnaðarbankanum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 515 1500. KAUPÞING HF - elsta og stærsta verðbréfajyrirtæki landsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.