Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. janúar 1996 S Horft yfir Einarsnes, ósasvœbi Hvítár í baksýn. Sést á Kistuhöfba, sunnan Hvítár. Myndir: eh Veiðiár sem vaxa aö lengd Umhverfi okkar tekur sífellt breytingum. Sumt af því veldur náttúran sjálf, en annað er af mannavöldum. Útlínur fjall- anna breytast að vísu lítið á okkar tíma. En skriður falla og valda breytingum á fjallshlíð- um og sömuleiðis hamrabelti, hvortveggja vegna vatnsflóöa og frosts, sem molar bergiö. Þá er ógetið um aðrar meiriháttar umbreytingar á landi og Iegi, sem jarðeldar og jarðskjálftar valda. Mikill breytileiki Eitt af því sem gerist einnig er, að árnar lengjast í annan end- ann, eins og stundum er sagt. Os þeirra í annarri á eða í sjó færist neðar vegna framburðar jarðefna. En hversu mikill hann er, er breytilegt frá einni á til annarrar, og stundum sér höf- uðáin til þess að halda minni ánni í skefjum, hvab þetta varð- ar. Jökulárnar eru drýgstar meb framburðinn, enda efnisnám þar auðveldast við upptök þeirra í jökli sem er að hopa. Bera því margar þessara áa sam- nefnib auravötn, sem flæmast um allt (Sigurjón Rist). Alger andstæða þeirra eru lindárnar, sem em stöðugar í rennsli og eru meb gróna vatnsbakka, sem halda gerð sinni og lögun. Mesti ársframburð- ur 9000 tonn Sem fyrr segir, er misjafnt VEIÐIMAL EINAR HANNESSON hversu framburður er mikill frá einu vatni til annars. Ársaur- burður í Hvítá í Borgarfirði er talinn vera 250 þús. tn, en Ölf- usá er með 900 tn (Haukur Tómasson, Orkustofnun 1987). Til samanburðar má geta þess, að það vatnsfall, sem mestan framburð hefur, sbr. sömu heimild, er Jökulsá á Dal með 9000 tn og Þjórsá er með töluna 3.700 tn á ársgrundvelli. Hins- vegar er Þjórsá með 800 tonn eftir virkjun, eins og þar segir. Þessu valda stíflur vegna raf- orkuvirkjana á Efri-Þjórsársvæð- inu. Hvítá í Borgarfirbi jók lengd sína um 90 metra á ári Þar sem spjall þetta fjallar um lengingu veiðiáa sökum fram- buröar jarðefna, má geta þess að ós Hvítár í Borgarfirði í sjó var metinn 1977 um 3,5 km neðar en hann hafði verið áður, árið 1938. Þetta jafngildir því að áin hafi lengst um 90 metra á hverju ári vegna framburðar. Fyrri ósalína var frá Kistuhöfða, sunnan Hvítár, efst í Einarsnes, norðan Hvítár. Núverandi ós í sjó er fast austan við efsta hluta vegaboga Borgarfjarðarbrúar, sem er yfir Borgarfjörð, frá Sel- eyri í Borgarnes, sem kunnugt er. Akraós á Mýrum, ósasvœbi Hítarár. Borgarfjarbarbrú, Borgarnes. Brekkufjall í baksýn. Sjálft lífiö krefst Þann 16. janúar s.l. var eitt ár liðið frá snjóflóðinu í Súbavík, þar sem fjórtán manns létu lífið. Og skammt varð stórra högga á milli, því í október ribu sams- konar hörmungar yfir Flateyri og kostuðu tuttugu mannslíf. Bæði þessi slys vekja svo óhugn- anlegar spurningar, ab þjóðin hefur ekki enn þorað að bera þær upp. Og því fer víðáttu- fjarri, að „ábyrgir" aðilar í stjórnkerfinu hafi ómakað sig við að svara þeim. Þær spurningar, sem brenna á fólki varbandi snjóflóðavarnir og byggð á hættusvæðum, eiga við um bæði þorpin. Hins vegar er svo ab sjá, sem eftirleikurinn hafi allur verið með siðaðri hætti á Flateyri en í Súðavík. Spurningarnar, sem hér um- ræðir, eru m.a. eftirfarandi: 1. Hvernig stóð á því, ab þá- verandi sveitarstjóri Súðavíkur (núverandi oddviti) neitaði að verba við tilmælum sýslumanns um að halda fund í almanna- varnanefnd, nóttina fyrir slysið, og bar við ófærð og illviðri? Spurt er í ljósi þess, að vitað er að í framhaldi af símtali sýslu- manns og sveitarstjóra kl. 02.30 var Trabarkotssvæðib rýmt, en s.k. „ytra svæði" ekki. Allir þeir, sem fórust í flóðinu, voru stað- settir á síðarnefnda svæðinu! 2. Er það rétt, að sveitarstjór- inn þáverandi hafi aðfaranótt þess 16. janúar hringt í for- stöðukonu leikskólans og mælst til þess að skólinn yrbi lokaður daginn eftir, með öryggi barna og starfsfólks í huga? Ef svo er, hví var þá engin viövörun látin ganga til íbúa nærliggjandi húsa? Spurt er vegna þess að tveir þeirra fórust í flóðinu. 3. Hvers vegna var hreinsun- arstarfið eftir flóðið í Súbavík al- farið mibað við þarfir „atvinnu- lífsins", þ.e.a.s. verkkaupenda, meb þeim afleiðingum, ab bráð- ræðið var slíkt ab tilfinningar syrgjenda voru bókstaflega trobnar í svabið undir jaröýtu- beltum? Ég spyr af þeirri ein- földu ástæbu að ég hef séð myndbandsupptöku, sem sýnir með óyggjandi hætti að þannig var að málum staðið. 4. Daginn eftir ab tvær konur létust í rútuslysi í Hrútafirði í haust skipaði dómsmálaráð- herra hluílausa rannsóknar- nefnd varðandi það slys. Hví sýndi hann ekki sömu röggsemi eftir mun meiri mannskaða í svara! SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Súðavík og á Flateyri? 5. Hvernig stendur á því að heimilaö var að byggja ekki að- eins íbúöarhús, heldur einnig leikskóla (á Súðavík), á vibur- kenndu hættusvæði? Og hvern- ig má þab vera að viðkomandi yfirvöld gerðu íbúunum ekki viðvart um yfirvofandi hættu? í því sambandi má nefna, varð- andi Flateyri, að í tólf ár var raunhæft hættumat erlendra sérfræðinga látið liggja í þagnar- gildi í hátimbruðum kontórum fyrir sunnan. Tveimur fyrstu spurningun- um og fjórðu og fimmtu spurn- ingunni verður að svara, ekki einungis vegna ábyrgðar ein- staklinga í stjórnkerfinu, heldur vegna samábyrgðar okkar allra sem þegna í lýðræðisþjóbfélagi. Hins vegar varðar þriðja spurn- ingin ekki öryggisatriði, heldur þann þátt siðmenningar sem snýr að umgengni við syrgjandi fólk. Og það er ekki aðeins aum- ur maburinn ég sem leita svara. Lífið sjálft krefst svars! Þaö gefur enda augaleið að verði þessum spurningum látið ósvarað, munu hörmungarnar í Súðavík og á Flateyri endurtaka sig víða um land á næstu árum og áratugum. Og ábyrgðin verð- ur ekki fórnarlambanna, frekar en var fyrir vestan, heldur þeirra sem andvaraleysið múlbindur. Af ofanrituðu ætti ab vera Ijóst hvílíkt reginhneyksli það er, að dagskrárstjóri Ríkissjón- varpsins, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, skuli hafa vogað sér ab minnast þess að ár var liðið frá hörmungunum í Súðavík með því ab ráða óhörðnuð ung- menni til að gera þátt um upp- byggingu veraldlegra verðmæta vestur þar, án þess svo mikið sem yrt væri á þá sem eiga um sárast að binda. Fjölmiðlungar, sem standa vilja undir nafni, geta ekki unnað sér hvíldar fyrr en áðurnefndum spurningum verður svarað. FÖSTUDACS- PISTILL FORSETINN VELJI FÓLKIÐ Víglínur eru nú heldur að skýrast í Orrustunni um Álftanesið eftir liðs- könnun Dagblaðsins um daginn. Hver höfðinginn á fætur öðrum var nefndur til sögunnar og forsetaefnin þurfa því varla að kvíða einverunni á kjörseðlinum ef svo fer sem horfir. Lengi er líka von á einum og öll kurl eru því sennilega ekki komin til graf- ar. Of snemmt er því að spá hvaða höfðingjum lýstur saman þegar á hólminn er komið. En eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá! Nú eru kröfur manna til forseta síns sjálfsagt jafn misjafnar og menn- irnir eru margir. Sumir vilja líklega hafa forsetann áhrifalausan sam- kvæmishrók, sem hefur ekki skoðun á nokkrum hlut umfram val á mat- seðlum og vínkorti. Aðrir sjá embætti forsetans í öðru Ijósi og þeim fer fjölgandi: Að hann blandi sér hik- laust í þjóðmálin þegar keyrir um þverbak og taki af skarið fyrir hönd fólksins í landinu. Ríkisstjórn, Alþingi og embættis- menn eru á einu máli um að tú'ks vald forseta eins þröngt og framast er unnt. En stjórnarskrá lýðveldisins veitirforsetanum miklu frjálsari hendur en látið er í veðri vaka. Dæmi: í fimmtándu grein laganna segir að forseti ákveði tölu ráðherra og skipti störfum með þeim. Fróð- legt væri að sjá næsta forseta berja í borðið og segja þingheimi að ráð- herrar verði nú fimm talsins og ráðu- neyti þeirra sem hér segir. í lögunum segir líka að forseti geti vikið þeim manni frá embætti sem hann hefur veitt og að forseti geri samninga við önnur ríki. Forsetinn geti rofið þing og lagt fram á Alþingi frumvörp til laga og annarra sam- þykkta. Á þetta vald hefur aldrei reynt, og fróðlegt væri að sjá frum- kvæði af þessu tagi hjá næsta forseta lýðveldisins, ekki síður en frumkvæði í samkvæmishaldi og ferðalögum. Síðast en ekki síst getur forsetinn neitað að staðfesta lög frá Alþingi og verður þá að bera lögin undir at- kvæði þjóðarinnar til aö hljóta end- anlegt lagagildi. Hér getur forsetinn gert þjóð sinni ómetanlegt gagn. Komið á föstum þjóðaratkvæða- greiðslum, sem reyndar eru eitur í beinum þríburanna ríkisstjórnar, þings og embættismanna. Forsetinn getur þannig vísað öll- um lögum úm hækkun skatta beint til skattgreiðenda. Líka fjárlögum með halla og bæði innlendum og er- lendum lántökum ríkissjóðs. Einnig getur forsetinn borið undir þjóð sína alla skatta á minni máttar eða sér- stakar eignir manna. Og loks fengi fólkið að velja sjáíft helstu embættis- menn sína. En ekki er öll sagan sögð: Forsetinn getur látið þjóðina kjósa um öll stór verkefni á borð við álver og virkjanir. Samninga við önnur lönd eins og NATÓ-sáttmálann og Evrópusamfélagið. Líka viðkvæm dægurmál sem snerta hjartarætur og fleira og margt fleira. Árið 1952 völdu stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar vígorðið: „Fólk- ið velur forsetann!" Það er í fullu gildi í dag. En forsetinn má ekki láta þar við sitja og verður sjálfur ab velja fólkið sitt, þegar þríburar valdsins ganga of langt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.