Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1996, Blaðsíða 10
10 Slmiwn Föstudagur 26. janúar 1996 Gimilegur Gobasteinn Laust fyrir jólin barst mér aö höndum Goöasteinn, héraösrit Rangæinga, 1995. Ábyrgöarmaö- ur og formaöur ritnefndar er Margrét Björgvinsdóttir, Hvol- svelli, en ásamt henni skipa rit- nefndina Guömundur Sæmunds- son í Skógum og Siguröur Jóns- son í Odda, en varamenn eru þær Pálína Jónsdóttir, Hrafntóftum, og Sigríður Sveinsdóttir, Ás- mundarstööum. Útgefandi er Héraðsnefnd Rangæinga. Margrét Björgvinsdóttir ritar aðfaraorð, en síöan ríöur Þórður Tómasson í Skógum á vaöiö og ritar um „söngiðkun un^ir Eyja- fjöllum". Nefnir Þóröur þá, sem þar komu viö sögu á síðustu öld og framan af þessari, og eru þeir ófáir. Á sviöi sönglistarinnar hafa Eyfellingar svo sannarlega ekki verið neinir bónbjargamenn. Valdimar Böövarsson í Butru segir frá ferö sinni frá Þorleifs- stööum á Rangárvöllum á vertíö suöur í Garö árið 1900 og vist sinni þar. — Birt er erindi sr. Arn- gríms Jónssonar, dr. theol., um Oddakirkju, er hann flutti fyrir söfnuö kirkjunnar 23. okt. 1994. Áriö 1994 kom út bókin „Fár undir fjöllum" eftir Kristin Helga- son. Efni bókarinnar er m.a. kynnt meö þessum orðum: „Fæstir vita af harmleiknum, sem hér (undir Austur- Eyjafjöllum) átti sér staö fyrir réttum 100 ár- um. Yfirheyrslur. Varðhöld. Ótrúleg réttindabrot á lítilmagn- anum. Lögtök og uppboö. Fólk flosnaði upp." í Goðasteini eru birtar hugleiöingar Vigfúsar Andréssonar í Berjanesi um bók- ina og nefnir hann þær: „Ágirnd. Drottnunargirni og forpokun sál- arinnar". Þá er erindi sr. Sváfnis Svein- bjarnarsonar, er hann flutti við opnun sýningar á málverkum Ól- afs Túbals listmálara aö Goöa- landi í Fljótshlíö 15. nóv. 1991. — „Langspilið var í raun um langan aldur nær eina þjóöar- hljóöfæri íslendinga," segir Þórð- ur í Skógum og kynnir okkur ýmsa þá, sem tengdir voru þessu hljóöfæri meö einum eða öðrum hætti. Ólafía Ólafsdóttir frá Áshóli segir frá því þegar Árný Filippus- dóttir í Hverageröi dreif náms- meyjar sínar austur á Skarösfjall til að horfa þaðan á Heklugosiö 1947. — Jóhann G. Guönason, Vatnahjáleigu, tók saman yfirlit um veðurfar í Austur- Landeyjum árið 1994 og er þaö birt í Goöa- steini. — Þá fáum við aö kynnast hugleiöingum Guðmundar Sæ- mundssonar, kennara í Skógum, um „siðgæðisvitund unglinga", en um hana ræddi hann á nám- skeiði í þróunarsálfræði, sem haldið var viö Kennaraháskólann 1994. — Ausið er úr „sagna- brunni" Ólafíu Ólafsdóttur og er sá fróðleikur bæði í bundnu máli og óbundnu. — Birt er viðtal viö Pálma Inga Guönason frá Ön- undarholti undir Eyjafjöllum um þátttöku hans í vísindasam- keppni o.fl. ásamt tveimur ung- um Selfyssingum, Jóni Þorkeli Einarssyni og Jóni Hallsteini Hallssyni. Svonefnd Oddastefna var hald- in í Þykkvabæ 20. maí 1995. Birt eru þrjú fróðleg erindi, sem þar voru flutt: Þór Jakobsson veður- fræöingur ræddi um „hafís fyrir Suöurlandi frá landnámi til þessa dags". Pálmi Eyjólfsson, Hvol- svelli, ræddi m.a. um skipsströnd viö „brimströndina í Rangárvalla- sýslu" og Páll Imsland jaröfræð- ingur fjallaöi um mismunandi geröir íslandsstranda. Haraldur Júlíusson, Akurey, rit- ar annál Akureyjarkirkju á árun- um 1910- 1995. Hann segir einn- ig frá „söngdögum", sem haldnir hafa veriö aö Heimalandi undan- farna tvo vetur, þar sem æfð hafa veriö íslensk ættjaröarlög undir stjórn þeirra Margrétar Bóasdótt- ur söngkonu og Jóns Stefánsson- ar, söngstjóra og organista í Lang- holtskirkju. Birt eru ávörp sem þeir Sverrir Magnússon, skólastjóri í Skógum, og Þóröur Tómasson safnvöröur fluttu viö vígslu nýs safnahúss Byggöa- og Héraðsskjalasafnsins aö Skógum 9. sept. 1995. Rangæingafélagið í Reykjavík hefur nú starfað í 60 ár. Var þess minnst á árshátíö félagsins þann 18. mars 1995, með erindi Dóru Ingvarsdóttur og er það birt í Goðasteini. Rangæingar em liötækir viö ljóöagerðina og er Goðasteinn óljúgfróður vottur um þaö. Pálmi Eyjólfsson yrkir um „Bruggara" og „Trillukarla". Bjarni Helgason á Hvolsvelli kveöur um Smára Guðlaugsson sjötugan og birtur er skólasöngur Skógaskóla eftir Sigurö Einarsson og lag, sem TIMARIT MAGNÚS H, GÍSLASON Þóröur Tómasson hefur samiö við hann en Jón Nordal raddsett. Þá kemur þula, sem Guðni Einars- son frá Strönd í Vestur-Landeyj- um orti um bændur þar í sveit ár- ið 1951. Enn eru þarna fimm ljóö eftir Guðmund Sæmundsson í Skógum. Ljóðageröinni lýkur svo meö vísnaþætti Alberts Jóhanns- sonar í Skógum og er þar aö finna marga snjalla stökuna. Loks eru svo í Goðasteini ann- álar og eftirmæli. Er þar greint frá Héraösnefnd, sveitarfélögum, prestaköllum og kirkjusóknum, kvenfélögum, ungmenna- og íþróttafélögum og öðrum félög- um, sem starfandi eru í héraðinu. Mikill fróöleikur það. Að síöustu minnast prestar sýslunnar þeirra, sem látist hafa í Rangárþingi á ár- inu 1994. — Myndir eru margar og góðar. Hér er vel að verki stað- iö. ■ Doktorsritgerð um Breta á Islandsmiðum Jón Þ. Þór sagnfræðingur varði doktorsritgerö við háskólann í Gautaborg 6. okt. s.l. Ritgerðin fjallar um veiðar breskra tog- ara við ísland á árunum 1919- 1976, eða frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til loka þorskastríbanna. Fiski- og farmannasafnið í Es- bjerg gaf ritgerðina út, en hún er rituð á ensku og er heiti bókar- innar Brítish Trawlers and Iceland 1919-1976. í bókinni er að finna mikinn fróðleik um veiðar Breta við ís- land á tímabilinu, en jafnframt um veiöar þeirra á Noröur-Atl- antshafi og Ishafi. Sem geta má nærri eru rann- sóknir höfundar ekki bundnar viö fiskirí Breta og íslandsmið eingöngu, því samanburður er Dr. jón Þ. Þór. Fréttir af bókum gerður á veiðum þeirra og ann- arra þjóöa. í bókinni eru merki- legar töflur og skýringarmyndir um þróun fiskveiða á svæöinu og er þar mikinn fróðleik að finna um efnið. Þá er saga útfærslu íslensku fiskveiöilögsögunnar rakin ítar- lega og fjallar drjúgur hluti bók- arinnar um þau viðskipti íslend- inga og Breta. Er fengur aö fá þá sögu skráöa í vandaðri ritgerð, sem grannskoðuö hefur veriö af hlutlausum fræöimönnum. Bókin er vel út gefin og eru í henni margar myndir varöandi efnið. ■ Inga Wíum Hansdóttir Dáin 20. janúar 1996 Mamtna œtlar aö sofna, mamma er svo þreytt. Og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár sem aöeins í draumheimum uþþfyílast ná. í kvöld skulum viö vera kyrrlát og hljóö. Mamma cetlar aö sofha, systir mín góö. (Davíð Stefánsson) Það dýrmætasta, sem nokkur maður á í lífinu, er fjölskyldan. Máttarstólparnir eru foreldrarn- ir, sem leiða okkur börnin styrk- um höndum frá fyrsta degi lífs- ins þar til við erum orðin þrosk- aöir einstaklingar og teljum að nú sé tími til að losa um takið og standa á eigin fótum. Það veganesti, sem foreldrarnir gefa okkur, og sú fyrirmynd, sem þau sýna, vegur þungt í þeirri framtíð sem við eigum eftir að velja. Foreldrarnir kenna okkur að elska og fyrirgefa, að veita kærleika og vináttu, greina rétt frá röngu, vera sjálfstæð og mest um vert að þabær allt í lagi ab mistakast í einhverju sem við tökum okkur fyrir hendur, því enginn er fullkominn. Að standa saman í blíöu og stríðu, aö eiga alltaf í skjól að venda, eru þær væntingar sem viö gerum til fjölskyldu okkar. t MINNING Og þetta eru sterkir verndar- veggir, umvafðir ást og hlýju, án fordóma. í byrjun tekur maöur einhvern veginn þessum varnarvegg sem sjálfsögðum hlut, aö þessi trausti varnar- veggur veröi aldrei frá manni tekinn — hann sé eilífur. En eft- ir því sem tíminn líöur, lærir maöur að þessir veggir eru brot- hættir og verða að lokum frá manni teknir. Og þegar sá tími er kominn, er sárt aö sleppa hendinni, svo sárt aö jafnvel þó aö maður viti og skynji að það sé besta lausnin, og reyndar eina lausnin, þá reynir maður að halda dauðahaldi. En það er aðeins í höndum skaparans að ákveða hvenær sá tími kemur. Og þá er enn komiö að vega- nestinu, að geta stutt hvert ann- að og horfa fram á viö, brosa gegnum tárin og geyma allar ljúfar minningar. Það kom mér ekki á óvart þeg- ar Linda, æskuvinkona mín, hringdi og tilkynnti andlát móður^-sinnar, Ingu Wíum Hansdóttur, því hún hafði um skeið barist haröri baráttu viö illvígan sjúkdóm. Þaö eru marg- ar ljúfar æskuminningar sem koma upp í huga minn, nú þeg- ar ég sit hér vestanhafs og skrifa þessar línur. Inga er órjúfanleg- ur hluti af þeim. Þegar Inga og Bjarni fluttu frá Smálöndunum 1967 meö fjöl- skyldu sína aö Langholtsvegi 158, tengdumst við Linda, yr.gsta dóttir þeirra, strax inni- legum vináttuböndum. Við vor- um þá báðar 5 ára og stendur sú vinátta enn traustum fótum, nærri 30 árum síðar. Ég bjó í næsta húsi og fljótlega vorum við orönar heimagangar hvor hjá annarri. Inga og Bjarni tóku mér opnum örmum inn á heim- ili sitt, þar átti ég gott athvarf og alltaf var komið fram viö mig eins og dóttur. Inga var myndarleg kona og hún haföi ákaflega fallegt og blíölegt bros. Hún var alin upp á stóru, myndarlegu sveitaheimili austur í Mjóafiröi og átti það veganesti, sem hún fékk þaban, eftir aö vera henni góöur vitnis- buröur. Hún var dugnaöarfork- ur, vann höröum höndum alla sína ævi og hún var ákaflega skipulögð. Ingu var margt til lista lagt og ber heimili hennar þess gott vitni. Hún var röggsöm í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur, og ekkert var af skornum skammti. Þegar hún eldaði eöa bakaði, var alltaf um margfaldan skammt að ræða, jafnvel þótt fækkaö heföi í heimili, og hún lét ekki veikindin aftra sér í þeim efn- um. Inga hafði það sem við köll- um græna fingur, haföi unun af blómum, sem döfnuðu ákaflega vel og báru umhyggju hennar gott vitni. Handavinna var hennar hugðarefni og hefur hún skapað mörg listaverk, sem nú skreyta heimili hennar og Bjarna. Handavinna Ingu hefur líka hlýjab mörgum landanum, því um árabil prjónaði hún og seldi lopapeysur, og hef ég hvorki fyrr né síðar séð neinn með prjóna sem tifuöu jafn hratt og hennar. Inga og Bjarni höfðu mikið dálæti á hundum og minnist ég margra ferða upp á hundabú til Kalla, þar sem jjau áttu snjalla veiðihunda. Eg man eftir Dimmu og Bellu, sérstaklega þegar fariö var meö þær í bæinn til aö gjóta og vera í hlýjunni meö hvolpunum, sem voru jafnframt tímabundin leikföng fyrir okkur Lindu. Síðustu árin hafa Inga og Bjarni búið í Mosfellsbæ. Þar höfðu þau skapað sér unaðsreit, burtu frá ys og þys borgarinnar, sem þau nutu meö fjölskyld- unni. Fjölskyldan var Ingu ákaf- lega mikilvæg, hún var stolt af börnunum sínum og barna- börnum. Hún gaf þeiin gott veganesti og hún var þeim sterkur máttarstólpi. En nú er komið aö leiðarlokum, þrautun- um lokiö, hvíldin kærkomin. Þaö er kominn tími til að sleppa hendinni kæru. Ég er Ingu þakklát fyrir þá al- úö og umhyggju, sem hún alltaf sýndi mér, og fyrir aö hafa tekiö mér opnum örmum inn í fjöl- skyldu sína. Löng þá sjúkdómsleiöin verður, lífiö hvergi vcegir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporíö er, honum treystu, hjálpin kemur, hann afraunum sigur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga' og ncetur yfirþér. Þegar ceviröðull rennur, rökkvar fyrír sjónum þér, hrœöstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingaö leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga' og naetur yfir þér. (Siguröur Kr. Pétursson) Vegna dvalar minnar erlendis get ég ekki verið við útför Ingu, en hugur minn er hjá ykkur, elsku Linda og Þórarinn, Bjarni, Anna, Addi og aðrir ástvinir. Guö gefi ykkur styrk á þessari stundu. Ingu færi ég hinstu kveðju. Hvíli hún í friði. Esther Siguröardóttir, Michigan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.