Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 8
8 mmz__t.___ Föstudagur 9. febrúar 1996 Barist í Königsberg 1945: endalok Austur-Prússlands. S tt Ulfabörn U þeirra ótrúlega sterk og bjarg- aöi mörgum þeirra. Þúsundir barna þessara komust um síðir með einu eöa ööru móti vestur fyrir Oder, til þess sem þá var eftir af Þýska- landi. Þar með var þaö versta afstaðið fyrir þau. Önnur fóru austur og norður á bóginn, til Litháens. Það land hafði sloppið betur frá stríöinu en Austur-Prússland og til Þjóð- verjanna sem eftir voru í Aust- ur-Prússlandi hafði spurst að hægt væri að fá mat „handan við Memel". Christel Apsel meb móbur sinni og systur fyrir stríbslok. Fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina síöari reyndu þús- undir munaöar- lausra austurprúss- neskra barna aö bjargast eins og best þau kunnu í rústum œttlands síns. Sum þeirra komust vestur til Þýskalands, önnur flýöu undan hungr- inu til Litháens s rin 1944-45 hertók sovéski herinn Aust- ur-Prússland. Þar meb lauk sögu merkilegs menn- ingarsamfélags, sem margt átti sameiginlegt með Norð- urlöndum. Þessháttar gerist enn í Evrópu, sbr. fyrrver- andi Júgóslavíu. Sovétmenn og Pólverjar skiptu Austur-Prússlandi á milli sín og útrýmdu þar þýsku þjóðerni. Þýskir íbúar svæðisins voru drepnir, fluttir í fangabúðir, flýðu eöa voru reknir vestur á bóginn. Þeir, sem eftir voru í landinu fyrstu árin eftir stríð, fengu hvorki mat (nema þeir sem Sovét- menn tóku í vinnu), föt, hús- næði né læknishjálp og hrundu niður úr hungri og sjúkdómum. í augum Sovét- manna og Pólverja voru þeir réttlausir meb öllu. „Vib deyjum bráð- um hvort sem er" Austurprússneskur læknir, sem Sovétmenn tóku til fanga og höfðu í þjónustu sinni um skeiö, segir svo frá: Fyrsta eða annað sumarið eftir stríðslok var hann ab baða sig í tjörn í miðborg Königsberg, höfub- borgar Austur-Prússlands, sem Rússar kalla Kalíníngrad. Þá komu nokkur horuð börn, þýsk, og steyptu sér út í tjörn- ina, busluðu mikib og voru hress og kát. Læknirinn furb- abi sig á því hve mikið af lífs- orku var eftir í þeim. Hann varaði þau vib að súpa á vatn- inu, því að lík mundu vera á botni tjarnarinnar. Börnin svöruðu: „Hvab um það? Við vitum ab við deyjum bráðum hvort sem er." Nokkur athygli beinist nú að þessum þætti Evrópusögunnar af því tilefni ab Ruth Kibelka, þýskur sagnfræöingur, er um þessar mundir að senda frá sér bók um austurprússnesk börn, sem voru eða urðu munaðar- laus í stríðslok og björguðu sér síðan eins og best jaau kunnu. Þau, sem enn lifa af þeim (flest nú á sextugs- og sjötugsaldri), kalla sig Wolfskinder, „úlfa- börn". Þau voru mörg þúsund, eng- inn veit nákvæmlega hve mörg og ekki heldur hve mörg þeirra dóu í hrakningunum fyrstu árin eftir stríð. Þau vissu ab dauðinn var hvarvetna á næsta leiti og virðast mörg hafa horfst ' augu við hann með jafnabargeði, en jafn- framt var sjálfsbjargarviðleitni Tvö til fjögur saman Einnig var vitaö ab litháískir bændur sóttust eftir Þjóðverj- um í vinnu, helst börnum. Sum „úlfabarnanna" földu sig í járnbrautarlestum á austur- leið og fóru af þeim á stöðvum í Litháen. Ef Rússar fundu þau í lestunum, hentu þeir þeim út. Veturinn 1946-47 var harður og sennilega hafa mörg barna þessara, grindhoruð, í tötrum, meb hungurþaninn kvið og mörg veik, frosið í hel á leiðinni. Sum þeirra, sem komu sér fyrir uppi á lestar- vögnum, frusu föst við þakið. Önnur barna þessara lögðu land undir fót, helst tvö til fjögur saman. Þau vildu síður vera ein á ferð, því ab bófa- flokkar voru á kreiki. Börnin sváfu í útihúsum eða undir beru lofti, þegar hlýtt var. Eftir að þau komust til Litháens betluðu þau á bæjunum. Þau Christel Apsel fyrir nokkrum vikum heima hjá sér í Litháen. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON vildu ekki hafa vandalausa fullorðna með sér, því að þau höfðu á tilfinningunni að lit- háíska sveitafólkið aumkaði sig frekar yfir þýsk börn en fullorðna af þeirri þjóð. í Litháen voru sum þeirra sett á munaðarleysingjahæli, önnur í vinnu hjá bændum. Þeim voru gefin litháísk nöfn, sögb vera börn fólksins sem þau voru hjá og sum skírö til kaþólsku (Austur-Prússar eru mótmælendur). Þetta var óhjákvæmilegt, því að sovésk yfirvöld bönnubu Þjóðverjum vist í Litháen og hótubu lands- mönnum hörbu, ef þeir leyndu Þjóðverjum. Litháar komu misjafnlega fram við „úlfabörnin". Stund- um, sérstaklega í borgum, var sigað á þau hundum og þau kölluð fasistar, hitlerar og fritzar. Sumir bændanna, sem höfðu þau í vinnu, meinuðu þeim að ganga í skóla. En sum barnanna urbu til þess aö gera heppin með sína litháísku „foreldra". Tvær brúbur Hannelore Weintke var fimm ára, er móbir hennar komst meb hana til Kaunas í Litháen á flótta undan hung- urdaubanum. Kraftar móður- innar voru þá þrotnir og hún dó undir hestvagni við mark- aðstorg. Sölukona ein tók barnið, veikt og grálúsugt, með sér og kom því á munað- arleysingjahæli. Hannelore gleymdi öllu um uppruna sirin nema fornafni sínu og því að hún var frá Austur- Prússlandi. Á hælinu sótti á hana sú árátta ab stela þýskum bókum og fela þær í rúmi sínu, þótt ekki gæti hún lesið þær. Christel Apsel, átta ára, var ásamt vinkonu sinni aö leita að einhverju ætilegu á sorp- haug sovéska hersins í Königs- berg, er nærstaddur sovéskur hermaður skaut vinkonu hennar til bana. Móðir Christ- el var þá dáin úr hungri og telpunni tókst að komast til Kaunas með því að fela sig í flutningavagni innan um vél- arhluta úr flugvélum. Hún óx upp sem einskonar ambátt á litháískum bóndabæ og giftist litháískum pilti. 1966 komst hún í bréfasamband við föður sinn, sem hún hafði síðast séð 1941, er hún var fjögurra ára. Hann var þá á leið á vígstöðv- arnar og lofaði aö gefa henni tvær brúður er hann kæmi heim næst. Síðan hafði hún ekkert af honum frétt. Skömmu eftir þessa endur- fundi bréfleiðis frétti Christel lát föbur síns, en fékk um leið í pósti pakka sern hann hafbi verið búinn að taka til handa henni þegar hann dó. I pakk- anum voru tvær brúður. Síðan 1991 hafa „úlfabörn- in" í Litháen getað tekib upp óhindraö samband við Þýska- land. Sum flytja líklega þang- að, önnur verða kyrr. I augum þeirra er Austur-Prússland ætt- landið, Þýskaland nútímans hinsvegar frekar framandi. Og Austur-Prússland er ekki leng- ur til, og til Kalíníngradhér- aðs, eins og rússneski hluti Austur-Prússlands er nú kall- aður, vill þetta fólk ekki fara. Heldur vill það vera í Litháen, þótt lífið þar hafi verið mörgu af því erfitt. Það segir sem svo að þar séu lífskjör betri en í fyrrverandi Austur-Prússlandi, borgirnar vistlegri og minna af Rússum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.