Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR1917 80. árgangur Föstudagur 16. febrúar 33. tölublaö 1996 Framkvœmdastjóri NATO: Friður og ör- yggi í Bosníu innan 12 mánaða Javier Solana, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til íslands í gærmorgun og ræddi vib forsætisráöherra, utanríkisrábherra og utanríkis- málanefnd Alþingis. Solana átti fund meb blaba- mönnum eftir vibræburnar og kom þar m.a. fram ab ísland yrbi mikilvægur hluti af bandalaginu í framtíbinni en hann kvabst þó ekki hafa farib fram á frekari þátttöku íslands í starfi NATO. Málefni fribargæslusveita NATO í Bosníu voru einkum til um- ræbu enda telur Solana Bosníu- verkefnib vera þab stærsta sem NATO hefbi tekist á vib frá stofn- un þess árib 1949. Solana var sannfærbur um ab fribargæsla NATO myndi leiba til fribar í Bo- sníu-Herzegóvínu. Fribargæslu- verkefnib myndi ná takmarki sínu innan árs en ab sjálfsögbu tækju samningavibræbur milli hinna stríbandi afla lengri tíma. Abspurbur um hvort NATO ætl- abi ekki ab taka stríbsglæpamenn úr röbum Bosníu-Serba sagbi Sol- ana ab NATO gegndi ekki hlut- verki lögreglu heldur væri fribar- gæslusveitunum ætlab ab tryggja öryggi og frib svo þeir sem sinna eiga löggæslu geti unnib sína vinnu. Javier Solana fór aftur utan síb- degis í gær. -LÓA Stofnlánadeild: Aukib sjálfstæ&i Skipub hefur verib nefnd á veg- um landbúnabarrábuneytisins til ab fara yfir störf Stofnlána- deildar landbúnabarins. Gub- mundur Bjarnason landbúnab- arrábherra segir eblilegt ab gera hana sjálfstæbari í störfum, skipun starfshópsins nú sé meb- al annars tilkomin vegna um- ræbu um skipulag Búnabar- bankans. Rábherra sagbi í samtali vib Tímann í gær ab hvort sem skipu- lagi Búnabarbankans yfbi eba ekki breytt teldi hann rétt ab stofnlánadeildin fengi meira rými og yrbi sjálfstæbur fjárfestingar- sjóbur. Verib væri ab skoba starf- semi annarra fjárfestingarsjóba en hann teldi ab stofnalánadeild- inni bæri ab halda utan vib þab starf. Stofnlánadeildin hefur hingab til fengib til rábstöfunar sjóba- gjöld þannig ab hún hefur getab lánab út á lægri vöxtum en gerist á almennum markabi. „Þab væri alveg útilokab fyrir landbúnabinn eins og rekstrarskilyrbi eru núna ab ætla í einu vetfangi ab stökkva út á hinn frjálsa markab. Þróunin verbur hins vegar sú ab deildin færi sig meir á þann grunn ab markabstengja sig, auk þess sem sú umræba hefur komib upp í Bændasamtökunum ab endur- skoba beri sjóbagjöldin." -BÞ SOIOnO I ReykjQVlK Hinn nýi framkvœmdastjórí NATO, Javier Solana, átti dag íReykjavík ígær. Hér er Solana, annar frá vinstri á myndinni, ásamt Halldórí Asgrímssyni utanríkisráöherra. Tímamynd: gs Guöni Agústsson, alþingismaöur, leggur áherslu á oð sala á Pósti og síma verbi ekki á dagskrá eftir breytinguna í hlutafélag: Málið lítið rætt í þingflokknum „Málib hefur enn verib lítib rætt í þingflokki framsóknar- manna. Frumvarpib var kynnt af starfsmönnum rábuneytisins og Pósts og síma sl. mibvikudag og umræba um málib vart haf- in. Þab kom aldrei til greina ab svona stórt mál færi í gegnum þingflokkinn á sama fundi og stór hluti þingmanna var ab sjá frumvarpib í fyrsta sinn. Svo- leibis gera menn ekki," segir Gubni Ágústsson þingmabur Framsóknarflokksins í Subur- landskjördæmi. Hann segir að þingmenn flokks- ins vilji vanda sig í þessu stóra máli og tryggja ýmsa þætti vegna fyrir- hugaðrar breytingar á rekstrarformi Pósts og síma í hlutafélag. Hann bendir einnig á að hjá Pósti og síma vinna hátt á þriðja þúsund manns. Hann segir að þingmennirnir vilji heyra rök starfsmanna stofnunar- innar og býst við að forystumenn stéttarfélaga þeirra muni gera grein fyrir viðhorfum sínum á fundi meö þingmönnum flokksins n.k. mánu- dag. Guðni segir að það sé einkum tvennt sem verður að vera tryggt vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarformi Pósts og síma. Fyrir það fyrsta að starfsfólk búi við áframhaldandi öryggi og að þjón- usta við dreifðar byggðir landsins verði ekki skert. En síðast en ekki síst að sala á fyrirtækinu sé ekki á dagskrá. Þar að auki sé það mjög mikil- vægt hvernig staðið verður að starfsmannamálum fyrirtækisins. Af einstökum þáttum í því sam- bandi nefnir Guðni m.a. lífeyrisrétt- indi starfsmanna o.fl. -grh Könnun manneldisráös: 25-35 ára karlmenn sólgnastir allra í ís í viöamikilli könnun Mann- eldisrábs nýlega kom í Ijós ab karlmenn á aldrinum 25-35 ára borba langmest af ís. Þab eru því ekki unglingarnir eba börnin sem sem hafa vinning- inn í þeim efnum eins og ein- hverjir gætu ætlab. Þessi hópur þjóbfélagsþegna hefur nokkra yfirburbi umfram abra neysluhópa en nokkub mikill munur er á kynjunúm. Framkvæmdastjóri Kjöríss, Valdimar Hafsteinsson, sagbi ab niburstaban kæmi ekki á óvart en útilokabi ekki ab ímynd aug- lýsinga tæki einhverjum breyt- ingum. Hingab til hefbi fremur verib reiknab meb ab konur stýrbu innkaupunum. -BÞ Vélstjórar telja nauösyn á sérstöku verölagsráösveröi á loönu: Sjómönnum hótab vegna deilna Helgi Laxdal formabur Vélsrjóra- félags íslands telur einsýnt ab frjáls verblagning á lobnu í orbi en ekki í verki sýni naubsynina á sérstöku verblagsrábsverbi. Hann getur ekki betur séb en ab kaup- endur séu ab óska eftir því meb einhliba verbákvörbunum á hrá- efninu. Athygli hefur vakið að þrátt fyrir óánægju sjómanna með loðnuverð upp úr sjó til bræöslu og þá sérstak- lega einhliða ákvörðun einstakra kaupenda að lækka verð á flokkaðri loðnu til bræðslu um nær helming, þá hefur engin séð ástæðu til ab skjóta ágreiningi um verðmyndun- ina til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. En þessi nefnd var sett á fót í framhaldi af gerö núgild- andi kjarasamninga sjómanna. Tíminn hefur fyrir því öruggar heimildir að einstökum áhafnar- meðlimum á loðnubát úr Eyjum hafi hreinlega verið hótað af út- gerðinni og að þeir gætu bara tekib pokann sinn og farib ef þeir gerbu alvöru úr hugmyndum sínum ab fara meb ágreining um verbmynd- un lobnu til úrskurbarnefndar sjó- manna. Af þeim sökum treysti eng- inn úr vibkomandi áhöfn sér til ab láta málib fara lengra. Þarna átti í hlut útgerb sem jafnframt rekur vinnslustöb í landi og kaupir því aflann af sjálfum sér til v'mnslu.-grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.