Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 21. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötuger&/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Umhverfismálin og framtíðin Við íslendingar prísum okkur oft sæla fyrir hreint umhverfi og tölum í niörandi tón um mengað andrúmsloft, eitruð vötn og lyfja- mengaðar matvörur annarra þjóða. Þó þessi tilfinning okkar geti átt rétt á sér er rétt að spyrja spurninga, um hvort nóg sé gert á íslandi til þess að varðveita hreint umhverfi. Hvað hefur orðið „okkar starf" eins og stendur í kvæði Jónasar. Það er þekkt slagorð í umræðum um um- hverfismál að mengun þekki ekki né virði landamæri. Það er rétt að ekki næst árangur í umhverfisvernd nema með nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Hins vegar er einnig mikil nauðsyn á að gera sér grein fyrir ástandinu í eigin garði og leita ráða til úrbóta. Umhverfisvernd er afar víðtæk og varðar flest svið mannlegrar athafnasemi. Undir um- hverfisvernd má fella verndun auðlinda eða skynsamlega nýtingu þeirra. Annað svið er að ganga frá þeim úrgangi sem daglegt líf hefur í för með sér á umhverfisvænan hátt. Þetta tengist allt í órjúfanlega heild. í seinni tíð hafa harðir talsmenn umhverfis- verndar látið að sér kveða og er það vel. Hins vegar verður ætíð að sætta sjónarmið um- hverfisverndar og nýtingarsjónarmið náttúru- auðlinda ef vel á að fara. Öfgar á báða bóga eru til ills eins. Átök um umhverfismál birtast í mörgum myndum. Þau eru um nýtingu hvalastofna og virkjunarmál svo tvö alþekkt dæmi séu nefnd. Eina leiðin til niðurstöðu í þessum efnum er að efla grundvallarrann- sóknir og afla þekkingar. Samráð, rannsóknir og málamiðlun er vænlegasta leiðin til niður- stöðu, ásamt stjórnmálamönnum sem láta sig gersemar náttúrunnar einhverju skipta. Tæknin hefur á undanförnum árum ógnað náttúrunni á fjölmörgum sviðum. Hins vegar er þversögnin mikla fólgin í því að tækni og þekking er lykilatriði í því að lifa af við þau lífskjör sem nútímamaðurinn krefst. Tækni er undirstaða þess að losna við úrgang og búa í sátt við náttúruna. Sá sem sameinar skilning á þessu og ást og virðingu fyrir náttúrunni er líklegastur til þess aö skrifa þann umhverfis- sáttmála sem framtíðin þarfnast. Umræban sem ekki varö Fyrir nokkrum vikum var uppi mikil fjölmiölasameining jafnaöarmanna og þaö þótti tíöindum sæta aö Jóhanna tók bónorðum frá Jóni Baldvini óvenju vel og virtist tilbúin aö íhuga aö Þjóövaki og Alþýðuflokkurinn gengju í eina sæng. Tíminn benti ein- mitt á þennan merkilega áfanga meö því aö tala um aö Jóhanna hafi lyft pólitískum pilsfaldinum fyrir Jóni Baldvini. Garra er sérstaklega minnisstætt að Alþýðubandalagiö blandaði sér í þessar umræður og taldi brýnt að sameining- arviðræður færu fram milli allra jafn- aðarmannaflokkanna og að umræðan þyrfti að vera á slíkum grunni ef árang- ur ætti aö nást. Jóhanna sjálf talaði einmitt um slíkan trekant og formaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frí- mannsdóttir, hefur einnig gefið út yfir- lýsingar um að sameiningarmálin séu í raun mál málanna. Á báðum þessum kvenskörungum og flokksformönnum var ekki annað hægt að skilja en að stutt væri í sameiginlega þingflokksfundi í það minnsta og gott ef þær sáu ekki fyrir sér enn frekari samruna fljótlega upp úr því. Margrét Frímannsdóttir vísaði — þegar þessi mál voru hvað heitast í umræð- unni — til þess aö á miöstjórnarfundi flokksins myndu menn ræöa næstu skref í þessum sameiningarmálum og því hafa áhugamenn um sameiningu jafnaðar- manna beöið þessa miðstjórnarfundar meö nokkurri eftirvæntingu. Sameiningarmálin ekki rædd Garri verður að viðurkenna að það olli óskiptum vonbrigðum og nokkurri undrun, þegar svo kemur í ljós í Tímanum í gær að miðstjórnarfundurinn ræddi alls ekkert um sameiningarmálin, en eyddi fundinum í að ræða skýrslu um launamuninn milli íslands og Dan- merkur, skýrslu sem skrifuð var fyrir Verkamannasam- bandiö í fyrrahaust og bobar í raun engin stórkostleg ný sannindi. Hvað varð um sameiningarumræbuna sem formaður Alþýöubandalagsins var búinn að boða? spyrja jafnaðarmenn því eblilega núna og eru ráðvillt- ari en nokkru sinni fyrr! Einn hvatvísasti andstæðingur Alþýðuflokksins í röð- um Allaballa er eflaust Svavar Gests- son, gamli flokkseigandinn sem er búinn að koma sér upp ímynd frjáls- lyndis og framfarastefnu eftir að hann gerðist aðal hugmyndafræðing- ur flokksins meb bók sinni Sjónar- rönd, sem sumir hafa raunar kallað Rjómarönd. Garri hefur áður skil- greint stöbu Svavars í flokknum eftir ritun Rjómarandar sem svipaða og stööu Dengs Xiaoping í kínverska flokknum: formlega sé hann ekki for- maður, en ráði þó öllu sem hann vill ráða. Nýlega hefur verið um þab rætt og ritað, að Svavar sé búinn að afvopna hinn nýja og til þess að gera einangr- aða formann flokksins með því að knýja hana til að gera bandalag við sig, svo hún mætti rjúfa einangrun sína. Þetta bandalag hefur orðið til þess, samkvæmt því sem fram hefur komið, að einn helsti stuðningsmaður Margrétar, Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri flokksins, hefur hrakist út í kuldann. Hann er nú fallinn í ónáð bæði hjá „Deng-arminum", sem í sjálfu sér er ekkert nýtt, og hjá formanninum sem hann hefur stutt svo dyggilega. Áherslubreytlng skýrö Þegar þetta er haft í huga, skýrist e.t.v. sú áherslu- breyting sem viröist hafa orðið milli þess að Jóhanna lyfti pilsfaldinum og miðstjórn Alþýðubandalagsins fjallaði ekki um sameiningu jafnaðarmanna á fundi sín- um. Svavar hefur ekki mikinn áhuga á ab sameinast Evrópusinnuðum hægrikrötum, sem hann hefur átt í höggi við allt frá því hann var barnungur og uppvax- andi sósíalisti að nema sögulega og díalektíska efnis- hyggju hjá Billanum og Ollanum. En Garri getur þó ekki annað en dáðst að þrautseigj- unni í hinum vinalausa framkvæmdastjóra, Einari Karli, sem segir í frétt í Tímanum í gær að þrátt fyrir að sameiningin sem slík hafi ekki verið til umræðu á mið- stjórnarfundinum, „hafi verið viss tónn í verkalýðs- málaályktuninni, krafa um að menn myndi pólitískan bakhjarl á Alþingi", sem auðvitað geti ekki verið annað en einskonar sameiningarkrafa! Þetta kallar maður að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana! Garri GARRI Hiö eina sanna menntamál Fallprósentan í prófi í almennri lögfræði hækkar ár frá ári. Ekki eru mörg ár síban það þótti tíð- indum sæta ab 70 af hundraöi nema á fyrsta ári féllu á svona síu- prófi, en metiö er slegið ár frá ári og er nú komið upp í rúmlega 90%, og segja forráðamenn Há- skóla íslands ab prófið í ár sé ekki þyngra en venjulega. Þeir, sem ekki þekkja til æðri menntunar, halda í einfeldni sinni að það sé lélegur árangur að 11 nemendur af 132 nái þeirri einkunn í prófi að hún veiti þeim rétt til áframhaldandi náms. En þab er mikill misskiln- ingur. Háskólinn lætur þau boö út ganga að 60 af fallistunum hafi aöeins verið að æfa sig í aö taka próf og muni spreyta sig aftur síðar og hafa þá væntanlega bætt einhverju við þekkingu sína á námsefninu. Ef þróunarferlib heldur áfram, munu enn fleiri nemar þreyta næsta síupróf í lög- fræðideildinni og enn færri ná lágmarkseinkunn. Stærðfræbingum í raunvísindadeildum er látið eft- ir að reikna út hve margir þeirra, sem nú voru aö æfa sig í próftöku, muni þurfa að þjálfa sig enn betur eft- ir næstu keppni. Þjálfun í próftökum Fjöldatakmarkanir eru í fáum deildum Háskólans og þar veröa margir afburöanámsmenn aö bíta í það súra epli aö vera neitaö um aö fá að halda námi áfram, þótt einkunnir þeirra beri vott um góða þekk- ingu á efninu. En þetta á aðeins við um nám í lækn- isfræöi. Á Stór-íslandi eru reknir nokkrir háskólar og er sá þeirra, sem kenndur er viö föðurlandib, þeirra stærst- ur og mestur. Þar er til aö mynda lagadeildin, sem þjálfar nema í próftökum. Frá þessum höfuðskóla landsins taka um 15 af hundrabi nemenda fullnabar- próf, þab er aö segja embættispróf eöa lokaáfanga í ýmsum greinum. Aörir ljúka námi sem er varla ann- að en tilhlaup til frekari þekkingar og þroska. Og nú eru háskólar landsins farnir að bítast um nemendur til aö kenna þeim sitt lítiö af hverju. Síöan em allir þeir, sem dingla í háskólum vib sitt lítið af hverju og komast aö því eftir svo og svo mörg ár ab kannski áttu þeir aldrei er- indi inn í svoleiðis stofnanir. Takmarkiö eina Menntakerfið er viðamikiö og nokkuð dýrt í rekstri. Þaö stendur undir mikilli byggingarvinnu og viðhaldskostnaði. Námsskrá og kennsla er nær al- fullkomin og heyrir til undan- tekninga ef einhver er ab nöldra um aö svo sé ekki. Þó kemur fyrir að þeir, sem kenna í æðri skólum eða stjóma þeim, tuldra í barm sér svo varla heyrist, aö framhaldsskólarnir moki út nem- endum sem hvorki hafi kunnáttu né getu til að stunda alvörunám og væru betur komnir á öðrum stöðum en í akademíum. En menntakerfinu er öllu stjórnað af langskólafólki, sem sér ekki önnur takmörk fyrir ungt fólk en slímsetur á skólabekk frá unga aldri og fram undir miðjan aldur. Siðan er það þjóðfélagsumræban um menntamál- in. Hún er öll á einn veg og aöeins einn. Það er sama hvort þaö er á Alþingi, í skólum eða á óæðri stöðum: menntamálaumræöan er um kennarakaupið. Það er alveg sama hvar borið er nibur í umfjöllun um skóla og menntun, ef umræðan hefst ekki á sífri um kaup og kjör kennara, mun hún brátt snúast um hana og enclar örugglega ekki á ööru en því að þaö sé ekki von aö skólakerfiö sé skilvirkara en raun ber vitni og ástæöan er alltaf ein og hin sama: kennara- kaupiö er svo lágt. í reglugeröum er ákvaröaö ab allir séu jafn hæfir til náms, og eru þaö réttindi þeirra tornæmu aö vera eins flug^reindir og þeir sem betur eru gefnir til höf- ubsins. Arangurinn er tabú, en liggur þó ljóst fyrir, svo sem eins og þegar fallprósenta fyrir yfir 90 af hundraði í prófi. En aldrei skal ræða menntamál frá ööru sjónar- horni en kjörum kennara. Þegar nú er veriö aö gera grundvallarbreytingar á rekstri grunnskóla til hins betra, falla þær fullkomlega í skuggann af kjaramál- um kennara, sem er aðalatriöið eins og venjulega. Nemendur og markmið menntakerfisins eru al- gjör aukaatriöi. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.