Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 21. febrúar 1996 Sfómlfftg n Leikritin íslenska mafían og Djöflaeyjan komin út á bók Leikfélag Reykjavíkur og Mál og menning hafa gefib út bók sem inniheldur leikritin Djöflaeyjan og íslenska mafían. Djöflaeyjan er eitt vinsælasta leikrit í íslenskri leikhússögu og íslenska mafían er nú sýnd við góðar undirtektir í Borgar- leikhúsinu. Leikritin eiga það sameiginlegt að vera afrakstur samstarfs Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar. Djöflaeyjan var frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1987. Leikritið er leikgerð Kjartans sem hann vann upp úr bókum Einars, Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Sýningin naut gríðarlegra vin- sælda og gekk fyrir fullu húsi í Skemmunni á Meistaravöllum í þrjú ár. Síðan þá hefur Djöflaeyjan verið sýnd í leik- húsum víða um land og leik- ritið er löngu búið aö skipa sér sess sem eitt vinsælasta leikrit í íslenskri leikhússögu. Það er fyrst nú sem lesendum gefst kostur á að eignast leikritið á bók. íslenska mafían er leikrit sem Kjartan og Einar skrifuöu í sameiningu. Persónur leik- ritsins eru sóttar í bækurnar Kvikasilfur og Heimskra manna ráð. Leikritið frum- sýndi Leikfélag Reykjavíkur um áramótin á Stóra sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Fréttir af bókum Kjartans Ragnarssonar. ís- lenska mafían er margþátta fjölskyldusaga — örlagasaga Killians-fjölskyldunnar. Bak- grunnur leikritsins er samfélag síðustu áratuga. Persónur leik- ritsins eru ótemjandi fullhug- ar, sem tilheyra kynslóðum sem ætla sér að kasta af sér hlekkjum aldalangs hallæris og láta drauminn um nútíma- samfélag á eyjunni rætast. En Veggmynd Jóhannesar Kjarvals af íslenskum sjómönnum og fisk- verkakonum, sem máluð var fyrir Landsbanka íslands árið 1924-5, er eitt af fyrstu og merkustu verkum sinnar tegundar í íslenskri mynd- list. Til undirbúnings þessari mynd gerði Kjarval mikinn fjölda teikn- inga, málverka, jafnvel ljósmynda. Nokkrar þessara formynda fundust uppi á háalofti gamla Stýrimanna- skólans í Reykjavík fyrir tveimur ár- um. í vor mun Listasafn íslands, í hamingjuleit Jjeirra á sínar skuggahliðar. Islenska mafían fjallar um uppgang, hnignun og fall. Fyrirheit og ósigra. Brask og græðgi. Eiturlyfja- smygl, mannshvarf, morð. Leikritið er fullt af skemmti- lega nístandi kaldhæðni. Þar er engum hlíft. Persónurnar eru hver annarri litríkari og húmorinn er leiftrandi. Þeir Einar Kárason og Kjart- an Ragnarsson hafa verið fremstir í flokki íslenskra lista- manna á síðustu árum, hvor á sínu sviði. samvinnu við Landsbanka íslands, efna til sýningar um þessar vegg- myndir Kjarvals, þar sem sýndar verða eftirmyndir þeirra í fullri stærð ásamt frummyndum af ýmsu tagi og öðru efni sem þeim tengist. í tengslum við þessar veggmynd- ir gerði Kjarval málverk, vatnslita- myndir og teikningar, þar sem koma fyrir konur sem halda á eða stafla saltfiski, sjómenn og fiskibát- ar, auk þess sem listamaðurinn mál- aði ýmsar útgáfur af þeim andlitum sem koma fyrir í veggmyndunum. Einar Kárason. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda frá frumuppfærslum verkanna. Bókin kostar 1.100 kr. og er seld í leikhúsbóksölu LR í forsal Borgarleikhússins Vitað er um afdrif flestra verka sem tengjast Landsbankamyndun- um, en Listasafn íslands telur að ekki séu enn öll kurl komin til graf- ar í þeim efnum. Vill safnið því góð- fúslega biðja eigendur allra mynda, sem hugsanlega tengjast þessum veggmyndum í Landsbankanum meö einhverjum hætti, að setja sig í samband við Júlíönu Gottskálks- dóttur eða Aðalstein Ingólfsson í Listasafni íslands, síma 5621000, hið allra fyrsta. Listasafn íslands lýsir eftir saltfiskmyndum Kjarvals Oskar Ingimarsson Óskar Ingimarsson þýöandi fœdd- ist 2. nóvember 1928 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu 12. febni- ar síðastliðinn. Foreldrar hans vom Margrét K. Steinsdóttir, f. 10.3. 1896, d. 28.8. 1982, og Ingimar Óskarsson náttúnifrœð- ingur, f. 27.11. 1892, d. 2.5. 1981. Systkini hans eru Ingibjörg, fulltrúi, f. 12.2. 1930, ogMagnús, hljómlistannaður, f. 1.5. 1933, kona hans er Ingibjörg Bjömsdótt- ir deildarstjóri. Fyrri kona Óskars var Guðrún Lárusdóttir, kennari, f. 7.2.1940, sonur þeirra er Ingimar, jarðfrœðingur, f. 27.12.1964. Þau slitu samvistum. Óskar kvœntist 24.12. 1971 Áslaugu Jónsdóttur forverði, deildarstjóra við Þjóð- skjalasafh íslands, f. 6.9. 1941. Böm þeirra eru: Þómnn Hildigunn- ur, háskólanemi, f. 8.5. 1972, gift Michael Pantano, f. 10.10. 1971, og eiga þau eina dóttur, Önnu Sól- eyju, f. 1995; Hrafhkell Smári, há- skólanemi, f. 28.10. 1973, og Margrét Lísa, nemi, f. 18.1. 1976, unnusti hennar er Ami Jón Bald- ursson, f. 16.6. 1968. Stjúpsynir Óskars em Sigurjón Þór Ásgeirsson, vélstjóri og stýrimaður, f. 7.6. 1960, kvæntur Sólrúnu H. Jóns- dóttur, f. 4.2. 1961, synir þeirra em Jón Anton, f. 1984, og Elís Hlífar, f. 1988. Hlynur Vífill Ás- geirsson fisksali, f. 13.7. 1963. Sonur hans og Aðalheiðar Ásgeirs- dóttur er Magnús Freyr, f. 1980. Synir Hlyns og Patriciu M. Bono, f. 25.2. 1964, em Hlynur Bono, f. 1993, ogTómas VífHl, f. 1994. Óskar varð stúdent frá MR árið 1948, lauk prófi í forspjallsvísind- um frá HÍ árið 1949 og BA-prófi í sögu og bókasafnsfræði frá HÍ árið 1967. Leiklistamám í Leiklistar- skóla Ævars R. Kvaran stundaði Óskar á ámnum 1951 til 1953. t MINNING Óskar var aðstoðarmaður við At- vinnudeild Háskólans, fiskideild 1950 til 1954 og 1955 til 1956, bókavörður hjá Hafrannsóknar- stofhun 1960 til 1971 og bóka- og skjalavörður hjá Kópavogsbæ 1973 til 1975. Hann var þdltrúi í leiklistardeild RÚV 1975 til 1981, leiklistarstjóri 1981 til 1982 og þýðandi hjá RÚV-Sjónvarpi frá 1966. Frá árinu 1983 hefur hann unnið við þýðingar og önnur rit- störf fyrir ýtnsa aðila. Af öðmm störfúm má nefha að Óskar lék nokkur hlutverk hjá LR og Þjóð- leikhúsinu á ámnum 1952 til 1955 og í tveimur íslenskum kvik- myndum árið 1952 og 1954. Ósk- ar var í stjóm Esperantistafélags- ins í Reykjavík 1950 til 1953 og í stjóm Bókavarðafélags íslands um árabil. Hann sat í stjóm Félags sjónvarpsþýðenda í mörg ár frá 1968. Eftir hann liggur fjöldi bóka, m.a. skáldsagan 1 gegnum eld og vatn frá árinu 1979, Ensk-latnesk- íslensk og Latnesk-íslensk-ensk dýra- og plöntuorðabók frá árinu 1989 og þýðingar á fjölmörgum bókum, einkum um náttúmftæði, á 60-70 leikritum fyrir útvarp og leikhús, söng- og Ijóðatextum. Fyr- ir tveimur ámm veitti Hið íslenska náttúmfræðifélag Óskari viður- kenningu fyrir þýðingu náttúm- fræðiheita á íslensku og fyrir um- sjón náttúmlífsþátta í sjónvarpi. Útfór Óskars var gerð ftá Dóm- kirkjunni mánudaginn 19. febrúar. Frá því um miðja þessa öld finnst okkur, sem þá vorum orð- in fulloröin, tíminn hafa liðið býsna hratt. Og er það ekki reynsla flestra, að þegar fullorð- insaldri er náð, að maður tali ekki um fimmtugsaldur, að tím- inn taki þá fyrst að herða skrið- inn svo um munar? Þannig er tilfinning okkar, sem eldumst. Nú er um hálf öld síöan ég kynntist ungum manni, nánast unglingi, í gegnum esperanto- hreyfinguna. Hann varð snemma hár vexti og fullorðinn, enda bráðþroska með afbrigð- um, bæði líkamlega og andlega. Þannig varð hann stúdent að- eins nítján ára, með ágætum vitnisburði. Man ég vel, er hann sagði mér frá þessum próflok- um, en þá átti ég, þótt eldri væri, enn eftir ár til að ljúka mínu kennaranámi. Þar var að vísu um nokkurn aðstöðumun að ræða. Ég úr afskekktum fjalladal, en hann búsettur í höfuöstaðn- um á menntaskólaaldrinum. Þessi ungi maður hét Óskar, og var sonur Ingimars Óskars- sonar, grasafræðings af sjálfs- námi, og Margrétar Kristínar Steinsdóttur, konu hans. Óskar var fæddur á Akureyri og ól ald- ur sinn vib Eyjafjörð fram yfir fermingaraldur, allt til þess tíma að faðir hans fékk starf í höfuð- staðnum. Æviatriði þessa manns eru mörgum aðgengileg, því að hann er að vonum að finna í uppsláttarritum eins og Samtíð- armönnum og víöar. Maöurinn var löngu þjóðkunnur, enda heimagangur í hvers manns húsi í gegnum sínar ágætu og fjölmörgu sjónvarpsþýðingar. Fáir hafa verib mikilvirkari á því sviði. Sem þýðandi var Óskar frábær. Þekking hans á íslenskri tungu og færni hans 4 ensku og fleiri tungumálum var djúp- stæð. Þar að auki var hann prýðilega hagmæltur maður og þýddi með ágætum ljóð úr er- lendu máli yfir á okkar fagra móöurmál. Saknar nú margur þess að sjá ekki nafn hans á skjánum. En auðvitað er mikið til af efni þar sem hann hefur þýtt, og það ber lengi þessum ágæta þýðanda vitni. Persónuleg kynni okkar Ósk- ars Ingimarssonar voru orðin um hálfrar aldar gömul, eins og ábur sagði. Minnisstætt varð okkur bábum, og kannski ein- hverjum öðrum, er við lékum á esperanto úr íslandsklukku Lax- ness, á fyrsta landsmóti ís- lenskra esperantista, sem haldiö var í Háskóla íslands sumarið 1950. Til er Ijósmynd af okkur í hlutverkum okkar, sem tekin var þá af einum félaga okkar í es- perantohreyfingunni, Ríkharði Sumarliöasyni. Ljósmynd þessa eignaðist ég nýlega, og þótti mér óneitanlega fengur að því að fá hana í hendur, enda komin í ramma með sama. Við Óskar æfðum þennan þátt heima hjá mér, en þá bjó ég í bragga skammt frá Hálogalandi. Þær stundir eru ógleymanlegar. Ósk- ar var fyndinn og fjörugur, og leikari að upplagi, enda lagði hann stund á leiklistarnám síðar Kjartan Ragnarsson. og í bókabúöum Máls og menningar. Bókin er fyrsta útgáfa LR á leikriti. ■ og lék nokkuð, meira að segja í kvikmyndum. Kom mér sá ferill hans síst á óvart. Eftirherma var Óskar einhver sú besta, sem ég hef kynnst. Málhreimi, og ekki síst hreyfingum, var honum auðvelt að líkja eftir. Hefði Ósk- ar gert leiklist að ævistarfi sínu, er ég ekki í vafa um, að þar hefð- um við eignast mikilhæfan lista- mann. Óskar varð einn þekktasti þýð- andi þessa lands, og um leið rit- höfundur. Rit þau, sem hann þýddi, eru mikil og merk, en áð- ur hefur verib getib sjónvarps- þýðinga hans allt frá upphafi innlends sjónvarps hér á landi fyrir þremur áratugum. Mikið liggur eftir þennan látna vin minn og félaga. Ég sakna hans mjög, og hið sama gera allir sem kynntust honum, því að hann var einn af þeim, sem ætíð gaf eitthvað af sjálfum sér. Slíkir menn auðga umhverfi sitt og verða minnisstæðir. í fyrra greindist Óskar meb al- varlegan sjúkdóm og lá á sjúkra- húsi um skeib. Hann kom þó aftur til starfa og við sáum á ný á sjónvarpsskjánum kvikmyndir, sem hann hafbi þýtt. Gladdi þab áreiðanlega alla þá, sem unna fögm máli á þeim vettvangi. Mér er einkar minnisstæð þýð- ing Óskars á mynd frá Galapa- goseyjum, er sýnd var í þremur hlutum í sjónvarpinu fyrir all- mörgum árum. Væri fengur að því að fá slíka mynd endur- sýnda. Þar var Óskar sannarlega í essinu sínu. Hann var ekki í vandræðum ab gefa hinum ýmsu dýrategundum íslensk nöfn, eins og blákemba, svo ab eitt nafn sé nefnt. Ég kveð ágætan vin og félaga, og votta abstandendum hans einlæga samúð mína við ótíma- bært fráfall hans. Minning hans lifir í þakklátum huga margra, sem honum kynntust og nutu verka hans. Auðunn Bragi Sveinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.