Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 10
10 %fmlnn Mi&vikudagur 21. febrúar 1996 Þing Hestaíþróttasambands íslands: Þaö þarf að draga úr keppnishörkunni Þing Hestaíþróttasambands ís- lands var haldib um síbustu helgi vestur í Búbardal í bobi Hesta- íþróttadeildar Glabs. Tíbindamabur HESTAMÓTA hitti Jón Albert Sigurbjörnsson, endurkjörinn formann, ab máli eft- ir þingib og leitabi frétta. — Var þingið með eitthvert megin- mál að þessu sinni, eitthvert þema? „Nei, þab er kannski ekki hægt ab segja þab. Umræburnar snerust ab stórum hluta um hestaíþróttir sem almenningsíþrótt. Mörgum finnst ab íþróttakeppnin á þessu svibi sé orbin nokkub hörb og taki abeins mib af færustu keppendum, ekki síst hjá börnum og ungling- um. Þessu viljum vib breyta á þann veg ab íþróttin labi til sín fleiri þátt- takendur og sem flestir geti fundib þar eitthvab vib sitt hæfi. í alltof mörgum tilvikum er þetta þannig í dag t.d. meb börn og unglinga, ab þeir eru meira og minna aö keppa á forsendum foreldranna frekar en vera meb í leiknum. í þessum keppnum er hesturinn íþróttatæk- ib og margir leggja mjög mikla pen- inga í ab ná í sem besta hesta. Þeir, sem ekki hafa efni á slíku, detta út, þó svo þeir hafi mikla löngun til ab vera meö. Sú þróun ab foreldrar verbi aö kaupa börn sín inn í keppni á þennan hátt er ekki æski- leg. Þessu þarf ab breyta og finna nýja fleti á þessari keppni til aö laöa fleiri aö. Léttismenn á Akureyri ætla aö kynna nýtt keppnisform, sem er svipaö byggt upp og Andrésar and- arleikarnir, opin keppni sem allir geta tekiö þátt í. Þeir eru eins og kunnugt er skíöamót, þaö lang- stærsta sem finnst á landinu. Þessa hestaleika ætla þeir ab kenna vib Frissa fríska og KEA mun styrkja þessa leika. Slík mót bera meiri svip af leik en haröri atvinnu- keppni." — Var verið að breyta keppnisregl- um á þessu þingi, eins og oft hefur nú viljað við brenna á þingum hesta- manna? „Nei, sem betur fer fór tími þingsins ekki í þras um slíkt. Þó má geta þess aö fullorbinsflokkur verb- ur framvegis opinn hvaö varöar aldur keppenda. Ég persónulega er mjög á móti sífelldum breytingum af þessu tagi, sem oft kosta heilmik- ib í framkvæmd og gerir menn óör- ugga. Þab er komib nokkub gott jafnvægi í þetta núna og frekar ástæba til ab slaka á klónni heldur en heröa. Harkan hefur veriö oröin slík í þessari keppni, ab mönnum hefur veriö vikib úr keppni fyrir smávægilegar yfirsjónir — menn höfbu ekki hneigt sig á réttum staö HE$TA- MOT |<1ARI ARNORS- SON eba gleymt ab spenna ólina á reib- hjálminum o.s.frv. — í staöinn fyr- ir ab gefa knapanum áminningu. Þetta hefur fælt frá. HÍS er búiö aö gefa út heilmikla bók um þessi efni og hún er frábært tæki til aö vinna meb." ✓ Anægja meö störf aganefndar — Nú þurfti aganefhd íþróttasam- bandsins að taka fyrir mál á síðasta sumri og beita refsingum. Voru störf hennar til umrœðu á þinginu? „Þau voru ekki tekin fyrir sérstak- lega. Aganefnd er sjálfstæöur dóm- stóll, sem starfar eftir samþykktum reglugerbum. Þingiö var mjög ánægt meb störf nefndarinnar og þá festu sem þar hefbi komiö fram. Þab var frekar aö þingiö vildi skerpa á þeim málum, svo reglur væru enn ótvíræbari en í dag. Reglugeröirnar varöandi agabrot eru sambærilegar viö þaö sem er hjá öbmm íþrótta- samböndum innan ÍSÍ, en þar er löng reynsla fyrir svona fram- kvæmdum. Menn vom einmitt mjög sáttir vib störf aganefndar og hennar skýrslu, sem og vib störf milliþinganefnda yfirleitt. Mannvirkjanefnd og Framtíöar- nefnd skilubu merkilegum skýrsl- um og mjög þörfum ábendingum og tillögum til þings og stjómar." — Hvert er hlutverk þessara nefnda? „Mannvirkjanefnd — sem mér finnst nú ab ætti aö vera sameigin- leg nefnd HÍS og LH — fjallar, eins og nafniö ber meb sér, um þau mannvirki sem byggja þarf svo hestamenn geti notiö íþróttar sinn- ar; velli og reiöskemmur, svo dæmi séu nefnd. Varöandi þessar fram- kvæmdir þarf aö marka stefnu og koma upp hugmynda- og upplýs- ingabanka, sem hestamannafélaög og sveitarstjórnir geta sótt í. Meb því mættí losna viö endurtekin mistök, sem komiö hafa fram vib slíkar framkvæmdir. Mannvirkja- nefnd efndi til skoöanakönnunar hjá íþróttadeildum varöandi velli og önnur íþróttamannvirki, til aö fá fram sem flestar skoöanir. Því miöur var svörun deildanna lítil, sem bendir til þess ab þessum mál- um hafi ekki veriö gefinn nægur gaumur og hver veriö aö paufast í sínu horni. Hlutverk framtíöarnefndarinnar er m.a. aö finna nýja fleti á keppn- um og velta þar ýmsu upp, eins og ég minntist á hér ab framan. Hún fjallar um sameiningarmálin HÍS/LH, sem er mál sem mér per- sónulega finnst kominn tími til aö menn skobi mjög alvarlega. Á veg- um nefndarinnar vom kynnt ný drög aö hlýbnikeppni, sem fjórir A- reiökennarar hafa unnib aö. Vandamál núverandi forms á hlýönikeppi hafa komiö upp víba erlendis hvaö varöar íslenska hest- inn. Þetta form viröist ekki passa, enda unniö upp úr keppni stór- hesta. Þab er því nauösynlegt ab sníba keppnisformiö aö íslenska hestinum og fjölhæfni hans." Félagslegur doði „Sameiningarmáliö sem slíkt var ekki mikib rætt, enda er þab í jón Albert Sigurbjörnsson var end- urkjörinn formabur HÍS. Sigurbur V. Matthíasson var kjörinn hestaíþróttamabur ársins. Hér er hann í keppni á íslandsmótinu ífyrra. vinnslu hjá þeirri nefnd sem LH og HÍS hafa sett á laggirnar og á aö skila af sér í vor. Formaöur nefndar- innar, Siguröur Magnússon fyrrver- andi framkvæmdastjóri ÍSÍ, var á þinginu og hann upplýsti ab mikil vinna heföi fariö fram innan nefndarinnar og starfsandi væri þar góbur. Nefndin myndi skila sínum tillögum í vor, þó tímarammi hennar væri mjög þröngur. Ég lýsti þeirri skoöun minni aö þab ætti aö byrja á því aö sameina íþróttadeild- irnar og hestamannafélögin á hverjum staö, þannig að þessi starf- semi væri undir einni stjórn á fé- lagssvæðinu. Þab væri ekki síöur þörf á þessu en að sameina hesta- mannafélögin í stærri heildir. Hestaíþróttasambandið er oröiö 100 stóöhestar í tamningu og þjálfun á Suöurlandi Um allt land er nú verib ab temja hundrub hrossa. Þeir, sem hafa atvinnu af tamningum, munu skipta hundrubum. Þar af eru í Sunnlendingafjórbungi um tvö- hundrub manns, sem hafa þetta ab abalstarfi. Þar er trúlega einna mest um ab vera vegna fjórðungsmótsins, sem þar verður í sumar. Kannski veröur það síðasta fjórðungsmótiö þar. Menn keppast vib að koma kyn- bótahrossum sem og gæöingum í sem best form fyrir sýningar í vor. Á þessu svæði einu saman er nú verið ab temja og þjálfa hvorki meira né minna en um 100 graðhesta. Sýn- ingar í vor munu skera úr um það hvaö mikib af þessum hestum telj- ast æskilegir til ræktunar. Þá skipta hryssurnar hundruðum og talið aö á héraðssýninguna á Hellu muni mæta um 600 hryssur til dóms. Mótið á Gaddstabaflötum ætti því ab verða gríbarsterkt, en HESTA- MÓT munu gera undirbúningi nán- ari skil á næstunni. ■ annað stærsta sérsambandiö innan ÍSÍ, hvaö félagafjölda snertir. En til þess aö geta notið þess sem fjöld- inn á ab gefa okkur, t.d. í hlut úr Lottóinu, veröum viö að auka starf- semina. Til þess finnst mér að íþróttadeildirnar og hestamannafé- lögin þurfi nánara samstarf. Þetta er jú allt sama fólkið. Þaö verður að viðurkennast að félagsleg deyfð hefur einkennt starf deildanna frekar en hitt. For- mannafundir eru illa sóttir. Það hefur gengið illa að manna sumar íþróttadeildirnar hjá mjög stórum félögum. Þaö er félagslegur doöi í deildunum. Nú eru þaö deildirnar sem eiga að veita stjórn abhald, og komi hvorki aöhald né áhugi frá deildunum þá verbur minna gert hjá forystunni." — íslandsmótið 1997, hvar verður það haldið? „Það verbur haldiö á Vindheima- melum í Skagafirði. Fjórar deildir höfbu sótt um mótiö: íþróttadeild Sörla í Hafnarfirði, Dreyra á Akra- nesi, Hrings á Dalvík og deildin í Skagafirði. Deildin á Akranesi dró sína umsókn til baka, þeir töldu sig ekki verða tilbúna meö keppnis- svæði. Hringsmenn drógu sig þá líka til baka og sögðust myndu styðja Skagfirðingana. Norðan- menn féllust þannig í faðma og náðu mótinu til sín. Mót af þessu tagi, svo og lands- mót og fjóröungsmót LH, þarf hins vegar aö ákvarða miklu lengra fram í tímann. HÍS og LH hafa nýverið gert mjög góöan samning vib Flug- leiðir varðandi frí fargjöld, til að geta sinnt erlendu samstarfi. Flug- leiðamenn bentu á aö til aö árang- ur ætti að verða verulegur hvaö það snertir aö fá útlendinga til að sækja svona mót, þá yrði ab ákveöa þau helst fimm ár fram í tímann, ekki bara árið heldur dagsetningu einn- ig. Flugleiöamenn þekkja þaö úr eigin rekstri hvað íslenski hestur- inn dregur hingað marga feröa- menn. Þess vegna vilja þeir styrkja okkar starf, en benda okkur jafn- framt á að markaðssetning okkar sé ómarkviss og langt frá því aö vera í takt viö venjur gestanna sem hing- aö vilja koma. Ef þaö er meiningin að vera meb landsmót annað hvert ár og ís- landsmót á hverju ári, verður mark- aðssetningin að vera miklu öflugri, því við verðum aö fá inn nýtt fólk. Við getum ekki reiknað meö því að fá alltaf sama fólkið ár eftir ár." Þaö á aö nota heims- meistaramótin mun betur — Er hafinn undirbúningur fyrir heimsleikana í Noregi 1997? „Já. í Noregi er þegar hafinn mik- ill undirbúningur og hér hjá okkur veröur í næstu viku skipuð lands- liðsnefnd, sem þegar fer að vinna í þessum málum. Ég hef mjög háleitar hugmyndir um heimsmeistaramót. Ég vil að þessi atburður sé notaður mun meira en gert er til þess að markabs- setja ísland, íslenska vöru og menningu. Ég hef rætt þessar hug- myndir við ráöandi aðila og um þaö hvernig við stöndum aö heims- meistaramótum. Að þessu eiga að koma bæöi utanríkisráðuneytið, ferðamálageirinn og menningar- frömuðir. Viö erum á staðnum meö hestana, sem stjórnað er aö úrvals knöpum. Hesturinn er okkar allra besta kynning fyrir land og þjóð. En vib getum notaö þetta mun bet- ur. Við gætum veriö með íslenska viku þar sem á boðstólum væri mikiö af íslensku efni, íslenskur matur, íslensk tækni, íslenskar kvikmyndir, kynning á Íslandsferb- um og svo má lengi telja. Þaö er hægt að fara með íslenska hestinn í nærliggjandi borgir viö mótsstaö- ina og halda þar veglegar sýningar. Viö emm þá um leið að markaðs- setja hestinn. . Þeir þurfa að stilla saman krafta sína, sem þarna hafa hagsmuna að gæta. Þátttaka HÍS í öllu, sem boðið er upp á með íslenska hestinn, er mjög kostnaðarsöm. Þaö eru sér- stök Norðurlandamót og unglinga- mót og fleira af þeim toga. Vegna sölu á hestinum til annarra landa þurfum vib aö taka þátt í þessu, því við eigum aö kappkosta að vera í forystunni. En til þess þarf peninga og við þurfum stuöning hagsmuna- aöila markaðarins. Þar hafa Flug- leiöamenn reynst okkur mjög vel, en fleiri þurfa aö koma til. Það fer í raun of stór hluti tekna HÍS í þessi mót og keppnir erlendis og þá verð- ur minna eftir hér heima fyrir kynningar- og útbreiðslustarf." Breyting í stjórn „Við vorum þrjú sem áttum að ganga úr aðalstjórn. Auk mín voru það Sigrún Ólafsdóttir úr Snæfell- ingi og Bergur Jónsson úr Freyfaxa. Við vorum öll endurkosin. Kristján Auðunsson hvarf úr stjórn á miðju ári í fyrra og Rósmarie Þorleifsdótt- ir óskaöi eftir því að hætta núna. í stað þeirra voru kosin Sævar Krist- jánsson úr Gusti og Sigurbur Mar- ínusson úr Fáki. Áslaug Kristjánsdóttir úr Létti er áfram í varastjórn og einnig voru kjörnir þar Halldór Vilhjálmsson úr Sleipni og Jón Halldórsson úr Faxa."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.