Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1996, Blaðsíða 8
8 Wins&Ku Miövikudagur 21. febrúar 1996 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖN Fjöldi rithöfunda enn í tyrkneskum fangelsum þrátt fyrir breytingarnar sem geröar voru fyrir Evrópusambandiö á hinni illrœmdu 8. grein hryöjuverkalaganna: Baráttan fyrir tjáningarfrelsinu heldur áfram Isik Yurtcu blaöaritstjóri er greinilega ab reyna aö segja eitt- hvaö, en þykkt gleriö og voldug- ir stálrimlarnir sem aöskilja hann frá viömælanda sínum ■ fangelsinu kæfa aö mestu Ieyti þaö sem hann hefur aö segja. „Nei, nei, allt er í góöu lagi," hrópar hann og þrýstir andliti sínu þétt upp aö málmplötu sem er þakin litlum götum og ætluö til þess aö fangarnir geti rætt viö þá sem koma í heimsókn. „Ég vil bara aö fólk viti aö ég sé hérna, vegna þess aö þaö er eins og allir hafi gleymt mér," segir Yurtcu. Yurtcu, sem er 52 ára, á eftir aö dvelja í a.m.k. fimm ár í Sakarya fangelsinu í Tyrklandi vegna greina sem hann birti í dagblað- inu Ozgur Gundem þegar hann var ritstjóri. í greinunum var tekin afstaöa meö málstaö Kúrda, og al- mennt var blaöiö sjálft hlynnt málstaö þeirra. Fyrir fjórum mánuðum lét stjórnin í Ankara undan alþjóðleg- um þrýstingi og breytti umdeild- um hryöjuverkalögum þar sem lagt var bann viö „aöskilnaðar- áróöri". Mannréttindasamtök halda því fram aö útkoman hafi verið sú að um 140 manns hafi verið leystir úr haldi vegna laga- breytinganna, ýmist vegna þess aö dómar þeirra voru mildaöir eöa réttaö var í máli þeirra aö nýju í samræmi viö breytingarnar. Þetta nægöi þó ekki til þess að öllum öllum rithöfundum, lög- fræðingum, stjórnmálamönnum og öðrum sem sátu í fangelsi fyrir þaö að segja skoðanir sínar gætu yfirgefið fangaklefa sína. Að sögn mannréttindasamtaka í Tyrklandi sátu um 100 manns enn í fangelsi í árslok 1995 vegna þeirra oröa sem þeir höfðu annað hvort birt á prenti eöa mælt af munni fram. Og þúsundir aö auki bíða dóms. Þetta fólk, líkt og Yurtcu, var ekki bara dæmt á grundvelli 8. greinar hryöjuverkalaganna, þar sem þess er nú krafist að sannað verði fyrir dómi að ákærðu hafi vísvitandi ætlaö sér að hafa í frammi „aðskilnaöaráróður", þ.e. aö um ásetningsbrot hafi veriö að ræða. Því einnig var dæmt á grundvelli annarra, minna þekktra lagaákvæða sem takmarka tjáning- arfrelsi í Tyrklandi. Meðal annars er þar um að ræöa 6. og 7. grein hryðjuverkalaganna, þar sem bannaöur er áróður frá hryðjuverkasamtökum, og 312. grein almennra hegningarlaga þar sem bann er lagt viö því aö „stofn- að sé til fjandskapar", eins og það heitir í Iögunum. Lítið annað en fegr- unaraðgerðir Flestir sem leiddir eru fyrir rétt eru ákæröir fyrir að hafa í frammi kröfur um aukiö frelsi til handa kúrdíska minnihlutanum í land- inu, fyrir að vekja máls á þjóðern- isstefnu Kúrda eða fyrir að gagn- rýna meint mannréttindabrot tyrkneskra hermanna sem berjast kúrdískum uppreisnarmönnum í suðausturhluta Tyrklands. Lögfræðingar sem sérhæfa sig í málum sem snúast um tjáningar- frelsi hafa harðlega gagnrýnt breytingarnar frá því í október á 8. greininni og sagt að þær séu lítið annaö en fegrunaraðgerðir. Tyrk- neskir dómstólar séu ákveðnir í að halda áfram ab sækja til saka alla sem fara yfir viðurkennd hug- myndafræðileg mörk. „Viö sögð- um aö breytingarnar væru eins konar leikur til þess að fá Evrópu- þingið til þess að greiða tolla- bandalaginu atkvæöi, og við höfð- um rétt fyrir okkur," sagði Mustafa Ayzit lögfræðingur. Þingmenn Evrópuþingsins sam- þykktu tollabandalag milli Tyrk- lands og Evrópusambandsins þrátt fyrir efasemdir margra um að ESB myndi þar meö glata tækifærinu til þess að hafa áhrif á mannrétt- indaástandiö í Tyrklandi í framtíð- inni. Meðal þeirra sem sitja í fangelsi nú um stundir má nefna tyrk- neska félagsfræðinginn Ismail Besikci, sem hefur setið á bak við lás og slá frá því árið 1993 vegna bóka sinna um þjóðernisstefnu Kúrda; verkalýðsleiðtogann Fevzi Gercek, sem var fangelsaður fyrir tveim árum fyrir grein sem hann skrifaöi um Kúrda; og útgefand- ann Ibrahim Kureken, sem var dæmdur til eins og hálfs árs fang- elsis fyrir að gagnrýna Mustafa Kemal Ataturk, manninn sem stofnaði Tyrkneska lýðveldið árið 1923. Aðrir sem að öllum líkindum verða dæmdir í fangelsi innan tíö- ar eru m.a. Mehdi Zana, Kúrdi og fyrrverandi borgarstjóri í suðvestr- inu, en hann var ákærður vegna ljóbabókar sem hann skrifaöi, og tyrkneski útgefandinn Ayse Nur Zarakolu, sem var ákærð fyrir aö gefa út bókina eftir Zana sem og aðrar bækur um Kúrda og Armena. „Við höfum engan áhuga á því að sitja í ritskobarasætinu, og þess vegna er það sem við höldum áfram þrátt fyrir öll þessi mál," sagði eiginmaöur Zarakolu, sem starfar einnig við sama útgáfufyrir- tæki. Abgerbir stjórnvalda ala á andstöbu Tyrkneska stjómin hefur um langa hríð reynt aö koma í veg fyr- ir að til hugsanlegra landakrafna komi á hendur Tyrklandi með því að bæla niður allt sjálfstæbi kúr- díska minnihlutans. Sett hafa ver- ið lög sem banna í öllum aöalat- riöum að tungumál Kúrda sé not- að í skólum og útvarpssendingum, og setja strangar skorður við öllum Málstaöur Kúrda hefur átt erfitt uppdráttar í Tyrklandi. umræöum um málefni Kúrda. Tyrkneskir embættismenn hafa reynt að réttlæta þessar aðgeröir með því að segja að þær séu nauð- synlegar á meðan Tyrkland á í bar- áttu við uppreisnarmenn í suð- austurhluta landsins; sérstaklega sé nauðsynlegt aö taka harkalega á öllum „áróðri aðskilnaðarsinna". Hins vegar hafa ýmsir bent á það, að þótt lögin kunni að vera grundvölluð á ótta sem rætur eigi ab rekja til minninga um tilraunir Bandamanna í fyrri heimsstyrjöld- inni til þess að sneiða sem mest af landsvæöi hins sigraða Tyrkjaveld- is, þá hafi þessi stefna ekki bara þau áhrif að kúga og bæla niður sjálfstæði Kúrda heldur virki hún einnig þveröfugt við það sem henni er ætlað. Hún ali á and- stöðu Kúrda viö stjórnvöld og Tyrki almennt og hvetji beinlínis til aðskilnaðarbaráttu. Þannig segja Kúrdar í suövestrinu að þær hömlur sem settar hafa verið á friðsamleg andmæli kyndi undir átökunum og vopnaðri baráttu Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) sem staöið hefur yfir í ein 11 ár og kostaö um 18.500 manns lífið. Tveir helstu stjórnmálaflokka Kúrda hafa verið leystir upp á undanförnum þremur árum vegna „aðskilnaðarstefnu", á grundvelli yfirlýsinga frá þeim. Og fjórir fyrr- verandi kúrdískir þingmenn á tyrkneska þinginu hafa verið settir í fangelsi vegna tengsla þeirra við PKK. Voru sönnunargögnin gegn þeim fyrst og fremst sótt í opin- berar ræður þeirra sjálfra. Láta reyna á lögin Frá því 1991, þegar átta ára formlegu banni á notkun kúrdísku var aflétt, hefur hins vegar fólk á borð viö Yurtcu, ritstjórann í fang- elsinu, farið að láta reyna í aukn- um mæli á þær skorður sem settar hafa verið við tjáningarfrelsinu. Yurtcu tilheyrði hópi tyrkneskra blaðamanna sem réðust til Ozgur Gundem sumarið 1992 eftir að dagblaðið sem þeir höfðu' áður starfað á varð gjaldþrota. Þeir sáu fyrir sér aö Ozgur Gunden yrði ögrandi, vinstrisinnað dagblað með sérstaka áherslu á málefni Kúrda. Yurtcu var ritstjóri blaðsins, sem þýðir að hann bæði var í forsvari fyrir fréttamönnum og bar laga- lega ábyrgð á þeim greinum sem birtar voru nafnlausar. Átta mán- uðum eftir stofnun blaðsins var herferð í gangi á hendur umfjöll- un um málefni Kúrda og fjöldi manns ákærður á einu bretti vegna greina sem töldust vekja at- hygli á málstað þeirra. Þessi þróun mála leiddi til þess að Yurtcu var þvingaður til þess ab láta af störf- um og fara á eftirlaun löngu fyrr en aldur stóð til. Hann var síöan dæmdur í fangelsi í desember 1994. „Einu sinni iangaði mig til þess aö kaupa mér lítið hús viö hafið og setjast þar í helgan stein," kall- aði Yurtcu í gegnum skilrúmið volduga á meðan hermenn stóðu upp við vegginn og hlustubu á hvert orð. „En nú þegar ég er kominn í fangelsi hef ég áttað mig á því að margt er enn ógert áður en ég hætti störfum," hrópaði hann. -GB/Reut- Þægileg þjónusta Meðan við setjum eldsneyti á tankinn geturðu litið inn og kannað úrvalið í búðinni. Þar færðu margs konar snarl og sælgæti, brauð og mjólk, blöð og tímarit og alls kyns vörur til heimilisins. ■næ @) ■■m E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf —50 ára ~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.