Tíminn - 27.02.1996, Síða 7

Tíminn - 27.02.1996, Síða 7
Þri&judagur 27. febrúar 1996 7 Seblabankinn samdi vib Handsal, Landsbréf og VÍB um fjárvörslu ríkisverbbréfa: Seðlabankinn ekki lengur vibskiptavaki ríkisbréfa Trúnabarmenn kennara álykta: Ríkisstjómin sjái aö sér Ályktun trúnabarmanna Hins íslenska kennarafélags og Kenn- arasambands íslands í fram- haldsskólum í Reykjavík og ná- grannabyggbarlögum, sem sam- þykkt var á fundi þeirra föstu- daginn 23. febrúar sl.: íslenskar kvikmyndir sýndar rússneskum al- menningi: Sex íslenskar á hátíð í Moskvu og Pétursborg Sex íslenskar myndir verba sýnd- ar á íslenskri kvikmyndahátíb í Moskvu og Pétursborg, sem hefst í næstu viku. Er þetta í annab skipti á einum áratug sem rúss- neskur almenningur fær ab kynnast íslenskum kvikmynd- um. Rússneska kvikmyndarábib í samvinnu vib sendiráb íslands í Moskvu hefur veg og vanda af há- tíbinni. Tvær myndir Hrafns Gunnlaugs- sonar verba sýndar á hátíbinni, Hrafninn flýgur og Hin helgu vé. Þá verba sýndar Sódóma Reykjavík Óskars Jónassonar, Veggfóbur eftir Júlíus Kemp, Á köldum klaka, mynd Fribriks Þórs Friörikssonar, og Tár úr steini eftir Hilmar Odds- son. Þeir Hilmar, Hrafn og Óskar munu fara til Rússlands, ásamt Bryndísi Schram, sem er sérstakur gestur hátíöarinnar. -JBP Fundur trúnaöarmanna Hins ís- lenska kennarafélags og Kennara- sambands íslands í framhalds- skólum í Reykjavík og nágranna- byggöarlögum krefst þess aö ríkis- stjórnin falli frá áformum um aö flytja frumvörp á vorþingi um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og um Lífeyrissjóö starfsmanna ríkis- ins. Fundurinn krefst þess enn- fremur aö falliö veröi frá flutningi frumvarps til laga um sáttastörf í vinnudeilum. Fundurinn bendir á aö frum- varp til laga um réttindi og skyld- ur felur í sér afnám á flestum rétt- indum starfsmanna ríkisins, en eykur skyldur þeirra. Frumvarp til laga um Lífeyrissjób starfsmanna ríkisins kveöur á um skert réttindi meö meiri tilkostnabi fyrir sjóös- félaga og frumvarp um sáttastörf í vinnudeilum felur í sér alvarlega skeröingu á samningsrétti stéttar- félaga. Fundurinn mótmælir vinnu- brögbum ríkisstjómarinnar í mál- inu og bendir á aö lög um réttindi og skyldur og lífeyrisréttindi em órjúfanlegur hluti af kjörum kennara, skólastjórnenda sem og annarra opinberra starfsmanna og því einungis hægt aö endurskoöa þau samfara gerö nýrra kjara- samninga. Fundurinn telur áform ríkis- stjórnarinnar jafnast á vib stríös- yfirlýsingu gagnvart kennurum, skólastjórnendum og öbrum op- inberum starfsmönnum og lýsir fullri ábyrgö á hendur henni vegna áhrifa þeirra á flutning grunnskóla til sveitarfélaga. Félagsrábsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfrœbinga: Hætt verbi vib skeröingu á réttindum ríkisstarfsmanna Á fundi sínum 23. febrúar s.l. samþykkti Félagsráb Félags ís- lenskra hjúkrunarfræöinga eftirfarandi ályktun vegna boöaöra frumvarpa um ráön- ingarréttindi ríkisstarfsmanna og samningsrétt stéttarfélaga: Félagsráösfundur Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga krefst þess aö ríkisstjórnin leggi til hliöar boðuð fmmvörp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um lífeyrissjóö starfs- manna ríkisins og frumvarp til laga um sáttastörf I vinnudeil- um. Þessi fmmvörp fela í sér mikla skeröingu á réttindum ríkisstarfsmanna og alvarlega aöför aö samningsrétti stéttarfé- laga. Hjúkmnarfræöingar krefj- ast þess aö stjórnvöld skapi svig- rúm fyrir eðlilega umræöu meö- al opinberra starfsmanna, stétt- arfélaga þeirra og stjórnvalda um þessi mál, þannig aö sátt ná- ist um hugsanlegar breytingar. Hjúkrunarfræðingar mót- mæía aöferðum stjórnvalda, sem miöa ab því að þvinga fram breytingar á lögbundnum rétt- indum starfsmanna sinna. Stjórnvöld hafa ekki haft raun- vemlegt samráð eöa leitaö samninga við stéttarfélög opin- berra starfsmanna viö gerð þess- ara frumvarpa. Þessi framkoma stjórnvalda einkennist því af yf- irgangi og viröingarleysi viö op- inbera starfsmenn og stéttarfé- lög þeirra. Félagsráðsfundur Félags ís- lenskra hjúkrunarfræöinga lýsir því yfir aö hjúkrunarfræðingar eru, og hafa alltaf veriö, reiðu- búnir til raunverulegra við- ræðna um þessi mál. ■ Samtök heilsugœslustöbva: Fjármagnib má nýta mun betur Heilsugæslustöðvar skuiu vera hornsteinar heilbrigöiskerfis- ins, segir stjórn Landssamtaka heilsugæslustöbva í ályktun sinni frá 5. febrúar. Um þab er kvebib á í lögum. Ályktaö var í tilefni af uppsögnum nær allra heilsugæslulækna landsins. Landssambandiö beinir því til stjórnvalda í bréfi til heilbrigbis- ráöherra ab framfylgt verði í hví- vetna markaöri stefnu um skipu- lag heilbrigbisþjónustunnar í landinu, sem fram kemur skýrt í lögum. Vakin er athygli á því að hægt er aö nýta miklu betur en nú þá gífurlegu fjármuni, sem ríkissjóð- ur veitir til heilbrigöisþjónust- unnar, meö því að styrkja heilsu- gæslustöbvar faglega, fjárhagslega og skipulagslega. -JBP Seölabankinn hefur samiö viö Handsal hf., Landsbréf hf. og VIB hf. um fjárvörslu ákveð- ins hluta af veröbréfasafni sínu, sem þessi veröbréfafyrir- tæki munu nota til þess aö fjármagna og stunda eftir- markaðsviðskipti meö lang- tímabréf ríkissjóös. Frá 21. febrúar tóku fýrirtækin vib því hlutverki af Seblabankan- um aö gegna hlutverki viö- skiptavaka á Verðbréfaþingi, meb spariskírteini, húsnæðis- bréf og önnur ríkisbréf en þau sem eru á gjalddaga á þessu ári. Um 6 flokka ríkisskuldabréfa er aö ræða og mun hvert fyrir- tækjanna þriggja annast hlut- verk viðskiptavaka meö tvo flokka. Samkvæmt samningun- um ber þeim daglega að setja fram kaup- og sölutilboð í við- miöunarflokkana, aö lágmarki 10 m.kr., og aö endurnýja þau innan 10 mínútna hafi þeim veriö tekiö, uns viöskipti meö hvern flokk hafa náö 100 m.kr. á einum degi. Samkomulag var jafnframt gert um að verðbréfafyrirtækin annist hlutverk viðskiptavaka með aðra flokka spariskírteina Dr. Þorleifur Einarsson. Hib íslenska náttúru- fraebiféiag: Heiðrar dr. Þorleif Einarsson Á aöalfundi sínum þann 17. febrúar s.I. veitti stjórn Hins ís- lenska náttúrufræöifélags dr. Þorleifi Einarssyni jaröfræö- ingi viöurkenningu fyrir mik- ib og merkilegt framíag til al- mennrar kynningar á náttúru- fræbi meb bók sinni, „Jarb- fræöi, saga bergs og lands". Bókin hefur komiö út mörg- um sinnum, endurskobuð og endurbætt, í röskan aldar- fjóröung og hefur stöbugt not- iö vinsælda, bæöi í skólum landsins og hjá fróðleiksfúsum almenningi. Formaöur félagsins, Frey- steinn Sigurösson, afhenti Þor- leifi í upphafi fundarins skraut- ritaö viðurkenningarskjal, sem hann þakkaði fyrir. Þorleifur gat þess um leið aö í raun væri þetta fyrsta opinbera viöurkenningin, sem hann heföi fengiö fyrir bók- ina, þrátt fyrir aö hún heföi ver- iö söluhæsta bók ársins, þegar hún kom fyrst út. Á aðalfundimim var Ingólfi Einarssyni, gjaldkera félagsins, einnig afhent skrautritaö heiö- ursskjal fyrir aö hafa gegnt gjald- kerastörfum fyrir félagiö í sam- fellt 28 ár. ■ og húsbréfa, sem Seðlabankinn hefur sinnt til þessa. Auk þess hefur Seðlabankinn breytt regl- um um fyrirgreiðslu viö viö- skiptavaka ríkisverðbréfa í því skyni aö auðvelda fyrirtækjun- um að gegna því hlutverki sínu. Bridgesveit Tímans fékk silfurver&launin Sveit Tímans nábi þeim ágœta árangri um síbustu helgi ab hljóta silfur- verblaunin íísiandsmóti yngri spilara í sveitakeppni íbridge. Þeir sem spilubu fyrir hönd Tímans vou Tryggvi Ingason, Halldór Sigurbarson, Hlynur Magnússon og Ragnar Torfi Jónsson. Sveit Skúla Skúlasonar frá Akureyri sigrabi Ó mótinu. Tímamynd Björn Þorláksson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.