Tíminn - 27.02.1996, Page 16
Vebflb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland til Breibafjarbar: Subvestan kaldi og él. Frost 5 til 15
stig.
• Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra: Austan og subaustan
kaldi og smáél á morgun. Frost 7 til 14 stig.
• Norburland eystra til Austfjarba: Fremur hæg norban átt. Frost 8
til 18 stig.
• Subausturland: Subvestan gola og smá él. Frost 4 til 12 stig.
Fulltrúar BHM, BSRB og KÍ funduöu meb ráöherrum í gcer. Kjarasamningar kennara lausir
l.ágústnk.:
Sameinuö barátta gegn
áformum stjórnvalda
Fulltrúar BHM, BSRB og KÍ
hittu ráöherra aö máli í gær
þar sem þeim var greint frá
afstööu opinberra starfs-
manna til áforma ríkisstjórn-
ar um breytingar á réttindum
þeirra og skyldum, lífeyris-
sjóbsmálum og vinnulöggjöf-
inni.
Þá virðist sem sameiginleg
barátta BHM, BSRB og K1 gegn
áformum stjórnvalda sé ab taka
á sig áþreifanlega mynd, því í
gær var dreift fyrsta sameigin-
lega fréttabréfi þessara aðila til
félagsmanna. Auk þess er verið
að undirbúa sameiginlega
vinnustaðafundi og eins er
tryggingastærðfræðingur að
vinna að sameignlegri úttekt á
lífeyrissjóðsmálunum félags-
manna þeirra.
Þá var fundur með stjórn og
formönnum aðildarfélaga BSRB
um stöðu mála í þessum kjara-
og réttindamálum opinberra
starfsmanna í gær. Á fundi
trúnaðarmanna HÍK og KÍ í gær
var samþykkt ályktun þar sem
lýst er yfir fullum stuðningi við
þá ákvörðun forystu kennara-
samtakanna aö draga sig út úr
öliu samstarfi við ríki og sveit-
arfélög vegna flutnings grunn-
skólans til sveitarfélaganna. Þá
eru vinnubrögð ríkisstjórnar
vegna breytinga á réttindum og
skyldum opinberra starfs-
manna og um lífeyrissjóð ríkis-
starfsmanna sögð gróf ögrun
við starfsmenn. Lýst er yfir
fullri ábyrgð á hendur ríkis-
stjórn vegna þeirrar stöðu sem
flutningur grunnskólans er
kominn í. Minnt er á að for-
sendur fyrir yfirfærslu kjara-
samnings kennara séu brostnar
og því verði enginn samningur
í gildi 1. ágúst nk. hafi samn-
ingar ekki tekist fyrir þann
tíma.
-grh
Kínverjar sýna
enn áhuga á
álveri hér
Kínverjar hafa enn áhuga á vib-
ræðum vib íslensk stjórnvöld
um byggingu álvers hér á landi.
Garðar Ingvarsson hjá Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis
og Landsvirkjunar staðfesti í
gær aö Kínverjar sýndu við-
brögð, en þeir ræða um talsvert
smærri álver en aðrar þjóðir
leggja áherslu á, eða 40 þúsund
tonna álver.
„Þeir hafa haft samband við
okkur í kjölfar heimsóknar
þeirra hingað. Þeir hafa lýst því
að þeir vilji halda áfram viðræð-
um um byggingu álvers. Auðvit-
að er allt á algjöru frumstigi, en
þetta eru samt viðbrögð og
áhugi af þeirra hálfu, og því
hljótum við að fagna," sagði
Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra í gærdag. -JBP
Skagstrendingur hf. endurnýjar skipastólinn:
Nýr togari í stað
Arnars kemur í lok
næsta mánaöar
Skagstrendingur hf. siglir nú
upp á vib að nýju og endurnýj-
ar flota sinn eftir erfib ár. Til
Skagastrandar er nýlega kom-
inn í flotann rækjufrystitogar-
inn Helga Björg, og í lok mars
bætist vib nýr frystitogari sem
siglir hingað frá Vigo á Spáni,
tíu ára gamalt skip, nánast eins
og nýtt. Sá togari er norsk-
byggður en hefur farið vítt um
heiminn. Togarinn kemur fyrst
til Reykjavíkur og fær milli-
dekk hjá Landsmiðjunni.
Togarinn var smíðabur 1986 í
írakar fái aö
selja olíu meö
skilyröum
Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra segir að ísland
muni leggja sitt af mörkum á
vettvangi Sameinuðu þjób-
anna til þess ab fá aflétt við-
skiptahömlum á írak með
þeim skilyrbum sem samtökin
setja.
Þessi orb utanríkisráðherra
féllu í svari við fyrirspurn frá
Steingrími J. Sigfússyni um
hvort utanríkisráðuneytiö hafi
beitt sér á vettvangi Sameinuöu
þjóbanna í þessu máli. Hann
sagði brýna nauðsyn bera til
þess að gera írökum kleyft ab
selja olíuafurbir sínar til þess að
kaupa matvæli og lyf eins og
skilmálar Sameinuðu þjóðanna
hljóði upp á. Hálf milljón barna
hafi þegar látið lífib vegna
hungurs og sjúkdóma í landinu
og mun meira mannfall muni
eiga eftir að eiga sér stað veröi
ekkert ab gert. Halldór sagði að
sú ógnarstjórn er sæti að völd-
um í írak væri mesti vandinn en
ljóst ab viðskiptabannib hafi
dregið hana að samningaborð-
inu um hvernig verja eigi þeim
tekjum er fengjust af olíu. -Þ1
Noregi fyrir Færeyinga, en þeir
misstu hann 1989 og keypti
rússneskt fyrirtæki hann og
gerði út í Kyrrahafinu. Togarinn
var mikið í Fusan í Kóreu. Skag-
strendingur hf. tók viö togaran-
um í Fusan í desember og sigldi
honum langa siglingu til Spánar
í klössun.
„Þetta skip er ekkert ósvipað
Örfirisey og Höfrungi III, hann-
að og teiknað af sama aðila og
teiknaði Arnar nýja, heldur
minna skip, 60 sinnum 13, en
Arnar var 60 sinnum 14 metrar,
en er með 1300 rúmmetra lest,
stærri en Arnar hefur, og tekur
alveg óhemju mikið. Togarinn
ber 700 til 800 tonn og alls ekki
síbra fiskiskip en Arnar, þetta er
verksmiðjutogari, flaka- og heil-
frystiskip," sagði Óskar Þórbar-
son framkvæmdastjóri Skag-
strendings í gær. -JBP
Mikil
og gób lobnuveibi hefur verib síbustu daga úti fyrir Þorlákshöfn og hafa
skipin komib drekkhlabin ab landi eftir skamma dvöl á mibunum. Þá hefur verib mikil törn í lobnufrystingu þar
unnib er í kappi vib tímann. Þessi mynd var tekin í Þorlákshöfn þar sem ekkert er gefib eftir í frystingunni þar sem
hver askjan á fœtur annarri er fyllt af lobnu. Tímamynd: s
VSI: Framleiösla og sala alifuglaafuröa veröi tafarlaust felld undan
ákvœöum búvörulaga:
Hænsnarækt skyldari
brauögerö en búskap
VSÍ hefur mælst til þess vib
landbúnaðarráðherra að
hann beiti sér tafarlaust fyrir
því að framleiðsla og sala ali-
fuglaafurða verði felld und-
an ákvæðum búvörulaga.
Stjórnvöld láti jafnframt af
framleibslustýringu og hætti
að innheimta endurgreiban-
legan fóðurbætisskatt. VSÍ
bendir á ab eggja- og kjúk-
lingaframleiðsla byggi ekki
á innlendri landnýtingu
heldur innfluttum kornvör-
um sé þannig eblisskyldari
brauögerb heldur en hefð-
bundinni búvörufram-
leiðslu. Fráleitt er, ab mati
VSÍ, ab tryggja framleiðend-
um þessara matvæla rétt á
ákvebnu lögbobnu lág-
marksverbi og gefa þeim
færi á að skipta með sér
markaði og halda öbrum ut-
an greinarinnar í krafti
álagningar og kvótabund-
innar endurgreibslu á svo-
nefndum fóburtolli.
Samkeppnislög eigi að gilda
um þessa framleiöslu eins og
annan iðnað segir VSÍ. Annars
sé þess varla að vænta að þess-
ar vörur fáist á svipuðu veröi
hér og í öðrum löndum. Enda
sýni skýrsla Samkeppnisstofn-
unar þab glöggt, að eggjafram-
leibendur hafi haldið upp
virku verösamráði og stýringu
með það eitt að markmibi að
hækka verb til neytenda. Sé
því fráleitt að semja þurfi við
þá um að samkeppnislöggjöf
gildi um þá eins og abra sem
framleiða vörur úr innfluttum
hráefnum. ■
Óvœnt tíöindi berast úr
álbransanum í Ameríku:
Atlantsálhópur-
inn kann a&
vera úr sögunni
Kaiser Aluminium hefur gert
óvænt tilbob í Alumax álfyrir-
tækið. New York Times segir á
föstudag að um sé ab ræöa til-
boð upp á 2,5 milljaröa doll-
ara, meira en 160 milljaröa ís-
lenskra króna. New York Tim-
es talar um „hostile take-over
bid", yfirtökutilboð sem vek-
ur illindi.
Verði af þessari yfirtöku Kaiser
á Alumax má búast við að Atl-
antsálhópurinn svonefndi muni
riðlast, en Alumax var þar í farar-
broddi þriggja fyrirtækja, sem
vildu reisa álver á Vatnsleysu-
strönd fyrir 5 árum, en hafa veriö
í biðstööu meö framkvæmdir all-
ar götur síöan. Hin fyrirtækin
voru Hoogovens í Hollandi og
Grenges í Svíþjóö. - JBP