Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 29. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Austurland NESKAUPSTAÐ Nýr leikskóli á árinu í ár er fyrirhugað að ljúka við leikskólabyggingu sem staðið hefur fokheld síðan 1987. Gert er ráð fyrir að það kosti um sex milljónir að ljúka verkinu. Að sögn Rúnars Björgvinssonar sveitarstjóra er þarna um að ræöa 117 fm byggingu, sem rúma á 17 börn samkvæmt þeim reglum sem gilda í dag. Til þessa hefur verið hægt að anna nánast allri eftirspurn eftir leikskólaplássum nema þá helst skammtímavistun á álagstím- um, sagði Rúnar. Núverandi leikskóli, sem er í Hellubæ við Ásveg, er afar óhentugur, t.d. þarf að fara með börnin yfir götu til að komast á leikvöllinn. M U L X OLAFSFIRÐI Glit hf.: „Viötökur á sýn- ingunni mikil von- brigbi' , „Á vörusýningu í Bretlandi sem haldin var nú í byrjun febrúar, þar sem framleiösluvör- ur Glits hf. voru kynntar, urðu viötökur sýningargesta ekki í neinu samræmi við þær vænt- ingar sem Sandra Rich Ltd. hafði gefiö okkur ástæðu til að hafa," sagði Hálfdán Kristjáns- son, stjórnarformaður Glits hf., í viötali við Múla. „Hver viðbrögð stjórnarinnar við þessum tíðindum verða er ekki auðvelt að segja til um. Við erum að meta stööuna. Það eru í sjálfu sér ekki neinar forsend- ur til bjartsýni. Forsendurnar, sem byggt var á í upphafi, hafa ekki gengið eftir og nú verðum við að fara í saumana á þessu aftur. Hvert framhaldið verður skýrist ekki strax, við þurfum tíma til að bregðast við breytt- um aðstæðum. En það er ljóst að sá tími mælist ekki í vikum og mánuðum," sagði Hálfdán að lokum. HAFNARFIRÐI Samþykkt að Kvikmyndasafn íslands flytji til Hafnarfjarðar: Þetta er stór og góöur áfangi Samþykkt hefur verið að Kvikmyndasafn íslands flytji til Hafnarfjaröar og fái Bæjarbíó til afnota. Þetta hefur staðiö til í háift annab ár, en bæjaryfirvöld munu leggja til 4 milljónir kr. á móti 20 millljón kr. framlagi ríkisins sökum þessa. „Þetta er stór og góður áfangi og mun styrkja menningarlíf í bænum," segir Magnús Kjartansson, for- maður menningarmálanefndar. Gert er ráð fyrir að sjálft safn- ib verði flutt í Sjólahúsið þar sem frystiklefa verbur breytt í kæligeymslur undir filmusafn- ið. I framtíðinni verður svo skrifstofa safnsins í Bæjarbíói. Magnús Kjartansson segir ab jafnframt sé gert ráð fyrir að endurbyggja Bæjarbíó í sinni upprunalegu mynd og hafa þar reglulegar kvikmyndasýningar á ýmsu athyglisverðu efni, bæði í eigu safnsins og aösendu. „Þessi flutningur á Kvik- myndasafni íslands til Hafnar- fjarðar er í samræmi vib þá stefnu að gera bæinn að safna- bæ," segir Magnús Kjartansson. Aðili í Belgíu fær ekki aö selja íslenskt lambakjöt: Grátlegt í allri of- framleiöslunni Belgískur aðili, sem kaupir vikulega eldisfisk af Silfurstjörn- unni í Öxarfirði, fékk fyrir nokkru tilraunasendingu af krydduðu lambakjöti frá Fjalla- lambi á Kópaskeri til dreifingar og sölu. Kjötið þótti svo gott að þessi sami aðili hefur nú óskað eftir frekari viðskiptum. Svo einkennilegt sem það er í allri offramleiðslunni á þessari vöru, er ekki hægt að verða við þess- um óskum. „Ég fékk þær upplýsingar frá yfirdýralækni að það mætti engin vinnslustöð í landinu pakka lambakjöti í neyten- daumbúðir fyrir Evrópusam- bandsmarkað. Nokkrir mega slátra, tveir mega hluta í sund- ur, en enginn má pakka kjöti í neytendaumbúðir. Viö verðum því ab segja við þennan aðila: Því miður. Við getum ekki selt þér lambakjöt frá íslandi. Svo grátlegt sem það er í allri of- framleiðslunni, þá er þetta því miður svo," sagði Björn Bene- diktsson hjá Silfurstjörnunni. Mjög strangar reglur munu gilda hjá ESB um innflutning sem þennan og Björn segir það að sumu leyti skiljanlegt að vinnslustöbvar treysti sér ekki til ab leggja út í mikinn kostn- ab, þar sem óvíst geti verið með árangur þegar til sölu á vörunni kemur. „Mabur fer aö hugsa út af þessu hvort svona strangar reglur gildi innan ESB. Ein- hverra hluta vegna er þessu líka öðruvísi farið varðandi fiskinn. Enduivinnslan hf. á Akureyri hef- ur hafiö skipulega söfnun íbcen- um á pappír. Sérstökum pokum veröur dreift í hús, sem fólk getur safnaö pappír í. Þar má setja all- an hreinan pappír, t.d. dagblöö, tímarit, hreinar mjólkurfernur, umslög, eggjabakka og ýmsar pakkavöruumbúöir. Fyrir þetta hráefni og úrgangsplast veröa framleiddir brettakubbar hjá Endurvinnslunni, en hún tók ný- lega viö rekstri Urvinnslunnar hf. þar sem hráefnisskortur hamlaöi frekari framleiöslu brettakubba. Á myndinni sjást Cunnar Caröars- son, forstööumaöur Endurvinnsl- unnar, og Daníel Arnason, fram- kvœmdastjóri Akoplasts, meö pokann góöa. Við erum ab selja hann inn á þennan markab og höldum auðvitað uppi gæöaeftirliti, en aðrar reglur virðast gilda meb kjötið," sagði Björn. KEFLAVÍK Afhentu 17 íbúbir sama daginn! Þab var mikið ab gera hjá Húsanesmönnum við ab af- henda félagslegar íbúðir á dögunum. Sama daginn af- henti verktakafyrirtækið 17 íbúðir. Sex þeirra eru við Framnesveg í Keflavík, byggð- ar fyrir Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar, en 11 íbúðir eru í nýju húsi við Gullsmára í Kópavogi, byggðar fyrir Hús- næðisnefnd Kópavogs. íbúð- irnar eru ailar mjög rúmgóðar og vandaðar. Fermetraverð á húsunum í Keflavík er um 58.000 kr., en í Kópavogi var fermetraverðið 64.500 kr. og þótti mjög lágt, en þar á bæ er 70-80.000 kr. fermetraverð í íbúðabyggingum ekki óal- gengt. Húsanes er meb abrar ellefu félagslegar íbúöir í byggingu í Kópavogi, sem eiga aö af- hendast í haust. n Gullsmári í Kópavogi þar sem Húsanes afhenti ellefu félagslegar íbúöir. Crundartangahöfn: Stækkun skoðuð þótt uppbygging sé óljós Hafnarstjórn Grundartanga- hafnar lætur fara fram könn- un á stækkun hafnarinnar. Verkib er unnib af sérfræb- ingum Vita- og hafnamála- stofnunar í Reykjavík. Marinó Tryggvason, bóndi og oddviti í Hvítanesi, er formaður hafnarstjórnar. „Við höfum engar ákvarðanir tekið um stækkun. Hér er um að ræða frumathugun að ræða. Vib erum ab Iíta til framtíðar, en aubvitab er ýmsum spurn- ingum ósvarað varðandi fram- tíðar uppbyggingu," sagði Mar- inó í gær. Marinó, sagði að skip, sem koma til Grundartanga, færu nú stækkandi. Núverandi hafn- araðstaða járnblendiverksmiðj- unnar væri ekki nema „í lagi" eins og nú háttar. Skip og far- mar færu hins vegar stækkandi, stærstu skipin eru allt að 40.000 tonn, en þau flytja koks til verksmiðjunnar frá Kína. Skipin flytja hingab 5-6 þúsund tonn til Grundartanga og af- ganginn til Noregs. Jón Hálfdánarson eðlisfræð- ingur, fyrrum formaður hafnar- stjórnar, sagði Tímanum að ís- lenska járnblendifélagið mundi njóta góðs af stækkun hafnar- innar. Aðstaðan í höfninni væri þannig með stóru skipin að sæta þyrfti veðri og vindum og flóði og fjöru. Aðstaðan væri þokkaleg, skipin legðust við enda hafnargarðsins, sem væri of lítill fyrir slík skip. Ef færi að blása upp, þyrfti að taka skipið frá. -JBP Fyrirlestrar um sálfrœöileg efni vekja athygli og fá góöa aösókn: Frumspeki miötaugakerfis Vikulegir fyrirlestrar á veg- um félags sálfræbinema vib Háskólann, Anima, njóta al- mennra vinsælda ab best verbur séb. Um síbustu helgi fylltist salur tvö í Háskóla- bíói, þegar Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor flutti fyrirlestur sinn um vísindin, söguna og sannleikann. Nú er fjórbi fyrirlesturinn af sex framundan. Þorvaldur Sverrisson, MA í vísindaheimspeki, flytur fyrir- lestur í Háskólabíói, sal 2, á laugardag kl. 14, sem hann kallar „Brot úr frumspeki mið- taugakerfisins". Vísindaheimspeki í nútíma- skilningi varð til snemma á þessari öld. Frumherjar þeirra vísinda töldu sig hafa allgóðar ástæður til að ætla að ráðgát- an um eðli hugsunar, þekk- ingar og tilfinninga, um anda og efni og um líf og dauða, væri loks innan seilingar raunvísindanna. í fyrirlestri sínum ræðir Þor- valdur um tilraun Gustavs Fechner til að leggja grunn að slíkum vísindum og lýsir tengslum kenningar hans við rúmfræði, eðlisfræði, líffræði og heimspeki. Hann færir rök að því í fyrsta lagi að rót rökgreining- arspeki sé ekki síður að finna í rannsóknum á starfsemi melt- ingarfæranna en í afrekum á sviði hreinnar stærðfræði. Ennfremur að heimspekileg vandamál, sem hrjáðu frum- herja vísindalegrar sálfræði, hafi langt frá því verið leyst af sporgöngumönnum þeirra. -JBP BÆNDUR ^ Kverneland RÚLLUBAGGAPLASTIÐ Aðeins flutt inn af , V E Ingvar ll=i Helgason hf> vélasala '-I Sævarhöfða 2, SÍMI 525*8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.