Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 16
wmm Fimmtudagur 29. febrúar 1996 VebrÍb (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Subvestan kaldi og súld meb köflum. Hiti á bilinu 2 til 6 sfig. • Breibafjörbur og Vestfirbir: Sunnan og subvestan kaldi eba stinn- ingskaldi og súld eba rigning. Hiti á bilinu 1 til 6 stig. • Strandir, Norburland vestra og Norburland eystra: Subaustan gola og snjókoma framan af, en subvestan kaldi og úrlcomulítib síbdeg- is. Frost 7 til 12 stig í fyrstu, en hlánar síbdegis. • Austfirbir: Sunnan kaldi og snjókoma um tíma fyrir hádegi en sub- vestan kaldi og skýjab en ab mestu þurrt síbdegis. Hlýnandi vebur í dag. • Subausturland: Subvestan gola eba kaldi og súld meb köflum vest- an til. Frost 0 til 7 stig í fyrstu en 1 til 4 stig síödegis. Búvöru- og samkeppn- islög stangast ekki á Gu&mundur Bjarnason land- búnaöarráöherra sagöi viö ut- andagskrárumræöu á Alþingi í gær aö búvörulög stönguö- ust ekki á viö samkeppnislög heldur væri aö finna í sam- keppnislögum viöurkenn- ingu á sérstööu landbúnaöar- framleiöslunnar. Tilefni þessara ummæla voru fyrirspurnir frá Ágúst Einars- syni, þingmanni Þjóövaka, er spuröi landbúnaðarráöherra hvort hann væri sammála því áliti Samkeppnisráös aö viö- skiptahættir Osta- og smjörsöl- unnar varöandi verðlagningu á tileknum vörutegundum brjóti í bága við samkeppnislög. Hann spurði einnig hvort ráð- herrann væri sammála þeirri ákvörðun Samkeppnisráðs að Osta- og smjörsölunni beri að bjóða viðskiptavinum sínum eðlilegan magnafslátt af vörum sem eru verðlagðar utan verð- lagskerfis búvörulaga. Þá spurði Ágúst landbúnaðarráðherra hvort eðlilega hafi verið staðið aö úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga í ljósi stutts til- boðsfrests í eigur samlagsins og hvort ráðherrann væri reiðubú- inn að beita sér fyrir endur- skipulagningu mjólkurfram- Saubárkrókur: Grænlend- ings saknað Leit stóð yfir í gær að 29 ára gömlum grænlenskum sjó- manni sem síðast sást til við veitingastaðinn Árbæ í fyrradag. Fjölmennt iið björgunarsveita leitaði mannsins en hans var enn saknað þegar Tíminn fór í prentun í gær. Grænlendingur- inn hefur verib hér í námi í sauðfjárrækt, en um það nám er fjallað á blaðsíðu 8 og 9. -BÞ Gríska skip- iö Anakan kyrrsett Gríska skipiö Anakan hefur veriö kyrrsett aö kröfu sýslu- manns uns dómur fellur í skaöabótamáli sem útgeröar- félag Alberts GK hefur höföaö. Ágreiningur er uppi um skaöabótakröfu vegna aöstoö- ar sem skipverjar á Albert veittu flutningaskipinu í fár- viöri 4. febrúar sl. Krafa útgerðarfélags Alberts hljóðar upp á 97 milljónir króna og er þar innifalinn út- lagður kostnaður, viðgerðir, vinnutap og björgunarlaun en um þau er aðallega deilt. For- ráðamenn Anakan líta svo á ab skipinu hafi aðeins verið veitt aöstoð en ekki björgun. -BÞ leiðslunnar þannig að sam- keppnislög mótuðu umgjörð hennar. Gubmundur Bjarnason landbúnaðarráðhera sagði landbúnaðinn lengi hafa búið við verðlagningarkerfi sem byggt væri á samningum á milli samtaka bænda og ríkis- ins. Hann sagði að með nýlega gerðum búvörusamningi um framleiðslu sauðfjárafurba hafi verið farib að nokkru leyti af leið fastra verbákvarðana og slíkt myndi að öllum líkindum verða athugað vib samnings- gerð um aðra framleiðslu í framtíðinni. Hann kvaðst vilja vinna að breytingum á formi afurðasölu og viðskiptum með landbúnaarafurðir í fullu sam- ráði við bændastéttina ogtivað varðaði spurningu fyrirspyrj- anda um hvort hann hyggðist beita sér fyrir breytingum á við- skiptum Osta- og smjörsölunn- ar, sagði hann að fyrirtækið yrbi sjálft að fá ráðrúm til ab taka ákvarðanir í því máli. Landbúnaðarráðuneytið hefði ekki möguleika til að skikka það til eins eða neins. Varðandi úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga kvab landbúnað- arráðherra að rétt hafi verið að málum staðið. Úreldingarféð væri hugsað til þess að gera breytingar á starfsemi en ekki hafi verið um nein kaup á eig- um Kaupfélags Borgfirðinga að ræða. Nokkrir þingmenn tóku þátt í umræöunni og varpaði Guðni Ágústsson því meðal annars fram hvort afsláttur af vörum til stórmarkaða þýddi í raun hækkun á sömu vörum til minni verslana og vitnaði til nýsettra laga í Frakkalndi þar sem verslunum er bannað að selja vörur undir kostnaðar- verði í því sambandi. -ÞI Pálmi Matthíasson um hugsanlegt forsetaframboö: Ekkert liggur fyrir enn „Eg hef aldrei gefið upp aö ég ætlaöi aö vera meö í for- setaframboði og ég hef aldr- ei sagt hiö öndveröa heldur. Þetta virðist vera eitthvaö sem er í umræöu annarra, en ekkert liggur enn fyrir af minni hálfu hvaö þaö varö- ar," sagöi Pálmi Matthías- son, sóknarprestur, þegar Tíminn aflaöi fregna af for- setaframboði í gær. Pálmi sagöi framboð Guðrún- ar Pétursdóttur í engu breyta sinni ákvöðun og honum fynd- ist furðulegt þegar menn spyröu hann hvort hann væri hættur við. „Ég hef aldrei sagst ætla að vera með, þannig að ég veit ekki við hvað er hægt aö hætta. En ef ég færi fram yrði það tilkynnt." Abspurður hvort Pálmi fyndi fyrir stuðningi við framboð sagöi hann: „Eg finn ýmislegt, bæði góða strauma og slæma. Mér finnst hins vegar sem öll umræða sé dottin niður um for- setaframboð í dag. Hún hefur vikið fyrir öðru, því miður." -BÞ Unniö oð breikkun Vesturlands- vegar Nú stendur yfir viöamikil breikkun Vesturlandsvegar frá Breiöhöföa vestur fyrir vestari ál Elliöaáa í Reykjavík. Alls veröur vegurinn breikkaöur á 1220 m kafla meö þeim aö- og fráreinum sem honum fylgja. Auk þess veröur steypt brú yfir Elliöaár, og ráöist í gerö göngustíga undir og kringum Ell- iöaárbrú ofl. Tímamynd CS Fjárfestu í sparnaði og þú ert á grð&nni grein til frambúöar! gnan MEO SPARIÁSKRIFT (S) BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki ... HEIMILISLÍNAN - Einfaldar Jjármálin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.