Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 12
12 WÍmtm LANDBÚNAÐUR Fimmtudagur 29. febrúar 1996 Þab er síbdegiserill í dýra- laeknamibstöðinni neöst í Árborgarhverfinu á bökkum Ölfusár gegnt Sel- fossi. Fólk kemur meö gælu- dýr til lækninga og einnig þau sem ekki er lengur rúm fyrir hjá eigendum sínum og dýra- iæknarnir sjá um aö svæfa. Nokkrir hestar eru í „sjúkra- stofu" stöbvarinnar. Þeir eru ýmist ab ná sér eftir abgerbir eba eru til lækninga meb öbr- um hætti. Síminn hringir án afláts. Taka þarf sýni úr grí- sum, hross þarfnast athugunar og á einum bæ býbur kýr meb súrdoba eftir dýralækninum. „Súrdobi er afleibing rangra efnaskipta og veröur einkum vart hjá mjólkurkúm skömmu eftir burb þegar þær leggja sem mest í mjólkina," segir Sigurbur Ingi Jóhannsson, einn þeirra þriggja dýralækna sem starfa vib stööina. Sigurb- ur Ingi er frá Dalbæ skammt frá Flúbum í Hrunamanna- hreppi, en hinir dýralæknarn- ir eru Lars Hansen, sem starf- ab hefur á Hvolsvelli, og Páll Stefánsson á Selfossi, en hann er upphafsmabur dýralækna- mibstöbvarinnar. Þremenningarnir hafa allir veriö „landlausir", ef þannig má komast aö oröi. Þeir hafa ekki starfaö sem hérabsdýralæknar, heldur unniö sjálfstætt hver á sínu svæbi og tilheyra þannig vaxandi stétt innan dýralækn- inganna. „Viö vorum allir búnir aö vinna sem einyrkjar í nokkur ár, þegar vib ákváöum aö hefja þetta samstarf. Viö töldum ab samgöngur á Suburlandi væru þaö greiöar ab unnt væri aö reka þessa þjónustu frá einum staö," segir Siguröur Ingi. „Páll var bú- inn aö undirbúa þetta meö því ab koma þessari abstöbu upp, sem viö höfum hér, en vib hinir göngum inn í þetta. Meb þessu teljum viö okkur þess umkomna aö veita betri þjónustu, þar sem viö getum sérhæft okkur nokk- uö auk þess ab taka upp vakta- skipti. Þannig á dýralæknir allt- af ab vera til reiöu, þótt einhver okkar taki sér frí." Siguröur Ingi segir aö dýralækningar einyrkj- ans séu sólarhringsstarf og síb- degib og kvöldin séu mesti annatíminn. Fólk komi heim frá Lars Hansen, Páll Stefánsson og Siguröur Ingi jóhannsson w'ð skuröarboröiö á aögeröastofu dúralcekningamiöstöövarinnar. t Siguröur Ingi Jóhannsson dýralœknir: Dýralæknamiðstöðv- ar eru framtíðin vinnu um fimmleytib og kúa- bændur fari í fjós á sjötta tíman- um og þá komi oft eitthvaö í ljós er leita þurfi meö til dýra- læknis. Því sé ekki óalgengt ab vinnudegi ljúki á tíunda tíman- um á kvöldin. „Vib sinnum hrossaræktinni mikib og einnig færist eftirlit og lækningar á gæludýrum mjög í vöxt." Sigurbur Ingi segir aö gælu- dýrum fjölgi mikiö bæbi í þétt- býli og einnig í sveitum. Þá sé einnig farib ab hugsa um þau meö öbrum hætti en þegar hundar og kettir hafi að mestu gengiö sjálfala til sveita. Liður í ákveðinni þróun — Kallar 'hrossarœktin og vax- andi gœludýraeign einkum á starf- semi dýralœknamiðstöðva? „Hún eykur þörfina fyrir þær, en hinn hefbbundni landbún- abur kemur þar einnig viö sögu," segir Sigurbur Ingi. „Þetta er liöur í ákvebinni þróun, sem er að eiga sér stað í þessari starfsgrein. Starfsemi einyrkjans mun víkja fyrir samstarfi. Þetta gerist meb svipuðum hætti og í hinni mannlegu heilbrigðis- þjónustu þar sem heilsugæslu- stöbvar hafa veriö reistar víðs- vegar um landib." Sigurbur Ingi kvebst sjá ákvebnar breytingar fyrir sér. Hann segir ab fyrir liggi sam- þykkt Dýralæknafélagsins um naubsyn þess að taka dýra- læknalögin til endurskoöunar og nú hafi verið skipuð nefnd á vegum Landbúnaðarráðuneytis- GREENLAND Rúllubindivél meö eða án söxunarbúnaðar Rúllur 1,20x1,20 m Einnig fáanleg fastkjarna 1,20x0,60x1,30 m 1,20x0,60x1,80 m BÆNDUR! PANTIÐ TIMANLEGA Leitiö nánarí upplýsinga Ingvar Helgason hf. vélasala Sævartiöfða 2, SÍMI 525-8000 ins til þess ab vinna að því máli. Hann segir það starf rétt aö hefj- ast, þannig að ekki sé ljóst hvaða niðurstöður það komi til með að gefa, en trúlega verði geröar nokkuð róttækar breyt- ingar. Á Suðurlandi starfa nú sjö dýralæknar: fjórir héraðsdýra- læknar eftir gildandi lögum og þeir þremenningarnir, sem eru sjálfstætt starfandi. „Við höfum átt í nokkru samstarfi viö hér- aðsdýralæknana, en verksviðin eru það ólík að erfitt er að finna raunhæfan samstarfsgrundvöll." Sigurður Ingi segir það ekkert hafa með mannlega eiginleika eða persónuleg samskipti að gera, heldur sé annars vegar um að ræða opinbera embættis- menn sem sinna þurfi ákveö- inni eftirlitsskyldu, en hins veg- ar aöila er starfi algerlega sjálf- stætt og á eigin ábyrgð. Erlendar fyrirmyndir — Emm við að taka upp erlend- ar fyrirmyndir í þessum mdlum? Sigurður Ingi kveður svo vera. Þróunin hafi verið í þessa átt í nálægum löndum og yngri dýralæknar hafi flutt nýjar hug- myndir heim, þegar þeir hafi komið frá námi. Til þess að koma breytingum í framkvæmd þurfi lagabreytingar — aðlögun lagabókstafsins að breyttum tímum og stórauknum kröfum um bætta þjónustu af hálfu dýralækna. „Til þess að standa undir þeim kröfum og geta sinnt þeim störfum, sem við höfum tekið að okkur, er nauð- synlegt að auka samvinnu og opna dýralæknamiðstöðvar þar sem menn geta sérhæft sig í ákveðnum hlutum, auk þess að vakt sé alltaf til taks hvenær sem á þarf að halda." Sigurður Ingi kveðst telja að almenn sátt ríki um að vinna að þessum breytingum og fáir eöa engir vilji halda í núverandi kerfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.